Vesturland

Árgangur

Vesturland - 04.05.1927, Blaðsíða 2

Vesturland - 04.05.1927, Blaðsíða 2
2 VESTURLAND. VESTUBLAND kemur út einu sinni í viku. kostar 7 kr. um árið. Gjalddagi 1. oktober. Ritstjóri og ábyrgðarmaður Sigurður Kristjánsson. Ritstjórinn til viðtals kl. 4-5 dagl. í Hafnarstr. 1. Sími 99. Afgreiðslum. Loptur Gunn- arsson Aðalstræti 11. Sími 37. 1. Eignunum, sem seldar eru ísa- fjarðarkaupstað með neðanskráð- um skilyrðum, er svo lýst: I. Neðstikaupstaður tekur yfir lóðina frá ysta odda svonefnds Suðurtanga að svonefndum Mjó- sundum, eins og hann nú er í eign h.f. Hinna sameinuðu íslensku verslana í Likvidation og vísast m. a. þar um til lóðabréfs dags. 29. ágúst og 29. september 1885, ásamt með húsum og bryggjum, sem á lóðinni standa og hér er upptalið: 1. Smiðja með áföstu smíðahúsi og járni og áhöldum seljanda. 2. íbúðarhús. . 3. Brennihús. 4. Fjós og hænsnahús. 5. Kjallarahús. 6. Stjórnarhús, dönsku stjórnar. 7. Nýja salthús (áður nefnt nýja kolahús). 8. Gamla kolahús. 9. Kornhús. 10. Turnhús. 11. Fiskhús og fiskþvottahús. 12. Kolaskúr á bryggjunni. 13. Gamla búðin, nú íbúðarhús. 14. íshús með öllum áhöldum. 15. Tjöruhús. 16. Bræðsluhús með áföstum nýj- um skúr, lýsiskörum og öðr- um áhöldum. 17. Skúr á bryggjunni með 8 hkr. mótor. 18. Pamelu-skúr. 19. Gömlu og nýju bryggju. 20. Rennibrautir (Beddinger). 21. Galeasinn (notaður til olíu- geymslu.) II. Hluti seljanda í Skipeyri með gögnum og gæðum eins og hann nú er í eigu h.f. Hinar sameinuðu íslensku verslanir í Likvidation, ! og sem er n/2e hluti af allri eign- inni samkvæmt afsali til handa seljanda 24. október 1919, og á- byrgist seljandi ekki að rétt sé uppgefin stærðin. III. Hluta af strandlengjunni á Kirkjubólshlíð, svonefnd Naust, með vatnsleiðslu og tilheyrandi. í Er hluti sá af strandlengjunni frá Skipeyri að svonefndri Kaldáreyri eins og hann nú er í eign selj- anda samkvæmt afsali 23. sept- ember 1919 í sameign með eig- anda annars lilula landsins. Með Neðstakaupstaðnum fylgir lögð sporbraut ásamt vögnum, með húsunum alt múr- og nagl íast; ennfremur fiskverkunartæki og annaö lausaté, eins og liltekió er í viöfestri skrá, sern undirrituð er af báöum aðilum. 2. Vélbáturinn- Gerpir er einnig með í kaupunum með dælu og öðru tilheyrandi. 3. Hús, lóðir, bryggjur og lausa- fé selst í ástandi því, sem það nú er, og ber seljandi enga ábyrgð á leyndum göllum enda rýrir það eigi kaupverðið þótt þeir fyndust. Alt er selt með þeim réttindum, kvöðum og skyldum er hvílt hafa á í eigu seljandans, og skal það fram tekið, að eigi tekur kaupandi að sér veðskuld þá, er hvílir á eigninni samkvæmt veðskuldabréfi 24. apríl 1922, en seljaldi skuld- bindur sig til að sjá um kvittun hennar og að hún verði máð úr vegmálabókunum. Kaupanda er kunnugt um að eigandi annars hluta Skipeyrar, herra Tryggvi Pálsson og viðkomandi hreppur hafa haldið því fram, að eiga forkaupsrétt að þeim hluta Skip- eyrar og strandlengju á Kirkju- bólshlíð, sein hér er með í kaup- unum og kaupandi viðurkennir að seljandi beri enga ábyrgð á því, þó viðurkendar verði staðhæf- ingar þe'rra. Ennfremur er fram tekið, að skjal dagsett 4. febrúar 1897 inni- heldur svohljóðandi ákvæði: „Eig- endur Kirkjubóls áskilja sér rétt til að mega nota eyrina til beitar og slægna þar sem hún eigi er umgirt eða notuð til bygginga eða vatnsveitinga.“ 4. Kaupandi tekur við eigninni 1. maí þ. á. og er hún frá þeim degi að öllu leyti í ábyrgð hans. 5. Kaupverðið er kr. 135000.00 — eitt hundrað þrjátíu og 5 þús- und króntir (íslenskar) — og greið- ist eins og tiér segir: Viö afhending eign- arinnar 1. maí þ. á. kr. 30000.00 Fyrir afganginum . . - 105000.00 gefur kaupandi út veðskuldabréf með 1. veðrétti í hinni seldu eign. Höfuðstóllinn og afgangur hans í hverju falli óvaxtast með 6u/0 vöxtum p. a. frá 1. maí þ. á. og greiöist með 21000 tuttugu og eitt þúsund krória —- árlegum af- borgunum, er greiðist ásamt á- föllnum vöxtum 30,. apríl, í fyrsta sinn 30. apríl 1928. begar kaupandi hefir greitt Um- samda útborgun og undirritað veðskuldabréfið til seljanda á hann rétt á því að fá afsal fyrir eign- inni. 6. Auk kaupverðsins tekur kaup- andi á sig alla skatta og gjöld, svo sem vátryggingargjöld o. þ. u. 1. af hinu selda, frá 1. janúar þ. á. Hafi seljandi þegar greitt eitthvað af þessum gjöldum end- urgeiðir kaupandi seljanda þau hlutfallslega frá 1. janúar þ. á. að telja. Seljandi gerir það að skilyrði, að íbúðarhúsin á Tanganum verði eigi laus úr íbúð fyr en 1. júlí þ. á. og á kaupandi eigi kröfu til leigu eftir þau frá I dag til 1. júlí þ. á., meðan eigi skiftir um not- endur. Ennfremur er það skilyrði 1 sett, að skip seljanda og bátar, sem ýmist eru á Tanganum eða í skipakvínni, ínegi vera þar end- urgjaldslaust til 1. júlí 1928, enn- fretnur vörur þær og lilutir, sem í geymsluhúsunum eru með sömu skilyrðum til 31. júlí þ. ár. Með tilliti tii skipa, er aðrir en seljandi eiga á Tangantim og í skipakvínni og sem seljandi fær leigu af, fær kaupandi hlutfalls- legan hluta af leigunni frá 1. maí þ. á. að telja. 8. Málið milli kaupanda og selj- anda um niðurrif á nýju bryggj- unni (bryggjuviðbót) sem rekið er fyrir Hæstarétti, verði hafið af seljanda, sem er áfrýjandi, og kaupandi fellur frá kröfurn á selj- anda út af máli þessu, þar með málskostnaði, skaðabólum og sekt- uni. 9. Kaupandi greiðir allan kostnað við stimplun og þinglestur á af- sali og veðskuldábréfi í sambandi við kaupin. Af samningi þessum er viðfest- ur danskur texti. Verði ágreining- ur um þýðing textanna, gildir sá danski. Rísi mál út af samningi þessum, skal það rekið fyrir gestarétti ísa- fjarðarkaupstaðar. ísafirði april 1927. Sem seljandi: Seni kaupandi: V eðskuldabréf. Undirrituð bæjarstjórn ísafjarð- arkaupstaðar f. h. isafjarðarkaup- staðar vegna Hafnarsjóðs viður- kennir hér með að vera orðin skuldug h.f. Hinar sameinuðu íslensku verslanir í Likvidation vegna kaupa á neðantöldum eign- um í ísafjarðarkaupstað og Norð- ur-ísafjarðarsýslu um kr. 105.000.00 — eitt hundraö og firnm þúsund íslenskar krónur. Vér skuldbindum ísafjarðarkaup- stað vegna Haínarsjóðs — sem eftirleiðis er nefndur veðsali til • þess að greiða af upphæð þessari, eða eftirstöðvar hennar eftir hverja afborgun, 6% ársvexti frá 1. maí þ. á. Greiðast vextir þessir 30. apríl, í fyrsta sinn 30. apríl 1928 eftir á fyrir umliðið ár. Auk þess skuldbindum vér ísa- fjarðarkaupstað vegna Hafnar- sjóðs til þess að greiða árlegar afborganir af höfuðstólnum með 21.000 — tuttugu og eitt þúsund krónum uns skuldin er að fullu greidd, og fer afborgun fram 30. apríl, í fyrsta sinn 30. apríl 1928. Vextir og afborgun skal greiðast gegn kvittun á skuldabréf þetta skaðlaust og burðargjaldsfrítt veð- hafa eða umboðsmanni hans á þeim stað hér á landi, er hann kynni að taka tii. Svo fremi að eigi skifti um eigendur að eigninni, er skuldin óuppsegjanleg af hálfu veðhafa. Hinsvegar getur veðsali hvenær sem hann óskar greitl veðskuld- ina að fullu, enda falli þá vextir niður frá greiðsludegi. Til tryggingar skaðlausri greiðslu höfuðstóls, vaxta, vaxtavaxta og dráttarvaxta og alls kostuaðar við Til leigu 2 stofur og eldhús hjá Marís Gilsfjörð. = Karfmannaföt frá 36 kr. settiö. ■ Fermingarföt igj írá 33 kr. seltiri. == Unglingaföt m frá 30 kr. settið. H = Hálstau, Sokkar, Nærfatn- H! aður allskonar í m SoffíubúÓ. m málsókn, búskifti eða aðra rétt- argjörð, þar með innheimtulaun og málfærslulaun, seljum vér hér með, að fengnu samþykki atvinnu- niáláráðuneytisins, sbr. viðfest staðfest afriti af bréfi 31. mars þ. á. frá atvinnumálaráðuneytinu til Bæjarfógetans á ísafirði, veðhafa eða þeim, er hann kynni að fá rétt sinn í hendur, að veði, með 1. veðrétti neðantaldareignirísafjarð- arkaupstaðar vegna Hafnarsjóðs, samkvæmt afsali dagsettu í dag, sem þinglesið er með veðskulda- bréfi þessu: 1. Neðstakaupstað í ísafjarðar- kaupstað með lóð frá fremsta odda Suðurtanga að svonefndum Mjó- sundum eins og hann tilheyrir veðsala samkvæmt téðu afsali með fylgjandi húseignum og bryggjum, eins og hér segir: 1. Smiðja með áföslu smíða- húsi, 2. íbúðarhús, 3. Viðarhús, 4. Fjós og hænsahús, 5. Kjallari 6. Stjórnarhús, 7. Nýja salthús (áður nefnt nýja kolahús), 8. Gamla kolahús, 9. Kornhús, 10. Turnhús, 11. Fisk- og íiskþvotta- hús, 12. Kolaskúr á bryggjunni, 13. Gamla búðiii, nú íbúðarhús. 14. íshús, 15. Tjöruhús, 16. Bræðsluhús með áföstum nýjum skúr, 17. Skúr á bryggjunni með 8 hkr. mótor, 18. Pameluskúr, 19. Gamla og nýja bryggja, 20. Renni- brautir, 21. Galeasinn, notaður til oliugeymslu. 2. Hluti veðsala (-* 1 2 3 /a() hluti) í Skipeyri og 3. Hluti veðsala í strandlcngj- unni á Kirkjubóishlíð (svonefnd Naust) í Norður-ísafjarðarsýslu, á- samt með öllu er fylgir og fylgja ber og eins og það er í eign ísa- fjarðarkaupstaðar vegna Hafnar- sjóðs samkvæmt téðu afsali, alt múr- og naglfast húsunum til- heyrandi, lóðir, öll leiga og aðrar tekjur af eigninni, brunabótafé veðsins, rekstursmunir utan og innan húss I Neðstakaupstað, alt i því ástandi sem veðiö nú er og verða kynni með viðbótum og endurbótum. Verði bú ísafjarðarkaupstaðar eða Hafnarsjóðs tekið til gjald- þrotameðferðar eða verði á því hafin nauðungarsala eöa verði það sett undir eftirlit annara en venjulegra bæjaryfirvalda, leiti veðsali nauðasanminga eða stöðvi útborganir, verði fjárnám gert i eigninni, verði vextir eða afborg- anir ekki greiddar í réttan gjald- daga, hirði veðsali veðið illa eða

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.