Vesturland

Árgangur

Vesturland - 14.02.1927, Síða 1

Vesturland - 14.02.1927, Síða 1
Ritstjóri: Sigurður Kristjánsson. IV. árgangur. ísafjörður, 14. febrúar 1927. 5. tölublað. Fiskframleiðslan og fiskmarkaðurinn. Eftir P. Á. Ólafsson. Frá því eg birti í Verslunar- tiðindunum skýrslu mína dags. 25. okt. og 5. nóv., hefir eftir- spurn glæðst að mun á verkuð- um fiski og verð hækkað. Mun stórfiskur hafa komist hæst í 128 kr. og Labrador 78 kr. skippund- ið fob. Stafar þetta af hvorutveggju, að markaðurinn tæmist snögglega víða, og þegar kaupendur fóru að lita í kringum sig, sáu þeir að heimsbirgðirnar af verkuðum fiski voru minni en ætlað var. En vafa- laust mun óttinn í bili, við sam- tök framleiðenda hér í Reykjavík, hafa valdið kappinu um tima að ná kaupum á fiski þeim, sem ekki var með í samtökunum. Og varð þetta meðfram tii að hækka verðið. Þessi samtök eða hinn svonefndi „fiskhringur" í Reykja- vík, mun þvi áreiðanlega hafa átt nokkurn þátt í því, að verð á Spánarfiski hækkaði um tíma svo sem raun varð á. En afleiðingin af því að fisk- birgðirnar á Spáni þrutu um tíma og verð hækkaði þar stórum, leiddi það af sér, að margir þutu til að senda fisk þangað, að mestu leyti óseldan. Oftnikið barst þá aftur að, og verð lækkaði. Nú er eftirspurn á Spánarfiski mjög dræm, og margir farmar sem nú eru á leiðinni héðan ó- seldir, örfa hann ekki fyrsta sprett- inn. En það vill til að birgðirnar hér eru ekki mjög miklar. Um síð- astl. nýár iiklega ekki mikið yfir 50 þús. skippund af 20” stórfiski, og af þessu er síðan sent eitthvað nálægt 15. þús. skippund. Fiskifél. telur að vísu um 67 þús. skpd. forða um áramót, og þó það nú væri nálægt sanni, þá er aðgæt- andi að það hefir ávalt talið 18” fisk sem stórfisk, og svo mun enn vera, því það mál hefir ávalt gilt fyrir stórfisk, og á að gilda fram- vegis, þó kaupendur hafi notað sér af kreppunni síðastl. ár, til að færa stórfiskmálið upp i 20”. En strax og núverandi ástand breytist og framleiðendur verða einhvers megnugir, verða þeir að hafa vakandi auga á því, að þessi óbilgirni fái ekki hefð á sig. Því þetta er ekkert annað en ein leið- in af mörgum til að lækka verð- ið. Flestir út um land notuðu tæki- færi meðan það gafst til að selja, og mun því mjög lítið óselt nú af verkuðum fiski utan Reykjavík- ur og Vestmannaeyja. Fiskbirgðir landsins um áramót. Fiskifélagið telur forðann um siðastl. áramót 79 þús. skpd. (mið- að við fullverkað) og í Noregi er áætlaður á sama tíma 95 þús. skippunda forði. Fiskifél. taldi forðann í desem- berlok 1925: 107 þús. skippund, og ársaflann 1926: 238 þús. skpd., eða samtals 345 þús. skippund. Nú telur gengisnefnd útflutt á ár- inu 302 þús. skpd. (miðað við fullverkað). Eftir þessu ætti forð- inn um áramót að vera aðeins 43 þús. skpd., eða um 36 þús. skpd. minni en Fiskifél. telst til. Nokkurri skekkju er eðlilega ekki hægt að komast hjá, en það væri æskilegt ef Fiskifél. vildi framvegis brýna fyrir sinum mönn- um, að vanda framtalið svo að ekki þyrfti að skakka mörgum tugum þúsunda skpd. Til samanburðar skal þess get- ið hér, að útflutningur Norðmanna á verkuðum fiski til 1. desember nam 276 þús. skippund, eri á sama tíma 1925: um 212'þús. skpd. Út- flutningur þeirra á harðfiski er lika um 56 þús skpd. meiri á sama tímabili. Yfirlit yfir fiskmarkaðinn. Rio de Janeiro: Verð á stórfiski hefir hækkað mjög mikið i milreis per kassa, frá síðustu skýrslu minni, sem náði til 1. okt., eða úr 90 og upp í 124 milreis í desember byrjun. Aftur á móti hefir verðmæti mil- reis á sama tíma, miðað við sterl- ingspund, fallið mjög mikið eða úr 7,5 pence niður i tæpa 6 d., en þrátt fyrir þetta mikla gengis- fall, svara 124 milreis fyrir kass- ann á 58 kíló (að frádreginni meiri herðingu, kassaumbúðum, flutningsgjaldi etc.) til ca. 140 isl. kr. skippundið fob. á íslandi. Buenos Aires: Þar var verðið um miðjan des- ember 33 peso fyrir kassann á 45 kg- Svarar það til 160 kr. skip- pundið netto fob. íslandi. Havanna: Verð þar í desember byrjun, hefir lækkað dálítið frá því í okt- óber — úr 10 í 9,75 dollars kass- inn á 45 kg. Svarar það aðeins til 103 kr. skpd. netto fob. á ís- landi. Genua: Um miðjan desember var eftir- fylgjandi verð fáanlegt fyrir isl. fisk kominn á höfn í Genúa, mið- að við 100 kíló: fullþurr. smáfisk 375 líra, fullþur ýsa 335 lira, Labri 355—375 líra, handlabri 300—320 líra, saltaður stórfiskur 325 líra, saltaður smáfiskur 285 líra. — Flutningskostnaður alla leið með milligöngu Eimskipafélagsins, sjó- vátrygging og umboðslaun, nema kring um 15 kr. skpd. - Forði var tiltölulega lítill á Ítalíu af verkuðum fiski um þetta leyti (alls 2500—3000 tons, þar af % ísl.), eftirspurnin góð og greið sala. 1. nóv. var sett nýtt innfl.- gjald á allsk. fisk, 1 líra á hver 100 kg. Portugal: Verðið þar nokkuð svipað og í október, þó öllu lægra, 190— 225 Esc. Kvintalið á 60 kg. eða sem svarar 120—143 kr. skippund- ið. Annars er ekki gott að átta sig á uppgefnu verði á Portugals markaðinum, því þangað berast svo misjafnar gæða tegundir, og verðið þvi mjög mismunandi. Of- angreint verð er fyrir ísl. fisk. Forði á allskonar fiski í Portu- gal seint í desbr. er talinn 5600 tonn. Spánn: Snemma í desbr. var verð frá geymslu í Bilhao á ísl. fiski 80— 90 peseta. Kvintalið á 50 kg. (185 —208 kr. skpd.) og í Barcelona 73—75 peseta. Kvintalið á 40 kg. (210—218 kr. skpd.) —Forði lítill og eftirspurn góð, en þá var vænt- anlegt mikið af fiski. Flutnings- kostnaður etc. alla leið rneð milli- göngu Eimskipafélagsins og um- hleðslu í Hull eða Hamborg, nem- ur 15—16 kr. á skippundið. Eftir að fiskurinn er kominn f spanska höfn, nemur uppskipun, geymsla, tollur, umb. laun o. s. frv. kringum 20%. SAMDRATTUR yfir útflutning á verkuðum fiski frá nokkrum aðalframleiðslulöndum, sem jafnfranrt sýnir hvert fiskurinn hefir farið: Innflutningur 1926 Samtals Af heildar innflutn. er frá: til desbrbyrj. skpd. Noregi íslandi Canada Bretlandi öðr. lönd. til Rio og S. Paulo 148,400 42,800 ? ? 105,600 — Buenos Aires . . 29,000 17,300 — ? ? 11,700 — Havanna . . . 27,500 27,300 — ? ? 200 —- Portugal . . . 261,800 129,200 4,700 102,700 3,900 21,300 — Spánar .... 223,800 62,700 149,100 — 3,600 8,400 — ítallu 200,800 13,500 73,300 38,300 7,500 68,260 891,300 292,800 227,100 141,000 15,000 215,400 Af framangreindum innflutningi til Rio & S. Paulo mun láta nærri að um 80—90 þús. skpd. séu frá Bretlandi og um 16—20 þús frá Canada. — Til B. A. mun meg- inn hlutinn af síðasta dálki, vera frá Bretlandi. — Auk landa sem talin eru undir „PortugaT', mun um 12—15 þús. skpd. vera frá Þýskalandi & Frakklandi, og til Ítalíu um 55—65 þús. skpd. frá Frakklandi. Ekki ber að skoða framangreinda skýrslu, sem þetta sé öll heims- framlelðslan af verkuðum fiski, en mikill meginhluti er það af því sem ekki hefir verið neytt í sjálf- um framleiðslu löndunum. Og auð- vitað hefir líka töluvert meira ver- ið innflutt til landa þeirra sem greind eru á skýrslunni, en þar er tilfært, því framtal fæst aldrei ná- kvæmt fyr en hagskýrslur land- anna koma út löngu síðar. — Eigi að síður gefur svona yfirlit góða hugmynd um hvaðan mesta físk- framleiðslan kemur og hvert hún fer. En auðvitað eru mörg lönd ótalin, sem samtals þó kaupa minsta kosti tugi þúsunda af verk- uðum fiski, svo sem Uruguay, Chile, Peru, Mexico og smálönd- in í Mið-Ameríku, syðsti hluti Bandaríkjanna og margar eyjarn- ar á Vestur-Indlandi, Grikklandi, Egiptaland, Algier o. fl., o. fl. Samanburður. Saltfiskframleiðsla íslendinga nemur kringum % hluta af allri heimsframleiðslunni, og í meðal ári erum vér „kvantativt“ líklega nokkurnveginn jafnokar Norð- manna. En sé nú miðað við fólks- fjölda, þá standa íslendingar öll- um öðrum þjóðum langtum fram- ar, því saltfiskframieiðsla þeirra síðustu árin nemur árlega um 450 kíló á hvern íbúa, eða 25 sinnum meira en Norðmanna. — En svo vel hefir oss fallið vistin hjá Spán- verjum og ítölum, að vér höfum varla rétt út tingur til að ná nýj- um viðskiftum, enda þótt þessar þjóðir neyti aðeins tæplega helm- ings af saltfiskframleiðslunni, og allar aðrar þjóðir, sem verka salt- fisk, einnig keppi við oss í þess- um löndurn, og þess utan vel vit- andi, að lítið þarf út af að bera til þess að vér lendum á flæði- skeri með þessa framleiðslu, sem þó er máttarstoðin undir afkomu landsins og sjálfstæði þess. Harðfiskurinn. Til útflutnings verka Norðmenn af sinni framleiðslu nálega eins mikið af harðfiski eins og salt- fiski, og hafa með því móti fleiri sölumöguleika en vér, og alstað- ar hafa þeir og hafa haft urn langt skeið, árar úti til að koma fram- leiðslunni sem best af sér. En þó vér vildurn nú taka upp aftur verkun á harðfiski til útflutn- ings, þá býst eg við að það sé mörgum annmörkum bundið, þó ekki væri nema veðráttufarsinj

x

Vesturland

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.