Vesturland


Vesturland - 15.05.1927, Blaðsíða 4

Vesturland - 15.05.1927, Blaðsíða 4
VESTURLAND. Herradómur Högna og hreinskilni Vesturlands. RUstjóri „Vesturlands!„ Kunningi minn siendi mér ný- skeð 13. tbl. þ. á. af blaði þínu, dags. 12. þ. m., sem m. a. flytur frásögu af borgarafundi sem hér var haldinn. Þar sem þetta er nú i þriðja skifti sem þú lætur blað þitt flytja óþykkjugreinar í minn garð — og eg hefi áður ekki virt þær svars, en þú í ámintu blaði nú boðið rúm til andsvara, er rétt að eg reki þessa frásögu nokkuð, enda þðtt allir kunnugir viti, að hún er jafn fjarri réttu og gamla „Kára" greinin í „Vesturl.", sem sakaði mig um harðleikni í viðskiftum og samanburðurinn við Sölva Helgason; eða m. ö. o. venjuleg- ur Vesturlandssannleikur. Fyrst i frásögn þessari er sagt frá því, að borgarafundurinn hafi verið haldinn 27. mars. Vandalít- ið sýnist vera að fara rétt með þetta atriði, en það er nú öðru nær. Fundurinn var haldinn 27. febr. s. 1. þá er frá því sagt, að 40 borgarar hafi skorað á oddvita að boða til almenns sveitarfundar. Talan er rétt en hitt vafasamt, að telja eigi sem borgara alla sem gjalda til sveitar, ef þeir að lög- um hafa ekki atkvæði um þau málefni, en svo er meðal annars um greinarhöf., að því viðbættu að hann galt ekkert til sveitar s. 1. fardagaár, en hann var einn af þeim 40. Ekki er það heldur rétt, að Pétur Oddsson hafi lagt til „að dagskrá yrði sú sem borgarar báðu um". P. O. gerði tillögu um það f hreppsn., „að oddvita væri falið að ákveða fundardag og dagskrá", en oddviti gat þess á hreppsnefndarfundinum, að hann myndi taka á dagskrá þau mál, sem óskað hafði verið eftir, eins og hann gerði. Þá er enn ein aths. við forsend- ur þessarar fundarfrásagnar. Hún er sú, að oddviti óskaði eftir því að vera laus við fundarstjórn, en greinarhöf. og ýmsir aðrir lögðust mjög fast á móti því og fengu samþ. fundarins fyrir því, að oddviti yrði fundarstjóri. Lýsti oddviti þvi þá strax yfir, að hann myndi eigi láta þá kosningn binda sig til þess að sitja lengur á fund- inum en honum Iikaði. Þá kemur sjálf fundarfrásögnin. Eins og getið er 1 gr. var fundur settur. kl. rúml. 5 (nákv.l. 52u síðd.) og stóð til kl. 3 að nóttu. Flest- um ókunnugum mun nú verða á að spyrja: Hvaða ógnarkökkur hefir setið í mönnunum, að þurfa allan þennan tíma til þess að koma því fram úr sér sem þeir ætluðu að segja? — og að því er skilst á frásögn „Vesturl." voru þó ekki búnir nema að nokkru leyti. Annað mun þá ekki slður furða, sem vanir eru slíkum fund- um. Hversvegna voru engar álykt- anir bornar fram í málum þeim, sem rædd voru? er ekki eitthvað gruggugt þar á bak við — eða var fundarhaldið frá liálfu sumra manna tómur leikaraskapur? Barnavagn i ágætu standi til sölu. Einnig hjólhestur. Gestur J. Árskóg. Herkastalanum. Rangfærslunum og ósannindun- um í frásögninni hirði eg ekki að svara frekara; það er hvorttveggja svo auðsætt; t, d. að oddviti hafi oft verið ámintur. Á fundinum sá'tu eigi eingöngu fjöldi manna héðan, heldur einnig mestan hluta fundarins þrír merkir borgarar frá ísafirði, þeir: Magn. Magnússon kaupm., Jón Brynjólfsson útgerð- arm. og Jóh. Bárðarson bæjarfull- trúi. Hefðir þú, ritstj. góður getað fengið hjá þeim hlutlausa frásögn eða álit og eg tel að hverjum ritstj. sem hefði viljað vita hið tétta sé skylt að gera það, áður en hann birtir eitt eða annað op- inberlega. Og því heldur geri eg þá kröfu til þín um þetta atriði, að þá hefir mikið breyst trúin á vitsmuni þína, ef þú ekki hefir strax séð í gegnum jafn götótta flík og þessi frásögn er. Alt tal greinarhöf. um fundar- lokin er svo ósvífnislegt, að sér- staka óskammfeilni þarf til. Hann getur þess, að heyrst hafi hrópað: „Niður með oddvita". Það errétt, en greinarhöf. lætur þess ógetið hver það gerði. Hrópið gerði út- úrdrukkinn auðnuleysis jafnaldri greinarhöf., en enginn tók undir það, — jafnvel ekki greinarhöf., sem margir myndu telja maklega að slíkum félagsskap kominn. Eins er um það, að. fundinum hafi ekki verið haldið áfram. Þar sem umræðutími var ótakmarkað- ur hefði hann getað staðið æði lengi. Svo er'anuað, sem margir munu kannast við frá slíkum fund- um, að þegar þeir hafa staðið jafn lengi og þessi er allur þorri fólks farinn og slikir fundir þá réttnefndari fámennir en almennir. Svo var einnig með þennan fund. Kl. 3 sátu í búsinu rúml. 20 manns og ekki nærri allir af þeim áttu atkvæðisrétt um sveitarmál. Hvað gat það þýtt að halda svo fámenn- um fundi áfram? — Af hreppsn. hálfu var líka rétt á eftir (5. mars)s boðið að halda fundinum áfram og var oddviti þess mjögfýsandi. En þá vildu þeir, sem mest hafa haft sig frammi i þessum málum, engan fund. Eg vil þessa vegna biðja þig, ritstj. góður — þótt verið geti að meinbón sé, — að áður en þú eða hlaupgjarnir æskumenn í skjóli þínu fitja næst upp, að í frásögn- inni verði heldur meiri hreinskilni og ofurlítið drenglyndi. Sannleiks- ást nefnir maður ekki, því eins og þér mun kunnugt forðast allir að nefna snöru í hengds manns húsi. Bol.vik, 30. apríl 1927. Arngr. Fr. Bjarnason. Athugasemd. Eins og lesendum Vesturlands er kuhnugt, fékk hr. Högni Qunn- arsson í Bolungarvík 12. apríl s. 1. birta í blaðinu grein um borgara- fund í Bolungarvík. Gat eg þess í aths., að mér þætti ekki senni- legt, að lesendur blaðsins hefðu áhuga fyrir þessu máli. Hélt að Hráolíuhreifilíinn „GREI" er bygður úr aðeins úrvalsefni og allur frágangur hinn vandað- asti. Hann er traustur en óbrot- inn, gangviss og oliuspar, með:, öllum nýtísku útbúnaði. Hinn á- byggilegasti skipa- og bátahreyf- ill. Festið ekki kaup án þess a8r leita upplýsinga hjá umboðsmönn- um eða P. A. Ólafsson Reykjavík. | Ljósakrónur og lampar. | 1 Fjölbreyttasta úrval á íslandi j hjá | Jóni Sigurðssyni j = Austurslr. 7. Reykjavlk Sínii 836 j| ^ílllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllli^ Margar tegundir af Blóm- sveigum og böndum. Lík- kistur og líkklæði ódýrast hjá Árna Olafssyni. þeir létu ekki fremur en eg, ná- grannakryt í Bolungarvík koma sér við. Mér er auðvitað með öllu ó- kunnugt um þau mál, sem þeir herrar H. G. og A. F. B. deila um, og er sú deila mér alger- lega óviðkomandi, þar eð báðir bera með undirskrift sinni fulla ábyrgð þess er þeir skrifa. Eg sá ekki ástæðu til að neita H. G. um rúm fyrir grein hans, af því að hún var kurteislega orð- uð> og gaf eg mótpartinum leyfi til andsvara í blaðinu í því trausti, að hann gætti hins sama, þótt sú von hafi ekki viljað rætast. Það mun nokkuð sjaldgæft, að kurteislegu tilboði blaðstjóra um rúm I blaði hans, til að ræða honum alóviðkomandi mál, sé svarað með klúryrtum skömmum i garð blaðsins. Hitt mun einnig sjaldgæft, að menn sem komnir eru til aldurs og þroska, kunni ekki að greina milli þess, sem menn fá birt í blaði undir eigin nafni og á eigin ábyrgð, og orða blaðsins sjálfs. En þótt hvort- tveggja þetta hafi hent hr. A. F. B., læt eg það ekki breyta neinu um tilboð mitt. Eg sé að A. F. B. hefir alt frá síðustu þingkosningum byrgt með sér þunga gremju. Slík gremja gerir ekki einasta að þjá þá menn sjálfa, er hana bera, heldur skap- ar hún bölsýni og þá vanstillingu í ^skapsmunum, sem vel getur einnig skaðað aðra. Eg tel því heilsufarslega nauðsyn að slíkt fái útrás, ekki sist er það verður öðrum að skaðlausu. — Eg veit að lesendur Vesturlands telja það hvorki óeðlilegt né ó- viðeigandi, þótt eg mælti á sfnum tíma á móti kosningu A. F. B. I N.-ísafjarðarsýslu. Eg hafði áður mælt með öðrum manni til þing- menskunnar þa.r, og hlaut því að Hangikjöt, Smjör, Skyr, Egg á 20 aura, Ólafur Pálsson. -------------------------------------------------—- Gúmmistigvél fyrir börn, þrjár tegundir. Góð og ódýr. Nýkomin til* Ó. J. Stefánssonar. Skilvinduolía. kr. 1.75 ttaskan. Óiafur Pálsson. Atjiugið hetta: Þegar menn kaupa málningar* vörur, ættu þeir að athuga,* að það besta er billegast. Hefi nú flestar tegundir af farva og lökkum til húsa og skipa,- einnig veggfóður og pappa á loft og veggi, sem eiga að málast, masklnupappir, pensla, brons o. fl. Vinn alt fljótt og vel. Finnbjörn málari. taka hart á því, er A. F. B, kom til höfuðs honum og reyndi að kljúfa þann flokk, er að kosningu hans stóð. Verður A. F. B. ein- göngu að kenna sér sjálfum, að hann lagði út i þá ófæru, eins og hitt, að honum hafði ekki tekist að vinna sér það traust í héraði, er gert gæti fallið mildara. Sama er um passann: „Hvern á að kjósa?" A. F, B. hafði ekki mín ráð við, er hann gaf, hann út. Og hefði eg haft tækifæri- til, hafði eg eflanst verjð.svo einlæg- ur, að ráða honum frá að birta svo leiðinlegt sjálfshól. Um passa Sölva Helgasonar er það að segja, að hann héfir aldrer verið neitt leyndarskjal. Og.ekki fæ eg séð, að það rýrði neitt sómag: Amgríms, þótt menn sæju, acfc uppi hefðu verið á undan honum menn með viðunanlegt sjálfsálit.*) Sigurður Kristjánsson. *) Eg vil nota tœkifæriö til þe*S að auglýsa eftir blaði þyl af Vesturlandi, sem passarnir eru birtir i. Það er 17.. tölublað I. árgangs, og verður hvertein- tak af þvi bórgað með, e i n n i k r ó n u á afgreiðslu blaðsins. S. K. /

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.