Vesturland


Vesturland - 27.03.1927, Blaðsíða 1

Vesturland - 27.03.1927, Blaðsíða 1
VESTURLAND Ritstjóri: Sigurður Kristjánsson. IV. árgangur. ísafjörður, 27. mars 1927. 11. tölublað. Þvottur og strauning. Kristín Friðriksdótttr Sundstræli 29. Gagnfræðaskóli ísafjarðar. Af öllum héraðsmálum Vest- íjarða, þeim er þingmálafundir hafa sent beiðnir og áskoranir um til Alþingis, mun gagnfræða- skólamálið hafa langsamlega flesta og eindregnasta fylgismenn. Krafan um gagnfræðaskóla er að sönnu ekki ný, en hún hefir nú síðast risið með alveg nýjum og auknum krafti og langtutn al- mennari áhuga en áður var. íbúum ísafjarðarkaupstaðar var það ætlandi, að þeir hefðu for- göngu f þessu máíi og skikiu best þörfina fyrir skólann. Þeim mátti og vera það ljóst, hver heimilisbót ísafirði er að skólum, bæði í mennirigarlegu og fjárhags- legu tilliti. Hefir það og sannast, að gagnfræðaskóíahugmyndin á hér örugga talsmenn og sæmilega vakandi áhuga og skilnihg almenn- ings. En Norður-ísh'rðingar standa þó kaupstaðarbúum h'vergi að baki í þessu. Hafa þeir á þing- málafundum samþykt áskoranir til þingsins um stofnun skólans, og á nýafstöðnum fundi sýslunefnd- arinnar var samþykt mjög ein- dregin ályktun í tnálinu, sem sjá má í fundargerðinni á öðrum stað hér í blaðinu. Vegna þeirra fjölmörgu manna hér 1 kaupstað og héraði, sem bíða árangurs áskorana sinna í þessu máli með eftirvæntingu, vill Vesturland láta mönnum jafnótt í té upplýsingár um alt það, sem gerist í inálimi, svo menn viti á hverjum tíma, hvar því er komið. Birtir blaðið þvi hér frumvarp það um stofnun skólans, sem þing- maður kaupstaðarins bér fram í neðrideild. Ekki er unt að fullyrða neitt um það, hverhig máli þessu reiðir af á yfirstandandi þingi. En benda má á það í þessu sambandi, að fyrir þinginu liggur frumvarr/um fækkun þinga — þinghald ann- aðhvort ár. — Við það mundi sparast beínt, ef samþykt yrði, jafnmikið fé annaðhvort ár, eins og kosta mundi að reisa gagn- fræðaskóla með heimavistum á ísafirði og reka hann um alllangt árabil. Várla verða um það skiftar skoðanir, áð það væru hagnaðar- skifti fyrir land og þjóð, að fækka þessum mærðar- og fjársóunar- þingum og reisa í þess stað, og þó móti aðeins eins árs kostnaði, myndarlega thenningárstofnun fyr- ir heilan landsfjðrðung. „Frumvarp til laga um gagnfræðaskóla á ísa- firði. Flutningsm'.: Sigurjón Jónsson. l-.gr- Á ísafirði skal setja á stofn gagnfræðaskóla, er annast skal alla almenna framhaldsfræðslu. 2. gr. í skólanum skal kenna þessar greinar: # íslensku, dönsku, ensku, sagn- fræði og þjóðfélagsfræði, reikn- ing, landafræði, náttúrufræði og eðlisfræði, heilsufræði, teikning og þær verklegar greinar, er reglu- gerð mælir fyrir um. Heimilt er að b'reyta námsgreinaskrá með reglugerð. 3. gr. Bekkir skólans eru þrír, og er nemendum yfirleitt veitt viðtaka i fyrsta bekk. Þó má taka við nem- ehdunl í annan og þriðja bckk, ehda hafi þcir þá þekkiugu og þroska er til þess útheimtist. 4. gr. Skólastjóri gagnfræðaskólans hefir að byrjunarlaunum 3^00 kr. á ári, auk dýrtíðaruppbótar sam- kvæmt reglutn launalaga, en laun- ih hækka á tveggja ára fresti um 200 kr. upp i 4200 kr. Auk þess h'efir hann ókeypis húsnæði, ljós og hita. í reglugerð skal ákveða skyldur hans og kenslustunda- fjölda, 5. gr. Tveir skulu fastir kennarar skól- ans auk skólastjóra, og hafa þeir að byrjunarlaunum 3000 kr. á ári, en launin hækka á hverjum þriggja ára fresti um 200 kr., upp í 4200 kr. Fastakennarar eru skyldir til þess að kenna 27 stundir á viku. Stundakennarar skulu fengnir til skólans, að því leyti sem kenslu er frekar þörf. 6. gr. Kenslumálaráðuneytið setur réglugerð fyrir skólann, að fengn- um tillögum skólanefndar, er bæj- arstjórnin á ísafirði kýs fyrir skól- ahn. í reglugerðinni skal ákveða stundafjölda námsgreina og kröf- ur til fulinaðarprófs. Prófdómend- ur skipar kenslumáláráðuneytið. 7. gr. í reglugerð skal ákveða, að nemendur skólans greiði skóla- gjald, er renni í skólasjóð. Skal jafnframt ákveðið hve há skóla- gjöldin skuli vera. í skólasjóð rennur það fé, er skólanum kann að áskotnast, nema öðruvísi sé ákveðið. Ú.r sjóðnum skal greiða allan kostdað við ræsting, ljós og hita o. fl. sé sjóðurinn þess megn- ugur. 8. gr. Úr ríkissjóði skal greiða allan annan kostnað við skólahaldið, Alúðar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við fráfall og jarðarföV ekkjunnar Sigurborgar Sæmundsdóttur. Aðstandendur. laun allra kennara, viðhald skóla- hússins, viðhald og aukning á- halda o. fl., en endurgjaldskröfu á ríkissjóður hjá bæjarsjóði ísa- fjarðar á l/4 hluta þeirrar upp- hæðar, er skólastjóra, föstum kenn- urum og stundakennuruni er greitt (l/4 liluta kenslukostuaðarins). 9. gr. Vorið 1928 lætur ríkisstjórnin byrja að byggja hæfilega stórt skólahús úr steinsteypu. í skólan- um skal vera ibúð fyrir skóla- stjóra og heimavistir fyrir að minsta kósti SÖriemendur. ísafjarð- arkaupstaður leggur til ókeypis lóð, er kenslumálaráðuneytið tek- ur gilda. Byggingunni með nauð- synlegum áhöldum og útbúnaði skal lokið sumarið 1929, og lek- ur skólinn til starfa i, okt. 1929. G r e i n a r g c r ð. Unglingaskóli hefir nú starfað á Ísafirði í liðug 20 ár. Var hann lengi aðeins cin dcild, cn nú, uokkur uudanfarin ár hefir hann starfað í tveirn deildum. Þessi ung- lingaskóli hefir vetið styrktur úr ríkiosjóði, og hefir styrkurinn orð- ið 2500 kr. á ári síðan skólinn fór að starfa í tveim deildum. Þessi gagnfræðakensla, sem bærinn hefir þannig aö mestu leyti haldið einn uppi, hefir frá byrjun verið skoðuð sem undir- staða að fullkomnum gagnfræða- skóla, er fyr eða síðar hlyti að koma á ísafirði. Það eru nú 18 eða l^ ár síðan í fyrsta skifti var á þingmálafundi á ísafirði sam- þykt áskorun til þings og stjórn- ar um, að gagnfræðaskóli yrði stofnaður þar. Nú undanfarin ár hefir mál þetta legið niðri, vegna þess hve fjárhagur rikisins heíir verið erfiður, en á síðasta þing- málafundi var samþykt svo hljóð- andi tillaga: „Jafnframt og fundurinn lýsir þvi yfir, að Únglingaskólinn á ísafirði hefir jafnan verið mjög afskiftur í styrkveitiugum úr rík- issjóði. saman borið við aðraskóla, skorar hann fastlega á Alþingi _að veita á næstu fjárlögum fé til bvggmg31" og reksturs gagnfræða- skóla með heimavistum fyrir Vest- firði, Sé skólinn settur á ísafirði og hliðstæður Akureyrar gagn- fræðaskóla". Naumast mun unt að segja, að Vestfirðingar hafi verið heimtu- frekir um framlög úr rikissjóði til skólatnála sinna, aítur hafa þeir lagt á sjálfa sig tiltölulega mikil fjárt'itlát til þess að halda ungl- ^l lílll !l!Íllflll!Íf§!!!JI|jk Nýkomin B Blá viinuföt, mjög ódýr í Soffíubúð. ¦ IIF ll]l!ilH!l!l ingafræðslu sinni í góðu lagi. Kenslumálastjórnir vorur hafa ver- ið ánægðar yfir því, a.ð Vestfirð- ingar kostuðu að sem mcstu siálf.'r sína unglingafræðslu, cn þar vi') hcfir líka setið. í ölJuiii öðruiy fjórðunguui laiidsiiis eru skóK"i, sem ríkið að ö'llu Uostar. Vc.;í- firðingar liafa vcrið og erú afskifí.r í þessu efni. Þetta frv, cr þvf sist vonum íyr íraiu komið, miklu fremur mætti það tncikilcgt la'.l- ast, að lög uin gagnfærðaskóla á Ísafirði skuli ckki fyrir löngú ;.:- greidd af háttvirtu Alþingi. Væuti eg, að háttvirtuin þingntötuiuin sé ljúft að bæta nú litjllega lyrlr þá vanrækslu, nieð því aö.iúta frv. þetta ganga greiölcga gcgi;- um þingið. Um • einstakar greinar þcssa frumvarps skal það einungis fiaui tekið, að þær eru í flestum atrið- um sniðnar eftir frumvarpi um samskóla Reykjavíkur, sem nú liggur fyrir háttvirtu Alþingi, að því er gangfræðaskóla þess frumv. snertir. Veruleg efnisbreyting frá því frumvarpi er þó í 9. gr. þessa frumvarps, þar sein bæöi er á- kveðið, að heimavistir séu við skólann á ísafirði og að ríkis- sjóður einn kosti skólabygginguna. Heimavistir við skólann eru nauðsynlegt skilyjði þess, að fá- tækir nemendur, sein ekki ciga heima á isafirði, geti notið þar ódýrari skólavistar en ella. Sé ekki fyrir því séð, verða fátækir nem- endur oft að fara á mis við ment- un, er annars getur orðið þeim og almenningi til stórgagns. Eins og ríkissjóður hefir að öllu leyti kostað skólahúsiö fyrir gagn- fræðaskólann á Akureyri fyrir Norðlendingafjórðung, þá er ekki hægt að segja, aððsanngjarnt sé, að ríkissjóður kosti einnig skóla- hús fyrir gagnfræðaskóla á ísa* firði, síst þar setn í þessu frv. cr gert ráð fyrir, að Ísafjárðarkaup- staður greiði nokkurn hluía kenslu- kostnaðar við skólann, cn raddir eru ekki enn kornnar irum utn, uö svo veröi nyrðra".

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.