Vesturland

Årgang

Vesturland - 15.03.1927, Side 1

Vesturland - 15.03.1927, Side 1
$ Riístjóri: Sigurður Kristjánsson. ísafjörður, 15. mars 1927. 9. tölublað. IV. árgangur. || === Fjárhayur Isafjarðarkaupstaðar. Einn af bæjarfulitrúum ísafjarð* arkaupstaðar, Finnur Jónsson, sem jafnframt er í fjárhagsnefnd, hefir í 4. og 5. tbl. Skutuls þ. á. skrif- að alllangt mál utn fjárhag ísa- fjarðar. Munu skrif þessi eiga að vera vörn fyrir fjárstjórn bolse- vika í bæjarstjórninni liérna und- anfarin 6 ár, en þann tíma hafa þeir verið allsráðandi íbæjarstjórn- inni. Ýmsir menn þar á meðal eg, álita að núverandi rneirihluti bæj- arstjórnar hafi stjórnað fjármálum kaupstaðarins svo gálauslega, að að því hljóti að reka, að lánar- drotnar bæjarins og rikisstjórnin svifti bæjarstjórnina fjárforræði og komi fjárstjórninni í hendur þeim mönnutn sem þeirri ábyrgð eru vaxnir. betta álit mitt lét eg fyrir þrem árum í ljósi við einn bæjar- fulltrúann, Vilmund Jónsson hér- aðslækni, en af venjulegri góð- gir'ni sinni, breytti læknirinn orð- um mfnum og básúnaði það út, að eg hefði sagt, að bærinn skyldi sviftur fjárforræði. Má þvi rekja til hans þau ósannindi, sem bor- in eru hér um bæinn: að eg hafi stofnað til þeirra atburða, sem hér urðu nokkru fyrir áramótin, í þeim titgangi, að þessi spá mfn rættist. Stingur þetta fram höfð- inu hjá málpípu læknisins, Finni Jónssyni, f nefndum skrifum hans. Það er sjálfsagt rétt, að það sé ekki þakklátt verk að sýna frám á það, að fjárhag bæjarfélags þess, er maður býr í, sé svo kom- ið, að fyrirsjáanlegt hrun sé fyrir dyrum. Vinsælla yrði eflausf að hreykja upp reikningum, sem sýna mörg hundruð þúsund króna „gróða“ eða „eignir umfram skuld- ir“, þó það væri eintóm blekking, og hvergi til nema á pappírnum. í augum fjöldans auka þeir síðar- töldu lánstraust bæjarins, en hin- ir rægja það. En það getur engum, hvorki einstaklingum né bæjarfélögum orðið til gæfu, að lifa á ósann- indum eða blekkingum. Einhvern tíma kemur að skuldadögunum, og þvf lengur sem það er leikið, að slá ryki i sfn eigin augu og lánardrottnanna, þvf hærra verður fallið, og þess erfiðara að reisa við aftur, það sem í rústir er komið. Eg ætla því að skýra frá, hvernig eg tel fjárhag ísafjarðarkaupstaðar raunverulega vera. Eg geri það f þeirri von, að það verði til þess, að góðir menn taki höndum sam- ann, og komi i veg fyrir það, að bænum sé sökt enn dýpra í skulda- fenið, en nú er, og reyni jafnframt að fá af bænum létt aö einhverju leyti fjárhagslegum skuldbinding- um hans, sem eg tel því miður engar likur til, að hann fái risið undir. Ef þessi von mín rætist, verð- ur það áre.iðanlega bænum og þar með borgurunurn til góðs, og þá er tilgangi mfnum náð. Get eg þá látið mér i léttu rúmi liggja nag það og nfð, sem eg veit að eg fæ að launum frá þeim, sem steypt hafa bæjarfélaginu í það fjárhagslega öngþveiti, sem eg tel það nú kotnið i. Bæjarfulltrúi Finnur Jónsson segir, að i árslok 1921 þegar telja má, að núverandi meirihluti bæj- arstjórnar tæki við stjórninni, hafi skuldir ísafjarðarkaupstaðar verið kr. 260.087.53. En í hafnarsjóði hafi þá verið kr. 122.000. Enda þó hafnarsjóður hafi sér- stakan reikning, er það þó vitan- legt, að hann er eign bæjarins. Þessa sjóðeign ber því að draga frá skuldunum, og verður þá raun- vcruleg skuld bæjarins, þegar nú- verandi meirihluti tók við, kr. 138.000. Bæjarfulltrúinn fer um það mörg- um orðum, hve illa málefnum bæjarins hafi verið stjórnað, áð- ur en bolsar tóku við, og hve bágborinn fjárhagurinn liafi verið, þegar þeir komust til valda. Um fyrra atriðið er mér ekki svo kunnugt, að eg vilji um það dæma að öðru leyti en því, sem ráðið verður af útkomunni, því eg var þá ekki komin hingað til bæjarins. En um síðara atriðið verð eg að segja, að það er ó- sanngirni í frekasta lagi, að telja það bágborinn fjárhag, þó raun- verulegar skuldir ísafjarðarkaup- staðar hafi að strfðinu loknu (ár- ið 1921) verið kr. 138.000. Sér- staklega þegar tillit er tekið til þess, í hvern kostnað bærinn hafði orðið að leggja, af stríðsá- stæðum, til að tryggja líf og heilsu ibúa sinna. Og er hart að heyra mann sem vætnir sér mikillar um- bunar fyrir fagurgala við alþýðu, telja eftir það fé, sem til þess er varið að tryggja lif hennar. Skuldir bæjarins stöfuðu sem sé af þvf tvennu, að hann varð á stríðsárunum að taka 100.000 kr. dýrtíðarlán, til að tryggja bæn- um eldivið og aðrar nauðsynjar, ef aðflutningar teptust. Og í öðru lagi, að liann varð að byggja yfir þurfamenn og fátæklinga, sem hvergi fengu inni í húsnæðisekl- unni. Um dýrtíðarlánið vita menn, að það gekk til eldiviðaröflunar og annara öryggisráðstafana, sem hver bæjar og héraðsstjórn taldi sér skylt að gjöra, og hér á ísa- firði var enn nauðsynlegri en vfð- ast ahnarsstaðar, þvi þótt flutn- ingar að landinu teptust ekki, gat sigling til ísafjarðar tepst. Og það er öldungis víst, að af því leiddi mannfellir hér, ef til isafjarða flyttist enginn eldiviður heilan vetur og birgðir væru engar fyrir. Er það líka fullvíst að ráðslafanir þær, sem gjörðar voru, forðuðu fjölda manna hér á ísafirði frá heilsutjóni froslaveturinn, ef ekki líftjóni. Um byggingu bæjarhúsanna hefir oft verið deilt, siðan eg kom hingað, en af lítilli sanngirni af hálfu bolsevi^. Allir vita það, að bænum er jafn skylt að sjá þurfamönnutn fyrir húsnæði eins og öðrum nauð- synjum. Nú var húsnæðiseklan mest, þegar dýrtfðin stóð sem hæst, því þá voru allir ófúsastir að byggja. Hvað átti nú bærinn að gera við þurfalinga sfna? Hann átti um tvent að velja, að byggja, eða bjóða í húsnæði i kapp við aðra borgara. Bærinn valdi fyrri kostinn, og tel eg hann sæmilegri. Húsin eru auðvitað livergi nærri þess virði, sem bygging þeirra kostaði. En hefir Finnur Jónsson athugað, hvað það hefði kostað að byggja ekki? í bæjarhúsunum búa 110 manns. Það væru 22 fimm manna fjölskyldur. Ef áætlað væri, að hver þeirra hefði orðið að greiða ,60 krónur mánaðarlega, hefði það orðið kr. 15840 á ári. Hvorug þessi ráðstöfun var flokks, eða ágreiningsmál, þegar ákvörðun þar um var tekin, og hygg eg að Finnur Jónsson sé einn um það að telja fé til þeirra illa varið. „En hvað er nú orðið okkar starf“ þessi ár, sem fjárstjórnin hefir verið í höndum þeirra bolse- vikanna? Eftir því sem hr. F. J. skýrir frá, eru skuldir ísafjarðar- kaupstaðar í árslok 1926, kr. 658.144.51. Á þessum árum hefir hafnarsjóður, sem var kr. 122.000 — eyðst upp til agna, og auk þess hefir bænum áskotnast á þessum tíma styrkur úr ríkissjóði kr. 75.000, sem einnig hefir eyðst. Þetta verða samtals kr. 855.144.51. Séu frá þessari upphæð dregn- ar þær kr. 260.000, sem F. J. telur að bærinn hafi skuldað í árslok 1921, verða eftir kr. 595.000. En við þá upphæð má svo bæta kr. 141.000 sem teknar hafa verið beint úr vösum borgaranna I þessi 5 ár til afborgana skulda, eins og það er orðað á fjárhagsáætlun- um bæjarins. Þessari upphæð, rúmum sjö hundrun þrjátíu og sex þúsund krónum hafa bolsevikar „lógað“ á þessum fáu árum. Tölurnar tala í rauninni sjálfar og þurfa engra skýringa við. En einhver kann þó að spyrja, hvað orðið hafi af þessari fjárhæð og er því fljótsvarað. Reist hetir verið sjúkrahús, sem fært er á efnahags- reikning bæjarins á kr. 300.000. Til Hæstakaupstaðarkaupannahafa farið ca. 460.000. J|l|lllllllllllllllllllll||l||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||!|||||!|||||||||& | Ljósakrónur og lampar. § 1 Fjölbreyttasta úrval á íslandi 1 | hjá | Jóni Sigurðssyni | ^ Austurslr. 7. Reykjavik Simi 836 p Eg hefi áður sagt, og endurtek það hér, að með þeim kaupum steig bærinn niður í fjárhagslega glötun. Eg veit að enginn óhlut- drægur maður, sem nokkuð er hér kunnugur, getur neitað þessu, en ókunnugra vegna skal þetta tekið fram: í lok ófriðarins mikla, þegar allar eignir voru í hæsta verði, var eign þessi seld með útbúum í Bolungavík og Hnlfsdal fyrir 170 eða 180 þús. kr. Kaupendurnir ráku hér fiskverslun i nokkur ár, og þótt bæjarstjórnarmeirhlutimi telji eflaust, að eignin hafi verið keypt við lágu verði, mun það satt vera, að hvorki kaupenduruir né lánardrotnar þeirra hafi spunu- ið silki á kaupunum. Árið 1923 þegar allar eignir höfðu hríðfallið f verði, var eien þessi svo seld, en undan voru skil- in útbúin í Hnífsdal og Bolungar- vik, og vélaverkstæðið á ísafirði, en alt hafði þetta fylgt eigninni, eins og fyr segir. Kaupverðið var nú kr. 300.000 og ísafjarðarkaupstað- ur var kaupandinn. Knúðu bolse- vikar kaupin fram með miklu harðfylgi Bærinn fékk veödeildarlán út á eignina kr. 300.000. En vegna af- falla á veðdeildarbréfunum og annars kostnaðar við kaupin, varð bærinn að bæta við nær 50.000 krónum, til þess að kaupverðið yrði að fullu greitt. Síðan var bygður haus á bryggjustúf, sem eign þessar i hafði fylgt (var skil- yrði af hendi seljandans, sem síð- an varð leigjandi). Kostaði sú við- bót um kr. 110.000, og stóð Hæsti bænum þannig I kr. 460.000. F. J. talar mikið um afrek meiri- hluta bæjarstjórnarinnar í þvf að láta bæinn komast yfir arðberandi eignir. Skilst mér að þeir félagar liafi unnið mörgum áformum sín- um fylgi borgaranna með því að telja þeim trú um, að arður af keyptum eignum og fyrirtækjum bæjarins gætu borið ríflegan hluta af skyldugjöldum bæjarfélagsins og létt þar með undir skattabyrði borgaranna. Útsvörin sýna hvernig það hef- ir ræst til þessa. Og eignareikn- ingur F. J. sjálfs geíur nokkra hugmynd um það, hvernig þetta muni rætast í framtíðinni. Hann telur sem sé skuldir bæjarins kr. 667.000 en arðberandi eignir kr. 568.000 eða nál. 100.000 krónum lægri en skuldirnar. Telur hann

x

Vesturland

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.