Vesturland


Vesturland - 12.04.1927, Blaðsíða 2

Vesturland - 12.04.1927, Blaðsíða 2
VESTURLAND. inn, af skiljanlegum ástæðum, hlyti fyrst um sinn að verða aðalathvarf vort. — En margt bendir til þess síðari árin, sérstaklega síðan fram- leiðslan jókst svo hröðum fetum, að það sé meira en valt, að byggja allar framtíðarvonir sjávarútveg- arins á þessum stöðvum. — Portú- galsmarkaðurinn er að visu gríðar mikill, síðastl. ár um 43 þús. tons, sém mun vera mun meir en allur innflutn. til Spánar, og þar höfum vér þó sama sem engin ítök. — Eg hefi því hyatt til þess að reyna með reglubundnum smærri send- ingum, smátt og smátt að ná þar ítökum, og helst að styrkja ungan, duglegan mann til að taka sér þar aðsetur. — Þá er Suður-Ameríku- markaðurinn. Vegna ýmsra ann- marka, sérstaklega með verkunar- mátann, umbúðirnar o. fl., tekur langan tíma, að ná þar verulegum markaðstökum. Eg hefi því í seinni tíð gert mér töluvert far um, að fá menn til að sinna þessum mark- aði með því að senda þangað 1— 2 ár fyrst um sinn, reglubundnar smásendingar, og fyrir forgöngu mikilsmetins fjármálamanns þessa bæjar, lítur út fyrir að nú sé að komast skrið á þetta mál. Þegar eg fæ tóm til að góma aðalþræðina í framangreindum miklu málalengingum hr. Q. E., þá mun eg víkja nánar að öllu því, sem einhverju máli skifir, og birta það í Verslunartíðindunum. En af því að S.-A.-málið, sem stendur, er á dagskrá hér, verð eg hér, með sundurliðun að sýna fram á, að hr. Q. E. fer með blekk- ingar, er hann staðhæfir, að eg taki aðeins nokkurn hluta kostn- aðarins til S.-A., til þess að láta söluhorfurnar þar sýnast betri en þær raunverulega séu. í skýrslu minni 25. okt., er til- greint verð í S. Paulo, um miðjan sept. 150 Milreis per kassa á 58 kíló, og reiknað út í ísl. krónum 268.00 per skippund. Hér frá hefi eg dregið allan kostnað, með krón- um 90.00, og verða þá eftir sem svarar til fob. kr. 178.00 perskip- pund. — En frádreginn kostnaðúr er þessi: Flutningskostn. til San- tos, skv. gjaldskrá Eimskipafél. pr. skpd. 20.00. Kassaumb. 11.00. Sjó- vátr. & 3 mán. disconto 5.00 == 16.00. Áætlað flutn.gj. til Santos S. Paulo 5.00. Tollur og verðt. 32.00== 37.00. Kælihúsgeymsla og umboðslaun 2n/„^7.00. Rýrnun í vigt fyrir meiri þurk en til Mið- jarðarhafs 10.00 kr. 90.00 á skpd. ;.í Sem heild ætti þessi kostnaðar- áætlun að standast. — Hugsast getur að utnb. séu reiknaðar full- lágt, ef þær ættu að kaupast hér í Rvík, en þess gerist ekki þörf. — Við útreikning er Milreis reikn- að á lljUl d., en var þennan dag 7Va d., sem samsvarar Brúttó rúml. 284 kr., með 22 kr. gengi. ¦— Það verður því trauðla sagt, að eg hafi farið óvarlega í út- reikninginn. Um liina staðina er það að segja, að þar er alt hið sama frádregið, nema tollur og kælihússgeymski, sem ekki kemur til greina, af því verðið þar er miðað við cif-veró, eins og hinn mikli verðrnunur í S. Paulo t. d., og Rio, ber með sér. — En geta má þess þó, í þessu sambandi, að gengið á Milreis mun víðast hvar reiknað lægra en það raunverulega var á hinum ýmsu tilfærðu tímum. Eg hefi i bili ekki tóm til að fara nánar út í útreiknings-til- færslur hr. G. E. í Portúgal o. s. frv., enda skiftir minna þó það bíði. En það verður athugað siðar. Framangreint er nægilegt til að sýna, á hvaða rökum, staðhæfing- ar hr. G. E. eru bygðar hvað Bras- ilíu snertir, og svo mun reynast víðar, þegar nær er gengið. Reykjavlk, 15. mars 1927. Pétur A. Ólafsson. Bæjarstjórnarfundur var haldinn 6. þ. m. Á dagskrá var: Kærur um Alþingiskjörskrá. Þær voru alls milli 30 og 40, en að- eins 9 þeirra voru teknar til greina, þannig að út af kjörskrá voru teknir 7, en á hana bætt tveim. Erindi frá Guðmundi Jónssyni frá Mosdal um lóð undir hús tii iðnar hans visað til byggingar- nefndar. Halldór B. Halldórsson sagði upp leigu á fjörulóð, er hann hefir leígt af bænum. Formaður Djúpbátsstjórnarinnar sótti um rekstursstyrk til Djúp- bátsins. Því erindi vísað til fjár- hagsnefndar. Sigurður Ásgeirsson bauð bæn- um kaup á lóð við Silfurgötu. Málinu vísað til byggingancfnd- ar. Síðasta mál dagskrárinnar var lausnarbeiðni oddvita frá oddvita-' siarfi bæjarstjórnar. Fór hann fram á, að leytað yrði með atkvæða- greiðslu vilja borgaranna í þessu efni. Sérstök nefnd var kosin til að íhuga það mál og undirbúa það til bæjarstjórnar, og hlutu sæti í nefndinni: Oddviti, Matthías Ás- geirsson og Jón M. Pétursson. Fundur stóð lengi yfir og urðu mestar umræður um kærurnar við Alþingiskjörskrána. Meirihlutinn semur og ræður kjörskránni og skoðar hana sem fat, er sníða beri svo að það falli sem hagan- legast að hinum pólitíska flokks- líkama. En af því bolsevisminn er ekki íturvaxinn, verður sumstaðar að skera úr nokkuð íruntalega, en annarsstaðar að auka á af öðru efni. Er þá meir farið eftir lit en efnisgæðum. En skraddar- arnir í meirihlutanum þola fátt ver en það, að fundið sé að flík- inni. Tóku þeir hverri aðfinslu svo sem þeir væru stungnir á hol, og bar orðbragð og raddblær þess ljós merki, að stungurnar höfðu lent nærri gallinu. Ritstjóri Vesturlands neitaði sér um að sitja nema 2 títna á fund- inum, og var þá ekki lokið um- ræðum um fyrsta málið. Tók það og lengstan tíma. Þó urðu tals- verðar umræður um lausnarbeiðni oddvita — að lokum. En langa stund fyr en þær byrjuðu, þögðu allir, og skildi enginn þá þögn, fyr en upp stóð hinn orðvari Vihnund- ur og sagði, að meirihlutinn gæti ekki tekið afstöðu til þessa máls, Jyr en minnihlutinn hefði sagt hvað hann ætlaði að leggja til málanna og skoraði á hann að gera það. Minnihlutafulltrúarnir töldu sig ekki mundu fá ráðið úrslitum þessa máls fremur en annara í bæjarstjórn, og kom þeim ekki tii hugar, að meirihlutinn þurfti að fá þessa vitneskju til þess að hann ekki lenti sama megin og minni- hlutinn. Smaug málið svo í nefnd, að hvorki meiri- né minnihluti tók til þess afstöðu. Er þetta í 5. sinni, sem stofnað er til slíkrar atkvæðagreiðslu hér á ísafirði. Vilmundur kallaði þessa atkvæða- greiðslu „skrípaleik", og mun nafnið dregið af því, að hann og nánustu fylgifiskar hans hafageng- ist fyrir henni þrjú síðustu skiftin. Oddvita er það að vonum mikið áhugamál að losast við þessi störf, serti orðin eru allumfangsmikií. Hlýtur og hver sá, er þessum mál- um á að stjórna, að iinna, á hve miklu kviksyndi hann stendur og vonleysi um svívirðulausa land- töku, þótt ekki tryði hann því fornkveðna: Að sjaldan ræður sá sigri, er heimskan her leiðir. Borgarafunrlur í Bolungavík. Herra ritstjóri „Vesturlands"! Eg bjóst við, að lesendur blaðs yðar gætu haft ganan af nokkrum línum um borgarafund, sem hald- inn var hér sunnudaginn 27. f. m. Fjörutíu borgarar höfðu skorað á oddvita, að boða til almenns sveitarfundar og taka þar þrjú á- kveðið mál til umræðu og skýr- inga beiðst á þeim. Var þessi á- skorun síðan rædd á tveimur hreppsnefndarfundum og var odd- vita falið að ákveða fundardaginn, en engin dagskrá var sett á fund- arauglýsinguna, og hafði þó einn nefndarmaðurinn, Pétur Oddsson, lagt til, að dagskráin yrði sú, sem borgarar báðu um, ásamt fleiri málum. Fundinn setti oddviti kl. rúml. 5 síðd. Gat hann um áskorunina og þau mál, sem þar hafði verið beðið um, en þau voru: ' 1. Innheimta sveitargjaldanna. 2. Hreppsreikningurinn m. aths. 3. Nökkvamálið. Tjáði oddviti þá, að hann hefði hugsað sér sem 4. mál á dagskrá Fjallskilamál, og gaf síðan orðið. Jóhannes Teitsson lagði fram tillögu um, hver dagskráin skyldi vera, og var fjórða málið þar vantraustsyfirlýsing á oddvita frá Örnólfi Hálfdánssyni. Vildi odd- viti ekki lesa tillöguna upp, og kvað vanalegt að oddviti réði dag- skránni. Aftur liélt Jóh. Teitsson því fram, að það stæði sérstak- lega á með þennan fund. Var síð- an borið undir fundinn, hvort odd- viti skyldi ráða dagskránni eða borgarar, og var samþ. að borg- arar réðu henni. Urðu síðan miklar umræður um innheimtuna af hálfu borgara töl- uðu aðallega Jóh. Teitsson og Högni Gunnarsson, einnig Bárð- Peir sem vilja ala sér upp sjálf- ir rófnafræ, geta fengið til þess leiðbeiningar og ágætt íslenskt fræ hjá Sigurði Kristjánssyni Haínarslræti 1. Til leigu. Nokkur hluti af bæjarhúsum 4 Garðstöðum, er til leigu nú þeg- ar. Talið við Ögursystur. Franskt alklæði nýkomið í Verslun Dagsbrún. ur Jónsson og nokkrir fleiri. Voru ýmsar fyrirspurnir gerðar til odd- vita og hreppsnefndarinnar í heild, en fáum þeirra svarað og þótti fundarmönnum það kynlegt. Virt- ist það koma í Ijós af umræðun- um, að ólag nokkurt væri á inn- heimtunni. Var svo við það mál skilið, að næsta litlar upplýsíngar fengust, og engin ályktun gerð. Næsta mál hreppsreikn. ásamt ath. Las oddviti upp reikning hreppsins fyrir síðastliðið fardaga- ár, ásamt ath. endurskoðenda og svörum reikningshaldara. Einnig las hann upp bréf frá sér til end- urskoðenda og svar þeirra, við- víkjandi kviksögum, sem honum höfðu borist um störf sín. Hélt hann siðan langa ræðu um þann söguburð. Þótti þá mörgum mjög vikið frá málefninu, og var odd- viti oft ámintur um að halda sér við málefnið. Umræður urðu tals- verðar, en engin ályktun gerð. 3ja mál „Nökkvamálið". Urðu um það nokkrar umræður. Var þess vænst að oddviti rekti gang málsins frá byrjun, og skýrði frá þeitn ályktunum og framkvæmd- um, sem gerðar hafa verið í því, en það fór mjög á aðra leið. Voru þó ýmsar fyrirspurnir gerðar, en þeim fáum svarað. 'Þegar hér var komið, var kl. orðin þrjú um nóttina og gekk þá oddv. af fundi. Var skorað á hann að sitja fundin til enda eða slíta honum á viðeigandi hátt, en það kom fyrir ekkert. Heyrðistþá hrópað „niður með oddvita". Voru menn yfirleitt mjög óánægð- ir með fundin og una lítt þessum málalokum. Högni Giinnarsson. Ath. Þótt Vesturlandi þyki það ekki liklega til getið, að lesendur þess alment hafi mikinn áhuga á sveit- armálefnum Bolungarvíkur.sérþað ekki ástæðu til að sinja hr. Högna Gunnarssyni rúms fyrir þessa grein og er þá hlutaðeigendum einnig heimilt í blaðinu hæfilegt rúm til andsvara. Ritstj.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.