Vesturland

Árgangur

Vesturland - 06.02.1927, Blaðsíða 3

Vesturland - 06.02.1927, Blaðsíða 3
VESTURLAND. 3 ♦ • A K R A -smjörlíki ▼ • ♦ ♦ þykir ágætt viðbit og fæst • w ♦ í öllum matvöruverslunum. W • að þrætuefni. Af ósætti manna vildi hann ekki vita. Helskórnirfrá 1919 og 1923 stóðuframmi i horni. Hafði gamli maðurinn tekjð þá með sér til vara. Skundaði hann nú þeirra á vit og hvarf í þá upp að smá- þörmum, hvarf síðan út i nóttina og myrkrið. Þótti mönnum sein þeir sæju þar bannið á helveg troða. Þess ber að geta, að þeir bolsarnir hreyfðu hvorki inótmælum né atkvæðum gegn tillögunum um skólana á ísafirði. Væri óskandi að hér væri uin hugarfars- breytingu að ræða til frambúðar. Ekki risu þeir lieldur gegn tillögunni um fiskiveiðamálin og landhelgina, og var það enn þá óvæntara. Frá ísafiröi. Samsæti. Finnur Thordarson konsull og fjölskylda hans flytja héðan úr bænum alfarin til Reykjavíkur með einhverri af næstu skipaferðum. Nær hundrað borgara bæjarins héldu þeim hjónunum og börnum þeirra, þeim er hér eiga heima nú, samsæti 22. f. m. Var þar hinn besti mannfagnaður og þeim hjónunum þakkað að maklegleik- um starf þeirra og framkoma hinn langa dvalartíma i þessu bæjar- félagi, og þeim árnað allrar bless- unar í framtíðinni. Finnur Thordarson og kona hans frú Steinunn, fluttu til Ísa- fjarðar frá Bíldudal árið 1895 og hafa dvalið hér alla stund síðan. Rak Thordarson hér fyrst brauð- gerðarhús og síðan jafnhliða veit- ingasölu og verslun. En árið 1916 seldi hann húseignir sinar Eliasi J. Pálssyni kaupmanni, og hefir síðan enga verslun rekið í neinni mynd. Verið hefir hann sænskur konsullsíðan árið 1910. Og gæslu- stjóri íslandsbanka hér, síðan út- búið á ísafirði var stofnað árið 1904. Konsulsstarfinu sagði hann af sér í árslok 1925 en gæslustjóra- starfinu um síðustu áramót. Vinir þeirra hjóna hafa margs að minnast við burtför þeirra héð- an. Fylgja þeim hlýjar kveðjur þeirra og hamingjuóskir allra góðra borgara, því bæði sjá þeir skaða sinn og bæjarfélagsins í burtför svo góðra manna. Gamalmennaboð. Kvenfélagið „Hlíf" hélt kvöld- fagnað s. 1. sunnudag og bauð til á þriðja hundrað manns. Var það aldrað fólk, sem boð þetta var haldið fyrir. Hefir félagið slíkt- boð inni hvert ár, og eru þau kölluð „gamalmennasanisæti“ af almenningi hér í bæ. Var þetta það 20. I röðinni, og er þó félag- ið ekki nema 16. ára, en konur þær, er félagið stofnuðu, höfðu haft þessi boð fjóra vetur áður en félagió var formlega stofnað, og voru það samtökin um þenn- an samfagnað fyrir gamla fólkið, sem urðu tildrögin tfl félagsstofn- unarinnar. Samsætið fór að vanda ágæt- lega fram. Voru veitingar ríku- legar og góðar. Skemt var með ræðum, upplestri, sögum, söng og leiksýningu. „Magni“. Svo heitir íþróattfélag unglinga hér í bæ. Boðaði félagið til skemt- unar fimtudaginn 27. f. m. og hafði þar á boðstólum meðal annara skemtana, fimleikasýningu. Voru það bæði einmennisfimleikar, og samæfingar i flokkí. Var að þeim hin besta skemtun. Flestir voru þátttakendur lítt hörðnuð ungmenni og skorti því nokkuð á snerpu í einstaklings orku- og fimraunum, og fóru þó mjög vel fram. En samæfingarnar voru al- veg ágætar. Fór þar saman ágæt þjálfun og fallegt æfingakerfi. Var veruleg skemtun, að horfa á þessa sýningu. Gunnar Andrew Jóhannesson hefir æft flokkinn og fylgt þar æfingakerfi N. Bucks. Uppeldi og þroskun llkamans er eitthvert stærsta skilyrði fyrir heilbrigði og vellfðan manna. Þetta er viðurkent um allan hinn ment- aða heim, nema á ísafirði. Þar sýna menn það í verkinu, að þeir skilja ekki menningargildi né nyt- semi líkamsuppeldis, og virða að engu viðleitni í þá átt. Á almenn- ingur þar nokkurt ámæli skilið, en þó einkum þeir, sem mestu ráða í bæjarfélaginu. Mátti glögg- lega sjá á samkomu þessari, hug bæjarbúa til þessa máletnis, bæði á því, hve fáir sóttu hana, svo og hverjir það voru, sem komu. Félagið liafði talsverðan beinan halla af þessari sýningu, fékk að- eins fyrir húsinu í aðgangseyri, svo fáment var þarna. En kvöldið eftir þessa sýningu, var boðuð hér önnur sýning. Voru þab heims- hornaflakkarar, er til hennarboð- uðu. Og hvað haldið þið að þeir hafa sýnt ? Apa. Þessa líka nýjung fyrir ísfirðinga! En þarna varð húsfyllir. Líkur sækir líkan heim. 20 ára afmæli. Kvenfélagið Ósk á 20 ára af- mæli í dag, 6. febrúar. Væri ástæða til að fara mörgum orðum um starfsemi félagsins þessi 20 ár, því það hefir margt með liöndum haft og hrundið mörgu góðu málefni í framkvæmd. Er hverju bæjarfélagi bæði stoð og sæmd að slíku félagi, seni bæði er forsjált, góðgjarnt og starfsamt. En sökum þess, að margir ísfirðingar sérstakiega hús- freyjur kaupstaðarins, eru nákunn- ari starfsemi félagsins en Vestur- land, vill það ekki trana sér fram Þvottur strauning. María frá Kirkjubæ Sundstr. 23. Til leigu. íbúð fyrir litla fjölskyldu er til leigu. Guðm. Pétursson. Snjógleraugu, — 11 tegundir fyrirliggjandi — best og ódýrust á Apotekinu. Nýkomið: Hvitkál, Rauðkál, Selleri, Rödbeder, Gulrætur, Piparrót, Kartöflur. Ólafur Pálsson. með starfskýrslu þess, en lætur nægja að færa því heilhuga ham- ingjuóskir á afmælisdaginn. Félagið hefir tekið að sér að selja hér í kaupstaðnum merki til ágóða fyrir sjóð ekkna druknaðra manna, þann ^r stofnaður var eftir sjóslysin miklu 7. og 8. febrúar 1925. Merkjasalan fer fram 7. og 8. þ. m. (á mánudaginn og þriðju- daginn) og eru bæjarbúar mintir á, að bæði er sjóðurinn hins besta verður, svo og sá, er fyrir fjár- söfnuninni gengst. Grímudansleik heldur Blóma- og trjáræktarfé- lag ísafjarðar mánudaginn 14. þ. m. i Bióhúsinu. Karlakór, sem sr, Sigurgeir Sigurðsson hefir æft I vetur, skemti bæjarbú- um á miðvikudagskvöldið. Söng- flokkurinn af svölum Lyfjarbúðar- innar og var fjöldi fólks saman kominn til að hlýða á. Starf þessa söngflokks má ekki kalla eigingjarnt, því ekki hefir hann enn sungið fyrir aðgöngu- eyri. Leikhúsið. Leikfélagið hafði fyrstu sýningu sirva á föstudagskvöld 4. þ. m. Var það einkar skemtilegur gam- anleikur er heitir Spanskflugan. Halldór Ólafsson leikur verk- smiðjueiganda, fljótfærinn og ein- faldan, gerir hann það vel að mörgu leyti, en mætti tala nokk- uð skýrar og kunna betur. Tækifæriskaup. 2 knattborð, (Billard) til sölu i góðu standi með öllu tilheyrandi og fleiri ára birgðir af leðri. Annað er Petrograd, stærð 2.66 X 1.45 mtr., hitt 1.83x0.92 mtr. Allar nánari upplýsingar gefur Sigurður Ásgeirsson Silfurgötu 8, Isafirði. Til sölu. Polerað stofuborð, lltill bóka- skápur, Stoppuð húsgögn, sófi og 6 stólar (plyds), söðull, 2. hnakk- ar. — Menn snúi sér til F. Thordarson. Frú Bergþóra Árnadóttir leikur konu hans, stjórnsama og siða- vanda. Segir hún setningar sinar vel og hefir viðkunnanlegar lireif- ingar, en leikur hennar nýtur sín oft ekki, af þvi að hún talar of lágt. Yfirleitt er það regingalli, hve leikendurnir eru lágróma — að Einari undanteknum. Dómhildur Skúladóttir og Áslaug Jóhannsdóttir leika ungar stúlkur og mega vanda sig betur. Einar Guðmundsson er ungur lögmaður, fríður og „huggulegur- eins og endranær. Ingimundur Guðmundsson sýn- ir æruverðan hrekklausan eldri mann og gerir það vonum betur. Kristinn H. Kristjánsson leikur þingmann, sem blandarþingmensk- unni inn í alt sem hann segir og gerir. Er gerfi hans og klæðnað- nr vel valið, en leikurinn siður en skyldi. Wilhelm Guðmundsson leikur miðaldra mann, sem fæst við sitt af hverju og kemur viða. Gæti þetta hlutverk verið gamansamt ef vel væri með það farið. Samúel Guðmundss. leikur ung- an, sakleysislegan og einkenni- legan mann. Er það hlutverk mjög ólíkt flestu þvi, er Samúel hefir áður leikið. Verður ekki annað sagt en að þar fór saman prýðilegt gerfi og góður leikur. Lára Magnúsdóttir, Herdís Jónsdóttir og Páll Guðmundsson léku þarna smáhlutverk. Leikgáfa Láru verður ekki dæmd eftir þess- um leik. Hún hefir áður sý'nt að hún ræður við stærri hlutverk. Sem heild var leikurinn góður* og vakti mikinn hlátur. Var líka á ýmsan hátt betur vandað til en verið hefir, t. d. voru ljósin á leik- sviðinu aukin mjög; er það til stórra bóta, en þó mega þau ekki minni vera. Um leið mætti skjóta því til leikhúsgesta, að það er vel til fall- ið að klappa saman lófum þegar eitthvert atriði er vel leikið; það örfar leikendur og — er einu laun- in þeirra. Þessi sjónleikur verður sjálfsagt leikinn nokkrum sinnum enn. Ættu bæjarbúar að hlúa að leikfélaginu meir en gjört hefir verið og sækja sýningar þess betur en flestar aðrar skemtanir. Það er þess fyllilega verðugt. E. H. Prentsmiðja Vesturlands.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.