Vesturland


Vesturland - 04.05.1927, Blaðsíða 1

Vesturland - 04.05.1927, Blaðsíða 1
VES LA Ritstjóri: Sigurður Kristjánsson. IV. árgangur. ísafjörður, 4. maí 1927. 15. tölublað. NetMakaupst.kaupin. Ilt er að þjóna þrællyndum, þurka skóna á eldi, og senda ílón að svikráðum, sokka prjóna úr íilfshárum. Bólu-Hjálmar. Vesturlandi þykir rétt að birta 1 heilu lagi Neðstakaupstaðarkaup- samninginn og veðskuldabréfið, er bærinn gaf út fyrir eigninni. Að sönnu verða kaupin ekki aftur tekin, en skjöl þessi ættu að gera ísfirðingum auðveldara að meta verk trúnaðarmanna sinna, um leið og þau minna þá á, áður bærinn ræðst í næstu stórkaup, að lfta í kringum sig eftir manni eða mönnum, er sarnið geti af bæjarins hálfu honum vansalaust og skaðlaust. Þrent er það sérstaklega við þessi kaup, sem á eru miklar misfellur. Það fyrsta er það, að bærinn skyldi hlaupa í kapp við togarafélögin um eignina. Það er ekki lengur neitt leyndarmál, að þetta kapphlaup hækkaði eignina um að minsta kosti þriðjung. Eru þeir peningar ekki aðeins runnir úr bænum, heldur úr landinu að þarflausu, og reittir af mönnum, sem sárlega eru • aðþrengdir — gjaldendum ísafjarðar. — En þó er hitt stórum verra og afleiðinga- ríkara, að með þessum kaupum er lagður grundvöllur að varan- legu atvinnuleysi bæjarins og lang- sulti bæjarbúa. Nú hafa Reykvík- ingar ánægjuna af að verka af togurunum að minsta kosti 3000 skippund þetta árið, sem alt hefði komið til ísafjarðar, ef þeir hefðu keypt Neðstakaupstaðinn. Og auðvitað er þetta aðeins byrj- un. Togarafélögin geta ekki til langframa verið án þess að eign- ast verkunarstöð. Þegar þeim er varnað að eignast hana á ísafirði, eiga þau ekki annars kosti, en að Ieita þaðan burt. . Önhur misfella á kaupum þess- um er verðið. Þeim, sem afsaka vilja kaupin, verður það fyrst fyrir að bera verðið saman við kaupverð Hæsta- kaupstaðarins. Það er rétt, að Neðstikaupstaðurinn er keyptur fyrir hálfvirði miðað við þau kaup. En við slíka vitfirringu ber ekki að miða. Verðið ber að miða við þörfina og það gagn beint og óbeint, er af því keypta má hafa. Hver var svo þörf bæjarins eða hafnarsjóðs, og hvert hið beina og óbeina gagn? Með þessa eign er ekkerthægt að gera, annað en að verka og hagnýta á henni fiskafurðir. Ligg- ur víst slíkt nokkuð fjarri verk- sviði hafnarsjóðs bg bæjarsjóðs. Öðru máli var að gegna, ef þarna hefðu verið byggingalóðir eða fyrirhuguð hafnarmannvirki. Óbeini arðurinn af kaupunum er sá, að með þeim er fiskverk- j un í stórum stíl bolað úr bænum og bæjarmenn sviftir þeirri atvinnu, sem þar mátti vænta. Þriðja missmíðið er samningur- inn sjálfur og afhending eignanna. Það hefir legið orð á þvír að Neðstikaupstaðurinn væri gagn- auðugur af allskonar tækjum og efnj. Þar hafði það hlaðist saman í áratugi hjá stórríkri verslun (Ásgeirsverslun) sem hafði hér miljónarekstur í útgerð og fisk- verkun og ' gat átt og þurfti að eiga stórfirningar af öllu slíku. Njú geta menn borið afhendinga- listann saman við þessa vissu: 3 stólar, 1 borð, 1 spegill! o. s. frv. Það er líkast því sem verið sé að skrifa upp við lögtak hjá tómthúsmanni. Samningsaðíerð Togarafélags ísfirðinga og bæjarins er ekki sér- lega lík. Togarafélagið býður í eignina með öllum mannvirkjum, öllu lausu og föstu á staðnum, sem notað er eða notað hefir verið við driftina og er eign versl- unarinnar, svo og efni alt að engu undanskyldu nema segl- skipaskrokkunum. Bærinn ræðst í þá torfæru að telja upp, það sem eigi að fylgja í kaupunum, það gerir maður, sem ekkert veit hvað til er, eða slíkri stöð á og þarf að fylgja, Neðsti- kaupstaðurinn er honum sem lok- að kynjaskrín. Afleiðingin verður sú, að að kaupunum gerðum er flest alt laust verðmæti í Neðsta- kaupstaðnum eign verslunarinnar eftir sem áður. Mikið af verkun- aráhöldum er eign Miðkaupstað- arins; það er bara lánað niðureftir. Neðsti hefir aðallega lifað á lánum! Bátar, stærri og smærri, allir eign verslunarinnar, nema vatnsbátur og tveir af uppskipunarbátunum, sem ekki kvað vera vel traustir í botninn. Varahlutir og timbur, alt eign verslunarinnar, nema iiokkur borð, sem hinn skygni kaupandi hafði séð í endann á. Smíðaáhöld og efni í smiðjunni, það sem nýtilegt er, eign smiðanna, selt þeim hver veit hvenær. Bærinn fær það se.m þeir vildu ekki. Setn- ingaráhöld öll enn eign'verslun- arinnar. Þau voru aldrei með í kaupunum. Kaðlar net og vörpur, alt selt öðrum. Jafnvel snjórinn í íshúsinu var enn eign verslun- arinnar, hann var aldrei með í kaupunum! Þar var ósvikinn skopleikur, ef að því hefði mártt skopast, að sjá kaupendurna ganga um Neðsta með seljandanum. Hvefgi verður þverfótað fyrir allskonar verðmæt- um. „Eigum við ekki þetta?" spyr kaupandinn í sífellu. Svarið er altaf sama: „Nei, verslunin á þetta". „Var þetta ekki með f kaupun- um?" Nei, þetta á verslunin, og þetta er selt öðrum, þetta Pétri, þetta Páli. „En þetta?" „Nei, nei. Þið hljótið að vita, hvað þið hafið keypt"! Að lokum standa kaupendur orðlausir og gapandi a'f undrun yfir því hvað aðrir eiga mikið, en þeir lítið. „Hvar er það, sem við keypt- um?" „Þarna og þarna" segir seljand- inn brosandi, og botnlausir bátar, laggbrotin grútarföt, og gatslitn- ar Preseningar glotta framan í þá. Þeir vildu víst helst flýja frá öllu þessu, en ekki tekur betra við þó leitað sé afdreps inni, t.d. í smiðjunni: Kjaftsnúnar tengur og rangeygðar laðir skrumskæla sig framan í þá. Enginn brosir nema seljandinn. Kunnugum hefir . reiknast svo, að samkvæmt tilboði togarafélags- ins hafi Neðstakaupstaðnum fyigt 30—40 þúsund kr. meiri verð- mæti, en honum fylgdi að lokum til bæjarins. Seljandinn hefir líka látið svo um mælt, að enn þá hafi hann aldrei fyrirhitt „meðgjörlegri" samningsaðila, og hann er sann- færður um, að hann muni ekki eiga eftir að hilta þeirra líka, það sem hann á ólifað. Hann ber mjög hlýjan hug til þeirra, þrátt fyrir það, að þeir að hans sögu hafa óbeinlínis snúið á hann í einu mikilvægu atriði. Hann seg- ist sem sé hafa gleymt að setja f samninginn, að ísafj. skyldi kosta sig og fjölskyldu sína í skemtiferð til suðurla'nda annað hvert ár. En til uppbótar fór seljandinn fram á, að bærinn greiddi (eða endurgreiddi) honum skatta og skyldur af eigninni fyrir ca. l/2 ár áður en hann (bærinn) keypti hana. „Selvfelgelig herr Land- brugssagferer" sagði kaupandinn, og þar með var það úttalað mál. En' fyrir þessa smáupphæð segist hr. Vestergaard ekki geta farið nema eina skemtiferð til Danmerk- ur, og það telur hann ekki rétta mynd af búviti bæjarstjórnarmeíri- hlutans á ísafirði. Ekkert sýnir betur en veðskuld- arbréfið takmarkalausa fyrirlitn- ingu seljandans fyrir samnings- aðila. Þar er algerlega að þarf- lausu og gagnslausu fyrir seljanda hlaðið hverri svívirðingu og móðg- un á aðra ofan. Þar er talað um gjaldþrot bæjaríns og annað því líkt, sem ekkert kemur seljanda við, og enga þýðingu hefir fyrir kaupin. Og íslenski, texti samn- ingsins er gerður réttlægri en sá danski. En öllu kyngir kaupandinn. ísfirðingar þekkja alt sitt heima- fólk, og þeir skilja þetta alt ofur- vel. Það er aðeins eitt atriði í þessu máli, sem þeir ekki fá skil- ið. Það er samþykki stjórnarráðs- ins. ísafjörður er sokkinn f skuldir og svo fjarri því að geta staðið straum af þessari nýju skuld, að engar líkur eru til þess, að hann geti staðið í skilum með þær, sem fyrir voru. Um þetta er stjórninni kunnugt, því borgararnir hafa í vetur samþykt á fjölmennum þing- málafundi áskorun til þings og stjórnar um beinan fjárstyrk vegna báginda. Atvinnuvegirnir eru í mestu eymd, og þessi kaup einmitt af- leiðingaríkt spor í þá átt, að drepa þeim enn meir niðurr Um þetta er stjórninni kunnugt, því bæjar- stjórn og borgarar hafa á síðasta vetri leitað hjálpar ríkisins út af þessari eymd og búsveltu. Hafnarsjóður, sem er kaupand- inn, liefir ekkert með eignina að gera og engin ráð til að gera hana arðbæra. Hefir og hafnar- nefnd mótmælt þvi að keyptyrði, jafn vel fyrir 120 þúsund kr., 4 af 10 bæjarstjórnarmeðlimum hafa mótmælt kaupunum, og oddviti bæjarstjórnar og hafnarnefndar hefir varað ráðuneytið alvarlega við því að samþykkja kaupin, fyrst og fremst af fjárhagslegum ástæð- um. Þrátt fyrir þetta alt brýtur at- vinnumálaráðherrann skýlaus laga- fyrirmæli til þess að uppfylla ósk- ir kommunista hér. Að kaupin, og samþykki ráðu- neytisins sé lagabrot, er auð- sannað. Það gerir fyrsta málsgr. 6. grein Hafnarlaga fyrir isafjörð, nr. 34 frá 19. júní 1922, sem hljóð- ar svona: „Eigum hafnarsjóðs má aðeins verja í þarfir hafnarinnar." „Milli undirritaðra, Landsrets- sagforer Harald Vestergaard sem umboðsmanns h.f. Hinar samein- uðu íslensku verslanir í Likvidation og bæjarstjórnar ísafjarðarkaup- staðar fyrir hönd ísafjarðarkaup- staðar vegna Hafnarsjóðs og með samþykki atvinnumálaráðuneytis- ins, sbr. viðfest staðfest afrit af bréfi 31. mars þ. á. frá atvinnu- málaráðuneytinu til bæjarfógetans á ísafirði, er gerður eftirfarandi Samningur um kaup á Neðstakaupslaðareign- ihni, sem að þessu hefir verið í eigu h.f. Hinar sameinuðu ís- lensku verslanir í Likvidation, með tilheyrandi, svo sem að neðan er skráð og sem er'í ísafjarðarkaup- stað, svo og á þeim hluta Skip- eyrar og strandlengju á Kirkju- bólshlíð f Norður-ísafjarðarsýslu, sem tilheyrt hefir h.f. Hinar sam- einuðu íslensku verslanir í Lik- vidation.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.