Vesturland

Árgangur

Vesturland - 06.02.1927, Blaðsíða 2

Vesturland - 06.02.1927, Blaðsíða 2
2 VBSTURLAND. i NÝKOMIÐ: Kvensvuntur, hv. og misl. nýjasta gerð, Barnasvuntur, afar ódýrar, Morgunkjólar á aðeins kr. 5.00 stk., Kven- vetrarkápur, mjög ódýrar, Barnahúfur, Barnasokkar, m Golftreyjur. Karlmannabuxur, Manchettskyrtur, Nær- föt, o. m. fl. — Verð miklu lægra nú en |§§ fyrir áramótin. | BRAUNS VERSLUN. = ■liðlllðilððllðlllll Utgerðarmenn og mótoreigendur! Sparið peninga með því að nota hinar ágætu Rojol-smurningsoliur. Pantið í tæka tíð fyrir vorvertíðina. Ólafur Gruðmundsson. ísafirði. é, því þeim mun betur á endur- bólusetningin að þolast, sem leng- ur eimir eftir af hinni fyrri. Einnig væri sjálfsagt reynandi að reyna bólusetningu á vorlömb- um, og er mér kunnugt um, að þar sem það hefir verið gert, hef- ir það borið sæmilegan árangur. Nákvæm athugun um eðli og áhrif veikinnar mun verða besta ráðið til góðra úrlausna í þessu. Ættu fjáreigendnr- og aðrir, sem við hana eiga að stríða að safna sem mestum og gleggstum upp- lýsingum sem að liði gætu komið i baráttunni gegn henni. Þær at- huganir ættu að geta stutt þá sér- fræðinga, sem við tibúning efnis- ins eiga. Þó að skýrslur eigi að vera gefnar um árangur bólusetningar- innar árlega, munu allmiklir mis- brestir á að þær séu gefnar, Qg þá eigi svo glöggar sem skyldi. En að þvi ættu allir að stiðja eftir mætti, að hinni brýnu nauð- syn á því að útrýma bráðapest- inni úr landinu gæti orðið sint sem fyrst. Með því væri stigið heillavænlegt spor landbúnaðinum til eflingar. Páll Pálsson. Frá bæjarstjórn. Fundur var haldinn 31. f. m. hinn fyrsti eftir bæjarstjórnarkosn- inguna. Fyrst á dagskrá var kosning i nefndir. Fór hún sem hér segir: Ritarar: Finnur Jónsson, Matthías Asgeirsson. Fjárhagsnefnd: Oddviti sjálfkjörinn, Finnur Jónsson og Vilm. Jónsson kosnir. Fasteignanefnd: Oddv. sjálfkörinn, Jón H. Sigmundsson, Jón M. Pétursson. Fátækranefnd: Magnús Ólafsson, Finnur Jónsson, Jóh. Bárðarson. Byggingamefnd: Úr bæjarstjóm: Jón H. Sigmundsson, Matthías Ásgeirsson. Utan bæjarstj.: Jón Þ. Ólafsson, Sigurður Kristjánsson. Hafnarnefnd: ^Úr bæjarstjórn: Finnur Jónsson, Matthias Ásgeirsson.. Utan bæjarstj.: Jónas Tómasson, Bárður G. Tómasson. Skólanefnd: Úr bæjarstjóm: Finnur Jónsson, Vilmundur Jónsson. Utan bæjarstj.: Ingólfur Jónsson, Sigurður Jónsson. Brunamálanefnd: Eiríkur Einarsson, Jón H. Sigmuridsson, Jóhann Báröarson. Sjúkrahúsnefnd: Héraösiæknir sjálfkjörinn, Jón M. Pétursson. Utan bæjarstj.: Jónas Tómasson. f Veganefnd: Jón H. Sigmundsson, Jón M. Pétursson, Matth. Ásgeirsson. Vatnsnefnd: Eiríkur Einarsson, Magnús Ólafsson, Stefán Sigurðsson. Ljósnefnd: Eiríkur Einarsson, Jón M. Pétursson, St. Sigurðsson. Bókasafnsnefnd: Jóh. Bárðarson, Vilm. Jónsson. Utan bæjarstj.: Sr. Sigurg. Sigurðsson. Heibr.- og sóttvarnarn.: Oddv. og héraðsl. sjálfkjörnir, Jón M. Pétursson kosinn. Ellistyrktarsjóðsnefnd: Jóh. Bárðarson, Jón H. Sigmundsson, Jón M. Pétursson. Kjörskrárnefnd: Eiríkur Einarsson, Jón M. Pétursson, Matth. Ásgeirsson. Verðlagsnefnd: Oddv. og sóknarpr. sjálfkjörnir, Finnur Jónsson kosinn. Þegar kom að kosningu skóla- nefndar, mótmæltu meirihlutafull- trúarnir því að sú nefnd yrði kos- in sökum þess, að hún hefði á s. 1. sumri verið kosin til þriggja ára. Minnihl. hélt því fram, að samkv. skýlausum fyrirmælum fræðslulaganna, ætti skólanefnd að kjósast að afstöðnum fyrstu bæjarstjórnarkosningu eftir það að fræðslulögin gengu í gildi. Var athuguð bókun um nefnd- arkosninguna í sumar, og stóð þar, að nefndarmenn væru kosnir til næstu ársloka. Oddviti úrskurðaði að kosning- in skyldi fara fram, og voru allir sömu menn endurkosnir. En meiri- hlutafulltrúarnir áskildu sér rétt til að áfrýja úrskurði oddvita. — Bæjarfulltrúi Finnur Jónsson gerði tillögu um að fresta niður- jöfnunarnefndarkosningu, án þess þó að færa fram^nokkrar ástæður til þess. Var tillaga sú samþykt með 6 atkvæðum meirihlutafull- trúanna. II. Fundargerðir brunamála- nefndar og sjúkrahúsnefnar sam- þyktar. III. Erindi L. H. Milllers, tilboð um sölu á snjóplógum, var vísað til veganefndar. IV. Erindi undirbúningsnefndar Alþingishátíðar 1930: Oddviti las bréf til bæjarstjórn- ar frá undirbúningsnefnd Alþingis- hátíðar 1930, þess efnis, að nefnd- in skýrði frá að hún hefði þegar hafið samvinnu við sérstakar nefndir í ýmsum héruðum lands- ins til undirbúnings þátttöku þeirra í hátíðinni. Var því erindi bréfs þessa að gefa bæjarstjórn kost á að undirbúa þá samvinnu sem hún kynni að vilja eiga við nefnd- ina í tilefni af hátiðahaldinu. Lét nefndin þess sérstaklega getið, að bvert hérað eða þeir er þaðan kæmu myndu þurfa að sjá sér fyrir tjöldum til gistingar á Þingvöllum og myndi nefndin á- kveða þeim tjaldstæði. Bæjarfulltrúi Vilmundur Jónsson reis mjög andvígur gegn allri þátt- töku í þessu hátíðarhaldi, sem hann taldi hégóma er sér stæði stuggur af. Taldi hann þá sem þangað færu ekki ofgóða til að sjá sér að öllu leyti borgið upp á eigin spitur og neitaði þannig allri þátttöku í skipulagi á þeirri hátíð. Bæjarfulltrúar minnihl. mæltu með nefndarskipun og St. Sigurðsson ávítti Vilm. Jónsson fyrir óvirðug- leg ummæli hans um hátíðahald- ið og lagði fram tillögu: „Bæjar- stjórn ályktar að kjósa 5 manna nefnd til að gera tillögur til bæj- arstjórnar um fyrirkomulag á væntanlegri þátttöku kaupstaðar- búa í Alþingishátíðinni 1930“. Féll tillaga þessi með 4 atkv. gegn 4. Voru með henni minni- hlutafulltrúarnir og oddviti. V. Erindi Einars O. Kristjáns- sonar um skaðabætur, er hann ósk- ar eftir fyrir skemdir á fatnaði sínum í þjónustu brunaliðsins, var vísað til brunamálanefndar. VI. Samþykt að fela oddvita að mæta fyrir hönd hæjarstjórnar I máli E. Kjerulfs læknis gegn bæj- arstjórn. Gamla fólkið sem kvenfélagið Hlíf hafði í boði sínu 30. f. m. biður Vesturland að flytja félaginu alúðarþakkir sínar, og óskar því allrar blessunar í framtfðinni. Þingmálafundurinn. Þingmálatundargerðin, sem birl er i siðasta blaði, er aðeins samþyktirþær, sein gerðar voru á fundinuni. En auðvitað gerisl niargt fleira á slikum fundi, er frásagnarvert má teljast. Fundir hér hafa oft verið sögulegir, sið- an bolsevisinin fór að láta ljós sitt skina á þeim. Vesturland liefir nokkrum sinnum átalið harðlega þann skrllbrag, sem nokk- rir „Ieiðtogar" þessarar stefnu hafa sett á satnkoinur hér, og hefir það borið þann árangur, að bæði þessi fundur og fund- urinn f fyrra fóru rólega fram. Fundinn sótti yfir þrjú hundruð manns, en þátttaka i atkæðagreiðslu var litil. Urðu atkvæði samtals með og mót tillögu flest um 120. Skorti þó ekki tilburði „leiðtog- anna“ til að fá skilningslausu atkvæðin fram. Við hverja tillögu stökk Vilmundur upp f tröppu og baðaði út höndunum, en ritstj. Skutuls spratt upp úr sæti sinu, hoppaði og snerist til hægri og vinstri, eins og illa íieygur hrafn. Var skrautsýn- ing þessi hin besta skemtun og tilbreyt- ing fyrir fundarmenn. Auðvitað voru ekki öll _þau orð, er á fundinum féllu, viturleg né samkvæm sannleikanuin. Og sumar tillögurnar al- veg einstakar sem fjarstæður. Má þar til nefna tillögur V. J. sem samþyktar voru 1 stjórnarskrármálinu og tillögu Ingólfs Jónssonar bæjargjaldkera um sfldareinka- sölu. Eru allar þessar tillögur upptugga úr Alþýðublaðinu. Verða þær e. t. v. gerð- ar sérstaklega að umtalsefni f blaðinu sfð- ar. Tillaga Finns Jónssonar um íslands- banka og bannþankar sr. Guðmund- ur tóku þó öllu fram. Bannþankarnir. Venjulega fer svo á þingmálafundum hér, að litlar umræður verða um tillögur, þeg- ar á fundartima liður, inenn þreytast, sumir tínast af fundi, en þeir sem ráðnir erú i að biða fundarloka, óska að þau verði sem fyrst. Er oft auðvelt að fá til- iögur samþyktar undir fundarlok. Þessa ætlaði ritstjóri Skutuls að freista f þetta sinn og bar fram tillögu uin riflegan styrk til templara, og að allir vinsvelgir yrðu reknir úr embættum. Mælti hann af hrein- leika hjartans nokkur orð með tillögunni. En ekki var hugaríar fundarmanna mýkra en svo, að einn kallaði upp, er hann heyrði tillöguna, að hann mundi bera fratn aðra tillögu um afnám bannlaganna. Annar óskaði að tillögunni yrði skift, og gaf þar með í skyn, að hún félli sér ekki öll jafn vel f smekk. Kom nú nokkurl liik á tillögubera. Fékk hann eigi séð, hvernig húsið var skipað, en Stebbi var farinn með marka- skrána. Nú þótt raddir fundartnanna væru eigi allskostar tryggilegar, herti sá gamli eigi að siður upp hugann og bað fillög- una borna undir atkvæði. Lét hann svo um mælt: að hann sæji ekki ástæðu til að taka hana aftur, þótt það hefði e. t v. verið hyggilegast. Var þetta bókstaflega satt. — Nú fóru þeir þingmaðurinn og tillögu- maður að gogga eitthvað i lillöguna. Mun fyrtaldi hafa þóst sjá einhverja galla á henni. En meðan á þessu slóð, sagði rit- stjóri Vesturlands faein hógværleg orð um hana. Mun ritstjóra Skutuls hafa virst af orðuin vinar sins, að hann vera tillög- unni héldur ínótfallinn, lét hann það þá ekki i milli standa, spratt upp, stakk til- lögunni á sig og lýsti þvi yfir, að hann tæki hana aftur, heldur en að hún yrði

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.