Vesturland

Årgang

Vesturland - 20.01.1927, Side 1

Vesturland - 20.01.1927, Side 1
VESTURLAND Ritstjóri: Sigurður Kristjánsson. IV. árgangur. ísafjörður, 20. janúar 1927 2. tölublað. Bæjarstjðrnarkosnlng. í síðasta Vesturlandi var gert ráð fyrir þvi að listi ihaldsmanna, B-listinn, yrði afturkallaður af þar greindum ástæðum, og að fram- bjóðendur bolsevika yrðu sjálf- kjörnir. Siðan það var skrifað, hafa á- stæður þessar breyst svo, að list- inn verður ekki afturkallaður. Verð- ur nú þann 22. þ. m. kosið um þessa iista: ; ‘ { / A-listi Magnús Ólafsson Jón H. Sigmundsson Stefán Stefánsson. B-listi Matthías Ásgeirsson Jón S. Edwald Ingvfir Pétursson. Vesturland mun ekki nú frem- ur en áður verða orðmargt um þá menn persónulega, sem á list- .anum standa. Gerist þess engin ,þörf um menn, sem svo að segja hvert mannsbarn í bænum hefir þekt um mörg ár. Að sönnu hefir enginn þeirra, er á B-iistanum standa, átt sæti fyr I bæjarstjórn, en aiiir hafa þeir haft á hendi vandasöm störf hér f bæ um iangt árabil, og efsti maður listans eflaust einhverja 'vandasömustu stöðu í bænum. Munu allir bæjarbúar og héraðs- búar kveða upp einn dóm um það, að starfið það sé rækt í besta máta, eins og hitt, að til þess < þurfi vit, þekkingu og samvisku- semi meir en í meðallagí., En Vesturiand ætlar ekki að fara í neinn mannjöfnuð, telur þess og litla þörf, sem áður var sagt. Þeir menn, sem kjósa vilja bæn- um fulltrúa af skynsamlegu viti, . munu fyrst af öllu hyggja að for- tfð fulltrúaefnanna og þeirra flokka er þeir fylla. Er ekki liklegt að bænum stafi svipuð gæfa af stjórn núverandi meirihluta bæjarstjórnar hér eftir sem hingað til ? Hverju hafa þeir lofað og hvað hafa þeir efnt? Loforðin hafa vejrið mörg og stór. En ætli almenningi finnist nú I sannleika að hagur bæjarins hafi batnað undir þeirra stjórn eða áð bjartara sé frámundan? Það er þó tálið að af ávöxtunum þekk- ist hver best. Þegar bolsevíkar tala um afrek landstjórnarinnar, gleyma þeir ald- rei þvl, að öll fjárhagsleg viðreisn og framfarir l landinu sé að þakka fádæma góðæri. Þess góðæris sér engin merki, þar sem bolsevikar hafa stjórnað. Hvað er það, sem hér i bæ hefir aukist og margfaldast I þeirra stjórnartfð? Skuldlr og fátækt bæjarfélags- ins hafa margfaldast, atvinnuleys- ið hefir aukist. álögurnar hafa margfaldast og fátækt almennings hefir aukist. ; Hefir þá þessi loforðafreki meiri hluti bæjarstjórnar ekkert gert? - Jú, hann hefir gjört talsverða byltingu f atvinnullfi bæjarins. Hann hefir komið hér á laggirn- ar einum atvinnurekanda og safn- að að honum ýmsum hlunnind- um og látlaust ofsótt aila aðra stærri atvinnugjafa, til þess að hlaða undir þennan eina. Varið auk þess stórfé úr bæjarsjóði, til að gera aðstöðu hans sem besta. Það hefir tekist að grafa jarð- veginn undan öllum stærri atvínflu- veitendunum og skara eldinum að þessari einu köku. En það er eins og hún vilji ekki bakast að heldur. Það virðist lftil gæfa fylgja gjöfum meirihlutans. Já, þeir hafa gert fleira full- trúar meirihlutans. Þeir hafa flest- ir hlotiö stöður eða starfa á kostn- að bæjarins. Meira að segja hef- -ir bærinn aukið álögur og skulda- byrði um hundruð þúsunda til þess að foringinn gæti aukið tekjur sínar. Og það hefir tekist að gera hann að tekjuhæsta manni bæjar- ins. En ekki heldur þessir alikálfar bæjarins hafa fitnað. Blessunin, sem fylgir skömtu- lagi bolsanna, er altaf hin sama. Væri ekki óllklegt, þegar þeir fulltrúar meirihlutans og gæðing- ar þeirra safnast á mánaðamótum um kassann, til að hirða ávexti aðstöðu sinnar, að þeir hugleiddu þá unr leið, hversu mikla bléssun starf þeirra hefir feitt yfir airfiertn- ing hér i bæ. Og álfti kjósendur almenf, áð staif meirihluta bæjarstjórnar háfí bætt hag borgaranna og bæjar- félagsins, og að bjartari séu von- irnar um framtfðarhag þeirra, held- ur en var, áður þessir trúnaðár- menn tóku við stjórn bæjarins, þá telur Vesturland sjálfsagt og eðlilegt að þeir með atkvæðum sínum efli þá, og tryggi stjórn þeirra yfir málefnum bæjar og borgara í framtíðinni. En hinir, sem álfta að hag bæjarins hafi hnignað undir þeirrá stjórn og útlitið versnað, eiga lfka kost á aö sýná það á kjör- degi. Einokun. Engum vafa er það bundið, að ef hinir sameinuðu bolsevikar hér á landi hefðu til þess bolmagn, myndu þeir þegar fitja upp á ein- okun rfkisins á þeim vörum, sem1 tekist hefir að losa undan því helsi; og að likindum myndu þeir hneppa þjóðina undir miklu viðtækari ein- okunar áþján en þá, er vér átt- um við að búa síðustu striðsárin og næstu ár eftir að striðinu lauk. Það er þvf ekki óþarft að gera sér grein fyrir þvf, hvernig sú einokun lék bæði neytendur og ríkissjóð. Einokun er íslendingum svo kunn frá fyrri tfð, að ólfklegt væri að þá fýsti undir það fyrirkomu- lag. En kunn var mönnum þá því nær eingöngu sú hliðin, er sneri að neytendum. Og þar voru höfuðeinkennin þessi: Dýrar vör- ur og vondar vörur. Fáir munu þá hafa hugleitt það, að einkasöluhafinn gæti einnig borið skarðan hlut, svo að fyrir- komulagið yrði hvorum tveggja til tjóns. Og var þó konungsversl- unin glögt dæmi um það, þvi þá tapaði einkasöluhafinn stórfé á versluninni, en hagur landsmanna, neytenda, batnaði eigi að heldur til hlítar. Ætla mátti að hörtnungar þæf, sem verslunareinokunin leiddiyfir þetta land, væru landsmönnum enn í svo fersku minni, að eng- inn íslendingur mundi til þess verða að fitja upp á einokun eða berjast fyir henni f neinni mynd, og dríta svo á leiði Skúla land- fógeta Magnússonar. En það ó- llklegasta skeður. Heill stjórnmála- flokkur á þessu landi (sem þó stundum þykist vera tveir óskyldir flokkar) hefir gert það að höfuð- flokksmáli að koma á þessu ill- ræmda fyrirkomulagi. Notaðiflokk- urinn stríðsásfandrð, og koni þó minnu fram, en ætlað var, er hann náði aðeins að einóka olfu og fóbak. Komu þegar frám, svo ekki varð um deilt, einkennin gömlu: að varan varð bæði dýr og vond. En hitt varð að langvarandi deilu- máli, hvorf einokunarhafinn, ríkis- sjóður, myndi einnig bíða tjón. Sögðu einokunafmen'rt, þegar um var rætt að íétta tóbakseinok- uninni af, að tóbakið múndi verða dýrara, en tekjur rlkissjóðs af því þó minka að mun. Altmundi fara f kaupmennina. Nú er kotrtin fram nokkur sönn- un í þessu máli. Rétt ár er liðið sfðan einokun- inni var af létt, og þarf ekki að segja almenningi það sem hann veit og hefir sjálfur reynt: að verð á tóbaki hefir lækkað að miklum mun. Nemur sú lækkun 20—30°/0. Hitt er og einnig á daginn kom- ið, að ríkissjóður hefir þegar grætt stórfé á breytingunni. Meðaltal tekna ríkissjóðs af tó- bakinu, bæði tolltekjur og sölu- hagnaður, vaf þau' þrjú? ár, sem reikningar eru upp gerðir fyrir, kr. 649 þús. Voru tekjurnar á át- Bátalugtip. Ný gerð af bátalugtum mjög vönduðum, ábyggilegum i viiidi nýkomin í Versl. Björninii (Ól. Kárasön.) Rúllugardinur halda hitanum inni og kuldánUiii úti. Fást i mörgum litum hjá Finnbirni málará. inu 1926 samkvæmt þessu áætl- aðar í fjárlagafrv. stjórnarinnar, kr. 630 þús., þvf nokkuð af áður greindum tekjum af einkasölúnrti voru gengis- og verðhækkunar- gróði, sem ekki mátti gera ráð fyrir, að einkasölunni áskotnaðist öðru sinni. Einokunarmenn héldu því nú fram, að þessar tekjur næðust aldrei með tolli einum saman, nema tóbaksverðið hækkaði að miklum mun. En það sem nú er fram komið er þetta: Tóbakið héf- ir lækkað allverulege, eins og áð- ur er sagt, en tekjur rikissjóðs af þvf eru orðnar eða voru þrjá fyrstu fjórðunga ársins 1926, full miljón króna, eða 275 þúsund krónum meira en sameinaður toll- og sölu- gróði alls ársins var áæflaður með einokunarfyrirkomulaginu. Ekkert er hægt að fullyrða um það hve míklar tolltekjurnar af tóbaki muni hafa orðið siðasta fjórðung ársins, en allar lfkur eru tií þess að þær séu ckki mikið undir kvartmiljón, og hefir þá rfk- issjóður grætt x/2 miljón króna fyrsta árið á því að létta af tó- bakseinokuninni. Hve miklu gróði almennings nemur í lækkuðu verði, er ekki unt að segja, þótt nærri mætti fara um það, þegar iunflutnings- magnið eða réttara sagt eyðslan, væri athuguð. En fyrir það fé, sem ríkissjóður hefir grætt, mætti slétta marga þúfnaskák og rækta margan óræktarflóann hér á landi, ef áframhald verður á þessu hvert ár. Fyrir það fé mætti og leggja álitlega vegaspotta, eða þá reisa skóla og kosta fræðslu æskulýðs- ins. Er fénu vissulega á þann liátt betur varið en hinn, sem áður var, að ala á þvf flokksómaga Tfmaflokksinns og hinna bolsanna, og vera þessum flokkuin pólitískt vlgf, eins og forttíaður Tímaflokks- ins viðurkendi' á þingi aö einok- unin hefði verið.

x

Vesturland

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.