Vesturland


Vesturland - 20.01.1927, Blaðsíða 2

Vesturland - 20.01.1927, Blaðsíða 2
VESTUKLAND. Útgerðin og bæjarstj.meirihlutiim. Qamalt máltæki segir, að sá sem afsaki sig, ásaki sig. Þetta sannast nú á SkutH og nánustu aðstandendum hans. Undanfarnar vikur hefir blaðið sífelt stagast á því, að meirihluti bæjarstjórnar eigi enga sök á erf- iðleikum þeim, sem nú eru fyrir dyrum hér á ísafirði. Blaðið segir að meirihluti bæjarstjórnarinnar hafi ekki haft né getað haft nein áhrif á stjórn, rekstur eða afkomu atvinnumála í bænum. Stjórn þeirra hefir verið í höndum auðvaldsins og þess er sökin, segir blaðið. Skutull treystir þvf nú sem fyr, að þann sé með skrifum sínum búinn að veikja svo dómgreind almennings að honum megi alt bjóða. Annars hefði hann ekki leyft sér að bera slíkt á borð, því alt er, þetta sagt og skrifað gegn betri vitund. Eg er ekki I neinum vafa um það, að séra Guðmundur, Vil- mundur læknir og jafnvel Finnur vita það mjög vel, að þó að meiri hluti bæjarstjórnar ekki hafi tekið beinan þátt i stjórn atvinnufyrir- tækjanna, þá hefir hann haft afar mikil áhrif á afkomu þeirra. Og mikið mega þeir, þremenningarn- ir, bæta ráð sitt, ef þeim á að takast að þvo af sér þann sman- arblett, sem á þeim er, vegna framkomu þeirra, ekki aðeins við atvinnurekendur, heldur og við allan almenning, sem nú er at- vinnulaus, mest fyrir þeirra til- verknað. Hefir ekki öll framkoma þeirra verið látlaus ofsókn á hendur atvinnurekendum ? Fá munu þau tölublöð Skutuls, sem ekki hafa predikað það, hvl- lík bölvun stafi af atvinnurekend- unum. Þeir hafa verið óvirtir á alla lund og ekkert talið eftir þá liggja annað en það, að „fram- leiða" töp fyrir bankana. Og sama hefir kveðið við á öllum borgara- fundum. Eg minnist þess ekki að hafa verið á fundi hér, þar sem aðal- foringi „öreiganna", tekjuhæsti maður bæjarins, ekki hefir haldið æsinga- og níðræður um atvinnu- rekendurna. Hann hefir aldrei gleymt því að minna sitt fólk á það, að alt basl alþýðunnar væri atvinnurekendunum að kenna og að öll von hennar bygðist á því, að þeim yrði á kné komið. Eftir þessari mælisnúru hefir meirihluti bæjarstjórnarinnar snið- ið gerðir sínar nákvæmlega. Ald- rei hefir hann sýnt neina viðleitni f þvl að draga úr hinum hóflausu álögum hér í bænum. Þegar sýnt var fram á það og sannað, að útsvörin hér væru tvöföld, jafn- vel margföld við það, sem ann- arsstaðar er, sveifst núverandi meirihluti þess eigi að hækka út- svörin um kr. 12000, og fjár- hagsnefnd hafði jatnvel lagt til að þau yrðu hækkuð um kr. 26000 en heyktist á því, þegar henni var bent á það, að bsejarstjórn bristi lagalega heimild til þess, m m txl ra mKI^ JmmtrlmmmKi 19 ca 19 tZi IZI Vélskip til sölu. Eflirtöld vélskip eru til söiu: SJ0FN stærð 31,80 smálestir. FRIGG — 27,60 — FREYJA — 27,17 - — GYLFI — 25,60 — 8ÆFAHI — 26,91 — PERCY — 43 — KVELDÚLFUR — 23,55 — HELENA — 35,89 — KÁRI — 27,68 — SNARFARI — 26,65 — BIFR0ST — 27,16 — Efni: eik, með 50 HK Bolindervéi. eik, — 48 HK Alphavél. — eik, — 70 HK Finnöjvél. — eik, — 45/50 HK Finnöjvél. — eik, — 36 HK Alphavél. — eik, — 55 HK Qreivél. — eik, — 40 HK Bolindervél. — fura, — 40 HK Bolindervél. — fura, — 60/70 HK Finnöjvél. — fura, — 36 HK Alphavél. — fura, — 40 HK Skandiavél. Væntanlegir kaupendur snui sér til stjórnar íslandsbanka í Reykjavik eða stjórnar Útbús ísiandsbanka á ísafirði, sem geia ali- ar nánari appiýsingar. Útbú íslandsbanka á ísafirði. IZl EZIIZIESIZI txiixiixiixiixifxiixiixiixiixi ixi ixi eq C 3 ¦?l Uj uj njQ uj !2II3uEniXlliölSII33l3BI2II3n IZIEZIC 3 E 9 nema með samþykki stjórnarráðs- ins. Þessi meirihluti er merkilega fundvis á nýja útgjaldaliði. Þegar annað þraut, fann hann upp það snjallræði, að setja nokkur þús- und i búskap á Seljalndi. Siðan voru stofnuð ný embætti með launum úr bœjar- og hafnarsjóði, og Þegar það „lið" var orðið nægilega mannmargt, gat bærinn auðvitað ekki haft skrifstofurnar i sinu eigin húsi eins og verið hafði. Þar þurfti sem sé enga húsaleigu að borga, en nú komst bærínn að þeim vildarkjörum að greiða margar þúsundir króna fyrirfram fyrir húsnæði. En þvf meira fé, sem bærinn festir á þann hátt, því meira get- ur hann skuldað, og þvi hærri geta útsvörin orðið. Þegar meirihlutanum hefir verið bent á, að bærinn liafi ekki fé til að leggja I þessi eða hin fyrir- tæki, hefir svarið jafnan verið: þá tökum við það úr vasa borg- aranna. Okkur er visað i vasa borgaranna. Þaðan eiga pening- arnir tii bæjarins að koma. Og það væri synd að segja, að þessi „ávisun" hafi ekki verift not- uð. Höfuðið var þó bitið af skömm- inni með Hæstakaupstaðarkaupun- um. Tilgangi þeirra, sem vildu hér alt i rústir, var I raun réttri náð með þeim kaupum, þvi þau gerðu tvent f senn: gerðu arðlitlar og verðiitlar eignir aðalatvinnurek- endanna, og skattlögðu auk þess alla framleiðslu hér I bænum svo gifurlega, að þessi nýi skattur nemur tugum þúsunda árlega. Sá leikur sem þeir kommúnist- arnir, Finnur Jónsson, séra Quð- mundur og Vilmundur læknir þá léku, var ljótur og hefi eg aldrei verið I vafa um, að ástæður þeirra fyrir kaupunum voru þær, að þeir sáu — alveg réttilega — að kæm- ust þau á, mundu þau fyr eða siðar leiða til þess að hér yrði öllum atvinnurekendutn óllft. Þeg- ar það svo sýndi sig að rckstur einstaklingsins gæti ekki þrifist hér, gætu þeir komið óskabarni sinu, þjóðnýtingunni eða bæjar- nýtingunni að. Þetta er skiljanlegt séð frá þeirra sjónarmiði sem kommúnista, en ekki höfðu þeir hreinskilni tíl þess að koma til dyranna eins og þeir voru klæddir. Þvert á móti lýstu þeir þvi yfir oft og mörgurri sinn- um, að bærínn yrði aldrei fyrír fjártjóni vegna kaupanna og aö erigínn nýr skattur yrði þeim sam- fara. Á þennan hátt tókst að vinna kaupunum fylgi og var si leikur Ijótnr á all.tii hátt, en e. t v. þó hörmulegast að sjá, að meB þessum niðurrifsmönnum hjó sá, sem rikisstjórnin hafði sett hér borgurunum til hlifðar. Það er þó langt fri þvi, að alt tjón atvinnurekendanna vegna Hæstakaupstaðarkaupanna sé tal- ið með verðlækkun eigna þeirra, tekjurýrnun og hinni nýju skatt- lagningu. Með þeim veitist einnig ófyrirleitinni bæjarstjórn eða hafn- arnefnd færi á að baka þeim mik- ið fjártjón og mörg óþægindi. Það kann að verða sagt, að ekki sé hætta á sliku, en eg skai ef óskað er, sanna það, að hafnar- nefnd hefir i skjóli Hæstakaup- staðarkaupanna gert sér leik að þvi að baka einum fiskútflytjanda hér allmikið fjártjón algjörlega að nauðsynjalausu. Bn oflangt mál yrði það hér, ef rekja ætti til hlýtar alla þá bölvun, sem af þessum margnefndu kaupum staf- ar. Þegar athugað hefir veríð, það sem að framan er sagt, sjá menn væntanlega, hvað mikið er hæft ¦»fc.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.