Vesturland


Vesturland - 27.03.1927, Blaðsíða 4

Vesturland - 27.03.1927, Blaðsíða 4
VBSTURLAND. Sýslufundur Norður-ísafjarðarsýslu var haldinn hér dagana 15.-19. mars og birtist hér efirfarandi á- grip af helstu tillögum hans og samþyktum. Fyrsta fundardag var kosið í nefndir, er hinum ýmsu malum og erindum er fyrir fundinum lágu skyldi vísað til, til athugunar og ályktana er fundurinn síðan ræddi og tæki ákvarðanir um. Næsta dag hófst fundur með því að sr. Sigtr. Guðlaugsson frá Núpi í Dýrafirði hélt að fengnu leyfi sýslunefndarinnar snjallan fyrir- lestur um alþýðumentun. Þakkaði oddviti fyrirlesaranum f. h. fund- ^arins, í tilefni ai áskorun frá opinber- um fundi í Hnífsdal frá 5. þ. m. fól sýslufundurinn oddvita sinum að senda þingi og ríkisstjórn á- skorun um að láta ekki dragast lengur athugun á möguleika til hafnarbóta í Hnífsdal og að í því skyni verði ríkisverkfræðingur í hafnarbótamálum sendurtil Hnífs- dals þegar í apríl—maí n. k. í nefnd til að undirbúa þátttöku N.-ísafjarðarsýslu í Alþingishátíð- inni 1930 voru kosnir: Oddviti, Tr. Á. Pálsson, Bjarni Sigurðsson, Arngr. Fr. Bjarnason og Halldór Jónsson. Vitamál. Eftirgreind tillaga samþykt í einu hljóði: „Þar sem núverandi Arnarnes- viti er að dómi allra sjófarenda algerlega ófullnægjandi, leyfir sýslnnefnd N.-ísafj.sýslu sér að skora á háttvirt Alþingi að hlut- ast til um að hið allra fyrsta, og eigi síðar en á næsta sumri verði reistur nýr og fullkominn viti á Arnarnesi við ísafjarðardjúp er lýsi alt að 18 sjómilur. Jafnframt leyfir sýslunefndin sér sð beina því til háttvirtra alþm. N.-ísafj.sýslu og ísafj.kaupstaðar . að beitast fyrir bráðum aðgerð- " um í þessu máli, sem er svo mik- ið nauðsynjamál eins og þeim er kunnugt." Berklavarnarlögin. Eftirgreind tillaga samþykt: „Sýslunefndin skorar á Alþingi og stjórn að breyta ákvæðum berklavarnalaganna þannig, að hvert sýslufélag greiði í ríkissjóð 2 kr. fyrir hvern íbúa þess, en á ðuneytið annist allar frekari framkvæmdir laganna". Reikningur styrktarsjóðs ekkna og barna þeirra ísfírðinga er í sjó drukna lá fyrir fundinu til endurskoðunar og nam hann í s. 1. árslok kr. 15328.29. Endurkosnir í stjórn sjóðsins voru sr. Sigurgeir Sig- urðsson, Eiríkur Einarsson og Pét- ur Oddsson. * Formannasjóðurinn. Endurkosnir i stjórn hansvoru: , Pétur Oddsson, Kolbeinn Jakobs- sou og Grímur Jónsson. Skifting hreppa í 2 kjördeildir. Eftir ósk sýslunefndarmanns Ögurhrepps samþykti sýslunefnd að skifta hreppnum í 2 kjðrdeildir þannig að fyrsta kjördeild hafi að kjörstað Ögur og nái yfir innri hluta hreppsins út að Skarði að Vigur meðtekinni, og að önnur kjördeild hafi að kjörstað Hvfta- nes og nái yfir öll býli umhverfis Skötufjörð að Skarði meðtöldu. Samskonar beiðni úr Reykjar- fjarðarhreppi um skifting hrepps- ins í tvær kjördeildir aðra með Vatnsfirði en hina með Eyri í Mjóafirði sem kjörstaði var einnig samþykt. Vegamál. Eftirgreind tillaga samþykt í einu hljóði: „Jafnskjótt og sýslu- vegurinn frá Hnífsdal til Önund- arfjarðar verður tekinn í tölu þjóð- vega leggur nefndin tif, að veg- urinn frá Hnífsdal til Bolungar- víkur verði gjörður að sýsluvegi og einnig vegurinn frá Seljalands- ós tii Súðavíkur þó að þvf til- skildu að vegamálastjóri hafi rannsakað vegstæðin helst á kom- andi sumri og talið vegagjörð framkvæmanlega. Kosnir í landsdóm: Bjarni Sigurðsson Vigur, Páll Pálsson Vatnsfirði og Arngrímur Fr. Bjarnason Bolungarvík. Búnaðarsjóðsstjórn endurkosin þeir Halld. Jönsson Páll Pálsson og Kolbeinn Jakobs- son. Kosnir í Alþingiskjörstjórn. Úr sýslunefnd Kolbeinn Jakobs- son aðalmaður og Halldór Jóns- son varamaður. Utan sýslunefnd- ar Jón H. Fjalldal aðalmaður og Bjarni Hákonarson varamaður. Endurskoðandi sýslu- og sveit- arsjóðsreikninga kosinn Kolbeinn Jakobsson og til vara Páll Pálsson sömu menn kosnir endurskoðendur Ellistyrkt- arsjóðsreikninganna. Brimbrjóturinn í Bolungarvik. Svo feld ályktun ,samþykt í einu hljóði. „Um leið og sýslu- nefndin endurnyjar þá ábyrgð sem hún er í fyrir Hólshrepp við Fiski- veiðasjóð ísiands að upphæð 15000 kr. skorar hún jafnframt á Alþingi að veita sem mest fé til hafnarbóta þeirra í Bolungarvík, sem nú liggja fyrir, þar sem til þeirra er stofnað að dómi sýslu- nefndar á öruggari en þó jafn- framt ódýrari hátt en verið hefir". Búnaðarsjóður N.-ísafj.sýslu. Endurskoðun á ársreikning sjóðsins f. s. 1. ár hafði fyr á fundinum Grímur Jónsson verið kosinn til að annast og var reikn- ingurinn að lokinni endurskoð- un athugasemdalaust samþyktur. Var sjóðurinn i s. 1. árslok kr. 20.253.88. Eftir tillögum búnaðarsjóðs- stjórnarinnar var éftirgreindum bændum veit verðlaun úr sjóðn- um: Hávarði Guðmundssyni á Hamri I. verðlaun kr. 300.00 og Bjarna Hákonarsyni í Reykjafirði II. verð- Iaun kr. 200.00. Djúpbátsmálið. Nefnd sem haft hafði málið tii athugunar lagði fram þessar til- lögur: „Sýslunefnd N.-ísafj.sýslu sam- þykkir: a. að veita alt að 2000 kr. styrk úr sýslusjóði á yfirstand- andi ári til Djnpbátsins ef þörf krefur og auk þess alt að 1700 kr. vegna reikningsláns Djúp- bátsfélagsins í Landsbankanum hér. Samþykt i einu hljóði. b. Sýslunefndin tjáir sig fúsa til sámvinnu við Vestur-ísafj.- sýsiu um samgöngur þangað með Djúpbátnum og væntir þess að sú samvinna komist á sem fyrst og að V.-ísafj.sýsla styrki þá bátinn eitthvað, og einnig að rikissjóður auki þá styrk sinn tií bátsins og beinir því til alþingismanna hlutaðeigandi héraða að vinna að málinu á þeim grundvelli. Samþykt með öllum greiddum atkvæðum. c. Skyldi svo til takast að viðunanleg og ábyggileg sölu- tilboð lægju fyrir um núverandi Djúpbát veitir sýslunefnd Djúþ- . bátsstjórninni heimild til sðl- unnar. — Þó því að eins, að samgöngum og flutningsþörf N.- ísafj.sýslu verði eins vel borgið og verið hefir með m.b. Arthur & Fanny síðan h.f. Djúpbátur- inu eignaðist hanti." Samþ. í einu hljóði. Kosnir í Djúpbátsstjórn. Grimur Jónsson og Arngrfmur Br. Bjarnason til vara Tryggvi Pálsson og Kolbeinn Jakobsson. Syohljóðandi áskorun frá fjárhags- n'efnd sýslunéfridar samþykt i einu híjóði: „Með því að sýslusjóður N.- ísafjarðarsýslu verður enn á rrý að taka á sig auknar fjárhags- skuldbindingar til h.f. Djúpbátur- inn og bein fjárútlát úr sýslusjóði leyfir sýslunefndin sér að skora á þing og stjórn að auka að mun styrk til Djúpbátsferðanna, þegar á þessu ári." Fundurinn samþykti þá ráð- stöfun Djúpbátsstjórnarinnar að fálla frá 3. veðrétti sýslunnar í m. k. „Arthur & Fanny". Mentámál. Um stofnun gágnfráiðaskóla á íáafirði, sámþykti fundurinn eftir- greinda tillögu: „Sýsluriefndin samþykkir að skora á þing bg stjórn áð stofna fdllkominn gagnfræðaskóla á Ísa- firði nú þegar." Beiðni frá síra Sígtr. Guðlaugs- syni Núpi um 1500 króna fjárstyrk úr sýslusjóðum Vestfjarða til að- g^rðar á Núpsskólahúsinu lág fyrir fundimim. í tiíefríi af fjár- beiðni þessari samþykti fundurinn \ eftirfarandi tillögu með 7 atkv. gegn 3: „Sýslunefndin lýsir því yfir að hún telur Núpsskólann mjög£gagn- le^an, og vill stiðja að eflingu hans og samþykkir að veita hon- um 200 kr. fjárstyrk að þessu sinni". ;Eftirgreind tillagá frá sýslu- nefndarmanni Reykjafjárðarhrepps vár samþykt með 8 atkv. gegn 2. „Sýslunefnd N.-ísafjarðarsýslu lysir yfir þvf að sundlaugin i Reykjanesi og væntanlegur sund- skáli þar skuli vera að jöfnu eign sýslunnar og ísafjarðarkaupstað- ar meðan sýslan og kaupstaður- inn leggja fram fé til fyrirtækisíns að jöfnu. Sýslunefhd ákvað að niðúrjöfn-' un aukaútsvara í hreppum sjfil- Hestajárn»djábakkar kosta minsta peninga hjá Lárusi Jakobssyni SundBtæti 25 A. ^????*?????? #Skólatnaðurinn# ?í verslun M. MagnússonarV ^P ísafirði, ^ ?er traustur fallegur og ódýr.^ X Ávalt miklu úr að velja. 7 ???????????? Jón Sigurðsson a gAustursfræti 7 Rvlk. Sfmi 836.| I Útvegar og setur upp raf- j | stöðvar traustari og ó- | | dýrari eti nokkur annar | 1 hér á landi. 1 Káfli bréitt og máíað lxkkað enn um 0.20 aura kg. Ólafur Pálsson. ^^ytí^^m»a^^^s(..i!í LÍKKISTUH, LÍKKLÆÖI hjá Árna Olafssyni. unn'ár skyldi fara fram á timabil- inu frá 13. mars til 15. apríl. Nefndin mælti fastlega meðþvi vjð Alþingi að það gæfi upp dýr- tiðarlán Grunnavikurhrepps. '•• I jlit l i.l:,.i .. OU . t. Aætlun yfir tekjur og gjöld sýsl- unnar var samþýkt éins og hún birtist hér: TEKJUR. 1. Endurgr. berklastyrkur . . kr. 26236.12 2. Útistandandi hjá öðruin hreppum..........— 2532.93 3. Sýsluvegagjöld ......— 2000.00 4. Endurgr. frá bæjarsjóði — 984.83 5., Niðurjðfnunargjald .... — 14700.00 Kr. 46453.88 GJÖLD. 1. Skuld við reikningshaldara ki. 10575.03 2. Vixlar........... — 17500.00 3. Kostn..við.sti. sýslumála — 1250.00 4. Til heiibrigðisináfa: !a. Laun yfirsetukyenna . . — 1500.00 jb. Til hundalœkníngk . . — 908.00 .c. Berklastyrkur .. .... — 7000.00 5. Til mentamála: a. Til Nupsskólans .... - 200.00 b. — Ungl.skólans á Isaf. — 300;0Ö c. — Húsmœðrask. á Is'af. — 300.00 d. — Sundk. í Reykjanesi — 350.00 6..TÍ1 bdnaðarmála: Búnaðarsamb. Vestfjarða — 200.00 7. Tii sairigöngumála a. Til sýsluvega ...... — 600.00 b. — hröppavegs a Óshiið — 200.00 c. — DjúpljátBÍns ... . . — 2000.00 8. Til HjálpræðishersjnB . . — 1000.00 9. Afborganif og vextir . . . — 2000.00 10. Óvíbb útgjöld .. . . . . . — 570.85 Kr. 4(453.88 Prentsmiðja Vesturlands.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.