Vesturland

Árgangur

Vesturland - 15.05.1927, Blaðsíða 2

Vesturland - 15.05.1927, Blaðsíða 2
2 VESTURLAND. Jónas Tómasson 525 Jóhannes Stefánsson 500 Vélaverksm. J. Þorbergss. 500 Bárður Q. Tómasson 500 Björn Magnússon 500 Frh. Málsvörn Finns. Framkvæmdastjóri Togarafélags ísfirðinga hefir beðið mig að birta í Vesturlandi eftirfarandi athuga- semd: Eg leyfi mér að gera hér at- hugasemd við part af grein Finns Jónssonar „Ilt er illur að vera“ í 16. tbl. Skutuls 7. þ. m., sem byrjar þannig. „Meirihluti bæjar- stjórnar hefir þvert á móti gefið togarafélögunum kost á að fá verkaðan afla sinn fyrir leigu er nam að eins 1.25 pr. þurfiskskip- pund“ o. s. f. Þetta tilboð hefir ekki Togara- félag ísfirðinga fengið. Það eina sem Finnur Jónsson (ekki annar úr bæjarstjórn) hefir talað við mig um verkun í Neðsta er það, hvort Togarafélag ísfirð- inga vildi ekki taka Neðsta á leigu, og sagði eg honum, að eg skyldi leggja það fyrir stjórnina, og láta hann vita hvað stjórnin segði um það. Seinna tilkynti eg Finni Jóns- syni, að stjórnin hefði ákveðið að fara ekki út á þá braut, að leigja verkunarstöð oghaldastarfs- fólki við fiskverkun, en afturámóti láta fiskinn til verkunar, fyrirþau bestu kjör sem fengjust. Seinna kom Finnur Jónsson til mín og spurði mig hvort við ekki mundum sinna boði um verknu í Neðsta ef tilboð kæmi þaðan, og sagði eg, að því gæt- um við ekki haft neitt á móti, ef það væri með þeim verkstjóra, sem við tækjum gildan. En það tilboð hefir ekki komið. Tryggvi Jóakimsson. Mér datt í hug, þegar eg tók pennan til þess leiða verks, að svara grein F. J. „Ilt er illur að vera“ í 16. tbl. Skutuls þ. á., hvort flokksbræður hans létu hann hafa orð fyrir sér, af því þeir héldu, að greinum hans yrði síst svarað. Önnur skynsamleg ástæða er tæplega finnanleg, því maður, sem byggir frásögn sína á til- hæfulausum og augljósum ósann- indum, og auk þess er svo fjarri því að geta rökrætt mál, að hann skilur ekki einu sinni hvað rök eru, getur ekki frá venjulegu sjón- armiði talist ákjósanlegur málsvari. En það er satt, að fátt er leiði- gjarnara verk en að skifta orðum við slíka menn, og allra manna eru þeir Iíklegastir- til þess að hafa síðast orðið og svæfa þá sem á hlýða. Athugasemd framkvæmdastjóra Togarafélags ísfirðinga hér að of- an sýnir, að staðhæfing F. J. un: það, að bæjarstjórnarmeirihlutinn hafi gefið því togarafélagi kost á ódýrri verkun í Neðstakaupstaðn- um, eru tilhæfulaus ósannindi. Mér er kunnugt um það, sem einum í stjórn h. f. Græðir, að þæjarstjórnar meirihlutinn hefir Hjartans þakkir fyrir auðsýnda hluttekningu, við and- lát og jarðarför elsku litla drengsins okkar Jens Guðmundar. Jensína Jensdóttir, Páll Þórarinsson Hnifsdal. Sýningu á allskonar íslenskum handiðnaði heldur kvenfél. „Ósk“ á ísafirði dagana 15.—2o. júni n. k. Eru það vinsamleg tilmæli vor, að konur og karlar láni muni i þessu skyni og sendi þá einhverri af undirrituðum fyrir 5. júní n. k. ísafirði, 7. inaí 1927. Vinsamlegast. Rósa Kristjánsdóttir, Kristín Sigurðardóttir, Helga Tómasdóttir, Ástríður Ebenesdóttir, Sigrún Júlíusdóttir. Andrea Filippusdóttir, Anna Björnsdóttir. Nýkomið: | Klædi, afar fínt, | Reiðfatatau, | Káputau, | | Fermingarföt, | Drengjaföt, | Karlmannaföt, 1 Nærfatnaður, fyrir | | dömur herra og börn, sér- j | lega ódýr, mikið úrval o. m. fl. I \ Karl Olgeirsson. M ^l||llllllilllllllllllllllllllllllllllllllllllll]!lllllllllllllllllllllllllllllll>l>|||,r hvorki boðið því félagi leigu né verkun. Þetta atriði er því, hvað bæði togarafélögin snertir vísvitandi ósannindi. F. J. segir að togarafélagið hafi boðið í Neðstakaupstaðinn af kappi móti sjálfu sér, fyrst8o þús. kr., svo loo þús. kr. þar næst 11 o þús. kr., og loks 13o þús. kr., og síðasta tilboðið hafi verið gert alveg út í bláinn. Hér reka hver ósannindin önn- ur. í fyrsta lagi hefir togarafélag- ið aldrei gert eitt af þessum til- boðum, hvorki munnlega né skrifl. Eru þetta að sönnu smávægileg ósannindi á mælikvarða F. J. í öðru lagi hefir togarafélagið aldrei boðið í kapp við sjálft sig. Seljandinn sagði að annar kaup- andi kepti um eignina, og er það nú í Ijós komið, að þessi kepp- andi var Finnur Jónsson fyrir hönd hafnarsjóðs eða bæjar, en umboðslaus og því í algerðu heimildarleysi. Má telja að F. J. sé meir en í meðallagi bligðun- laus, að vekja máls á þessu at- riði, hafandi jafn skitinn málstað. í þriðja lagi eru það ósannindi að togarafélagið hafi gert síðasta tilboðið utibláinn. Stjórn Togara- félags ísfirðinga hefir í 11. tbl. Vesturlands sýnt og sannað, að það tilboð var eins vel undirbúið og trygt, eins og gerist meðal heiðvirða manna. Það strandaði á 4o þús. kr. bankaábyrgð, sem félagið átti vísa, ef bærinn léti tilboðið hlutlaust, og um það lá fyrir loforð frá meirihlutanum úr bæjarstjórn. En það loforð sveik F. J. Eg lái ekki F. J. þótt hann sé dálítið hreykinn af, að hafa leikið svona stórt hlutverk. En áreiðanlega á liann fáa öfundar- menn. — Eg hefi hér sýnt að uppistaðan í grein F. J. er ósannindi. Og verot er, að flest eða öll virðast þau vísvitandi. Kem eg þá að I ivafinu. F. J. reynir að sanna það, að ! togarafélögin hefðu látið verka I afla sinn utan ísafjarðar, þótt þau hefðu eignast Neðstakaupstdðinn, og hefðu því ekki aukið atvinnu i í bænum. Rökin eru þau, að fé- lögin hafi áður (þ. e. undanfarin ár) látið verka afla sinn annars- staðar. M. ö. o.: Af þvi að tog- arafélögin létu verka afla sinn ut- ! an ísafjarðar meðan þau áttu enga verkunarstöð, mundu þau halda því áfram þótt þau eignuðust verk- unarstöð á ísafirði. Þá segir F. J. að togarinn Haf- stein hafi selt vetrarafla sinn í Rvík, áður en Neðstakaupstaðark. fóru fram. Á þetta enn að sanna það, að Hafstein hefði ekki lagt afla sinn á land í Neðsta, þótt togarafélögin hefðu eignast hann. Neðstakaupstaðarkaupin fóru ekki fram fyr en 21. apríl og var þá vetrarvertíð lokið. Er það víst öllum öðrum en F. J. jafn aug- ljóst, að til þess að bíða þeirra úrslita, hefðu togararnir orðið að liggja yfir vertíðina, eins og hitt, að þeir hefðu notað sína eigin verkunarstöð ef þeir hefðu eignast hana. Rökvillurnar í grein F. J. verða seint tæmdar. Hann telur að verð- ið geti ekki verið missmíð á kaup- unum, af því að íhaldsmenn myndu vilja eiga eignina fyrir þetta verð. Þetta um íhaldsmenn er ósann- að, en þó satt væri, eru það einber Finnsrök. Frá kaupanda hálfu eru það misfeliur að kaupa hærra verði og með lakari kjörum, en hægt var að komast að, eins og varð með Neðsta. Aleinstakt mun það vera, hvernig F. J. rökstyður það, að Neðsti- kaupst. hafi ekki verið fáanlegur iægra verði en hafnarsjóður keypti. Hann fer til seljandans og biður hann að gefa yfirlýsingu um þetta. Eg get sagt F. J., að euginn hlutur er auðveldari ,en að fá seljanda til að lýsa því yfir við kaupanda, að það selda sé ekki of dýrt og hafi ekki verið fáanlegt fyrir minna. Hitt er annað mál, að slíkt er víst af fáum talin mikil sönnun. Og eg get bætt því viö, að seljanda Neðstakaupst. þótti þessi málaleitun F. J. dálítið bros- leg. Og við aðra var honum það ekkert Iaunungarmái, að hann hefði orðið að selja fyrir 80 þús- undir, ef hann hefði ekki fengið hærra boð. Eitt af þvi broslega í málas- vörn F. J. er kaflinn, sem hann birti úr skeyti seljandans. Þetta skeyti er svona tilkomið: Togarafélag ísfirðinga hafði sett í tilboð sitt: „Tilbyder kobe Neðstikaupstað- urinn Isafjord med Qrund optil Mjósund og alt fast saasom alle Huse, Broer og alle tilhorende Handels- og Fisktorringsredska- ber, Inventar og Materialer For- retningen tilhorende derliggende Veiðarfæri. Lóðir 3V* pd. selur Friðjón Sigurðsson. Hessian, Bindigarn, Saumgarn ávalt fyrirliggjandi hjá Friðjóni Sígurðssyni. alt nærmere detailleret, Opskib- ninsbaade Vandbaad Gerpir med tilhorende Vandledning paa Naust og Strandgrund der, Skipeyri og Motorbaad Springeren med alt til- behor til et belob af 130000. . . .“ Seljandi gekk að þessu tilboði, en kaupin strönduðu á því, að fé- lagið gat ekki þegar til kom, upp- fylla skilyrðið um bankatryggingu, eitis og fyr segir. Hvernig svo sem því nú er var- ið, þá endadi eitt samtal F. J. við seljandann á því, að F. J. bað hann að senda sér skeyti um það, að þessir hlutir í tilboði togarafé- iagsins: Materialer, Opskibnings- baade (að nokkru leyti) og Mot- orbaad Springeren med alt Tilbe- hör fylgdu ekki tneð i kaupununt til bæjarins og hefðu aldreiáttað fylgja! Kunnugum reiknast svo til, að seljandinn geti nietið sér þetta samtal til tekna á 3o—4o þús. kr. auk ánægjunngr. Það er víst ekkert auðveldara en að fá seljanda til þess að lýsa því yfir, að minna skuli fylgja með í kaupum, en ætlað var, ef kaupin eru jafn viss eftir sem áð- ur að óbreyttu verði! Þetta mundi F. J. e. t. skilja, ef hann setti sig í spor seljanda. Það er eðlilegt um F. J. að hann er upp með sér af viðskift- um sínum við ráðuneytið, og hælist um yfir úrslitunum, en ekki öfunda eg það af vörn þeirri er hann færir fyrir það, né heldur hinu, að verða að láta F. J. flaðra upp um sig. S. K. Hljómleika mjög fjölbreytta heldur Jónas Tómasson hér í kirkjunni I kvöld.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.