Vesturland

Árgangur

Vesturland - 30.01.1927, Síða 1

Vesturland - 30.01.1927, Síða 1
VESTURLAND Ritstjóri: Sigurður Kristjánsson. IV. árgangur. ísafjörður, 30. janúar 1927. 3. tölublað. Söltunarsvæði á Siglufirði. Opinbert uppboð verður haldið laugardaginn 5. febrúar næst- komandi á afnotarétti að söltunarsvæðum hafnarsjóðs með húsutn ,og 3 bryggjum yfir tímabilið frá 1. júlí næstkomandi til 1, júlí 1928. Söltunarsvæðið verður þrískift, og boðið upp f þrennu lagi og fylgir ein bryggja og húsnæði hverjum hluta, svo og verkfæraskúr eða her- bergi undir verkfæri. Afnotaréttur húsanna nær aðeins til 20. okt. næstkomandi og hafnarnefnd skal heimilt endurgjaldslaust á tímabilinu frá 5. nóvpm- ber til 30. júní 1928 að láta skipa upp fyrir sig eða aðra þegar ekki stendur á útskipun eða uppskipun hjá leigutaka. Hamarshögg verður aðeins veitt á uppboðinu með því skilyrði að hafnarnefnd og bæjar- stjórn telji boðin viðunanleg og telji næga framboðna tryggingu fyr- ir boðunum. Uppboðið hefst kl. 1 siðdegis á söltunarsvæðinu. Nánari upp? lýsingar og uppboðsskilmálar á bæjarfógetaskrifstofunni. Skrifstofu Siglufjarðarkaupstaðar 11. jan. 1927. Guðm. Hannesson. Þingmálafundur á ísafirði. Alþingismaður kaupstaðarins boðaði til þingmálafundar fimtu- daginn 20. janúar 1927 kl. 8 e. h. í kvikmyndahúsinu á ísafirði. Alþingismaðurinn hóf umræð- ur og talaði um þau helstu mál, er biðu úrlausnar Alþingis, en einkum dvaldi hann við fjárhags- lega afkomu rikisins hin siðari ár. Síðan var gengið til dagskrár og neðangreind mál rædd og til- lögur samþyktar: 1. Stjórnarskrárbreytingar. a. Syohljóðandi tillaga trá Sig- urði Kristjánssyni ritstjóra var samþykt: „Ef landkjörnir þingmenn eigi vérða afnumdir, telur fundurinn að kjörtímabil þeirra eigi að vera hið sama og kjördæmaþingmanna, og kosning þeirra að fara fram samtímis reglulegum þingkosning- um“. (Þetta var fjórði og siðasti lið- ur úr stærri tillögu um: 1. þinghald annaðhvort ár og kjörtímabilið sex ár, 2. fækkun ráðherra, 3. fækkun þingmanna niður í 36 með afnámi landkjörinna þingmanna eða fækk- un þeirra kjördæmakosnu. — All- ir þessir fyrri liðir tillögunnar voru feldir). b. Vilmundur Jónsson héraðs- læknir flutti þessa tillögu, sem einnig var samþykt: „Fundurinn skorar á Alþingi: a. að fækka þingmönnum niður í 24, sem séu allir kosnir með hlutbundnum kosningum um land alt. b. áð láta alla þingmenn sitja í einni deild. c. að halda kjörtímabilinu eins og það er. 2. Fjárhagsmál og gengismál. a. Jón G. Maríasson bankabók- ari flutti eftirfaraudi tvær tillögur, sem báðar voru samþyktar: 1. „Fundurinn skorar á Alþingi og ríkisstjórnina að afstýra eftir mætti gengissveiflum. Telur fund- urinn rétt, að stefnt sé að því, að krónan komist aftur í gullgengi, en þó sé gætt allrar varúðar um, að atvinnuvegir landsmanna bíði ekki hnekki við of öra hækkun“. 2. „Fundurinn skorar áAIþingi að gæta allrar sparsemi í meðferð ríkisfjár, svo að hægt verði að lækka þá skatta, er hvíla þyngst á atvinnuvegum landsmanna“. b. Svohljóðandi tillaga frá Stef- áni Stefánssyni verkamanni var samþykt: „Fundurinn telur eigi einhlitt að fjárhagur ríkissjóðs sé I sæmi- legu lagi ef atvinnuleysi og ör- þirgð ríkir meðal þjóðarinnar. Fyr- ir því skorar fundurinn á Alþingi að gera ítarlegar ráðstafanir til að koma skipulagi á atvinnurekst- ur og verslun landsmanna, eink- um með sjávarafurðir, en til bráða- birgða að veita kaupstöðunum rlf- legan fjárstyrk til atvinnubóta.“ c. Þá bar Finnur Jónsson póst- meistari, undir þessum lið dag- skrárinnar fram svohljóðandi til- lögu, er var samþykt: „Fundurinn skorar á Alþingi að veita gamalmennum sem dvelja á elliheimili sökum ellihrumleika sama rétt og sjúklingum er dvelja á sjúkrahúsi. Jafnframt skorar fundurinn á Alþingi að veita ríflegan styrk til elliheimilisins á ísafirði. 3. Breyting á berklavarnarlög- unum. Matthías Ásgeirsson bæjarfó- getafulltrúi ’bar fram svohljóðandi tillögu er var samþykt: „Fundurinn skorar á Alþingi að breyta, nú á næsta þingi, gildandi berklavarnarlögum þannig, að rík- issjóður greiði allan legukostnað, lyf og læknishjálp sjúklinga þeirra, er úrskurðaðir hafa verið styrk- hæfir. Upp I kostnað þenna greiði svo sýslu- og bæjarsjóðir til rik- issjóðs árlega fúlgu, er nemi 2 kr. á hvern sýslu- og bæjarbúa, samkvæmt manntali næst á und- ah“. 4. Ríkiseinkasala á síld. Frá Ingólfi Jónssyni bæjargjald- kera kom fram svohljóðandi til- laga, er var samþykt: „Fundurinn skorar á Alþingi, að setja þegar á næsta sumri á stofn einkasölu á síld og sildar- afurðum.“ « 5. Héraðsmál. a. Gagnfræðaskóli á ísafirði. Slra Sigurgeir Sigurðsson bar fram fyrir hönd Skólanefndar ísa- fjarðar svohljóðandi tillögu er var samþykt: „Jafnframt og fundurinn lýsir því yfir, að Unglingaskólinn á ísafirði hefir jafnan verið mjög afskiftur I styrkveitingum úr rik- issjóði, samanborið við aðra skóla, skorar hann fastlega á Alþingi, að veita á næstu fjárlögum fé til byggingar og reksturs gagnfræða- skóla með heimavistum fyrir Vestfirði, er sé settur á ísafirði og hliðstæður Akureyrar-gagn- fræðaskóla.“ b. Húsmæðraskólinn á ísafirði. Sigurður Kristjánsson ritstjóri flutti svohljóðandi tillögu er var samþykt: „Fundurinn skorar á Alþingi, að veita að minsta kosti 8000 krónurtil Húsmæðraskólans á ísa- firði." c. Nýjar símalínur. Tillaga samþ. frá Sigurði Krist- jánssyni ritstjóra: „Fundurinn skorar á þing og stjórn að bæta nú þegar síma- sambandið við ísafjörð á þann hátt, að strengd sé ný lína frá ísafirði að Ögri og þaðan auka- lína yfir á Snæfjallaströnd. Svo og að ný lina verði strengd frá Arngerðareyri til Hólmávíkur. d. Djúpbáturinn. Eftirfarandi tillaga frá Stefáni Sigurðssyni bæjarfulltrúa var sam- þykt: „Fundurinn telur greiðar áætl- unarferðir um Djúpið, milli isa- fjarðar og Arngerðareyrar, alveg nauðsynlegar og skorar á Alþingi að veita til þeirra þrjátlu þúsund króna árlegan styrk." c. Sjómannaskóli á Isafirði Þessi tillaga frá Eiríki Einars- syni bæjarfulltrúa var samþykt: „Fundurinn skorar á Alþingi, að hlutast til um, að settur verði, svo fljótt sem auðið er, sjómanna- skóli á ísafirði, er veiti sömu rétt- indi til skipstjórnar og fiskiskip- stjóradeild stýrimannaskólans í Reykjavík.“ f. Þjóðvegir. Sigurður Kristjánsson ritstjóri mælti fyrir þessari tillögu er var samþykt: „Fundurinn skorar á Alþingi, að gera veginn frá ísafirði að Gemlufalli að þjóðvegi." g. Vélbátaábyrðarfélag ísfirðinga. Tillaga var samþykt, frá Hannesi Halldórssyni útgerðarmangi, svo- hljóðandi: „Fundurinn'skorar áAlþingiað veita Vélbátaábyrðarfélagi ísfirð- inga sömu hlunnindi til forgangs- kröfu að veði I skipum, fyrir ó- goldnu iðgjaldi, sem Samábyrgð íslands nú hefir“. 6. Fiskiveiðarlöggjöfín. Eftirfarandi tvær tillögu^, S. Carl Löve skipstjóra, voru samþyktar: 1. „Fundurinn telur þá stefny rétta, að íslendipgar einir njðti sem unt er þeirra gæða, er lapd- ið og landhelgi ÍslandS hafa að. bjóða. Telur fundqritin, að ef nauð* synlegt reynist, til að tryggja þetta, að segja upp kjöttollssamkomijj'f;- laginu við Norðmenn, þá sé sagt að svo sé gjðtf, og bæqdum bætt á annan hátt það tjón, er, af þvi leiddi fyrir þá. Þá skorar fundurinn einnig á: þing og stjórn, að gera ýtrusfu. tilraunir til að hefta alla lepp- mensku. Ennfremur telur fundurinn Iífs- nauðsyn að gerðar séu ýtarJegar, tilraunir til að fá landheigi íslands. aukna“. 2. „Fundurinn telur nauðsyn- legt að takmarka að mun réttinn til sjóveðkröfu I skipum, þar sem þau lög, eins og þau eru nú i framkvæmd, munu mjög bráðlega gjöra skipin algjörlega óveðhæf". 7. Störf Alþingis. Samþykt var svohljóðandi til- laga, frá Jóni S. Edwald kaup- manni. „Fundurinn skorar á Alþingi að flýta störfum sínum* Telur fund-, urinn í því efni rétt að takmarka hjá einstökum þingmönnum þært málalengingar, sem óþarfar eru, oft algerlega óviðkomandi og per- sónulegar". Aðrar tillögur en þær, seni hér að ofan greinir, voru ekki sam.- þyktar. — Fundurinn stóð í 7ya klukkustund. Jóh. Þorsteinsson fundarstjóri. ^ Halldórss(m fundarritari.

x

Vesturland

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.