Vesturland

Årgang

Vesturland - 06.03.1927, Side 2

Vesturland - 06.03.1927, Side 2
2 VESTURLAND. Ik Öllum þeim mörgu vinum mínum, hér í bænum og nærlendis, er eg ekki get fengið tækifæri til að kveðja nú, áður en eg flyt buferlum úr bænum, sendi eg hér með innilegustu þakkir mínar fyrir alla þá góðu og miklu vináttu er þeir, karlar og konur, hafa sýnt mér og fjöl- skyldu minni yfir þann 32 ára tíma, er við höfum dval- ið hér í bænurn. Um leið endurnýja eg þakkir mínar til allra þeirra, er nú fyrir skemstu heiðruöu mig og giöddu með kveðjusamsæti og á annan hátt. 6æfan fylgi ísafirði og ykkur öllum. ísafirði, 22. febrúar 1927. F. Thordarson. HilF Hérineð tilkynnist vinum og vandamönnum, að móð- ir og tengdamóðir okkar, Sigurborg Sæmundsdóttir frá Eyri í Önundarfirði, andaðist að heimili okkar Templaragötu 6 þann 4. þ. m. Jarðarförin verður ákveðin síðar. Helga Ölafsdótti**. Guðjón L. Jónsson. Þingmannafrumvörp og þingstörf. Nokkuð er þegar komið af frum- vörpum og tillögum frá þingmönn- um. Er það að vanda misjaínt að gæðum, bæði að efni og undir- búningi. Verður víst seint hægt að koma i veg fyrir það, að ein- stakir grautarhausar, sem slamp- ast hafa inn á þing, kasti í þing- ið vanhugsuðum og illa undir- búnum frutnvörpum, er það eitt erindi eiga, að iengja þinghaldið og eyða í hófleysi fé úr ríkissjóði. Eitt dæmi um þetta er frumvarp, sem Héðinn Valdemarsson flytur um breytingar á stjórnarskránni. Eftir þessu frumvarpi á í raun og veril að afnema Alþingi, en í staðinn kemur 25 manna fundur •í líkingu við stúkuþing að manni skilst, því allir eiga þeir að sitja í einni málstofu. Kjördæmin eiga að afnemast, og í rauninni kosn- ingarétturinn, því þessir 25 menn eiga allir að kjósast í einu lagi með hlutfallskosningu. Yrðu þá mennirnir álistana (auðvitað Reyk- víkingar) tilnefndir af miðstjórnum flokkanna í Rvík. Alþýðan yrði svo til málamynda látin greiða atkvæði, og henni svo talin trú um, að hún hefði valið þá út- völdu. Qreinin sem um þetta fjallar er svon : „Á Alþingi eiga sæti 25 þjóð- „kjörnir þingmenn, kosnir hlut- „bundnum kosningum um alt Jand, og sitja þeir aliir í einni „málstofu. Tölu þeirra má breyta „með lögum. Þingmenn skulu „kósnir til 4 ára í senn.“ Kosningarétt eiga allir að liafa, sem eru 21 árs, þurfameun jafnt og aðrir. Undanskildir eru þó þeir, sem liafa flekkaö mannorð/1’) 1 stjórnarskránni stendur, að | eignarrétturinn sé friðhelgur. Þetta leist Héðni heppilegast að | fella niður. Er það skiljanlegt með- | an einhverjir eiga meira en Héðinn. ; Hefði átt að standa: Breyta má þessu með lögum, þegar eg er orðinn ríkur: í gildandi stjórnarskrá er ákveð- ið, að ekki rnegi taka eign neins manns, þó til almenningsnota sé, nema að fyrir komi fult verð. Fer það eftír mati dómkvaddra manna. *) Frá bolsevisku sjónanniði eru það liklega auðvaldssinnar. f Rússíá teljasl brennur, rátr V>^ morð lil borgaralegra dygða, ef handyerkið gengui út yfir auð- valdið cða auðvadlssinna, eða andlegrar stéttar nrenn. Þetta leist Héðni vera úrelt, og er því í frumvarpi hans gerl ráð fyrir að þing það (25 manna fund- urinn) sent ákveður að taka eign af manni, ákveði sjálft hvað hann skuli fá fyrir, (livort það skal vera nokkuð eða ekki neitt). M. ö. o. það skal vera háð því, hvar í pólitiskum flokki sá er, sem sviit- ur er eign sinni, hvað hann fær fyrir eignina, eða livort hann fær nokkuð fyrir hana. Hinsvegar get- ur sá, sem vel ar „situeraður" pólitiskt, látið taka arðlausa eign sína til almenningsþarfa! og greiða sér fyrir eftir þörfuin. „Þingið“ — 25 manna fundur- inn — á ekki að vera eiginlegt löggjafarþing, heldur ráðgefandi — hafa tillögurétt því öll mál eiga að fara undir þjóðaratkvæði ef 3500 kjósendur óska. Niðurlag nýrrar greinar, sem vera á 74. gr. og ræðir um þjóðaratkvæði, hljóð- ar þannig: „Ávalt skal og leyta slíks „þjóðaratkvæðis, umhvaðaþing- „mál sem er, ef 3500 kjósendur „óska þess skriflega, og skal „samþykt eða sinjun við slíka „atkvæðagreiðslu gilda sem mál- „ið væri af nýju samþykt eða „því sinjað af Alþingi.“ Við þá rýmkun kosningarréttar- ins, sem frumvarpið gerir ráð fyrir, yrðu kjósendur landsins nú þegar ca. 60 þús. og gæti þá ör- lítill hluti kjósenda, eða l/t7 þeirra, knúið fram þjóðaratkvæði rneð ærnum kostnaði nær því um hvert mál. Eru ekki einu sinni fjárlögin undan skilin, svo „þjóðin" gæti felt þau aftur og aftur, svo þingið yrði altaf á harðahlaupum til að semja ný, og Ioks yrðu kannske eiígin íjárlög. Hún lýsir bolsastjarnan nýja á pólitíska himninum! Sami bar fram frumvarp um að banna næturvinnu bæði í Reykja- vík- og í Hafnarfirði. Féll það með 14 atkvæöuin gegn 7í neðrideild. Sigurjón Jói^sson berfram frum- varp um gagnfræðaskóla á ísa- firði. Þingmenn Norðmýlinga bera fram þá breytingu á kosningalög- unum, að reglulegar kosningar iil Alþingis fari fram 1. júli, í stað fyrsta vetrardags sem nú er. Verkalýðsfélög kaupstaða og þorpa hafa mörg sent mótmæli gegn þessari breytingu. Tryggvi Þórhallsson ber frani frv. um að afnema kennarastól í klassiskum fræðum við Háskól- ann. Mentatnálanefnd liefir sam- þykt að leggja til að svo verði gert, en vill að nokkurt fé sé heimilað til að lialda uppi kenslu í grísku. Einar Jónsson ber fram þings- ályktun um að rannsaka, hvað kosta muni að reisa barnahæli og stofna kúabú í Gunnarsholti, sem er ríkis eign. Ræktunarféi. Norðurlands 1926. Nú nieð póstinum barst mér of- annefnt rit í hendur. Eins og að vanda eru Í riti þessu ýmsar fróðlegar og gagn- legar Ieiðbeiningar. Starfsemi Ræktunarfélagsins er orðin svo merkileg, að ýmislegt er að græða á því að fylgjast með henni árlega. Eins og kunnugt er, liefir Rækt- unarfélagið beitt sér mjög mikið fyrir trjárækt, og liefir náð undra- verðum árangri með þá ræktun i trjáræktarstöð sinni á Akureyri. Ennfremur hefir það með liöndum ýmsar gróðrartilraunir, sem það hefir stundað undanfarin ár, en eigi eru birtar niðurstöður af þciin tilraunum ennþá, heldur skýrt frá því, hvernig þeim hafi verið hag- að það ár, sem um er rætt; en vænta má ýmislegs, sem að gagni getur komið, þegar stundir líða, og reynsla er fengin fyrir, livað best gefst. Tilgangurinn ineð línum þessum er eigi sá, að ræða starfsaðferðir F^æktunarfélagsins, heldur benda mönnum á rit þetta, og starfsemi félagsins, sem hvorttveggja er all eftirtektarvert. Þetta rit, sem hér um ræðir er hið 23. ársrit þess, og er þetta eitt hið besta í röðinni. í því eru meðal annars lög Ræktunarfélags Norðurlands, fundargerð aðalfund- ar félagsins frá síðastliðnu vori, sem vcrið hefir hinn rækilegasti, reikningur þess og skipulagsskrá sumra þeirra sjóða, sem það hef- ir undir höndum. Þá kemur skýrsla um garðyrkj- una, sem stunduð hefir verið þar, og sem er orðin all-umfangsmikil og lánast alla jafna vel. Því næst skýrir framkvæmdastjóri félagsins frá starfsemi þess á liðnu ári, sem liggur aðaliega í tilrauna- starfsemi þess og fræðslustarfsemi sem er sú, að þaö hefir árlega námskeið í garöyrkju að vorinu og svo sutnarnámskeið fyrir þá, sem dvelja vilja lengri tíma við það nám. Náinskeið þessi eru alt- af vel sótt. Þá hefir það gengist fyrir fyrirlestrahaldi á Norðurlandi. Einnig hefir það haft með hönd- um ýmsar verklegar fratnkvæmdir, svo sem byggingu „vernúhúss'1, og skrífarframkvæmdastjórifélags- ins ritgerð í ársritið um byggingu þess, þýðingu o. fl. Kúabú hefir félagið haft um mörg undanfarin ár, og mikla grasrækt í sambandi við það, og ber það sig vel, og virðist vera nauðsynlegur liður í starfsemi þess. Þá skrifar framkvæmdarstjórinn ritgerð um stofnun garðyrkjuskóla, sem honum lýst vel á að Rækt- unarfélagið stofni. Telur hann Ræktunarfélagið vel fært að sjá um rekstur lians án ýkja mikils tilkostnaðar, þaö ráði yfir góðum kenslukröftum og hús- næði sem nota mætti frekar fé- laginu að skaðlausu. Þá er ritgerð um sáðsléttur, eru það ýmsar góðar leiðbeiningar og athugarúr, sem að liði gætu komið, því hér er um að ræða eitt stærsta atrið- ið í aukinni ræktun landsins. Þær ræktunar aðferðir, sem viðhafðar hafa verið til þessa, þykja hafa ýmsa galla. Þaksléttan, okkar elsta ræktunar aðferð, þykir seinleg og dýr en arðvissust, græðisléttan of sein og eigi nógu lifandi ræktun- araðíerð og auk þess hfeð handa- hófsvali hvað jurtagróður snertir. Sáðgræðslan hlýtur því að verða okkar framtíðarræktunaraðferð en þar liöfum við enn þá eigi nógu staðgóða reynslu til að byggja á, en sem reynsla og tilraunir verða að skera úr. Þá er síðast skrá yfir nýja æfi- félaga Ræktunarfélagsins. Eg býst við að rit þetta sé frekar í fárra manna höndum hér á Vestfjörð- um, en af því að hér er um merkilega starfsemi að ræða, þá ætti það skilið að koma fyrir augu þeirra manna, og með þvl að gerast æfifélagi Ræktunarfélags- ins, er opin leið til að (fylgjast vel með starfsemi félagsins og framkvæmdum þess, um leið og menn styðja góðan félagsskap. Á undanförnum árum hefir félagið átt við þröngan fjárhag að búa, en nú er að rætast vel úr því, svo vænta má frekari starfsemi á næstu árum eftir því sem íjárhag- ur þess rýmkast. • Valnsfirði, 20. ícbrúar 1927. Páll Pálsson. „Ár skal rísa, sás annars vill fé eða fjör hafa“. Hefir hver til síns ágætis nokk- uð. Þetta vill sannast á Tímanum,

x

Vesturland

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.