Vesturland

Árgangur

Vesturland - 24.04.1927, Blaðsíða 1

Vesturland - 24.04.1927, Blaðsíða 1
1 Ritstjóri: Sigurður Kristjánsson. IV. árgangur. i ísafjörður, 24. apríl 1927. 14. tölublað. ......................1....1............11111........ „I, |||| | Hjartans þakldæti til allra, er með gjöfum og heilla- óskum mintust 25 ára giftingardags okkar 12. þ. m. | Sigríður Guðmundsdóttir. Jóh. Þorsteinsson. | %liu Ekkjufrú Gruðrún Gruðmundsdóttir frá Lokinhömrum. Eftirmæli. Það hefir dregist alt of lengi að minnast þessarar stórmerku konu. Hún fæddist á Mýrum í Dýrafirði 18 janúar 1842. Foreldr- ar hennar voru, hin góðkunnu sæmdarhjón og sveitarhöfingjar, Guðinundur Brynjólfsson, danne- brogsmaður og hreppstjóri á Mýr- um, Hákonarsonar, Bárðarsonar, Nikulássonar en móðir Nikulásar var Halldóra, dóttir síra Ólafs Jónssonar skálds á Söndum í Dýrafirði, — og kona hans Guð- rún, dóttir hihs nafnkunna og þrekmikla dugnaðarmanns, Jóns Halldórssonar á Sellátrum í Tálkna- firði og konu hans Guðrúnar Ól- afsdóttur. Foreldrum Guðrúnar sál. varð 11 barna auðið og náðu 9 full- orðins aldri. Voru 2 þeirra yngri en Guðrún. Eru þessi systkini öll nafnkunn: Brynjólfur, Guðm. Hagalin, Jón kaupm. í Flatey á Breiðafirði, Guðni læknir í Borgundarhólmi, Guðm. Franklín búfræðingur(eldri) Guðný á Mýrum, Bjarnev (fór til Ameríku) og Ingibjörg, húsfrú á Mýrum, kona Friðriks hreppstj. Bjarnasonar, R. F., og er hún nú ein lifandi, allra systkinanna. Guðrún sál. ólst upp í foreldra- húsum, þar til hún giftist þ. 30. sept. 1864, Gísla Oddssyni frá Loki'nhömrum (síðar dannebrogs- marini.) Bjuggu þau hjón rausnar- og stórbúi í Lokinhömrum í 29 ár alls. Höfðu þau að jafnaði í heimili 20—30 manns, á fimta hundrað fjár og um 12 nautgripi. Má geta nærri, að mikinn dugn- aö, og mikla forsjá þarf til að veita sliku stórbúi forstöðu. En um það voru þau hjón bæði ein- huga og samhent, og var dugn- aður þeirra mjög rómaður, og eigi síður húsmóðurinnar en hús- bóndans. Mætti margs geta, er sýnir ljóslega dugnað Guðrúnar sál., en verður hér eigi gert. t>ó get eg eigi stilt mig um, að segja hér eina sögu, er lýsir svo vel framúrskarandi tápi hennar. Svo sem kunnugir vita, hefir alla tíð verið útræði mikið í Lokinhömr- um, og mjög sóttur sjór, einkum vor og haust. Var Gísli sál. bæði dugmikill og aflasæll formaður, og sótti veiði allfast. Eitt sinn var hann að verða saltlaus, en góður afli var. Hygst hann nú að fara í einn róður, og sækja síðan salt. Þetta veit Guðrún kona hatis. Þegar bóndi hennar er farinn á sjóinn, kveður hún vinnukonur 6 til ferð- ar með sér, og skal nú fara ti* Þingeyrar (í Dýraf.) og sækja salt. Stýrði Guðrún förinni, og var enginn karlmaður með þeim. Tókst förin hið besta og komu þær konurnar saltinu upp í kró þá, ér það var geymt í. Þegar Gísli sál. (bóndi Guðr.) kom af sjónum, lagðist hann til svefns, cn á meðan kom kona hans heim með saltið. Stakk hún brennivínsflösku und- ir koddann hjá bónda sínum, og fann hann hana þar, er hann vaknaði. Er þá sagt að hann hafi mælt: „Þetta hefir enginn gert nema Guðrún mín“. Gekk hann síðan til sjávar og sá þá að salt- ið var komið í króna. Þurfti því ekki að tefjast frá róðrunum, þeirra hluta vegna. Þessi saga sýnir, hve Guðrún sál. var afburða þrekmikil og á- ræðin, og hve hún var samhent bónda sinum, utan húss sem inn- an. Og það hygg eg ekki last, þótt fullyrt sé, að fáar konur réð- ust nú í slíka ferð sem þessa. — Þeim hjónum, Gísla og Guð- rúnu, varð 5 barna auðið. Dóu 2 þeirrá í æsku: Guðm. Brynjólfur Jón, (dó á 6. ári, afburða efnil. barn) og Guðný (?) (dó nýfædd), en þrjú eru enn á lífi: Guðrún Birgitta, gift fyrst Jóni lækni Sig- urðssyni frá Flatey, og siðar Ólafi prófasti Ólafssyni á Hvoli í Saur- bæ, Oddur, sýslumaður og bæjar- fógeti á ísafirði, kvæntur danskri konu frú Eriku (f. Hansen) og María Júlía, gift Guðm. Brynjólfi Guðmundssyni, kaupm. á ísafirði. Þar að auki ólu þau hjón upp að meira eða minna leyti, 6 fóst- urbörn. Börn sín mönnuðu þau óvenjul. vel, og settu til meiri menta, en þá var títt, svo sem raun ber vitni um. Má t. d. geta þess, að Maríu dóttur sína, létu þau fara til Kaupmannahafnar, til nátns og menningar, og mun slíkt hafa verið algerlega einsdæmi, um stúlkur í þá daga. Sýnir þetta, að þau hjón, voru í þessum efn- um, sem fleirum, langt á undan samtímismönnum sínum. Þó að fátt eitt hafi nú sagt verið um Guðrúnu sál., má þó sjá, að stór- merk kona er til hvíldar gengin, þar sem hún er. Átti hún og kyn til þess, og var eigi af neinum aukvisum komin. Og þótt nú heyrist raddir um það, að ætterni hafi enga þýðingu þá ætla eg að slíkt sé ofsagt. Eg ætla að tvent orki mestu um skap- gerð manna, ætterni og uppeldi. Af reynslunni, gegnum „eldskírn- ir árþúsunda“, hafa vaxið hæfi- leikar og skapgerðir, sem hafa geymst i ættbálkum þjóðanna. En gott uppeldi er nauðsyn, til þess að fága og fullkonma ættar- einkennin, göfga þau og beina þeim á farsælar brautir sannrar menningar. Störfum kvenna er, svo sem alkunnugt er, öðruvísi háttað, um margt, (eða hefir verið) heldur en störfum karlmannanna. Þeir (karlm.) eru framkvæmendur flestra hluta út á við. Um þá stendur því ávalt meiri og minni orustu- gnýr. Konurnar vinna aftur sín störf í kyrþey, oftast innan veggja heimilisins. Heimilið er vígi þeirra. En þessi kyrlátu störf kvenna eru einmitt það, sem mest á ríð- ur. Með kyrlátum kærleika hafa þær fórnað sjálfurn sérfyrirmenn sína og börn, og engum hefir tekist eins vel og þeim að kenna börnunum það sem mest er um vert. „Hið eilífa, stóra kraft og trú“, né gefið þeim svo „guðleg- ar myndir". Og það mun einróma álit allra þeirra, er þektu Guðrúnu sál., að hún hafi Ieyst þetta göfuga hlut- verk sitt óvenjulega vel afhendi; hafi verið ágæt eiginkona, ástrík móðir og fyrirmyndar húsmóðir. Studdist. hún og við gott ætterni, gott uppeldi og frábæran dugnað og mannkosti. Guðrún andaðist á Hrafnabjörg- um í Arnarfirði (rétt hjá Lokinh.) þ. 11. jan. 1926. Hafði hún þá verið ekkja í 19 ár, en í hjóna- bandi í 43 ár. Skorti hana viku að verða 84 ára að aldri, er hún lést. Blessuð sé minning hennar. Friðrik Hjartar. Atburðirnir í Hnífsdal. Hnífsdalur hefir oft verið nef.nd- ur í viðræðum manna hina síð- ustu daga. Ekki aðeíns í Vestfirð- ingafjórðungi heldur um land alt. Hnífsdalur verðskuldar það líka, að um hann sé talað. Eg hygg að þeim, sem þekt hafa hann ná- ið á undanförnum árum hafi kom- ið saman um, að þar væri eitt allra ánægjulegasta og skemtileg- asta þorp þessa lands. Legu hans og náttúrufegurð er þetta ekki fyrst og fremst að þakka. Þó er þessi djúpi þröngi dalur milli háu fjallanna einkennilega fallegur og fögur útsýnin yfir ísafjarðardjúp. Það er fólkið I Hnífsdal sem hef- ir sjálft gert þorpið að góðum og hlýjum samastað. Ættarböndin hafa átt sinn þátt í því. Oft hefir verið sagt, að Hnífsdalur væri eins og ein stór fjölskylda. JMiðjar þeirra manna, sem í vissum skiln- ingi voru þar landnemar hafa ekki horfið burt, en unað lífi sínu I þessum friðsæla dal. Hinn góði andi sem þar liefir ríkt, hefir vak- ið athygli allra þeirra, er þangað liafa komið og svo er einnig um mig. Þegar hávaðinn og rósturn- voru mestar alt umhverfis og vopnabrakið dundi, þá var hvíld að koma í Hnífsdal. — Þar var friður og þar var samúð. Fyrir nokkrum dögum var Hnífs- dalur í alt öðrum búningi. Cg á því sviði eru það sorglegustu hamskiftin sem eg hefi séð. Ófrið- arandinn hafði læst sig um hugina eins og eiturnaðra og drepið frið- inn og samúðina. í stað víngjarn- lega tillitsins, sem augað átti áð- ur, var nú kominn blossi heifar- innar. Það er auðvitað ekkert eins dæmi utn Hnífsdælinga, svo verð- ur það vafalaust allsstaðar þar sem fjandsamlegar fyikingar renna saman. Það er verkfallið í Hnífsdal, sem vakið hefir athygli á þorpinu. Blöðin hafa gert sér þetta verk- fallsmál að umræðnefui. Alþýðu- blaðið i Reykjavik hefir talað svo liátt og með svo miklum stóryrð- um, að ólíklegt er að það liafi farið fram hjá mörgum sem blöð- in lesa. — Af því aö eg er senni- legast flestum kunnugri því er gerst hefir í þessu verkfallsmáli, og þekki alla málavexti og tnáls- aðila flestum betur, og af því að tnjög leiðinlegar getsakir hafa komið fram á ýmsa ágæta menn í þessu sambandi, tel eg skyldu rnína, að taka mér penna í hönd. í Hnífsdal eru 6 menn sem fást við útgerð og teljast munu at- vinnurekendur. Þar af eru þrír bræður, sent nú eru allir aldraðir menn. Útgerðarmennirnir í Hnífs- dal eru að mörgu ólíkir stóriðju- höldunum út um heitninn. Þeir hafa unnið líkamlega vinnu alla sína æfi meðan kraftar þeirra leyfðu. Þeir byrja sem hásetar á skektunni og stunda sjómenskuna sjálfir öll bestu ár sin. Með frá- bærum dugnaði og sparneytni brjótast þeir í gegnum lífið. Þeir standa sjálfir á fiskreitunum og vinna og vaka yfir hverju hand- taki. — Heimili þeirra bera vott um reglusemi og sparsemi. Óhóf á sér þar ekki stað. Vínnautn liygg eg að naumast þeLkist á heimilum þeirra, yfir þeim hvílir blær alvöru og friðar. Vinnan sýnist um fratn alt vera lífsnautn húsbændanna. Þeir þekkja hvert

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.