Vesturland


Vesturland - 20.02.1927, Blaðsíða 2

Vesturland - 20.02.1927, Blaðsíða 2
VESTURLAND. Nýkomið: Handsápur, margar tegundir, hvergi ódýrari, Olaiur Pálsson. Kvennærfatnaður nýkominn verslun" Karis Olgeirssonar. Snjógleraugu, ¦ 11 tegundir fyrirliggjandi - best og ódýrust Apotekinu. gengust fyrir að haldið yrði á Arngerðareyri fyrsta þorradag, en atvika vegna gat ekki orðið fyr en 5. þ. m., og 'kölluðu þeir það þorramót. Samkomuna setti J.'H. Fjalldal með vel völdum orðum, svo var sunginn sálmiirinii, Á hendur fel þú honúm, þar næst flutti Jóna Kr. Fjalldal kristilegt og fræðandi crindi, hugnæmt og aíbragðs vel og sköruglega flutt. Hlaut hún aðdáun samkomunnar íyrir. Svo var sunginn sálmur á eftir, og sungu allir, er söngrödd höfðu. — I>ar næst var sest að girniiegu matboröi, og borðræður haldnar. — Eirui utanhrepps maður sal mótið, og var ölium ánægja að því; hann hafði orð á því ásamt fleiru, hve sumar matartegundirn- ar væru fallegar og bragðgóðar, svo sem hákarlinn" harðfiskurinn og hangikjötið. Hákarlinn taldi hann víst að væri frá Siglufirði harðfiskurinn undan jökli og hangikjöíið úr Furufirði á strönd- um, því svo þykkar kindarsíður sem þarna voru niöur sneiddar, taldi hann vart geta verið úr þessu bygðarlagi. — Að máltíðinni lokr inni söng söngflokkur, æfður af lækninum okkar, og var gerður að því góður rómur af þeim, sem töldu sig bera gott skyn á söng. Ræður voru flutlar, og ferðasög- ur sagðar í milli þess er söng- flokkurinn söng. — Fór samkom- an siðlega . og skemtilega fram, allir rhjög ánægðir sem samkom- una sóttu. Þökk sé þeim öllum,. fyrstforgöngumönnunum, þar næst söngflokknum, ræðumönnum, mat- reiðlsukonum, og síðast öllum er mótið sóttu, sem var að sögn 70—80 manns. Kr. Þ. Kvenfél. „Óék" 20 ára •/« '27. Ósk geymum allflestir kæra ósk þótt sé takmörkum bundin. Ósk hafa allir að iæra óska þótt stund sé ei fundín. „Ósk" er vor ísfirski sómi. „Ósk" hefir virðingu safnað. Oskum því einhuga rómi „Ósk" fái lifað og dafnað. 6.2. '27. í>. Tómasson. ?pellvii*ki, Hér á ísafirði hefir ekki borið mjög mikið á því, að menn væru hneigðir til spellvirkja. Að sönnu hefir það komið í ljós, að hús mega ekki vera mannlaus, því þá eru brotnar þar rúður allar með steinkasti. l>etta á sér víst alstaðar stað, og er það freistingin að reyna hæfni sína sem veldur, en víst sjaldnar löngun til að vinna öðr- um tjón. ísafjörður hefir sem sagt verið því nær laus við óaldarflokka, þá sem þektir eru í stærri bæjum. En nú eru þessar framfarir að rísa upp hér. Skal hér talið fátt eitt af afrekum þessara manna: Hjálpræðisherinn hefir útbúið lestrarstofu í gistihúsi sínu. Er hún bæði fyrir bæjarmenn og aðkomu- menn. En mest er hún aðkomu- mönnum til þæginda. Þar geta þeir setið og lesið blöð og bækur, skn'fað það sem þeir þurfa, og yfir höfuð-eytt á gagnlegan hátt þeim tíma, er þeir hafa afgangs frá erindum sínum. Nú er svo komið fyrir aðgerð- ir spellvirkja hér í bænum, að þossari lestrarstofu verður að loka. Þangað hafa þessi skrílmenni van- ið komur sfnar, og spilt öllu inn- an stokks: brotið borð og stóla, rifið bækur, blöð og ritföng, jafrj- vel veggfððrið. Loftþyngdarmælir (barornet) var lestrarstofunni gef- inn í fyrra; hefir hann verið brot- inn, gler og visar. Sem sagt eru þar allir munir ónýttir og stofan sjálf að svo miklu leytisem hægt er..; Óþokkar þeir, sem hér eru að verki, eru ekki annars staðar bet- ur niður komnir en í hegningar- húsi. Tveir sumarbústaðir voru bygð- ir hér inni í Tungudalnum á s. 1. sumri. Annar þeirra, sá sem nær er bænum, kvað vera nær þvf ónýttur af spellvirkjum: Hinn hef- ir einnig verið skemdur með bissu- skotum gegnum glugga og hurð- ir. Bátar, sem liggja hér innan til á laginu cru heimsóttir af þessum tugthústæka skríl. Eru þar brotn- ar upp hurðir, áttavitar brotnir og öllu spilt. Kolageymsluskip Jóns Edwalds hefir ekki fengið að vera í friði. Það er úr steihsteypu og erfitt að vinna á því, en reynt er það með bissuskotum og hefir tekist að vinna þar skemdir. Jafn- vel hálfþumlungs þykkar rúður hafa verið mölvaðar um alt skipið. Barna- og unglingaskólinn hér fær ekki að hafa frið. Þangað safnast skrílmenni á kvöldin \ til spellvirkja, er nemendum varla ðhætt utan dyra fyrir þessum ó- aldarlýð. Lögreglan ætti að taka rögg á sig og hafa hendur í hári þessara pilta. Þyrfti hrammur hennar að vera svo þungur, að ekki þætti dælt að hætta sér undir hann. Óttinn er venjulega það eina, sem heftir óþokka. En fyrir þetta þarf að taka áð- ur en úr því verður félagsskapur. Það er alkunna að óknittamenni teygja oft glannafengna en hrekk- 1ausa unglinga út á glæpabraut, og þarf að gjalda varhuga við sIlku. A K R A -smjörlíki þykir ágætt viðbit og fæst í öllum matvöruverslunum. ? Góð jörð til leigu. Jörðin Gil i Hólshreppi 12 hundruð að fornu mati með leigupeningi og miklum húsum, fæst til ábúðar í næstu fardögum. Lysthafendur snúi sér til herra Olafs Áraasonar verslunarmanns í Bolungavík, sem gefur allar frekari upplýsingar. ¦ ¦ ~ ¦ i Jörðin Fjallaskagi 1 Dýrafirði er til sölu eða ábúðar í næstu fardögum. Jörðin er sæmilega hýst, og ein af bestu útigangsjörðum hér vestanlands. Útræði hefir verið þar tölyvert, vor og sumur frá aldaöðli, enda hægt til sjósókna. Allar frekari upplýsingar hjá undirrituðum meðeiganda. eða skipa- miðlara Guðmundi Kristjánssyni Reykjavík. Meðaldal 2. febrúar 1927 Kristján Andrésson. Jörð til sölu. Jörðin Fossar í Skutulsfirði er til kaups og ábúðar í næstu far- dftgum 1927. Jörðin er skamt frá ísafjarðarkaupstað og Iiggur þvi vel við afurðasölu. Frekari upplýsingar gefur Guðm. Jónatansson Fossurn. Auglýsing. Húseign á ágætum stað f Hnífs- dal er til sölu. — Væntanlegir lysthafendur snúi sér -til undirrit- aðs, sem veitir nánari upplýsing- ar sölunni viðkomahdi. Hnifsdal, 11. febr. 1927. Einar Steindórsson. Tækifæriskaup, 2 knattborð, (Billard) tilsölu í góðu standi með öllu tilheyrandi og. fleiri ára birgðir af leðri. Annað er Petrograd, stærð 2.66 xl.45 mtr., hilt 1.83x0.92 mtr. Allar nánari upplýsingar gefur Sigurður Ásgeirsson Silfurgötu 8, Isafirði. Nýkomið: Ostar 3 teg., Pylsur 6 teg., Flesk, ¦ Hangikjöt, Leverpostej, Egg. Ólafur Pálsson, Þvottur »g strauning. Marfa frá Kirkjubæ 'Sundstr. 23. Prentsmiðja Vesturlands. Rúllugardinnr halda hitanum inni og kuldanum úti. Fást i mörgum lítum hjá Finnbirni málara. UndÍFPitud tekur að sér að hreinsa gera við og pressa karlmannaföt. Kristín Krístmundsdóttir. Hafnarslræli 17. ísafirði. Bátamótor. „Populer"-vél — 3.V2 ha. — nokkuð notuð en í ágætu ástandi til sölu með hálfvirði. — Til sýn- is hjá G. Andrew. LÍKKISTUR, LÍKKLÆÐI hjá Árna Olafssyni. .<.llllllllllll!llllllllllllllllllllllllllll!l!llllllllllllllll!lllllllllllllllllllilllll.,llllll|il. | Alt raflagningaefni fyrir-1 ; liggjandi. | 1 Sent gegn eflirkröfu uin land alt. M | Jón Sigurðsson | 1 Austurstr. 7. Reykjavfk Sfmi 38#. 1 Uóð og dugleg stúlka óskast i vist frá 14. maí. A. v. á. Musik BestilUng paa Musik til Dans modtages.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.