Vesturland


Vesturland - 27.02.1927, Blaðsíða 1

Vesturland - 27.02.1927, Blaðsíða 1
V D RitstjÓFÍ: Sigurður Kristjansson. IV. árgangur. ísafjörður, 27. febrúar 1927. 7. tölublað. Hvers er haran aÖ tapa? Blindur er hver á sjálfs síns sök. Þessi orð komu mér í huga, þegar eg las grein í Tímanum, þar sem Jónasi Kristjánssyni, fram- bjóöanda íhaldsflokksins við land- kjörið 1 sumar, eru borin á brýn pólitisk svik. Eftir þeim mælikvarða, sem þar er lagður, yrðu þeir nokkuð marg- ir pólitísku svikararnir í bænda- stéttinni, þeir er orðið hafa upp- vísir tvö til þrjú síðustu árin. Það yrðu fleiri en Jónas Kristjánsson og Sigurður Sigurðsson búnaðar- málastjóri, sem Títninn þyrfti þá að ná sér niðri á fyrir pólitísk 'svik. Það yrftu talsvert mörg hund- ruð bænda og búaliðs, sem þá yrðu leidd undir rógburðaröxina, arghyrnu Tímans. En það væri vís't létt verk fyrir þessa menn að sanna það, að ef leiðir hefir skilið tneð þeim og Tímanum, þá er það hann en ekki þeir setn svikið hefir. Þegar Tíminn hóí göngu sína, var hann flokksblað Frainsóknar- flokksins; en Framsóknarflokkur- inn var uppsteypa úr bændaflokkn- um. Þessi flokkur hafði margar góð- ar tryggingar að setja landsmönn- um, sérstaklega bændum. Þjóð- kunnir og þingreyndir bændaöld- urigar, svo sem Sigurður Jónsson, Pétur Jónss., Ólafur Briem, Sveinn Ólafsson o. fl., er undir það merki skipuðust, virtust búandmönnuin fulltryggir hornsteinar. Yngri kraft- ar flokksins þektust ekki út um land og þá nefndi enginn á nafn. Eftir heilt ár birti þessi flokkur stefnuskrá sína i Tímanum. Mun þá margur sá, er hallast hafði að flokknum og jafnvel lagt fé til blaðsins, hafa rekið upp stór augu. Stefnuskráin er svo gleíðgosaleg og loforðafrek, að langt bregður frá því, sem menn eiga að venj- ast frá gætnum og haldinorðum bændum. Þó markar hun flokim- um að nafninu frjálslynda stefnu, og mun það hafa blekt marga unga menn. En þeir eldri vænta enn, að duga mundi trygging sú, er áður var nefnd. En úr bessu fer þá að koma fram, hver alda undir ris. Betri menn flokksins, þeir sem í upphafi höfðu skapað honum traust, urðu áhriialitlir. Ástæðan var sutnpart sú, að þeir voru of jafnir til þess að nokkur þeirra væri sjálfkjörinn foringi, sumpart sú, aö þeir voru dreifðir út um land, og höfðu því ekki aðstöðu til að ráða neinu milli þinga. Það fór eins og oft vill verða, þar sem víðar eru dyrnar til inn- göngu og tortrygnislaust; þar koma fleiri en boðnir eru, og ráða oft að lokum meiru en ætlað var og setja sirin svip á satnsætið. Blað flokksins er rödd hans, sú eina sem nær til allrar þjóðarinn- ar. Sú rödd er ólík því, sem heyrst hafði áður úr hópi bænda: Óskap- lega gleiðgosaleg loforð og skýja- borgir, heimskulega lýgilegar frá- sagnir um afrek flokksmannanna, en hrakfarir og óþokkabrögð and- stæðinganna, frámunalega ógeðs- legar hneykslissögur úr einkalífi mótflokkstuatmanna, jafnvel for- eldra þeirra og ættingja. Á öllu er hroðvirknisblær, meiri en áður hafði þekst í ritmensku hér á Iandi, og þekkingar- og skiln- ingsleysi á pólitik var næsta mik- ið undrunarefni hverjum þeim, er eitthvert skyn bar á þá hluti. Og undiraldan í öllum skrifunum er óvild Kommunistans til þeirra, sem sjálfstæðir eru andlega og efna- lega. Þar er altaf óslitiö spilað á lægstu strengi, strengi öfundsýki og stéttahaturs. Það er alveg furðulega frek fjarstæða, að kalla þá menn flokks- svikara, eða liðhlaupa, sem nú ganga aðra götu en Tíminn í pólitík, þótt þeir hafi verið með í bændasamtökunum og jafnvel lagt fram fé til þess að stofna blaðið, þegar það og forysturnenn flokks- ins bregðast alveg vonum þeirra. Þaó er Tírninn og þessir forystu- menn, sem svikið hafa, og er ekk- ert eðlilegra en að þeir menn, sem sjálfstæðir eru í skoöunum.fari sínar leiðir og þykist upp tíír því vaxnir að láta sér lélegri menn leiða sig, ekki síst þá sýnt er, að ferðinni er heitið um glapstigu að alt öðru marki, en ætlað var. Þessi mjög svo eðlilega ástæða liggur til þeos, að leiðir skildi með Tímamönnum og íjölda þeirra bænda,. er ýmist tóku beinan þátt í bændasamtökunum, eða voru þeim hlyntir. Og landkjörið í sumar, og ekki síður í haust, sýnir það, að Tíminn er slitnaður upp úr þeim jarðvegi, sém hann óx úr, og fljóta þar nú á burt þeir mennirnir, sem minst eftirsjá er að fyrir bændur. Ein ástæðan til þess, að Tíminn er hættur að hafa áhrif, er sú, að landsmenn eru að hætta að lesa hann; auðvitað að undanskildum klafabundnum flónum, og svo þeim, sem lesa eina og eina grein, til að meta ritmenskuna. Og sannast að segja var það ekki vonum fyr, að menn þreytt- ust á lestrinum. Fimm og sex álna langar greinar með aðra- og þriðja 'hverja línu íeitletraða, alskreyttar upphrópunarmerkjum, eru að sönnu ekki lítilfjarlegar til- -sýndar. En hvernig eru þessar Tímalanglokur -við nánari kynn- ingu? Ekki vantar stóryrði og ó- rökstuddar fullyrðingar, né þetta gleiðgosalega sjálfshól, og allra síst orðamergðina. Eu það vantar annað, sem bagalegra er. Það vantar efni og rökrétta hugsun. Og þó mundi það fyrirgefast, þó efni svaraði ekki til orðafjölda og rök væru af vanefnum að dregin, ef • orðin væru borin fram af sann- færingarkrafti og bak við þau l-ægi einlæg vandlæting. Það mundi gefa orðunum þunga og áhrif. En þetta síðasta og einasta, sem geftð gat hinum rökvana latiglokum líf og gildi, vantar gjörsamlega. Og því er von að menn þrcyt- ist og hætti lestrinum. Qreindir menn þreytast fljótt á orðagjalfri yfirborftsgöslara. Þeir, sem meir lifa í tilfinningum, þreytast fljótt, er þeír finna að öll vandlætingin er uppgerð, gúlaþembingur, sem enginn sannfæringarkraftur eða hiti er á bak við. Skilgóðir menn þreytast á loforðafrekju og gorti, er engar efndir fylgja. Og grand- varir menn þreytast fljótt á laus- mælgi og lygum. Hitt er annað mál, að fylgisleysi Títnans er hvergi nærri fram kom- ið eins og það er. íslendingar eru, sem betur fer, svo fastlyndir menu, að þeir eru tregir til að vega mót þeirri fylkingu, er þeir hafa áður-staðið í, þótt þeir hafi orðið að ganga úr henni vegna þeirra verka hennar, er þeir ekki vildu taka þátt í. Mörgum tekur enn sárt til Tím- ans, þótt þeir hafi hina mestu raun af honum og lesi ekki 10. hverja grein hans. Þetta stafar af þeitn vonum, sem við hann voru bundnar í fyrstu, og er því af góðum toga spunnið. Það er samskonar trygð og kemur fram í því, að mönniun tekur sárt til fósturbarns síns, þótt það hafi illu einu goldið fósturlaunin og orðið luð mesta afstyrmi og ó- knyttabjálfi. Ámimxiing, Það hafa farið sögur af því und- anfarið að útlit væri hið ískyggi- legasta hvað snertir fjárhagslega afkomu alls þorra ísafjarðarkaup- staðarbúa núíramvegis.Æðimarg- ir munu eygja þá hættu er stafar af því fyrir kaupstaðinn, að út- vegurinn er stöðvaður að mestu leyli og er það eigi að undra, þar sem bæjarbúar haía til þessa bein- línis og óbeinlínis lifað af útgerð- inni. Hinar og aðrar ástæður hafa verið færðar fyrir því, hvers vegna útgerðin hafi stöðvast og að komið er eins og raun ber vitni um. Nokkrir álíta, að óíyrirsjáanleg atvik, svo sem feikna verðfall sjávarafurðanna, er valdið hafa stórtöpum, eigi mestan þáttinn í því, að svona er komið. Aðrir álíta að þetta vandræðaá- stand sé því að kenna, að útveg- urinn hafi verið í höndum „brask- ara" er eigi hafi borið skyn á þessa hluti. Þeir hinir sömu hafa hvað mest, að því er virst hefir, barist fyrir þvi að gjöra þeim (bröskurunum) þessa atvinnugrein þeirra sem örðugasta og ágóða- minsta. Undir tnerki þessara manna hefir meirihluti borgara ísafjarðar fylkt sér uú á seinni árum, þó ó- trúlegt megi þykja. Það cr öllum vitanlegt, að nú um árabil hefir harðsnúinn meiri- hluti „bolsa", er kalla sig jafn- aðarmenn, verið einvaldur í öll- um bæjarmálum ísafjarðarkaup- staðar. Þessi ráðandi flokkur, eða öllu heldur væri rétlara að segja, þ.essir ráðandi leiðtogar bolsastefnunnar hafa talið fólkinu irú um að „brask- ararnir", sem þeir í öðru orðinu kalla „auðvald" hafi alt til þessa verið bæjarfélaginu þráudur i götu hvað snertir nauðsynlegar fram- kvæmdir á marga vegu. Nú, þegar „braskararnir", sem „bolsar" kalla svo, gefast upp og treystast eigi lengur, af mörgum skiljanlegtnn ástæðum, til þess að reka útgerðina eins og undanfaríð, þá steðja að vandræðin og jafn- vel „bolsar" barma sér yfir ástand- inu og horfunum, sem framundan eru. Hvað hefir skeð? Ekkert annað en það, að þeir mennirnir, sem til þessa tíma hafa verið þyrnar í augum „bolsanna" eru hættir að starfa í bæjarfélag- inu, sem stórir atvinnurekendur, er mikill hluti bæjarmanna áður lifði á. Öllum sem kynnst hafa stefnu- skrá „bolsa" er það ljóst, að hér hefir farið. að óskum þeirra og að , með þessu er stórt spor stigið að takmarki því, er þeir hafa þókst berjast fyrir. Ber ekki vel i veiði einmitt nú fyrir ísafjarðarkaupstað að taka útveginn á artna sína og reka hann upp á~ reikning bæjarins? Er það ekki það sem bolsaleið- togarnir hafa stöðugt predikað bæjarbúum, að þyrfti að gerast, til þess að fátækur almúginn nyti stórgróðans, sem af honumflýtur? Af auglýsingu í Vesturlandi 30. f. m. má sjá, að tækin (bátarnir) eru til sölu hverjum sem vill, og það sennilega með vægu verði. Það væri næsta hjákátlegt ef bæjarmenn þeir, er trúa svo ein- dregið á stjórn bolsanna og ráð- stafanir, létu þetta tækifæri sér úr greipum ganga. Þér „boisar" hafið öll völdin á Ísafirði innau bæjarfélagsins og þér hafið sannarlega sýnt í verk-

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.