Vesturland


Vesturland - 12.04.1927, Blaðsíða 1

Vesturland - 12.04.1927, Blaðsíða 1
STU W Ritstjóri: Sigurður Kristjánsson. IV. árgangur. ísafjörður, 12. apríl 1927. 13. tölublað. Frá Alþingi. Þingmálum þokar hægt áfram. Hafa Tímamenn og hálfbræður þeirra Héðinn og Jón Baldvins- son látið rigna yfir þingið frum- vörpum og þingsályktunartillögum. Er það að vanda hinar mestu fjarstæður, illa undirbúið og óþing- lega fram borið sumt. Tefur þetta, með heimskulegu málæði sumra þeirra, tímann frá þarflegum málum, og lengir þingtímann úr hófi fram. Fjárlögin eru komin gegnum aðra umræðu i neðri deild. Var frv. samþykt lítið breytt. Kom þó fram fjöldi mikill br.tillaga að vanda, en flestar tillögur einstakra þingmanna voru feldar. Þar á móti flestar breytingartillögur fjárveit- inganefndar samþyktar. Voru þær og flestar smávægilegar, utan ein, sem verða mun fræg i þingsög- unni. Var hún um að fella niður fjárveitingu til sendiherra í Kaup- mannahöfn. Ekki er hægt að segja, hvernig atkvæði hefðu fallið um tillögu þessa, ef hún hefði komið undir atkvæði, en svo varð ekki, því forseti vísaði henni frá, þar hún kemur í bága við gildandi lög. Er' þingsmán þessi þar með úr sögunni að þessu sinni, en þetta sýnir, að sjálfstæði landsins er í sífeldri hættu fyrir landsmönnum sjálfum og ættu kjósendur að muna það við næstu kosningar, að spyrja þingmannaefnin um af- stöðu þeirra til utanrikismálanna og annara þeirra mála, er að öðr- umríkjum snúa eða þegnum þeirra, og sjálfstæði landsins varða beint eða óbeint. Stjórnarskrármálið er komið frá nefnd i efrideild. Vill •meirihlutinn láta samþykkja frv. stjórnarinnar óbreytt, en minnihlutinn, Tíma- mennirnir, vill gerbreyta því. Er víst vafalaust að þeir hálfbræð- urnir, kommunistarnir og Tíma- menn, sitja á svikráðum við þetta mál, þó þeir af kjósendaótta þyk- ist vera aðalbreytingunum fylgj- andi. Til þessa bendir meðal ann- ars það, að tvö frumvörp til br. á stjórnarskránni, gerólík frumv. stj'ðrnarinnar, eru fram komin í n.d., annað frá Héðni hitt frá Tryggva. Er frv. þessum sýnilega ætlao að rekast á frv. stjórnar- innar, svo öll frumvörpin falli. Er þetta venjulegur skrípaleikur þeirra hálfbræðranna. Það málið, sem mestar deilur hafa orðið um, er heimildarlög í tillöguformi fyrir stjórnina til að ábyrgjast reikningslán fyrir Lands- bankann. Þetta mál er svo vaxið, að Landsbankinn hefir komist að samningum við banka í New-York um að hafa þar opið reiknings- lán 2 miljónir dollara að upp- hæð. Að hve miklu leyti bankinn not- ar þetta lán, er ekki neitt umrætt og ekki hægt um það að segja fyrirfram, en það á fyrst og fremst að vera bankanum trygging, ef að honum kreppir frá öðrum hlið- um. í neðrideild barðist Tryggvi mest gegn þessari heimild og í báðum deildum eru það þeir hálfbræð- urnir Tímamenn og kommunistar, sem gegn heimildinni leggjast. Ekki er það þó vísr ástæðan, að þeir vilji setja fótinn fyrir Lands- bankann. Sannaðist þá á þeim, að sjaldan launa kálfar ofeldi. En mótþróinn mun stafa af ótta við það, að útgerðinni verði þetta að einhvérju liði, og íslandsbanki beint eða óbeint hafi hag af þvf. Bar Tryggvi fram við tillöguna eina af hinum landsfrægu breyt- ingartillÖgum sínum. Húnersvona: „Enda sé hið nýja lánsfé ein- göngu notað í eigin þarfir Lands- bankans." En er hann átti að gera grein fyrir því, hvað væru eigin þarfir bankans, vafðist honum tunga um tönn. Þótti víst flestum nema Tr. óþarft að fá lánsheimild fyrir 2 miljónum dollara til viðhalds Landsbankahúsinu og til að launa starfsmenn, en það skildist mönn- um helst að hann meinti með „eigin þarfir bankans". Eftir alla deilurnar í neðrideild, var þó tillagan samþykt til efri- deildar. Þar stóðu aftur um hana þriggja daga deilur, en að þeim loknum var hún samþykt óbreytt. Er hér gott sýnishom af vinnu- brögðum Alþ. og hve ódýrt mál- æði Timamanna og hálfbræðra þeirra er landinu. í Timanum hefir Tr. Þ. spunnið fágætlega heimskuleg ósannindi um þetta mál. Segir hann þar að stjórnin ætli að taka þetta lán og talar um það eins og það ætti að vera eyðslufé ríkissjóðs, og er i öðru orðinu helst að heyra, að lán- ið sé þegar tekið og fénu lógað! Þinghneyksli. Síðan jafnaðarstefnan hóf inn- reið sfna í þingið með sumum þeirra, éf kalla sig Framsóknar- flokksmenn, hafa tillögur og um- ræður sífelt orðið óþinglegri og þingbragur allur óvirðulegri en áður var. Þó hefir aldrei keyrt um þverbak fyr en hinir alrauðu kommunistar komu inn í þingið. Einstakir en þó fáir Timamenn temja sér í umræðum á þingi að svívirða í orðum naíngreinda ut- anþingsmenn og fara með órök- studdar slúðursögur. Menn hafa ekki tekið eítir því, hvað þetta óvirðir þingið. Og þvi hafa menn trúað, að last lítilfjör- „UPPSALIR^ (KAFFI- og MATS0LUHÚS). Fæði íyrir fasta menn kr. 80.00 á mánuði. Fæði um skemmri tíma kr. 3.00 á dag. Einstakar máltíðir frá kl. 12 til 1, kr. 2.00. Kveldverður kr. 1.50. Hægt að fá heiian mat með litlum fyrirvara hvenær sem er að deginum. Ennfremur: Kaffi, Súkkulaði, Mjólk, Öl, Gosdrykkir, Vindlar, Vindlingar. HLJÓMLEIKAR: Miðvikudagskveld, Laugardagskveld, Sunnudagskveld. legra manna gæti engan meitt. En atvik, sem fyrir kom nú í nd. sýnir að það þarf engin mikil- menni til þess að vinna afleiðing- arík klækiverk: Eins og allir landsmenn vita, bar Héðinn Valdimarsson fram í nd. vantraust á stjórnina. Það út- af fyrir sig er hneyksli að þing- maður leyfir sér að bera fram slíka tillögu, án þess að tryggja sér atkvæði eins einasta manns með henni. Það kemur meira að segja ekki nokkrum sæmilegum þingmanni til hugar að rétta út litlafingurinn til að fella stjórn, nema trygging sé fyrir því, að hægt sé að mynda aðra, helst að myndun hennar sé áður und- irbúin. Þetta er nú út af fyrir sig. En við umræðurnar gerði þessi nýgræðingur þingsins af sér hvert hneykslið öðru fáheyrðara, og þó tók eitt öllum fram. Héðinn sagði sem sé, að Óðinn, varðskip rík- isins, (ólýginn sagði honum) hefði átt að koma að um 20 togurum við veiðar i landhelgi, en af því togararnir hefðu verið íslenskir, eign auðvaldsins, hefði varðskip- ið bara aðvarað þá með skoti. Margsinnis var skorað á Héðinn að gefa á þessu skýringu eða færa fyrir því rök, en við því skelti hann skolleyrum. Þegar varðskipið Óðinn kóm næst til Rvíkur, heimtaði skipstjóri yfirheyrslu yfir skipshöfn sinni út af þessum ummælum, og sann- aðist það sem allir vissu hér áð- ur, að Héðinn hafði farið með til- hæfulaus ósannindi. En auðsætt er hverjar afleiðingar það gelur haft fyrir Íslenska ríkið og strand- varnannál þess, þegar það kemur til eyrna þeirra þjóða, sem stunda hér fiskiveiðar og vér þurfum að koma lögum yfir, að maður, sem þó er kallaður þingmaður, segir slíkt sem þetta á sjálfu Alþingi. Strandvarnir landsins eru á bernskustigi, eins og sjálfstæði þess, og oss ríður Ufið á, að ná- grannaþjóðirnarvirðihvorttveggja. Nú gerist íslendingur, og það þingmaður til þess að vega að þessu fjöreggi þjóðarinnar á skammarlegasta hátt, eingöngu af pólitiskri heiftúð. Að slíkt getur liðist átölu- og reísingailaust, sýnir það, að is- lendingar hafa ekki enn skilið nauðsyn þess að Alþingi sé skip- að bestu sonum landsins. Þyrftu landsmenn að vakna af hinum pólitíska svefni, áður en agaleysið leiðir til fullkominna landráða. Fiskverslunin er fyrirsögnin á „fáum athuga- semdum", sern hr. Qunnar Egil- son þykist þurfa að gera við skrif min og skýrslur um þetta mál, í Morgunblaðinu, Verslunartíðind- unum og Vísi. — Það er naumast að hr. erindrekanum hefir orðið( bumbult af þessum skýrslum, því hvorki fer meira eða minna en 31 dálkur í Verslunartíðindunum fyr- ir þessum „fáu athugasemdum". , Hr. G. E. byrjar með því að vitna í grein mína f Morgunblað- inu i febrúar 1926, og víða kem- ur hann við skýrslu mína til Stjr. 1923, en það er sem hann fyrst vakni af þungum svefni og við illa drauma, þegar mér verður það á að segja um erindrekastarfið á Spáni, það sem flestir hugsa og tala um manna á milli. Þetta mikla 16 síðu málæði hr. G. E. er svo illa framreitt, að það þarf góðan tíma til að átta sig á því og fá úr því samanhangandi heild, en mergurinn málsins skilst mér þó hclst vera sá, að það sé ódæði, að láta sér detta í hug aðra sölustaði en Pyreneaskagann og ítalíu, fyrir fiskíratnleiðslu vora, og síst Suður-Ameríku/sem hann þó í öðru veit'iuu viðurkennir, að séu einu stöðvarnar, umfram hin- ar framangreindu, sem vakið geti von um nýtt verksvið, en í hinu .. veifinu gerir hann sér fa'r um að niðurlægja o'g tortryggja þann markað, og hyggur sig til þess ekki þurfa að seilast út fyrir skýrsl- ur mínar. En svo eg viðhafi herr- ans eigin orð, þá eru þessar á- lyktanir mildast sagt ærið fljót- færnislegar, ef ekki liggur þá fal- inn fiskur undir steini. Það er óþarfi fyrir hr. G. E. að væna mig um, að eg vilji villa mönnum sýn um S.-A.-markað- inn. Til þess hefi eg of oft haldið því fram, aö Miðj.-hafs-markaður-

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.