Vesturland

Árgangur

Vesturland - 20.01.1927, Síða 4

Vesturland - 20.01.1927, Síða 4
4 VESTURLAND kemur út einu sinni í viku. kostar 7 kr. um árið. Gjalddagi 1. oktober. Ritstjóri og ábyrgðarmaður Sigurður Kristjánsson. Ritstjórinn til viðtals kl. 4-5 dagl. í Hafnarstr. 1. Sími 99. Afgreiðslum. Loptur Gunn- arsson Aðalstrœti 11. Sími 37. „JLltlu munarrt sagði músin. Sú kátlegasta skrípasaga, sem færð hefir verið í letur er sagan: Don Quixote eftir spanska skáld- ið Cervantez. Saga sú er frá vold- í ugum riddara, sem varði æfi sinni og lífsstarfi til að berjast við vindmylnur. Hann dró í leiöang- ur við alvæpni á merhryssi, sem Rosinante hét, og hafði með sér skjaldsvein, Sancho Pansa að nafni, undra heimskan sveinstaula, en trúan sem gull herra sínum. Sá hafði asna að fararskjóta. Á þeim öldum voru vindmylnur á hverju strái i Spánverja landi, og hvert sinn, sem Don Quixote leit -eina slíka, einkum ef vindur var á svo vængirnir snerist, hugði hann þar fara grimman óvin. Fylt- ist hann þá hamslausri reiði, keirði Rosinante sporum og réð að fjanda þeim með blóti og bölvi. En jafn- an fór svo, að óvinurinn laust riddarann með vængjum sínum og kastaði honum langar leiðir eft- ' ir vellinum. Lá hann svo þar ringlaður, lerka og ósjálfbjarga uns skjaldsveinninn kom til, lilúði að og hjúkraði honum þangað til hann var svo hress órðinn, að hann gat byrjað á nýjum leik. Sagan endurtekur sig, segir mál- tækið. Vilmundur Jónsson héraðslækn- ir reisti nokkurar vindmyinur í Vesturl., sem út kom 12. desem- ber f. á. Réðst hann svo að þeim með ofurhug og mikilli grimd. En _ honum fór sem fyrirmyndinni, Don Quixote hinum fyrsta, vitid- mylnur hans lustu hann með vængjum sínum, og lá hann óvíg- ur á vellinum. Þetta gat að líta Sancho Pansa Vilmundar, Ingólf- ur Jónsson, bæjargjaldkeri. Fylt- ist hann þá mikilli reiði, söðlaði asna sinn, Skutul, og hleypti fram á vigvöllinn hinn 31. des. f. á. Hann var við alvæpni og hafði hlifar góðar. Brynju hafði hann, gerfa af hroka og svo trausta að hvorki máttu rök né sannindi á festa. Sverð hafði hann og gott, og var eggteinninn úr ósannind- um ger. Burtstöng hafði hann geysilanga; var sú dvergasmíði, einjárnungur ger úr grunnýðgi. En vindmylnur herra hans voru eigi árennilegar og réði hann þvi aL að hætti slunginna skilminga- manna, að koma eigi I námunda við ofureflið, heldur reisa sjálfur vindmylnur, er væru honum nokk- uru jafnari að vexti og styrkleika, og ráða síðan niðurlögum þeirra. il I I il Illll Ifl - I Alúðar þakkir til alira þeirra seni auðsýndu hlut- tekningu og hjálp við fráfall og úttör Guðrúnar Stefáns- dóttur frá Kambi. ísafirði 13.1. 1927. Aðstandendur. í grein minni í Vesturl. 19. des. f. á. gerði eg grein fyrir hvers vegna eg hefði átalið V. J. fyrir að taka hærri gjöld fyrir læknis- verk en lög heimila og sagði og sýndi að það átti ekkert skylt við politískar stefnur né flokka. En þá hafði V. J. gert tilraun til að breiða politiska píslarvættisblæju yfir ávirðingar sínar en var þannig sleginn af því lagi. Nú kemur þessi nýmóðins Sancho Pansa og kveður mig eigi aðeins hafa gert politiska árás á V. J. með átölum mínum, heldur hafi eg þar fram- kvæmt flokkssamþykt íhaldsflokks- ins. Og til þess að engum, sem annars Ies Skutul, skyldi sjást yfir þetta, flytur hann staðleysustafi þá með niðurvlsun. Hinn 28. nóv. f. á. varð eg að lýsa V. J. opinberan ósannindamann að fleipri, er hann þá hafði farið með, og kingdi hann því. Verð eg nú að gera þjóninum sömu skil og herranum þá, og lýsa hann vísvitandi, op- inberan ósannindamann að því, að íhaldsflokkurinn hafi áttnokk- urn þátt í eða vitað nokkuð um átölur mfnar á V. J. fyr en þær komu fram í blaðinu. Enda eru ummælin sjálfdauða. Að visu má svo vera, að það sé góð latina meðal Bolsa að Ieggja llf sitt og velferð á vald einhverjum manni og ganga síðan fyrir hvers manns dyr og lýsa ávirðingum hans og ágöllum, er gera hann óhæfan til alls trúnaðar. Þvi er Ingólfur Jóns- son kunnugri en eg. En íhalds- menn allir eru hyggnari og dreng- lundaðri en svo, að þeir drýgi sllka fúlmensku. Nú er það vlst, að fjölmargir íhaldsmenn leita V. J. sem læknis, og má þá nærri geta hvort þeir muni þannig dríta í sitt eigið hreiður, að gera að flokksmáli að halda á lofti ávirð- ingum hans. Manntötrið, Ingólfur, hefir með fleipri þessu sýnt sína andlegu rækt svo brjóstumkennan- legt er. Ingólfur Jónsson hefir nokkur- um sinnum sýnt með notarial- vottorðum i Vesturl., að bókfærsla á skrifstofu bæjarins er I „synd- ugri“ óreiðu. Samkvæmt fylgi- skjölum með bæjarreikningnum fyrir árið 1925, voru V. J. greidd- ar úr bæjarsjóði 7694 kr. fyrir læknishjálp á 11 fyrstu mánuðum þess árs. Eg veit ekki hvort fylgi- skjöl þessi eru í samræmi við bækur bæjarskrifstofunnar eða bækurnar í samræmi við þau. En að dæma eftir ummælum I. J. og notarialvottorðum hans, virðist mér eigi vanþörf á að slíkt væri athugað jafnframt því að bækur og reikningar V. J. eru endur- skoðuð. Mér er fullljóst, að það, sem V. J. hefir haft af bæjarsjóði fram yfir það, sem honum bar, eru Söltunarsvæði á Siglufirði. Opinbert uppboð verður haldið iaugardaginn 5. febrúar næst- komandi á afnotarétti að söitunarsvæðum hafnarsjóðs með húsum og 3 hryggjum yfir tímabilið frá 1. júlí næstkomandi til 1. júll 1928. Söltunarsvæðið verður þrískift, og boðið upp I þrennu lagi og fylgir ein bryggja og húsnæði hverjum hluta, svo og verkfæraskúr eða her- bergi undir verkfæri. Afnotaréttur húsanna nær aðeins til 20. okt. næstkomandi og hafnarnefnd skal heimilt endurgjaldslaust á tfmabilinu frá 5. nóvem- ber til 30. júní 1928 að láta skipa upp fyrir sig eða aðra þegar ekki stendur á útskipun eða uppskipun hjá leigutaka. Hamarshögg verður aðeins veitt á uppboðinu með því skilyrði að hafnarnefnd og bæjar- stjórn telji boðin viðunanleg og telji næga framboðna tryggingu fyr- ir boðunum. Uppboðið hefst kl. 1 síðdegis á söltunarsvæðinu. Nánari upp- lýsingar og uppboðsskilmálar á bæjarfógetaskrifstofunni. Skrifstofu Siglufjarðarkaupstaðar 11. jan. 1927. Griiðm. Hannesson. smámunir einir í samanburði við hitt, sem hann hefir haft af öðr- um. En, eins og eg tók fram 19. des. t. á., á eg ekki átölurétt í þeim efnum fram yfir það, sem borgararéttindi mfn I bæjarfélag- inu heimila. Úr þessu efni hafa þessir nýmóðins Don Quixote og Sancho Pansa bygt sína vind- mylnuna hvor, og síðan hamast á henni til að jafna við jörðu. Það er alþekt fyrirbæri, að ráð- þrota menn gripa aukaatriði, sem I sjálfu sér engu varða það, sem um er rætt, og bðlsótast svo um þau til þess að fá almenning til að gleyma þvi raunverulega mál- efni, sem um er rætt, í hávaðan- um, sem þeir gera um aukaatrið- in. Og það fangaráðið hafa þess- ir samherjar tekið. Þeir hafa þyrl- að upp pólitísku moldviðri og blásið upp aukaatriði til þess að almenningur gleymdi þvi höfuð hneiksli: Að Vilmundur Jónsson héraðslæknir, konunglegur em- bættismaður og bæjarfulltrúi, hef- ir krafist og fengið greiddar 125 —150 krónur fyrir íæknisverk, er honum samkvæmt gildandi landslögum í hæstalagi geta bor- ið 35 kr. fyrir. Skrif riddarans og skjaldsveins hans hafa verkað það eitt, að staðfesta þetta. Og hverju, sem þeir bæta við, má segja eins og músin: „Litlu munar". — Haf- ið er stórtl Páll Jónsson. Símfréttir. Útlendar. Samningar standa yfir milli Can- tonstjórnarinnar í Klna og Eng- lendinga. Samningur milli Þjóðverja og Bandamanna um ýms óútkljáð atriði, viðvíkjandi afvopnunar- málunum, ganga I mesta þófi. Borgarstjórinn I Shanghai, og útlendingar þar I borginni, hafa ákveðið að verja hana fyrir Cant- onhernum, er nú sækir að henni. Herskip stórveldanna hafa safn- ast saman í Shanghai. Hátamótor. „Populer‘'-véI — 31/* ha. — nokknð notuð en í ágætu ástandi til sölu með hálfvijði. — Til sýn- is hjá G. Andrew. Skóvinnustofa mín gerir við reiðtýgi og ak- týgi yfir mánuðina jan., febr. og mars — aðra tfma helst ekki. Sendið þvi strax reið- týgi yðar. Ó. J. Stefánsson. Brauðvörusala (frá Norskabakaríinu) fer fram i Mjóikurbúðinni i Fjarö- arstræti 29. Jón Jónsson. tskófatnaðurinn! ▼í ver6lun M. Magnússonar ♦ ísafirði, éer traustur fallegur og ódýr.< X Ávalt miklu úr að velja. ♦♦♦< Undirrltuð tekur að sér að hreinsa gera við og pressa karlmannaföt. Kristín Kristmundsdóttir. Hafnarstræti 17. fsafirði. 1500 Innflúensu tilfelli I Kaup- mannahöfn. Veikin er mjög væg, Innlendar: Sjúkrasamlag er nýlega ntofn- að f Vestmannaeyjura. Meðlimir eru þegar 230. Áætlun um tekjur og gjöld Reykjavikur fyrir árið 1927 hefir nú verið samin og lögð fram. Eru tekjur áætlaðar kr. 2 231 500 00 en árið 1926 kr. 2 409 079 20. Út- svör lækka úr rúmri hálfri annari miljón, niður í kr. 1 200 000 00. Skattur á Samvinnufélögunum hefir hækkað úr 20 þús. upp I 40 þús. samkv. gildandi lögum.

x

Vesturland

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.