Vesturland


Vesturland - 20.01.1927, Blaðsíða 3

Vesturland - 20.01.1927, Blaðsíða 3
VBáTUtlUrJD. r t AKRA-smjörlíki þykir ágœtt viðbit og fæst i öilum matvöruverslunum. ? • SÓLARSMJÖRLÍKID fáið þér ætíð nýtt á borðið, það er því ljúffengast og næringarmest. í þvi, sem Skutull segir, að for- sprakkar alþýðuflokksins svo nefnda eigi enga sök á erfiðleik- um þeim, sem yfir vofa. Þvi er nátturlega haldið fram af þessum mönnum, að ekkert þetta atriði fyrir sig, sé svo stór- vægilegt að það geti ráðið nið- urlögum atvinnurekendanna. En þegar alt kemur saman: hóflaus útsvör, gffurlegir nýjir skattar, margháttuð höft á atvinnurekstrin- um, verð og arðrýrnun eignanna, og ofan á alt þetta rógburðurog uppæsing fólksins gegn vinnuveit- endunum, þá getur hver maður séð, að sterk bein þarf til að þota slfkt á sama tfma og óvið- ráöaniegir örðugleikar herða að frá ölium liliöum. Þegar Vilmundi lækni heflr verið bent á, að hann með til- tækjum sinum setti fótinn fyrír vinnuveitendur, hefir hann svarað: .Látum þá bara fara um koll. Það koma nýjir i staðinn". Nú hefir hann náð tilgangi sin- um. Hvar eru nú'þessir nýju? Hver maður sem snefil hefði af sómatilfinningu mundi í lækn- isins sporum telja sér skylt að gjöra sitt ýtrasta til að bæta að einhverju leyti það feiknatjón og þær hörmungar, sem atvinnuleys- ið, er yfir bænum vofir, leiðir af sér, og sem honum er manna frékast um að kenna. Eg vií biðja menn að athuga *það, að úr þessu verðurekki bætt með rógburðargreinum um íslands- banka eða einstaka menn, sem ná- lægt honum standa. Þremenning- arnir verða að minnast þess, að slík fæða endist ekki lengi til manneldis. Hvað vilja nú þessir menn, sem þessu valda, leggja í sölurnar fyr- ir „alþýðuna sina". Nú reynir á þá i fyrsta sinni á æfi þeirra. Ekki er mér kunnugt um að þeir hafi lagt fram frá sjálfum sér einn eyri til neins fyrirtækis sem aðrir en þeir sjálfir hafa haft not af. Mér er ekki kunnugt um að þeir hafi brotist í því að koma hér á fót nokkru til bæjarþrifa og mér er einnig ókunnugt um að nokk- ur .maður eða kona hafi, hversu slæmar sem ástæður hafa verið, nokkru sinni fengið hjá þeim at- vinnu eða aðstoð á einn eða annan hátt. Þeir munu svara að þess hafi ekki gjörst þörf. — Hinir margrægðu vinnuveitend- ur hafi séð fyrir því. Nú er ekki lengtir f þáð hús að venda fyrir Mótorbátur 3—4 lesta, nýlegur með góðri vél til sölu með tækifærisverði. — Uppl. gefur Kristján Jónsson frá Garðsstöðutn. almenning. Nú vil eg hérmeð skora á þá „yfirforingjana" Vilmund lækni síra Quðmund og Finn póst- meistara að bregðast mannlega við. í þessu tðlublaði eru aug- lýstir tii sölu allmargir vélbátar sem héðan hafa gengið og veitt fjölda fólks atvinnu. Eg skora á þessa þrjá menn að kaupa eitt- hvað af þessum vélbátum og gera þá héðan út á veiðar. Með því gefst þeim tækifæri til að veita mörgum mönnum atvinnu, bæði á sjó og landi, og bæta að litlu leyti fyrir það tjón, sem þeir hafa unnið þessu bæjarfélagi. Tímarnir eru að'visu iskyggilegir, og eg skal fúslega viðurkenna að litlar likur eru til að þeir fáí heim alt það fé sem þeir leggja í útgerð- ina. En mér dettur ekki i hug að þessir menn, sem sjálfir segjast berjast „fyrir heill alþýðu alla vega og ávalt í brjósti fylkingar" láti það á sig fá. Þeir fá nú ágætt tækifæri til að sýna hvort þeim er kærara „heill alþýðu" eða þeirra eigin pyngja. Þeir geta ekki brugðið við fé- leysi, því þeir eru allir með tekju- hæstu borgurum bæjarins og einn þeirra, Vilmundur lækni langsam- lega tekjuhæsti borgarinn og mun þurfa að ieggja saman tekjur þriggja annara tekjuhæstu bæjar- manna til að ná honum. Ekki geta þeir borið við þekkingarleysi á útgerðinni. Minsta kosti hafa þeir þótst vita full skil á því, hvað útgerðarmenn gætu greitt fyrir fiskinn, hvað verkun á hon- um mætti kosta og hvað margar þúsundir eða tugt þúsunda út- gerðin þyldi í útsvar og aðra skatta. Ef þeir því ekki vilja verða við þessari áskorun, getur ekki verið öðru en viljaleysi um að kenna. Með þvi að skorast und- an þessu sýna þeir, að þeir vilja ekkert leggja til „veifarnaðar al- þýöu" annað en gasprið tómt. Það verða áreiðanlega margir fleiri en eg, seni bíða með eftir- væntingu eftir þvi, hvernig þessir „leiðtogar" bregðast við áskorun- inni. " . - Magnús Thorsteinsson. Einn fyrir pabba. Alveg dæmalaust smekkleysi mætti það metast, ef ísfirðingar reyndust svo hiálegir að viija ekki Þ'ggj'3 jafn laglegar nýjársgjafir og þeim eru boðnar, þegar líka jafn valinkunnur maður og ritstjóri Skútuls réttir þær að þeim. Vonandi látið þiö Isfirðingar ekki gamla manninn'standa lengi skjáifandi yfir ykkur með slíkan hátiðamat i höndum. Hver annar mundi líka mata ykkur svona föðurlega? „Einn fyrir Vilmund. Einn fyrir Finn. Einn fyrir mál- efnið", segir sá bjartleiti. Þið þurfið ekki að vera að narta i þetta, iþað er óhætt að gleipa. Þið eigið annars ekkert að hugsa um hvernig þeir bitar eru, sem þið gleipið „í þetta sinn". Þið gerið það vegna þeirra bita sem þið hafið áður gleipt. Og ef fjárhagur bæjarins eða einhverra bæjarbúa skyldi fá eitt- hvert áfall, þá er til nokkuð sem heitir „Samviskupeningar". Leggið nú i þann sparisjóð. Verið góðu börnin. Einn fyrir Viimund! Yflrlýsing. Undanfarna daga hafa flökku- lygárar bolsevika borið það út hér um ^bæinn, að eg hafi verið og sé að safna undirskriftum und- ir skjal, er þeir telja hafi inni að halda rógburð um Vilmund Jóns- son Iækni. Greinin í sfbasta Skutli með fyrirsögninni „Skráveifa" mun eiga að benda til hins sama. \ Þar eg hvorki nú né áður nokkru sinni hefi safnað hér undirskriftum undir nokkurt skjal, snertandi Vilmund eða nokkurn annan, lýsi eg þessa mannorðsþjófa visvitandi ósannindamenn. Hér um bæinn gengur ekki svo eg viti nema et vera skyldi eitt rógburðarblað, á hverju sr. Quð- mundur og samherjar hans munu kenna sitt mark. Helga eg hon- um því Skráveifunafnið og tel hann betur af sæmdan, en kirkjuna af þjónustu hans. ísaf. 18. jan. 1927. Jón Bjarnason. Krassin látinn. Öreigaforinginn Krassin hinn rússneski, er nýlega látinn. Lét hann eftir sig 66 miljónir króna í reiðupeningum og verðbréfum, fyr- ir utan aðrar eignir. Alllaglegur skildingur eftir öreiga. Ert fleiri auðgast i foringjastöðu öreiganna en Finnur og Vilmundur. LÍKKISTUR, LÍKKLÆÐI hjá Árna Olafasyni. Illl .IIIIIHIIHIIII^ | Hitunartæki | allskonar fyrir raforku. § Ódýr og traust. I I Sendast gegn eftirkröfu um 1 land alt. 1 I Jóti Sigurðsson | 1 Austurstr. 7. Reykjavík Síini 386. 1 nl Stórt „beuffet" úr eik til sölu. A. v. á. Til kaups. Efri hæð hússins Vegamót hér á ísafirði 3 herbergi og eldhús með vatni og vask. 3/4 hlutar kjallar- ans og 200 ? áln. lóð, einnig hlaða og hús fyrir 12 kindur. Sömuleiðis getur fylgt leigulóð ca. 1000 ? áln. Húsið er bygt 1920, lóðin girt með timbri 1926 Alt i besta. standi. AUar upplýsingar gefur^eigandi hússins. Jón Bjarnason Vegamótum. Frá isafirdi. „Haftseina seldi afla sinn i Englandi síð- astl. mánudag fyrir 618 sterl. pund, „Hávarður ísfirðingur" kom inn af veiðum í gær með rúm 1100 kit, fór hann út aftur i gærkvöld, og fiskar í dag, fer svo til Englands. Fiskifélagsdeildin liér hélt fund í gærkvöldi, um» ræðucfni var: Útgerðarkreppan. I nefnd til að athuga það mál voru kosnir. Árni Qislason, Vilmundur Jóns- son, Stefán Bjarnason, SophusC. Löve og Kristján Jónsson. Leiðréttíngar. Dánardagur frú Ingibj. Kristjáns- dóttur frá Hnífsdal, var 30 des. en ekki 3 eins og stóð i siðasta tölubl. Vesturlands. Síðari Þingmáiafundurinn er getið var i sama blaði var haid» inn í Vatnsfirði. (Staðarnafnið hafði fallið f burtu). Þingmálafund heldur þingmaður kaupstaðarins í kvöld kl. 8. 1 Bíohúsinu. Kjósið B-listann! Prentsmiðja Vesttírlands ísafirði.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.