Vesturland

Árgangur

Vesturland - 15.05.1927, Blaðsíða 1

Vesturland - 15.05.1927, Blaðsíða 1
VESTURLAN Ritstjóri: Sigurður Kristjánsson. IV. árgangur. ij ísafjörður, 15. maí 1927. | 16. tölublað. EIGNIR TIL S0LU. Eftirtaldar eignir dánarbús Guðmundar Sveinssonar í Hnífsdal eru til sölu: 1. 4 hundruð í jörðinni Fremri-Hnítsdalur. 2. 4‘|2 hundrað í jörðinni Neðri-Hnítsdalur, (Heimabær). 3. íbúðarhús. 4. Verslunarhús og öll önnur hús og' mannvirki dánarbúsins, sem á lóð þess eru. Ennfremur getur lylgt með í kaupunum vörubirgðir og útistandandi skuldir búsins. Væntanlegir kaupendur sendi tilboð sín til undirrit- aðra skiftaforstjóra dánarbúsins, sem jafnframt gefa allar upplýsingar, eigi síðar en 1. júlí n. k. Ísafirði, 6. maí 1927. Karl Olgeirsson. Magnús Thorsteinsson. Frá aðalfundi Búnaðarsamb. Vestfjarða. Fundurinn var haldinn á ísafirði 22. og 23. apríl. Auk stjórnarinnar voru mættir þessir fulltrúar: Quðm. f>. Guðniundsson Finn- bogast. fyrir Búnaðarfél. Árnes- hrepps. Guðmundur Jóhannsson Kleifum fyrir Bún.félag Kaldrananeshr. Ingimundur Fr. Magnússon Ósi fyrir Bún.félag Hrófbergshrepps. Guðbrandur Björnsson Heydalsá fyrir Bún.félag Kirkjubólshrepps. Oddur Lýðsson Hllð fyrir Búnað- arfélag Fellshrepps. Ólafur E. Einarsson Þórustöðum fyrir Bún.félag Óspakseyrarhr. Guðjón Guðmundsson Ljótunnar- stöðum fyrir Bún.félag-Bæjarhr. Ólafur Þórðarson Valshamri fyrir Búnaðarfélag Geiradalshrepps. Jón Þórarinsson Hvammi fyrir Búnaðarfélag Þingeyrarhrepps. Jóhannes Davíðsson N. Hjarðard. fvrir Bún.félag Mýrahrepps. Kristján Jóhannesson Hjarðardal fyrir Bún.félag Mosvallahrepps. Arngr. Fr. Bjarnason Bolungarvík fyrir Bún.félag Hólshrepps. Tryggvi Pálsson Kirkjubóli fyrir Búnaðarfélag Eyrarhrepps. Grímur Jónsson Súðavik fyrir Búnaðarfélag Súðavíkurhrepps. Bjarni Sigurðsson Vigur fyrir Bún- aðarfélag Ögurhrepps. Páll Pálsson Vatnsfirði fyrir Bún- aðarfélag Reykjarfjarðarhrepps. Jón H. Fjalldal Melgraseyri fyrir Búnaðarfélag Nauteyrarhrepps. Ásgeir Guðmundsson Æðey fyrir Búnaðarfél. Snæfjallahrepps. Reikningar félagsins fyrir næst- liðið ár voru samþyktir athuga- semdalaust. Er fjárhagur þess góður. Sjóðeign 9530 krónur. Tekjur félagsins næsta ár eru á- ætlaðar 17560 krónur (með eftirst.) Eftirstöðvar næsta ár eru áætl- aðar kr. 6785. — Veittar eru til jarðræktar krón- ur 2600. — Þar af til garðræktar, styrkir og viðurkenningar til ein- stakra manna kr. 800. — Til verkfærakaupa og tilrauna með jarðyrkjuverkfæri eru veittar kr. 2200. — Til sauðfjárræktar voru veittar kr. 575. — Var helsta nýmæli fundarins það, að félagið gangist fyrir stofnun sauðfjárkynbóta- bús. Finni Guðmundssyni á Kaldá i Önundarfirði var veittur 400 kr. styrkur til rafstöðvar, er hann hefir komið upp til ljóss og hitun- ar og ýmiskonar vinnu á heim- ilinu. Vildi fundurinn að félagið legði slikum framkvæmdum lið- sinni, Þá voru veittar kr. 200 — til athugunar um silungsklak. Helstar tillögur, er samþyktar voru, eru þessar: Um sauðfjárrækt: 1. „Búnaðarsamband Vestfjarða veitir kr. 300 til stofnunar sauð- fjárkynbótabús á sambandssvæð- inu, sem leggi stund á ullar- og kjötframleiðslu.“ Þessi skilyrði fylgdu: Stjórn sambandsins sé falið i samráði við Hallgrím Þorbergsson að ákveða hvar og hjá hverjum búið skuli vera. Sambandsstjórnin setji önnur nauðsynleg skilyrði fyrir rekstri búsins. Að öðru leyti sé farið eftir gild- andi reglum B. í. í þessu efni. 2. Sambandsstjórn heimilast að fá fjárræktarmann, helst ráðunaut B. í., til þess að ferðast n. k. vetur um þann hluta Sambands- svæðisins, sem eftir varð s.l. vetur. Um nautgriparækt (frá búfjárræktarnefnd.) 1. „Nefndin ereindr egið þeirrar skoðunar að nautgriparæktin sé í viðsjárverðri vanhirðu og telur mjög nauðsynlegt að hafist sé handa nú þegar til umbóta á því sviði. Vill nefndin því að Búnað- arsamband Vestfjarða hvetji bún- aðarfélög á Sambandssvæðinu til að beita sér fyrir samtökum til viðreinsar nautgriparæktinni með því að styrkja félög til nautakaupa í samráði við nautgriparæktarráðu- naut B. Í., sem væntanlega ferð- ast um sambandssvæðið til naut- gripasýninga á þessa vori.“ Síðar á fundinum mintust full- trúarnir kúnna og samþyktu þá eftirfarandi tillögu: 2. „Búnaðarsamband Vestfjarða er þeirrar skoðunar, að nautgripa- ræktinui víðsvegar um land fari í ýtnsu hnignandi, sérstaklega vegna þess, hve ung og ónýt naut eru notuð til undaneldis. En vegna þess hve nautgripa- ræktunarfélögin hafa átt örðugt uppdráttar vegna illrar og ónægrar þátttöku bænda, þar sem þó ágæt skilyrði eru til nautpeningsræktar, skorar funduritin á B. I. að hlut- ast til um á næsta Alþ. að semjá lög um kynbætur nautgripa í líku sniði og lög um kynbætur hrossa frá síðasta þingi.“ Utn rafvirkjun. „Fundurinn skorar á sambands- stjórnina að hún útvegi rafvirkja- fræðing Búnaðarfélags íslands til þess að ferðast um Sambands- svæðið i júní — júlí þ. árs, til þess að athuga rafvirkjunarskil- yrði, gera mælingar á leiðslum, bæði í stokkum og loftleið, og gera kostnaðaráætlun. Verðikostn- aður við þetta start greiddur úr sambandssjóði að því leyti er ekki fæst frá B. í.“ Þessar tillögur voru enn frem- ur samþyktar: 1. Fundurinn felur stjórninni að sjá utn að rnenn þeir, er ferðasf til leiðbeininga um sambands-- svæðið, hvort heldur eru silungs- klaks- rafvirkja- eða fjárræktar- fræðingar, fari sem allra víðast um, eftir því sem óskað er um sambandssvæðið, svo allir hlutað- eigendur geti notið þeirra sem best. 2. Með skýrskotum til tilrauna þeirra, er Erasmus Gíslason hefir haft með höndum um fullkomnun í verkun votheys, felur fundur- inn stjórn sambandsins að afla sér ýtarlegustu upplýsinga I þessu efni, og skýra frá þeim á næsta Sambandsfundi. í stjórn félagsins var endur- kosinn Ólafur Pálsson kaupm. Jón H. Fjalldal var endurkos- inn varaformaður. Sömuleiðis voru endurskoðend- ur og varaendurskoðendur end- urkosnir. Ákveðið var að næsti aðalfund- ur skyldi haldinn á ísafirði. Andvana fæðing. í lok fundarins stóð upp einn fulltrúinn úr Sy'andasýslu og fal- aði skírnarvotta til handa þessu afkvæmi: Fundurinn lýsir fullu trausti á form. B. I. og vottar honum þakklæti sitt fyrir góða og friðsæla framkomu á síðasta búnaðarþingi, jafnframt óskar fundurinn að B. I. fái að njóta hans sem fornt. fyrst um sinn. Fulltrúarnir þóttust ekki sjá lifs- mark með óburði þeim og töldu heppilegast að grafinn yrði utan garðs. Varð Ströndungurinn að sætta sig við þau málalok og sést dysin því ekki I fundargerð- jhni. Útsvörin. Hæsíu gjaldendur 1927. Nathan & Olsen 10000 Hávarður ísfirðingur 5000 íshúsfélag ísfirðinga 4400 Jökull (íshúsið) 4200 Gláma — 3800 Jón S. Edwald 3500 Björn Guðmundsson 3400 Braunsverslun 3300 Gunnar Juul 3200 Sam. ísl. verslanir 3000 Soffía Jóhannesdóttir 2800 Ragnhildur Sigurðardóttir 2700 Vilmundur Jónsson 2500 Guðni M. Bjarnason 2100 Magnús Thorberg 2000 Áfengisverslun ríkisins 2000 Ólafur Kárason 1900 Karl Olgeirsson 1900 Verslunin Björk 1800 Oddur Gíslason 1800 Kaupfélagið 1670 Raflýsingarfélagið 1600 Sigurjón Jónsson bankastj. 1500 Magnús Magnússon 1400 Tryggvi Jóakimsson 1200 Guðrún Jónasson versl. 1200 Sigfús Daníelsson 1000 Smjörlíkisgerð jsafjarðar 1000 Akureyrar 1000 Ólafur Pálsson 1000 Elías J. Pálsson 900 ísafjarðar* Bíó 900 M. Thorsteinsson bankastj. 840 Elías Halldórsson 840 Leó Eyjólfsson 800 Bökunarfélag ísfirðinga 750 Dagsbrún verslun 700 Guðjón L. Jónsson 700 Árni Gíslason , 650 Arnór Kristjánsson 650 Guðm. Br. Guðmundsson 600

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.