Vesturland


Vesturland - 23.05.1927, Blaðsíða 2

Vesturland - 23.05.1927, Blaðsíða 2
VESTURLAND. 7. gr. í stað tölunnar „35" í 30 gr. stjórnarskrárinnar skal koma: 30. 8. gr. í stað orðanna „ár hvert" i 31. gr. skal koma: annaðhvert ár. 9. gr. í stað orðsins „fjárhagsár" í 38. gr. komi: fjárhagstimabil. 10. gr. Stjórnarskipunarlög þessi öðlast þegar gildi, er konungur hefir staðfest þau. 11. gr. í stað 2. ákvæðis um stundar- sakir komi: 2. Urnboð landskjörinna þing- manna og varamanna falla niður við næstu almennar alþingiskosn- ingar eftir 9. júlí 1930. 12. gr. Á eftir 3. ákvæði um stundar- sakir komi ný málsgr., svo hljóð- andi: . 4. Ef stjórnarskipunarlög þessi öðlast gildi meðan Alþingi 1928 á setu, má á því þingi setja fjár- lög fyrir bæði árin 1929 og 1930, enda þótt frumv. til þeirra hafi ekki verið lagt fyrir það í þing- byrjun. ') Sem reglulegt Alþ. kemur s'atnan. 2) Um vald konungs lil að fresta fund- um Alþ. um stundarsakir. 8) Fyrsta breytingin er á tölu þing- manna alls, önnur br. á tölu þjngm. í neðrideild og þriðja br. er á tölu kjör- dæmakosnu þingmannanna. Allar þessar br. eru áður koinnar á með löguin, en koma nú fyrst í stjórnarskrána. •<) Eftir núgildandi stjórnarskrá eru landskjörnu þingmennirnir kosnir til 8 ára og nær þingrof ekki til þeirra, en með þessari br. verður kjörfimi allra þingtn. sami 4 ár, og nær þingrof til þeirra alira. 5) 1 stað 35 ára, sem nú gildir. Sér grefur gröf þó grafi. Fjárlögin fyrir 1928 voru afgr. 11. maí nær tekjuhallalaust, eða með rúml. 2 þús. kr. áætlaðan tekjuhalla. Fór það á annan veg en áhorfðist um sinn. Þegar stjórnin lagði f járlagafrum- varpið fyrir neðrideild, var áætl- aður tekjuafgangur rúml. 100 þús. kr. Tók forsætisráðherra það mjög ákveðið fram, að frumvarpið þyldi alls ekki breytingar til hækkunar útgjalda, nema jafnframt væri séð fyrir tekjuauka, en það taldi hanu að engin fær leið væri til, því hvorki þyldi almenningur né at- vinnuvegirnir nýjar álögur.-Varaði forsætisráðherra deildina ákveðiö við þvi, að hækka tekjuáætlunina, og sýndi fram á, að sökum lækk- andi verðfags og minkandi út- flutnings og tekna landsmanna, mundu sumir tekjuliðir fjárlaga yfirstandandi árs, standast mjög illa. Það hefir verið venja þing- manna, þegar þeir hafa verið búnir að hækka úr hófi útgjöldin, að friða landslýðinn og eigin satri- visku með þeirri sjálfsblekkingr að hækka einnig tekjuáætlunina. t uppgangsárum hefir þetta slamp ast furðanlega af, en í slíku ár- ferði sem nú er, verða tekjur ríkis- sjóðs seint áætlaðar nógu varlega. T. d. fara útflutningsgjöld og tekju- skattur svo hraðlækkandi, að menn trúa því varla, fyr en reynslan sker úr. Framan af leit vel út með með- ferð neðrideildar á fjárlagafrumv. stjórnarinnar. Fjárveitinganefnd breytti því lítið til annarar um- ræðu óg flestar hækkunartillögur einstakra þingmanna við þá um- ræðu, voru feldar. En þegar til þriðju umræðu kom, hafði blaðið sm'iist við. Stóðu stjórnarandstæð- ingar í deildinni sem einn maður að því að hækka gjöldin, og var frumvarpið afgreitt til efri deildar með 340 þús. kr. tekjuhalla. Voru sýnilega samtök að baki þessarar ósvinnu. Voru settar inn allálit- legar fjárfúlgur til ýmsra kjör- dæma, sem stjórnarandslæðingar eru hræddir um að missa. Til- gangurinn sýnilega sá, að búa þannig um hnútana, að íhalds- menn í efrideild yrðu að fella þessar fjárveítingar, þegar þeir færðu fjárl.frv. í lag þar. Vitanlega hefir einhver óhreinn andi hvíslað þessu að stjórnar- andstæðingum, en vopnið snerist illa í hendi þeirra. Út um land mæltist þessi afgreiðslafjárlaganna úr n;ðrid. mjög illa fyrir. Var það brátt sýnilegt, að ekki rnundi þaó vegurinn til pólitískrar sáluhjálpar að afgreiða fjárlögin með tekju- halla. Og þegar efrideild færði frumvarpið aftur í viðunanlegthorf, var því mjög vel tekið, allsstaðar þar sem til hefir spurst. Það fór vel að hvorir tveggja, íhaldsmenn og andstæðingar þeirra, fengu nýtt og áberandi tækifæri til að sýna, hvað þá skil- ur, að það er ekki einungis ijár- mála- • og atvinnumálastefnan, heldur er það beinlínis ábyrgðar- tilfinningin. Þvf ekki eru allir stjórnarandstæðingar svo óvitrir menn, að þeir ekki skilji afleið- ingar þeirra verka, er þeir fremja, og hafa þeir því í þessu máli enn sýnt það, að þeir eru altaf reiðu- búnir til að fórna fjárhagslegu sjálfstæði landsins fyrir augnabliks flokkshagsmuni. Slíkum mönnum á aldrei að trúa fyrir neinu, en allra síst þingmenskuumboði. Til sæmdar. Alþingi viðurkennir Einar Benediktsson. Mönnum er tamara að halda á lofti þeim vcrkum Afþingis sem miðiir fara, heldur en hinum, sem sæmdarverk eru. Vesturland er meðal þeirra, sem síst vilja láta hið fyrtalda óvítt, en það vill engu síður minnast sæmdarverkanna, hvort sem þati eru í smærri eða stærri mæli. Hinn mikli skáldjöfur islands Binar Benediktsson er kominn á sjötugsaldur og hefir enga mútu né ölmusu frá Alþingi þegið. En Alþingi hefir nú ótilkvatt rétt hon- um litla gjöf. Að sönnu er hún smá, samanborið við verðleika þess, sem við á að taka, en hún vex við samanburðinn við fátækt vora. Skáldlaun hans eru ákveðin jöfn launum prófessora Háskól- ans. Jóhannes Jósefsson. Mér varð starsýnt á einn far- þegann á „Islandi", er það kom hér síðast á norðurleið. þessi far- þegi var hin nafntogaða höfuð- kempa Jóhannes Jósefsson.#Var hann, kona hans og dætur að koma frá útlöndum og á leið til átthaganna gömlu, Akureyrar. Eg hefi ekki séð Jóhannes í 20 ár, og á því furðaði mig mest, að sjá hann nú með öllu óbreytt- an, eins og ein nótt væri í milli. Hann hefir þó ekki legið í traf- öskjum þennan tíma, því í vissum skilningi hefir hann lagt undir sig álitlegan. hluta af heiminum. Hann hefir farið sem sigurvegari úr hverjum stað, ekki einasta frá mótveganda, heldur öllum áhorf- endum, er setið hafa eítir og undr- ast það, ei mannlegri orku og leikni væru engin takrnörk sett. Ekkert hefir Jóhannes afráðið um framtíð sína, ek.ki einu sinni hvort hahn sest að, eða legst aft- ur í víking, og þá ekki heldur hvort hann herjar í austurveg eða vestur. En eitt er víst, að aðgerða- laus verður hann ekki, er andleg og likamleg orka.hans ekki þess eðlis, að hún taki á sig doðadúr. Vel væri þá, ef ættjörðin gæti boðið honum hæfileg verkefni, því þólt hann hafi borið sæmd íslands ósvikullega um víða stigu erlendis, er nú svo komið, að sönnum íslendingum og afburða- mönnum er síst ofaukið heima- fyrir. Útsvörin. ifæslu gjáldendur 1927. [Frh.] Quðm. Jónsson bankagjaldk. 475 Helgi Ketilsson 475 Jón G. Maríasson 450 Ingólfur Jónsson bæjargjaldk. 450 Ásgeir Árnason vélstj. 450 Magnús Ólafsson 450 Sigurður Jónsson 450 Þorst. J. Eyfirðingur 450 A. Laursen vélstjóri 400 H. f. Djúpbáturinn 400 Finnur Jónsson póstm. 400 Quðm. Júní Ásgeirsson 400 Qissur Erasmusson 400 Guðm. Þorlákur Quðfnundss. 400 Halldór B. Halldórsson 400 Jón Arinbjörnsson 400 Jón A. Jónsson. 400 Landsverslun íslands 400 Matthías Sveinsson , 400 Norskabakariið 400 Sigm. Sæmundsson 375 Þórður Jóhannsson 375 Quðm. Björnsson 375 Bergsveinn Árnason 360 Skipabrautin 360 Hans Einarsson 350 Jón Brynjólfsson 350 Kristján Ásgeirsson 350 Jónas Sigurðsson smjörg.m. 325 Ketill Quðmundsson 325 Albert Kristjánsson 300 E. Kjerulf 300 E. s. „Fróði" 300 Guðrn. Guðmundsson Db. 300 Quðm. Guðmundsson ritstj. 300 Kaupi vorkópaskinn Jfiáu verði. Halldór B. Halidórsson. Drengjaföt (Matrosafdt) og frakki á 14—15 ára gamlan dreng til sölu I Pólgötu 10. Jóakim Jóakimsson 300 Jón Þórólfsson verslun 300 Jón Þorbergsson 300 Máfur H. f. 300 Sigurgeir Sigurðsson 300 Torfnesplan 300 Alarselius Bernharðsson 275 Jón Hróbjartsson 270 Ólafur Magnússon 270 Samúel Quðmundsson 270 Harald Aspelund 250 Hilda Niclsen 250 Jón Kristjánsson 250 Stefán Bjarnason 250 Skúli K. Skúlason 250 Vilhjálmur Skúlason 250 Víkingsfélagið 250 Þórarinn Helgason 250 Friðjón Sigurðsson 250 Guðjón E. Jónsson 250 Þóra J. Einarsson 240 Jóhann Bárðarson 235 Matthías Ásgeirsson 230 Sveinbjörn Helgason 230 Grímur Kristgeirsson 225 Sigurður Ingvarsson 220 Þórður G. Jónsson og kona 220 Árni J. Árnason 2oo Axel Ketilsson 2oo Anton Sigurðsson 2oo Bjarni Bjarnason ökum. 2oo Einar & Kristján klæðsk. 2oo Elías K. Pálsson 2oo Grænagarðsplan 2oo M.k. Freyja 2oo Gísli Júlíusson 2oo Hjörtur Kristjánsson 2oo Halldór G. Stefánsson 2oo Ingólfur Árnason 2oö Ingimundur Guðmundsson 2oo lngólfur Ketilsson 2oo Jóhannes Hjaltason 2oo J^rgen Nissen 2oo Jóhann Þorsteinsson 2oo Ólafur Quðmundsson 2oo Ólafur Júlíusson 2oo O. Q. Syre 2oo Stákkanesplan 2oo Sig. Guðmundsson bakari 2oo Málefni Isafjarðar á þingi. Nú eru fjárlögin afgreidd og því útséð um gagnfræðaskólann hér á ísafirði á næsta fjárhagsári. Þó hefir málefnum ísafjarðar þok- að nokkuð fram á þessu þingi. Unglingaskólinn hér er þó við- urkendur sem vísir til gagnfræða- skóla og hefir styrkurinn til hans verið hækkaður um ca. 4 þúsund kr. Var á því hin allra brýnasta nauðsyn, svo skólinn fengi að halda þeim kenslukröftum sem hann hefir. Skólastjóri Unglinga- skólans hefir lélegri launakjör en barnaskólastjórar. Má geta nærri^

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.