Vesturland

Árgangur

Vesturland - 30.01.1927, Blaðsíða 4

Vesturland - 30.01.1927, Blaðsíða 4
VESTURLAND. Alvörumál. I. Allir kannast við orð biblíunn- ar um það ríki, sem er sjálfu sér sundurþykt. Menn kannast og við þing- bundna konungsstjórn og þing- ræði. Merkustu og gáfuðustu menn Europu börðust fyrir þessu stjórn- arfyrirkomulagi og vitrir menn urðu þeim sammála — skildu hvað þeir meintu — og að lokum sigr- aði þessi hópur. Frá því eg man fyrst eftir því, að eg hafi hugsað um þjóðmál, hefi eg dáðst að þeim, er komu þessu þjóðskipulagi á. Hinsvegar eru nú margir, sem áður voru á þeirri skoðun, að þetta fyrirkomulag væri heppilegt, orðnir því fráhverfir. Þetta er gamla sagan. Hvérsu blómlegt sem tréð er, visnar það og hrörnar séu rætur þess nagað- ar. Séu sett í vél hjól, sem ekki eiga þar heima, verður vélin ónýt. Þeir, sem fyrir þessu börðust, höfðu þá göfugu hugsjón, að á þingið væru valdir vitrir menn, svo víðsýnir að þeir sæu það, að það, sem væri til heilla fyrir heild- ina — alt þjóðfélagið — væri happadrýgra, en stundarhagur flokks eða einstaklings. Meirihluti skyldi ráða úrslitum. En hér fór sem vant er. Allar hugsjónir hversu fagrar og góðar sem þær kunna að vera — alt, hverju nafni sem nefnist — fellur, visnar og verður að hræðu vegna snlkjudýranna, sem setjast að krásinni. Að fáum meiðum hafa fleiri þessara dýra setst, en hugsjón þeirra manna, er stofnuðu til þing- ræðisins. Alt hefir farið öðruvisi, en til var ætlast. í stað þess að á þing- in veldust menn, er hugsuðu um bag heildarinnar, hafa valist þang- að þröngsýnir menn, er notuðu sér vald sitt til þess, að bæta sinn hag eða flokks þess, er þeir til- heyrðu. Upphaflega var svo á- kveðið að hver þingmaður væri aðeins bundinn við sína skoðun. Þessu ákvæði er að vísu haldið enn, þótt það sé einkisnýtt vegna þess, að nú er kosið eftir flokkum, nú hefir þingmaðurinn skoðun flokksins eða kjósenda sinna. — Það er nú orðin hans skoðun. Þingmaðurinn er orðinn bergmál þess, er hann hyggur að falii þeim í geð er kusu hann, í stað þess, að honum var ætlað að vera I upphafi sjálfstæð hugsandi vera, er notaði heilann til þjóðþrifa, en ekki til þess eins, að halda umboði sínu, og gala það, er honuni heyrðist hrópað af múgnum. Það er komið ósamræmi í kerfið. Samt sem áður gætu þessir *phonographar“ verið nothæfir, ef ekki væri aðeins sumu af þing- ræðiskerfinu breytt — ef ný hjól samsvarandi hvert öðru hefðu allsstaðar verið látin í þetta nýja þingræðisskrípi, þá væri það not- hæft. En svo er ekki. Til þings er kosið með hlut- fallskosnihgum m. ö. o. kosið eftir meira og minna heimskuleg um „stefnuskrám" og þingsætin skipast eftir ákveðnum hlutföllum. Hinsvegar þegar á þingið keinur er því haldið fram enn — þótt allir viti að það er hégóminn ein- ber — að þingmenn séu aðeins bundnir við sína skoðun, og meiri- hluti atkvæða ræöur þar enn. Afleiðingin af þessu ósamræmi er það, að fyrirlitlegustu landsmála- loddararnir ráða oft úrslitum mála — komast jafnvel i ráðherrasess — vegna þess, að þeir hafa sína skoðun þegar á þing kemur, en flokksins meðan verið er að kjósa þá. Þessu þarf að breyta. Úr því að kosið er á þing eftir hlutfallskosningum ogflokkummeð ákveðnum steínuskrám, þá á auð- vitað sá flokkurinn, sem hefir þá „stefnuskrá" er flestir kjósendur aðhyllast að hafa úrskurðarvald á þinginu og geta stofnað tildög- legrar stjórnar, án þess að þurfa að kaupa sér fylgi andstæðinga flestra kjósenda (þ. e. þeirra er standa að baki fjölmennasta flokks landsins). Eg játa það, að hlutfallskosn- ingar eru skynsamleg ráðstöfun, vegna þess að eg tel það sjálf- sagt, að hver sá flokkur, er fær svo mörg atkvæði kjósenda, að hann fái tilveruréit á þinginu, eigi heimtingu á því að mega færa rök fyrir máli sínu og með þeim sann- færa hina flokkana á þingi eða kjósendur, þegar til næstu kosn- inga kemur, ef hann getur. Aftur á móti er það andstætt allri skynsemi að andstæður verði summa er ráði. -j- og -f hlýtur altaf að verða „differens* og get- i ur aldrei oróið summa. Hafi 2 flokkar eða fleiri, mismunandi „stefnur" þá eru þéir andstæður, bæði við kosningar og á þingi, og geta því ekki sameinað sig nema eitthvað sé rotið við sann- færinguna eða stefnuskrána. Fjöl- mennasti flokkurinn hlýtur að telj- ast meirihluti og á að ráða vegna þess, að hinir flokkarnir hafa geng- ið til kosninga sem andstæður — ekki aðeins gegn honum heldur einngi hver gegn öðrum. En hafi fámennari flokkarnir ekki getað sameinað sig í „summu" fyrir eða við kosningar vegna þess, að þeir voru *andstæður“ þá liggur í augum uppi, að þeir geta það ekki heldur þegar á þing er kom- ið — nema eitthvað sé rotið i efni. Þingræðið verður að miðast við það ástand er var þegar kosið var til þingsins — kjósendur eiga rétt á því, að þeir, sem þeir veittu umboð til þess að fara með sinar skoðanir, hviki ekki frá umboð- inu. Eg hugsa mér hlutfalisatkvæða- greiðsluna á Alþingi t. a. m. þann- ig: Fjölmennasti flokkurinn hefir 1 atkvæði. Aðrir flokkar flokksmannatölu sína deilda með tölu þingmann- anna. Dæmi: 5 flokkar A. 17, B. 12, C. 7, D. 4, E. 2, eða alls 42 þm. A. hefði þá latkv., B. 21/42, C. 7/42, D. *U, E. 2/« = 42/42 gegn »*/«• Dæmið er valið af handahófi og ýmislegt gæti komið fyrir t. a. m. að flökkar væri jafnsterkir. Þegar svo stendur á nú ræður hlutkesti, en yrði það svo ættu að fata fram nýjar kosningar eftir þing. Annars verður hér ekki rætt um smáatriði. Tviskiftingunar, í kjördæma- og landkjörskosningu, verður að afnem. Landkjörið var dauðadæmt i hugum allra hugs- andi manna þegar Hriflu-Jónasi var skákað á þingbekk með þeirri kosningabrellu. Ef til vill verður því haldið fram að andstæðingaflokkunum sé veitt minna atkvæðamagn en hinum, en það er lítið undir því komið vegna þess, að sé fyrirkomulagið heil- brigt, það að kjósendur velji þing- menn, þá eru kjósendur færir um að velja sér forystumenn og þá er vafalaust að þeir finna að ein- hver hinna flokkanna eigi að fá heilt atkvæði við næstu kosning- ar hafi hann heilbrigðari skoðun en sá er áður réði. Að endingu skal eg taka það fram, að þetta er auðvitað ekki eina lausnin á þvi að bæta ástand- ið, sem er orðið óþolandi, Hafi öðrum dottið annað betra í hug vil eg fúslega lesa það og rök- ræða, en eitt er vist, það verður að reisa skorður við því, að flokk- ur, sem maður hefir greitt atkvæði neyðist til þess, að samlaga sig landsmálaloddurum og stofna þar með heilbrigðum skoðunum í voða til þess í svipinn að forða því að alt lendi í öngþveiti. E. Kjerulf. Heimsmet. Það þykir jafnan tíðindum sæta, þegar ný met eru sett. Á þing- málafundi hér fimtudaginn 20. jan- úar 1927, var eitt slíkt met sett. Það var að sönnu með nokkur- um óvenjulegum hætti og þannig vaxið, að um það munu eigi finn- ast ákveðnar reglur í íþróttabókum. Keppinautar voru þarna fáir og sá, er næstur gekk sigurvegaran- um, gamall og hrumur, enda í- þróttin eigi töm, og var sigurinn því létt unninn. A fundi þessum bar Finnur Jónsson póstmeistari fram svo- hljóðandi tillögu: „Með því að alt útlit er fyrir að íslands- banki œtli að hætta að lána fé til atvinnu- rekstrar hér f bænum skorar fundurinn á þing og stjórn að láta leggja útbú hans hér niður hið allra fyrsta en hinsvegar efla og styrkja Landsbankann svo hann verði fær um að lána það fé er meðþarf til útgerðar og atvinnurekstrar I kaup- staðnum. Finnur Jónsson". Mælti hann síðan fram með til- lögu þessari og var hugsun öll og orðfæri í ræðu hans í fullu samræmi við og álíka gáfulegt og tillagan sjálf. Flutningsmanni var bent á, að hann með tillögunni gerði eigi aðeins sjálfan sig að fffli, heldur og alla þá, sem hann með flokksaganum neyddi til að greiða henni atkvæði, þar eð hún væri áskorun til þings og stjórnar um að fremja bert laga- brot. Væri-því ráðlegast að taka hana aftur. En svo var mikið of- urmagn heimsku hans, að eigi var það umtals mál. VESTURLAND kemur út einu sinni í viku. kostar 7 kr. um árið. Gjalddagi 1. oktober. Ritstjóri og ábyrgðarmaður Sigurður Kristjánsson. Ritstjórinn til viðtals kl. 4-5 dagl. í Hafnarstr. 1. Sími 99. Afgreiöslum. Loptur Gunn- arsson Aðalstræti 11. Sími 37. Bátamótor. „Populer“-véI — 3‘/2 ha. — nokknð notuð en í ágætu ástandi til sölu með hálfvirði. — Til sýn- is hjá G. Andrew. Undirrituð tekur að sér að hreinsa gera við og pressa karlmannaföt. Kristín Kristmundsdóttir. Hafnarstræti 17. ísafirði. Stórt „beuffet" úr eik til sölu. A. v. á. Skóvinnustofa mín gerir við reiðtýgi og ak- týgi yfir mánuðina jan., febr. og mars — aðra tíma helst ekki. Sendið þvi strax reið- týgi yðar. Ó. J. Stefánsson. Rúllugardinur halda hitanum inni og kuldanum úti. Fást í mörgum lítum hjá Finnbirni málara. Þegar hér var komið reis upp Guðmundur úr Gufudal. Smjattaði hann lengi á tillögunni. gúlpaði og lá við spýju. Síðan greip hann mórauða milsnu úr pússi sínum og stráði yfir tillöguna. Kvað svo öllum óhætt að gleypa hana og svelgdi sjálfur sinn skerf. Það hefir eigi verið í hátnælum haft að bolsalýðurinn hér stigi I vitið. En þó fór svo í þetta sinn að smáfíflin höfðu vit fyrir stóra fíflinu og sátu kyr, þá er beðið var um jákvæði við tillögunni. Aðeins þeir svartheimskustu og Vilmundur greiddu henni atkvæði, og lognaðist hún því útaf. Það var skaði að tillaga þessi var eigi komin til atkvæða einni stundu fyrri. Þá eru líkur til að hún hefði verið samþykt með all- mikluin atkvæðamun. Og hún er svo glæsilegt blóm á þeim gróðri sem óx þarna upp 3—4 fyrstu stundir fundarins. En öllu má of- bjóða, og fólkið „var blevet trött- nad“. Tillaga þessi er eigi aðeins met heitnsku þeirrar er kom í ljós á fundinum frá Finni & Co. held- ur vafalaust hámet heimsins í heimsku. Fundarmaður. Prentsmiðja Vesturlands ísafirði.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.