Vesturland

Árgangur

Vesturland - 27.02.1927, Blaðsíða 2

Vesturland - 27.02.1927, Blaðsíða 2
2 VESTURLAND. ‘VESTURLAND kemur út einu sinni í viku. kostar 7 kr. um árið. Gjalddagi 1. oktober. Ritstjóri og ábyrgðarmaður Sigurður Kristjánsscn. Ritstjórinn til viðtals kl. 4-5 dagl. í Hafnarstr. 1. Sími 99. Afgreiðslum. Loptur Gunn- arsson Aðalstræti 11. Sími 37. inu, að enginn hefir getað hindr- að vilja yðar og framkvætndir. Hví þá ekki að halda áfram samkvæmt stefnuskrá yðar. Athugið það, að atvinnuleys- ingjarnir mörgu, sem þér nú dag- lega umgangist, lifa- ekki áfram á eintómum kenningum yðar um „kúgandi auðvald“, sem ekki er til. Einn borgari bæjarins hefir orð- ið til þess að skora á yður bolsa- leiðtoga, að sýna nú 'tnannlund yðar og kaupa einhvern eða ein- 'hverja af þeim bátum, sem til boöa standa og gera þá út frá ísafirði, til þess að bæta úr at- virinuleysinu. bess var ekki að vænta að þér yrðuð við þessári áskorun, þar sem þér teljið óheppilegt að út- vegurinn sé rekinn af einstakling- uin, en iiins inátti vænta, að þér samkvæmt undanfarandi umhyggj- usetni yðar í ræðu og riti fyrir fátækum verkalýð, vilduð sýna í verkinu hjálpfýsi og fórnfýsi yðar utidir þessum óviðunatidi kring- umstæðum. Þér bolsaleiðtogar getið eigi rólegir horft upp á fyrirsjáanleg bágindi verkalýðsitis, er stafar eðlilega af- kyrstöðu útvegarins; þér eruð siðferðislega séð skyld- ugir til þess að sjá utri að útveg- urinn stöðvist eigi iengur, annars svíkið þér greinilega stefnuskrá yðar og ait hjal yðar utn rtkis og bæjarfélagarekstur á atvinnufyr- irtækjunum dæmist sem hræsni og blekkingar frá yðar hálfu. Takist yður eigi að ráða fram úr vandræðunum, eruð þér minni menn eftir en áður í augum þeirra, sent til þessa títna hafa trúað á hugsjónabrölt yðar og kenningar. Maður skyldi ætla, að það stæði yður eigi á sama um, svo miklar velgjörðir, sem þér þykist hafa í hyggju að leiða yfir þjóð yðar og ættjörð með umsteyptu stjórn- aríyrirkomulagi á atvinnufyrirtækj- unum, sem öðru. Það er við því að búast, að þeir menn, sem eg sérstaklega beini þéssum línum tii, segi sem svo, að bónda úr sveit varði ekk- ert um, hvérnig ísafjarðarkaupstað vegni fjárhagslega, né hvernig að bænum sé stjórnað; hér sé því einungis um óþarfa slettirekuskap að ræða. Enda þótt eg búist við slíkum tílsvörum frá þeitn stöðum, þá veit eg að allir sanngjarnir menn álíta, að tniklu varði það nærsveitir bæjarins, hvcrnig hag hans er kom- ið og hvernig hann veröi í fram- tíðinni, svo mikil skifti sent árlega eiga sér stað millum sveilanna og kaupstaðarins. Það sem hér hefir sagt verið, er einnungis sagt til þess að minna þá bolsaleiðtogana á ísafirði og flokk þeirra á, hvað þeim nú beri að gera, til þess að reynast stefnu- skrá sinni trúir, minna þá á, hvaða skyldur þeir hafa að rækja gagn- vart borgurunum, sem trúað hafa þeim fyrir að ráða fram úr vanda- málunum. En ómögulega má ætla bónda svo grunnhygginn að hann íinyndi .sér að „bolsar" á ísafirði eða annarstaðar, verði nokkurn tíma til þess að rétta við ltag nokkurs manns. Tii þess voru þeir ekki í heiminn bornir, frá hans sjónarmiði. Bóndi. Fiitneínd Læknablaðsins Og siðferðið. Inngangur. í Reykjavík er gefið út blað, sem nefnist Læknablaðið. Nauða ómerkilegt rit, þó ótrúlegt sé, þar sem nafn þess er tengt við þá stétt, sem talin hefir verið ein sú nýtasta og best mentaða stétt landsins. í desemberbiaði ritsins stendur þessi klausa; „Taxti héraðslækna. í blaðið Vesturland, sem gefið er út á ísa- firði, hefir lögfræðingur nokkur skrifað illkvitnislegar greinar í garð Vilmundar Jónssonar héraðs- læknis og notað taxta héraðslækna sem ástæðu. Væri full þörf á því að endurskoða taxtafyrirkomulag- ið, svo það geti síður orðið verk- færi í höndum óhiutvandra manna til þess að sverta lækna í augum almennings". Læktiablaðið mun fyrir fárra augtt koma utan læknastéttarinn- ar, en eg tel þörf á að klausa þessi komi fyrir almennings sjón- ir. Hún sker fyrir rætur þeirrar hjátrúar, sem eg og margir fleiri hafa verið haldnir af, að Vilmund- ur Jónsson væri — að sönnu ekki einasta en þó ein af þeim fáu kláðakindum í stéttinni. En þegar ritnefnd blaðs, sem gefur sig út fyrir að vera málgagn ákveðinnar stéttar, lætur slíkt endcmi frá sér fara, verður eigi hjá því komist að ætia, aö óþrifirt séu bísna grómtekin, þar sem þau hafa„ smit- að“. Mér dettur ekkl í hug að gera læknastéttina ábyrga á þeim heimskupörum, sem klausa þessi er, eg þekki alt of marga heiðar- iega og góða drengi í stéttinni til þess. En ritnefndin verður, eins og hún hefir látið þétta frá sér fara, að svo komnu máli að eiga þar óskiftan hlut þar sem klausan er nafnlaus. Formáli. Vilmundur Jónsson hefir kann- ast við það í opinberu blaði, að itafa gefið út rangt embættisvott- orð og að ltafa tekið af mönnum itærri gjöld fyrir læknisverk cn lög heimila. Um liann erskjallega sann- anlegt, að hann hefir dregið all- ríflegar fjárhæðir undan skattfram- tali og farið með órökstuddar róg- burðarkærur til stjórnarvaldanna á hendur tveim stéttarbræðrum sinum. Ef „lögfræðingur nokkur“ eða hver annar meðallagi heið- virður almennur borgari liefði drýgt þó ekki væri nema einn þessara verknaða, myndi hann eigi aðeins hafa hlotið þá refsingu, sem við slíkum verknaði er lögð og beðið tjón á æru sinni, heldui og hafa mist traust og tiltrú ailra heiðvirðra manna. En á hinn bóg- inn er það alkunna fyrirbæri, að almenningur, æðri sem lægri,vænt- ir eigi annars af sumum mönnum, sér enda. sjaldan annað til þeirra en óknytti og annað verra, og telur það því jafn eðlilegt og sól- arganginn. Hendi það svo slíka menn að gera eitthvað vel, dettur ofan yfir alla, og þeir eru hafnir til skýjanna og dýrkaðir sem hálf- guðir fyrir það, sem enginn hefði veitt athygli, ef gert hefði maður, sem eigi er að óknyttum ber. Ef aftur á móti einhver finnur að at- höfnum þorparanna, standa heilir herskarar útspíttir til að afsaka og bera í bætifláka fyrir þeim, og tilaðleggja ámæli, ofsókn ogdauð- aliatur á þann, er gerist svo fífl- djarfur að átelja spellvirkin, og það jafnt, þótt þau beinlínis varði við gildandi landslög. En breyti einhver heiðarlegur maður öðru- vísi en sálsjúkar kreddur þessara sötnu herskara fyrirskrifa, fyllast þeir heilagri vandlætingu og eru reiðubúnir til að grýta hann til lteljar, þótt verknaðurinn sé lög- helgaður og heiðarlegur í allan máta eftir aisherjarsiðferðislög- máli. Klausan. Ritnefndin, sem þó hefir eigi djörfung til að nefna nafn mitt, kveður mig hafa „skrifað illkvitn- islegar greinar í garð Vilmundar Jónssonar“..........Já, sér e.rnú hver illkvitnin! Lesendum Vesturl. er kunnugt að eg hefi átalið, að V. J. hefir fótum troðið gikiandi landslög. Ætti það því á ritnefnd- arvísu að vera einber „illkvitni" að ljósta upp um morðingja, sem staðinn er að manndrápi, og um þjóf, sem gripinn er að verki. Sniðugt siðferöi manna, sem gegna ábyrgðarstöðum þjóðfjélagsins, það! í annan stað segir riinefndin að * eg noti taxta héraðslækna sem „verkfæri“ til að koma „illkvitn- inni“ fyrir, og því sé „full þörf á því að endurskoða taxtafyrirkomu- lagið, svo það geti síður orðið verkfæri í höndum óhlutvandra manna“, eins og mér skylstáþessu 4 að eg eigi að vera að áliti nefnd- arinnar. Mér dettur nú í hug, hvort rit- nefndin hefði ekki verið hlutvand- ari en hún er, ef hún hefði stungið því að Vilmundi í kyrþey að hlíta héraðslækna taxtanum eins og hann er, þangað til hann veröur endurskoðaður, í stað þess að böðla fram heimsklegum og van- hugsuðum flapyrðum um „illkvitni" og „óhlutvendi", rakalaust og út í bláinn. Ritnefndin er skipuð mönnum, sem allir gegna mikilsvarðandi ábyrgðarstöðum _ þjóðfélagsins. Mætti því — eða réttara: ætti því Kostakj ör. 10—15 dagsláttur af óbrotnu en ágætuv landi, ásamt beit fyrir 50 kindur og 2 stórgripi fæst til leigu á Hjöllum í Skötufirði. — Afgjalds- laust í fyrstu 10 árin. Talið við Kristján Einarsson á Hjöllum. að ætla að þeir væru vandir að virðingu sinni öðrum fremur og findu einhvern snefil ábyrgðar sinnar. — Hugsuðu því fyrst, og töluðu síðan..En klausan sannar það gagnstæða. Af því að héraðs- læknir „nokkur“ hefir þverbrot- ið lögbundin taxta fyrir héraðs- lækna, á að endurskoða taxtann til þess að hann verði síður verk- færi í höndum þeirra, sem eru svo óhlutvandir að geta þess að læknirinn brjóti taxtann! Ályktun ritnefndarinnar hlýtur því að vera sú, að semja betri taxta, sem fari eftir héraðslæknum, en ekki taxta, sem héraðslæknar fari eftir. Vand- asamt verk það! Það kemur fyrir daglega að menn brjóti hegningarlögin, bann- lögin og ótal önnur lög. En hví hefir þessutn ritnefndarvitringum eigi hugkvæmst það, hreinlega að afneina öll þau lög til þess að þeir, er langar til að fremja eitt- hvað, sem fer í bága við þau, reki sig ekki á þau. Það væri í fullu samræmi við hugsanaferil- inn í klausunni — ef þar er nokk- ur hugsun á bak við. Klausa þessi er hvorki orðskrúð- ig né fjölþreifin, en hún er auga niður í svo ógeðslegt siðferðispill- ingardýki að hryllilegt er í að sjá. Því er ljóstað upp um mann, að hann l^ikur á því lúalagi að brjóta skrifuð og óskrifuð lög. Og sum brotin játar hann á sig opinber- lega. En þessir verðir siðgæðis og menningar þjóðarinnar eiga ckkert hnjóðsyrði til um ltann, gefa jafnvel í skyn að hann sé ímynd engils sakleysisins, sem á sé hvorki blettur né hrukka. Aft- ur á móti á sá, sem gerir að um- talsefni ávirðingar mannsins, að vera „illkvittinn“ og „óhlutvandur“ fyrir það eitt, að hann eigi horf- ir með þögulli lotningu á afbrotin og syngur afbrotamanninum lof og dýrð fyrir þau. Aumt er nú orðið ísland, sagði Krukkur forð- um, en ver er það þó komið nú! I Niðurlag. Það er ltvorki „illkvitni“ né „ó- hlutvendni", heldur borgaraieg skylda hvers manns, að átelja, ef brot og yfirtroðslur eru gerðar á gildandi lögum og reglum þjóð- félagsins, og stemma stigu fyrir að slíkt sé gert. Þeir, sem eigi finna þá skyldu í brjósti sér, eru siöferðisspiltir, og venjulega reiðu- búnir til að fremja hið sama sjálf- ir, ef tök gefast til. En það, sem eg hefi gert, og orsakað hefir rit- nefndina til að kalla mig „illkvitt- inn“ og „óhlutvandan“, er það eitt, að eg hefi átalið nokkurar af ávirðingum Vilmundar Jóns- sonar. Er því um það tvent að velja, að annaðhvort er ritnefndin siðferðisspilt, eða hún ber eigi skyn á, livað er „illkvitni“ og „ó-

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.