Vesturland

Árgangur

Vesturland - 15.03.1927, Blaðsíða 2

Vesturland - 15.03.1927, Blaðsíða 2
2 VESTURLAND. þó Hæstakaupstaöareigninci tíl arö- berandi eigna með nálega tvöföldu verði við það, sem glöggir menn myndu meta hana, og víst er að hún hefði fengist fyrir, ef kaupin hefðu beðið um eitt ár eða svo. Og auk þess telur hanu arðber- andi eignir nær 100 þús. kr. úti- stnadandi skuldir, sem enginn mun trúa aö inn komi affalialaust. begar athugað hefir verið hlut- drægnislaust, það sem að frainan er sagt, býst eg við að liver mað- ur sjái það, að fjárhagur ísafjarð- arkaupstaðar er næsta bágborinn og að skjótt og alvarlega þarf að taka í taumana, ef ekki á alt hér aö fara um koll. bað er eng- in lækning fyrir fjárhaginn, þótt birtir séu vikulega í Skutli reikn- ingar, sem sýna á pappirnum mörg hundruð þúsund króna „gróða“. Slíkir reikningar blekkja enga, neina ef vera skyldi þá, sem búa þá til. Sannleikann, hinn sorglega sannleika, tel eg þann, að mikið skorti á að bærinn eigi fyrir skuldum. Og til að ráða bót á því, tei eg fyrsta skilyrðið það, að horfast í augu við ástandið eins og það er. Framh. Magnús Thorsteinsson. Sam. yufuskipafélagið sextugt. Hinn 11. des. 1926 voru liðin 60 ár frá stofnun Sameinaða gufu- skipafélagsins. íminningu afmælis- ins gaf félagið umfangsmikið og sérlega vandað rit og eru þar sagð- ir aðaldrættir úr sögu félagsins, stofnun þess, störf og vöxtur. Sameinaða gufuskipafélagið er ein af máttarstoðunum, sem versl- un, siglingar og landbúnaður Dana hefir stuðst við síðan það var stofnaö, og oss íslendingum er það og að gððu kunnugt, þar sem þaö um fjölmörg ár svo að segja var einasti liðurinn, sem tengdi oss við umheiminn og enn þaim dag í dag er sterkur þáttur í atvinnulífi voru og störfum út á við. Er því skylt að þess sé aö nokkuru minst. Eftir Slésvikurstríðið 1864komst alt atvinnulíf Dana á heljarþröm- ina. F.járskortur og bölsýni, sem rann i kjölfar styrjaldarinnar drógu svo dug úr þjóðinni, að allir at- vinnuvegir virtust ætla að leggj- ast í kalda kol. En, eins og mál- tækiö segir: þegar neyðin er stærst, er lijáipin næst, þá hófust nú meö Dönum nokkurir afburðamenn, viðsýnir og áræðnir, er beittu sér fyrir viöreisn hinna ýmsu greina atvinnulífsins og þar meö iþjóð- arinnar í heiíd. Einn þessaramanna var C. F. Tietgen. Tietgen hafði á ungaaldri farið til Englands og starfað um mörg ár hjá heimskunnu verzlunarfirma í Manshester. Nam hann þar versl- unarfræöi og iagði einnig mikla stund á þjóðmcgunarfræði, og kotn hvorttveggja honum að góöu haldi í viðreisnarstarfinu. Um þessar mundir voru þrji'i skipafélög í Danmörku, er einkum sigldu skipum sínum til útlanda og önnuðust fólks og vöruflutninga til 'og frá landinu. En fjárkröggur og aðrar andstæðar afleiðingar stríðs- ins gerðu það að verkum að mjög skorti á að skipagöngur þessar væru fullnægjandi eða viðunandi. Einkum skorti mjög á að flutning- ar landbúnaðarafurða til Englands væru svo greiðir sem þurfti, en höfuðskilyrði þess að landbúnað- urinn mætti þrífast var það, að létt væri um flutninga til aðal- markaöslandsins, Englands. Réðst eitt félaganna því í það 1866 að láta byggja fjögur skip í Englandi, sem einkum voru ætl- uð til þeirra ferða. Hafði félagið fengið loforð um ríflegan fjárstyrk frá Englendingum til þessa. En áður skipin væru fullger, skall á ægileg fjárhagskreppa í Englandi svo efndir urðu engar á því lof- orði og var þá eigi annað sýnna en að alt yrði H>p a& gefa. En þá kom Tietgeri til sögunn- ar. Honum var það Ijóst, að hall- kvæmir flutningar væru máttar- stoðin undir utanríkisverslun þjóð- arinnar og einkum og sér í lagi undir þrif og þróun landbúnaðar- ins. bnnfremur sá hann það, að því öflugri sem sá félagsskapur var, sem þau störf annaðist, því öruggari og hagkvæmari hlutu þau að verða þeim, er flutninga þurftu að nota. Hann tók því að vinna að því, að þessi þrjú félög, sem mest kvað að í þeirri grein, gengju í samband og yrðu að einu alsherjarfélagi. Með því ynn- ist það, að I stað þess að keppa hvert við annað og þannig að gera erfiðleikana meiri, gætu þau styrkt hvert annað og létt störfin. Lauk því svo, að hinn 11. des- ember 1866 sameinuðust félög þessi og var Sameinaða gufu- skipafélagið þar með stofnað. Fjármagn félagsins var 3 milj. króna og var svo tilætlast að það í fyrstu réði yfir þeim lóskipunr, sem þrjú upprunalegu félögin áttu og þar að auki þeim 4 skipum, sem verið var að byggja í Eng- landi. Ennfremur var tilætlunin smám saman að komast yfir þau skip, sem einstakir menn eða fé- lög áttu á stangli hér og þar í landinu. Tók svo félagið til starfa hinn 1. janúar 1867 og lrafði þá ráð. á nálega öllum þeim skipum, sem til voru í landinu til fólks og vöruflutninga, innan lands og ut- an. Um starfrækslu félagsins er eigi liægt að ræða í stuttri blaðagrein. AÖeins skal þess getið að félag- ið stöðugt eftir því sem árin liðu jók flota sinn og beindi ferðum sínum til nýrra og nýrra staða. Stærstu skrefin í þá átt voru þau, er það hóf reglubundnar ferðir, fyrst til Norður-Ameríku og sið- an til suðurríkjanna. hað leiðir af sjálfu sér, að ár- ferði og aöstæður umheimsins liafa verkað allmjög á hag félags- ins og afkomu. En þótt erfiðleika hafi að borið, hefir félaginu jafn- -- an tekist að yfirvinna þá og hefj- ast með nýjum blóma og aukn- um starfskröftum. Erfiðasta tíma- bilið í sögu félagsins eru styrjald- arárin síðustu og næstu árin eftir þau. Að visu hafði félagið þá ærið að starfa og græddi stórfé á flutningum sínum, en hafnbönn og hindranir ófriðaþjóðanna á siglingaleiðum, raskaði þó alger- lega öllu skipulagi, er félagið hafði gert á starfrækslu sinni, og lokað ýmsum leiðum, er það hafði haft íastar ferðir um. En mestan hnekki leið félagið þó af því skipatjóni, er það varð fyrir af völdum ófriðarins. í byrjun ófrið- arins átti félagið 122 skip, er voru samtals 182 049 brúttó smálestir, en í ófriðarlokin var flotinn eigi orðinn nema 94 skip, er voru 156 600 að smálestatali. Við stofnun félagsins 1866 réði það yfir 22 skipum er voru um 8000 smálestir samanlagt, en nú í árslok 1926 er tala skipanna 114 og smálestatal þeirra 230844. Sem dæmi þess, hve mikilvæg- ur liður Sameinaða gufuskipafé- lagið er í þjóðarbúskap Dana eru eftirfarandi tölur Siðan félagið var stofnað hefir það innunnið upp undir 2 mili- arda króna í farmgjöld. Árið 1925 liafði félagið um hálft fimta þús- und manna á skipum sínum og greiddi náiega 15 miljónir króna í kaup og fæði þeirra. Fað ár var goldið fyrir út- og uppskipun í dönskum höfnum S'/amiIjón króna. Á árunum 1921—25 hefir félag- eignast 16 skip, sem bygð hafa verið á dönskum skipasmíðastöðv- um. Hafa skip þessi kostað 35 miljónir króna eða 7 miljónir ár- lega. Á sama tíma liafa útgjöld til viðhalds skipanna og nauð- synjavara numið 12852000 kr. að meðaltali árlega og hefir I Dan- mörku verið greitt fyrir þetta 11280000 á ári að meðaltali. Vinnulaun ein hafa numið 3l/2 miljónir að mcöaltali. Við skrifstofustörf verkstæðis- vinnu og aðra vinnu í landi hafa milli 500—600 manns fastar stöð- nr og á eftirlaunum hjá félaginu eru um 500 manns. Fað er talið, að um 8000 fjöl- skyldumenn hafi atvinnu sína hjá félaginu í Danmörku ogmunþáláta nærri að 30000 manns, eða hver hundraðasti maðurþjóðarinnar eigi lífsuppeldi sitt undir félaginu. Mun það fágætt, að einstakt félag fram- fleyti svo mörguiri. Árið 1925 greiddi fél. 1300000 kr. í hafnargjöld í dönskum höfp- um. Á árunum 1916—1920 greiddi félagið í skatt til ríkis og sveita 56370713 kr. hegar frá stofnun félagsins hélt það uppi reglubundnum áætlun- arferðum hingað til lands. í byrj- un voru ferðir þessar eigi nema 6— 7 á ári, en er stundir liðu var þeim íjölgað, fyrst i mánaðarleg- ar milliferðir, og nú en síðustu missiri upp I 2—3 ferðir á mánuði um sumarmánuðina. hað verður eigi tölum talið hvert gagn og þægindi vér ís- lendingar höfurn haft af stofnun og starfi Sameinaða gufuskipa- félagsins, og á þarídrjúgan þátt, að á skipum félagsins, sem hing- að hafa siglt, hafa verið úrvals- menn, er liafa aflað sér og félag- inu trausts og hylli hvarvetna, er er þeir hafa komiö. hað hlýtur því að vera ósk og von éinnig vor íslendinga að félagið megi bjómgvast og dafna, og viðhalda því trausti og tiltrú, er það þegar hefir aflað sér, um næstu 60 ár- in eins og þau umliðnu, og leng- ur! Páll Jónsson cand. jur. Olav Forberg landssímastjóri lést 9. þ. m. eins og skeyti í þessu blaði hermir. Qísli J. Ólafsson stöðvarstjóri í Reykjavík hefir verið settur lands- símastjóri í hans stað. Símfréttir. Útlendar. Paris: Stjórnin krefst heimildar af þing- inu að mega krefjast fjárhagslegrar aðstoðar allra franskra borgara karla og kvenna nær sem til ó- friðar kemur við aðrar þjóðir. London: Cantonherinn (í Kína) hefir en unnið nýja sigra. Oslo: Sennilegast þykir að hinn norski- ríkisréttur vísi Bergesmálinu frá, þar sem réttarkrafan um fjárhags- lega ábyrgð sé fyrnd orðin. Genf: Frakkneska setuliðið fer frá Saardal eftir 3 rnánuði, en 800 manna internationalt löggæslulið tekur við. Innlendar: Forberg landssímastjóri er lát- inn. Lík af konu hefir fundist á höfn- inni í Reykjavík. Útflutt i febrúar fyrir 2,420,200 kr. alls á árinu 4,483,000 kr. sama tfma í fyrra 6,323,000 kr. Fiskbirgðir 1 mars 61,903 skpd. þar af 45,000 skpd. fyrraársfisk- ur. Hæstaréttardómur er fallin um landhelgisbrot togarans Júpiter. Er skipstjóri dæmdur í 15þúskr. sekt auk málskostnaðar. Togara sektir hafa numið alls á árinu 1926 kr. 565,750,00 auk andvirðis afla og veiðarfæra. Eftir fregn til Morgunblaðsins, er álitið að Titan muni byrja á lagningu járnbrautarinnar næsta sumar, ef þingið samþykkir virkj- unar frumvarpið, sem þykir mjög líklegt. Sæsíminn milli íslands og Fær- eyja er slitinn. Kaupið Vesturland.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.