Vesturland

Árgangur

Vesturland - 24.04.1927, Blaðsíða 3

Vesturland - 24.04.1927, Blaðsíða 3
VESTURLAND. 3 IEIÐRUÐU VIBSKIFTAMEMK! MUNIS aö þar sem þér sjáið aö auglýst er lági verð á vörunni, þar sjáið^þið mitt verð. G. B. Guðmimdsson. f AiíRA-smjörlíki f þykir ágætt viðbit og fæst f öllum matvöruverslunum. ♦ ♦ um þá hafa þótt þeir orðnir sér óþarfir nágrannar. Innieignir manna þessara, sem greinarhöf. í Skutli getur um, sjást af ettirfarandi skýrslu, sem tekin er upp úr verslunarbókum Vaidi- mars. Fyrir hönd vinnuveitenda ( Hnífsdal. Jónas Þorvarðsson. Það vottast hérmeð, að sama dag og lokun íshússins hér var tilkynt, var mér einnig tilkynt að eg mætti afhenda öll matvæli úr húsinu og sömuleiðis beitu þeirra manna er ættu hana skuldlausa. Hnifsdal 15. april 1927. Magnús Hálfdánsson íshúsvörður. Við undirritaðir, sem vorum við- staddir sáttatilrauni'r í kaupdeil- unni í Hnífsdal vottum að ofan- ritað, hvað þær snertir sé rétt, og að öllu leyti sannleikanum sam- hljóða. Hnifsdal 15. aprll 1927. Halldór Pálsson. Páll Pálsson. SKÝRSLA uni það, hvernig reikningar þeirra 6 (ekki 7) manna er Valdimar Þorvarðsson sagði upp húsnæði 5. april, stóðu við verslun hans þann dag. Einn skuldar húsaleigu fyrir 6 mán., annar 3 mán., þriðji 6 mán., fjórði 5 mán., fimti 3 mán. Fyrir sjötta manninn hefir sveitin greitt húsnæði, en Þegar hann hóf verk- fall sá oddviti sér ekki fært að ábyrgjast greiðslu á þvi. Fjórir þeirra eiga fiskhluta í ó- skiftum afla, er lagður hefir verið inn við verslun V. Þorv. frá sið- ustu áramótum. Áætla formenn- irnir hluti þessa hlutfallslega: 200 kr., 250 kr. og mest 300 kr. Voru formennirnir búnir að greiða sum- um þessara manna peninga út á þessa hluti þegar verkfallið hófst. Enda þótt það sem eftir er af fiskhlutum þessum væri orðið fært viðkomendum til tekna yrðu þó eftir skuldir á reikningi þeirra frá 200 til 500 krónur Fimti maður- inn hefir fengið fyrirframgreiðslu á fiskhlut sinum, en skuldar versl- un V. Þ. 8—900 kr. Sjötti mað- urinn er verkamaður og á því engan óskiftan afla eða aðrar ó- færðar tekjur. Þessi maður skuld- ar verslun V. Þ. 1—200 krónur. Valdimar Valdimarsson. „Grund grær grænum lauki“. Hérna úti í firðinum, rétt við hafnarmerkin, hefir nú um nær vikutíma legið skip. Allir bæjar- búar vita hvað það er að gera. Það er að afferma. Vélbátar liggja við borð þess og taka við salti til veiðistöðvanna hér í nágrenn- inu, bæði við Djúpið og vestur Gamlir Isfirðingar Biðjið Áfengisverslun ríkisins fyrst og fremst um sherry, portvín og madeira frá kgl. hirðsala Kjær & Sommerfeldt Kaupmannahöfn. í fjörðum. Þegar þessir gamaldags menn, sem afferma þarna, eru bún- ir að taka þurft sína af saltinu, léttir skipið og siglir inn yfir rauðu línuna og á samri stundu verður hver smálest, sem eftir er í því, krónu dýrari. Þeim mun Iægra geta þeir, sem búa innan við rauðu línuna, borgað fiskinn, og þeim mun minni skilyrði hafa þeir til að keppa um fiskinn við nágrann- ana. Fiskikaupin dragast úr bæn- um og Ísfirðingar fara á tnis við vinnuna við hann, eins og þeir töpuðu vinnunni við skipið, sem ekki flaut yfir rauðu línuna, fyr en það var hálftómt. Það eru ekki sólarlitlir dagar núna. Sólin skín enn yfir vonda og góða, er jafnvel alúðlegri við ísafjörð en nokkru sinni áður. En hún saknar hér áreiðanlega gam- alla kunningja. Þó hún skýni-i hvern krók og kima frá morgni til aftans, sést ekki einn einasti fiskur. Fiskurinn gengur í Djúpið 1 torfum og er veiddur, en eig- endur og umsjármenn verkunar- stöðvanna á ísafirði standa yfir auðum reitum. Kauptaxtinn erkr. 1.10 á ísafirði en 70—80 aurar utan við rauðu línuna. ísafjörður er ekki samkepnisfær. Ánægja ís- firðinga er sú ein, að horfa á kauptaxtann. Þeir hafa tíma til þess, því vinna er engin. ísfirðingar. Það er kann ske um seinan að hugleiða, hve mik- ið ógagn háir út- og innflutnings- skattar gera bæjarfélagi, ef slíkir skattar eru ekki í nágrenninu. Það er kann ske of seint að hugsa um slíkt, þar sem þessir skattar eru skollnir á og þegar búnir að lama atvinnulífið á staðnum. En það er ekki of seint að hugleiða hver áhrif það hefir á atvinnulíf þessa bæjar, ef vinnutaxti er hafð- ur svo miklu hærri en hann er I nágrenninu, að menn sjá sér ekki fært að láta verka fisk í bænum. Það lifir enginn atvinnulaus fjöl- skylda á kauptaxtanum einum. Stöðug vinna, sem geldst skilvís- lega, er höfuðskilyrði fyrir bæri- legri liðan verkamanna. Frá ísafirdi. Trúlofun sina hafa opinberað nýlega ung- frú Anna Sveinbjörnsdóttir Kristj- ánssonar verkstjóra og Lárus Jóns- son kaupm. í Reykjavík, einnig ungfrú Þorbjörg Valdimarsdóttir Þorvarðssonar kaupm. i Hnífsdal Gulrófnafræ. Hið fræga rússneska gulrófna- fræ fæst hjá Sigurði Kristjánssyni í Hafnarstræti 1. Þvottur strauning. María frá Kirkjubæ Sundstr. 23. Hangikjöt, Smjör, m Kaplmannaföt m frá 36 kr. settið. Fermingarföt frá 33 kr. settið. . m Unglingaföt fra 30 kr. scttið. 1 = - Hálstau, Sokkar, Nærfatn- = = aður ailskonar í m s Soffíubúð. m Skyr, Egg á 20 aura. Ólafur Pálsson. Til leigu stofa ásamt svefnherbergi, sólrík og hlý, á góðum stað í bænum. A. v. á. og Jón Kristjánsson stniður hér í bæ. Dánarfregn. Húsfrú Filippía Sigurðardóttir kona Árna Árnasonar fiskimats- manns andaðist að heimili sínu þann 14. þ. m. Undirrituð tekur að sér að hreinsa gera við og pressa karlmannaföt. Kristín Kristmundsdóttir. Hafnarstræti 17. ísafirði. I Rafleiðsiutaugar | Skipaferðir. „Island“ kom hingað að morgni þess 21 — fyrstu hraðferð, — og fór norð- ur aftur að kvöldi s. d. Farþegar hingað voru: Ungfrúrnar Áslaug Jóhannsdóttir og Leopoldína Eyj- ólfsdóttir. Frúrnar Ása Grímsson og Jóh. Olgeirsson og dóttir. Karl Olgeirsson kaupm., Einar Scheving kaupni. frá Blönduósi, Hendrik Theodórs kaupmaður frá Borðeyri og Ólafur Kvaran stöðv- arstjóri frá Borðeyri. 1 utan húss og innán, í heild- = | sölu beint frá verksmiðjunni. 1 | Jón. Sigurðsson | |§ Austurstr. 7. Reykjavik Sími 386. j Illllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllillllllllllllllllljliml Vélamaðurinn hefir dáíæti á ROJOL vegna gæð- anna og útgerðarmaður- inn vegna verðsins. „Nova“ kom að sunnan og fór sama dag. Með henni komu heim frú Margrét Jónsdóttir, ungfrú Sigríð- ur J. Auðuns, Magnús Magnús- son og Halldór B. Halldórsson kaupmenn. „Nordland“ kom hingað með kol þann 20 þ. m. til J. S. Edwalds consulls. Saltskip er nýlega komið hingað. Hefir það ekki enn komið hér inn á höfn, en lagt upp salt í veiði- stöðunum hér í nágrenninu. Með „Botníu“ tóku sér far til útlanda: G. Juul lyfsali til Danmerkur og Guðm. Karlsson til Englands. , Epli, Appelsinur, Niðursoðnir ávextir margar tegundir. Ólafur Pálsson. Fyrirliggjandi: Ljósaolíur, Eldsneytisolíur, Smurningsolíur „Rojo!“, Benzín, Koppafeiti, Mótortvistur, hv. & misl. Ólafur Guðmundsson ísafirði. Sítnn : Arctic. Síini 111.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.