Vesturland

Árgangur

Vesturland - 16.03.1927, Síða 1

Vesturland - 16.03.1927, Síða 1
VESTURLAND Hitstjóri: Sigurður Kristjánsson. IV. árgangur. ísafjöröur, 16. mars 1927. 10. tölublað. Fjárhagur Isaíjarðarkaupstaðar. Framh. Skattarnir. Eg liefi haldið því fram að skattar til bæjarins séu orðnir svo óbærilegir, að borgararnir fái ekki risið undir þeim. Þessu hafa bolsar harðneitað. Eg skal nefna nokkrar tölur til að sanna mál mitt. Bestu hugmyndina um gjaldþol einstaklinganna fá menn við at- hugun á tekju- og eignaskatts- skýrslunum. Eg hefi aflað mér upplýsinga um tekju- og eigna- skatt Keykvíkinga og Akureyringa árin 1923, 1924 og 1925 svo og um útsvör þau, er ibúum þessara bæja er gjört að greiða þessi sömu ár. Og það lítur svona út: Akureyringar greiddu þessi þrjú ár í tekju- og eignaskatt kr. 358.207, en I útsvör kr. 309.420. Reykvíkingar greiddu þessi ár í tekju- og eignaskatt kr. 2.757.882 en í útsvör kr. 4.572.228. ísfirð- ingar greiddu þessi sömu þrjú ár í tekju- og eignaskatt kr. 61.162 en í útsvör kr. 453.921. ísfirðingar greiða, miðað við tekjuskattinn, rúmlega níu sinn- um hærri útsvör en Akureyring- ar og fjórum og hálfum sinnum hærri útsvör en Reykvíkingar. Eg er allkunnugur í Reykjavík, og eg hefi aldrei heyrt undan því kvartað, að útsvörin væru þar of lág. Þvert á móti sjást, einkum í ár og í fyrra, stöðugar umkvart- anir í blöðunum útaf þeim og á- skoranir um að færa þau niður að verulegum mun hið allra fyrsta. Er það nú goðgá að segja, að útsvörin hérna í bænum séu svo gifurleg, að borgararnir fái ekki risið undir þeim? Sér það ekki hver maður, sem opin hefir aug- un, að þetta er i rauninni ekki skattur, heldur eignanám, tekið af þeim, sem eitthvað hafa undir höndum, alveg án tillits til „efna og ástæða". Og sýnist nokkrum athugulum manni vanþörf á, að gerðar séu ráðstafanir til að koma í veg fyrir þessar gripdeildir? En bolsevikum ofbjóða ekki bæj- argjöldin enn. Þau hafa hækkað eftir því sem gengið á krónunni okkar liefir hækkað! Árið 1924 var jafnað hér niður kr. 137.167, árið 1925 kr. 178.395 og árið 1926 kr. 179.180. Og ekki nóg með það. Eins og eg hefi sagt í blaða- grein fytir skemstu, blygðaðist fjárhagsuefndin sin ekki fyrir að leggja til við bæjarstjórn, að út- svörin yrðu enn liæiri. En hún heyktist á því, þegar henni var bent á, að til þess brysti laga- heimild. Og það er síður en svo, að þessi hóflausu útsvör séu einustu afrek bolsa í skattálagningu. Þeim liefir auk þess tekist á þessum fáu árum að korna á alveg nýj- um og hér óþektuin skatti, sem nemur tugum þúsund króna ár- lega. Eg drap á þetta alveg nýlega, en það er síst vanþörf á að gera það aftur. Eftir að bærinn hafði illu heilli eignast Hæstakaupstað- areignina og sett haus á bryggju- stúfinn sem henni fylgdi, var sain- in reglugjörð fyrir þetta mann- virki. Skal eftir þeirri reglugjörð greiða til þessarar brvggju gjald af öllum vörurn, sem flytjast hér inn og út, hvort sem bryggjan er til þess notuð eða ekki. Á þennan hátt tókst bolsum að lauma á borgarana hér nýjum skatti, sem, eins og áður er sagt, nemur tugum þúsunda árlega. Þá sjaldan að bolsevikar reyna til að verja þessa óliæfu, benda þeir á, að þessi skattur sé sum- staðar annarsstaðar. Þótt finna megi þessu stað, er hann jafn ranglátur fyrir því, og það var engin þörf á honum hingað. Hér voru vissulega nægilega þungir skattar fyrir. Benda má Iika á það, að þó þessi skattur sé t. d. í Reykjavík og Vestmanneyjum, réttlætir það ekki að demba honum hér á. Báðir þessir staðir hafa varið hundruðum þúsunda og jafnvel milljónum í hafnarbætur. Það er t. d. nokkuð ódýrara og hægra að skipa upp vörum í Reýkjavík nú, heldur en var áður en höfnin þar var fullgörð. Það er því ekki nema sjálfsagt að þeim sé greitt, sem gjört hafa þessa ódýrari uppskipun mögulega. En bæjar- stjórnin ísfirska mun ekki einu sinni leyfa sér að halda því fram, að ódýrara sé að skipa upp kol- um eða salti við bryggjurnar í Edinborg eða Neðsta, þó hnuðlað hafi verið upp bryggjuhaus í Hæsta. Það eru vissulega engar hafnarbætur. Þó á, eins og fyr segir, að greiða til þeirrar bryggju vist gjald af hverri smálest. sem flutt er út eða inn, hvort sem hún er notuð til þess eða ekki. Þetta gjald, sem greitt er fyrir ekki neitt, eru ranglega að ekki sé sagt illa fengnir peningar, sem leggjast á allar vörur til atvinnureksturs og neyslu, og eru þvl nefskattur. Hvet sæmilega heiðarlegur mað- ur mundi kynoka sér við að taka við svona fengnum peningum. Og áberandi er það, að á sama tíma og Alþingi sér eigi annað fært, en að létta af atvinnuvegun- um nokkrum hluta af kola- og salttolli, er ísafjörður að leggja nýjan skatt, og miklu viðtækari, á atvinnurekstur sinna borgara, án þess að nokkur þörf kalli að. Á sömu árum sem ísafjörður er að leggja út i brask sitt og fjársóun undir stjórn núverandi bæjarstjórnarmeirihluta, er að vakna á Alþingi alvarleg alda um að halda gætilega á fé ríkissjóðs. Nokkru fyrir þingbyrjun 1924 flutti núverandi" forsætis- og fjármála- ráðherra mjög eftirtektarverðan fyrirlestur um fjárhag ríkissjóðs. Sýndi hann fram á, í hvert ^kulda- fen ríkissjóður væri sokkinn og skoraði á alla þá, sem ekki vildu liorfa aðgerðalausir upp á gjald- þrot ríkisins að taka höndum sam- an án tillits til flokkaskiftingar og reyna að rétta hag ríkissjóðs. Og það undarlega skeði, að viðreisn- arstarfsemin hófst stidX, og skor- uðust engir algerlega úr leik, nema bolsevikar. Með mikilli spar- semi og miklum fórnum í skatt- greiðslum, tókst að rétta svo við fjárhag ríkissjóðs á skömmum tíma að hann er nú þegar megnugur orðinn að sinna allverulegum verk- legum umbótum í landinu. Forsætisráöherrann hefir fengið verðugt lof fyrir þá fjárhagsvið- reisn ríkissjóðs, sem orðið hefir í hans fjármálaráðherratíð, og allir eru á einu máli um það, að þing og stjórn hafi unnið þar mikið starf og þarflegt, þótt kostað liafi það miklar fórnir, bæði í sköttum og stöðvun verklegra framkvæmda. En hvað hefir isafjörður aðhafst I sínum fjármálum þessi sömu ár, sem orðið hafa viðreisnarár rík- issjóðs? Eins og eg liefi sagt hér að framan, hefir hann lagt í verkleg- ar framkvæmdir ca. kr. 800 000. Eg ætla hverjum þeim, sem eitt- hvað þekkir til þeirra mála, að reikna út, hve mikið af þessu fé er tapað. En þetta er viðreisnar- starf bæjarstjórnarmeirihlutans á Ísafiröi: A sömu árunum, sem allir aðr- ir draga saman seglin, svo sem unt er, eys hann út þessari fúlgu, og jafnframt verða skattarnir hér margfaldir við það, sem þeir eru annarsstaðar. En þar á ofan gera þessir sömu menn alt það er þeir geta, til að gera atvinnureksri hér I bænum örðugt fyrir. Ef rikisstjórnin hefði tekið sér bæjarstjórn ísafjarðar til fyrirmynd- ar í fjármálum, hefði hún átt á þessum árum að láta ríkissjóð leggja i verklegar framkvæmdir 40 miljónir kr., ef miðað er við fólks- fjölda. Býst eg við að sú ríkisstjórn, sem hrundið hefði ríkissjóði út í slíka ófæru, hefði orðið að leggja niður völd. En sýnist þá engum nema mér, að nauðsyn beri til að taka fram fyrir hendur þeim mönn- um, sem att hafa ísafjarðarkaup- stað út i hlutfallslega sömu ófæru? Niðurlag. Öllum kemur saman um það, að ástandið hér í bæ sé afar al- varlegt og að það sem bæjarbú- um ríði nú mest á, sé að hér rísi upp menn, sem veiti mikla og stöðuga atvinnn. Lítil líkindi eru til þess, að uokkur slíkur vekjist upp á þessu ári a. m. k. Ástæðunni þýðir ekki að þegja yfir, hún er sú, að bolsevikar ráða hér lögum og lofum. Eg liefi heyrt ótal marga menn segja, að þótt þeir á ódýran hátt kæmust yfir eignir hér í bæn- um, vildu þeir ekki hingað flytja af ótta við að verða etnir upp til agna í sköttum á skömmum tíma. Hug núverandi bæjarstjórnar- meirihluta til slíkra atvinnurekenda og einlægni þeirra i því, að vilja leysa vandræði almennings, má ráða af eftirfarandi: Togarafélag ísfirðinga og tog- arafélagið Græðir, sem bæði eru að mestu eign ísfirskra borgara, eiga, eins og mörg útvegsfyrir- tæki, við þröng kjör að búa. Þau eiga enga fiskverkunarstöð og verða að láta verka fiskinn á ýmsum stöðum utan ísafjarðar. Þykir þetta dýrt og á margan hátt óhagfelt. Þessum togarafél- ögum hugkvæmdist nú að kaupa Neðstakaupstaðareignina, hafa þar sameiginlega verkunarstöð og safna þangað öllum sínum fiski. Margir hugsandi menn í bæn- um, sem standa utan togarafélag- anna, og því hlutlausir í þessu máli fjárhagslega, hafa beðið þess með eftirvæntingu, að kaup þessi tækjust, og jafnvel vænst þess, að bærinn rétti þar til hjálparhönd ef hann væri þess megnugur. Líta víst flestir hugsandi menn svo á, að einasta von um atvinnu í bæn- um og þar með afkomu bæjarbúa sé sú, að togarafélögin gætu eflst og veitt hér mikla og stöðuga at- vinnu. En hvernig hefur bæjarstjórnar- meirihlutinn snúist í þessu máli? Hann hefir ráðist með oddi og eggíu gegn þessu áformi félag- anna. Skömmu eftir að þau hófu samningaumleitanir við seljand- ann samþykti bæjarstjórnin (meiri- hlutinn) að bjóða í eignina í kapp við félögin og hefir síðan hvor- ugt sparað: að spenna»eignina upp, og að spilla því að lánsstofn- anirnar veittu togarafélögunum að- stoð til kaupanna. Er nú svo kornið, að togara- félögin verða að leggja afla sinn á land i Reykjavík yfir þessa ver- tíð. Og engar líkur eru lil þess, að þau geti orðið eigendur eign- arinnar og atvinnurekendur í bæn- um. Þvi þó bærinn sé auðvitað ekki þess megnugur að kaupa, þá er eignin nú komin svo hátt á þessu uppboði, að óvíst er að hún sé kaupandi, jafnvel fyrir þann, sem hennar liefir fulla þörf. Þegar um það er að ræða, að bjarga hag ísafjarðarkaupstaðar, og það þolir enga bið, þá er ekki ráðið það, að birta efnahagsreikn-

x

Vesturland

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.