Vesturland

Ukioqatigiit

Vesturland - 28.05.1927, Qupperneq 1

Vesturland - 28.05.1927, Qupperneq 1
VESTURLAND Ritstjóri: Sigurður Kristjánsson. IV. árgangur. Þingrof, nýjar kosningar. Eins og skýrt hefir verið frá, samþykti nýafstaðið þing breyt- ingar á stjórnarskipunarlögunum. Þær breytingar voru birtar í síð- asta blaði. Stjórnarskipunarlögin mæla^sjálf svo fyrir, að ef breytingar eru á þeim samþyktar, skuli þegar rjúfa þing og láta fara fram nýjar kosn- ingar. Verði breytingarnar sam- þyktar óbreyttar af hinu nýkosna þingi, eru þær orðnar gildandi lög. Þingið er nú þegar rofið og al- mennar kosningar boðaðar 9. júlí n. k. Þær kosningar er ætlast til að gildi til 4ra ára, þótt stjórnar- lagabreytingarnar verði samþykt- ar, því þær breyta engu um skip- un þingsins, öðru en að reglulegt þing kemur saman annað hvert ár, og styttir jafnframt kjörtíma landskjörnu þingmannanna. Hvor- ugt þetta gerir nýjar kosningar nauðsynlegar, og kemur þing því ekki saman næst fyr en á reglul. tima, í febrúar í vetur. En kosn- ingin verður að fara fram strax, samkvæmt fyrirmælum stjórnar- skrárinnar sjálfrar. Það er ekki langur umhugsun- arfrestur, sem rnenn hafa fyrir þessar kosningar. Kjósendur eiga ekki heldur að þurfa neinn óra- tima tii að átta sig og ákveða. Atferli flokkanna á pndangengnum þingum er svo ákveðið. og glögt, að telja má víst, að enginn hugs- andi maður sé óviðbúinn. Hitt er eflaust, að ýmsir flökkulygarar, sem að vanda mun ætlað það hlutverk að blekkja og tæla lýð- inn fyrir kjördag, munu telja sér markað þröngt tímasvið. Þetta verður þó varla talið tjón. Menn hafa nú orðið svo mörg tækifæri til að vita, hvað fram fer I stjórn- málunum, meta þau verk sem gerð eru, og sjá á þeim árangur hverr- ar stefnu, að telja má, að þeir einir séu enn ófróðir og óviðbún- ir, sem ekki eru því vaxnir held- ur, að greina sannleikann út úr kappræðum hinna pólitísku mál- flutningsmanna við kosningarnar. Það er auðvitað sá rétti og sann- gjarni mælikvarði fyrir kosningar- réttinum, að þeir einir, sem kunna sjálfstætt að rökhugsa pólitísk efni, og þar af að meta verk og stefnur, njóti hans. Það, sem menn þurfa fyrir hverj- ar kosningar að gera sér ljóst, er fyrst og fremst það, hvaða flokk- ar muni keppa við kosningarnar, og hvaða fortíð hver flokkur og hans stefna á. Um þetta verður nú farið nokkr- um orðum hér. ísafjörður, 28. maí 1927. 18. tölublað. Hjálpræðisherinn. Skilnaðarsamkoma fyrir Kaptein og frú Árskóg og Sergent Körlu Karlsen, sunnudaginn 29. maí kl. 87-2 s. d. Þetta verður jafnframt móttöku- samkoma fyrir Kapt. Svövu Gísla- dóttur. ÓKEYPIS AÐGANGUR! ALLIR VELKOMNIR! Á hinu nýuppleysta þingi tald- ist svo, að sætu 4 flokkar. íhalds- flokkurinn var helmingur þingsins, eða nákvæmlega jatnstór og hinir flokkarnir allir saman. Af þessum flokkum er Alþýðu- flokkurinn fámennastur; átti að- eins einn þingmann (þingrofið nær ekki til landskjörnu þingmann- anna). Ef þesai eini maður á að teljast sérstakur tlokkur, er samt markið ekki glögt. Hann er kos- inn á þing af kommunistum, jafn- aðarmönnum og Tímamönnum. Segja má um þennan þingflokk, að stefna hans sé helst sú, að láta ríkið, og kann ske að ein- hverju leyti sveitarfélögin, taka að sér allan atvinnurekstur, en takmarka sem mest rétt almenn- ings til slíkra hluta. Þótt erfitt sé altaf að greina, hvert blóð rennur I æðum póli- tískra kynblendinga, má þó víst slá því föstu, að sameiginleg stefna allra þeirra sem að þessum þingflokki stóðu, sé það, að tak- marka frjálsræði einstaklingsins, einkum til .atvinnureksturs. Sjálfstæðisflokkurinn átti þrjá þingmenn, alla í neðrideild. Þessi flokkur hefir talið sig frjálslyndaflokk þingsins, og ef- laust eru að minstakosti suniir þeirra frjálslyndir og bjartsýnir menn. En aðstaða þeirra hefir ekki verið góð, og hefir frjáis- lyndið helst komið íram í ógætni í fjármálum. Hefir þetta dregið þá nær og nær fjársóunarflokkum þingsins. Bestu eiginlegleikarþing- manna þessa flokks eru þeir, að þeir hafa jaftian verið á verði um sjálfstæðismál landsins út á við, og hafa um þetta átt samleið og samvinnu við íhaldsflokkinn. Annars hafa verið menn innan þessa fámenna þingflokks, sem siglt hafa undir fölsku flaggi. Kom þetta fram nú við þinglausnir, því þá leystist flokkurinn upp í fýum- efni sín. Gengu tveir af þessum þrem inn í Timaflokkinn, og er þá einn eftir, Jakob Möller, sem er á reki, og margir giska á, að reka muni á fjörur Alþýðuflokks- ins. Hvort Sjáifst.flokkurinn sloklcn- ar hér með alveg útaf, eða hann hefir einhverja í kjöri við þessar kosningar, er ekki enn vitanlegt, en mestar líkur eru til að hann sé úr sögunni í bráð. •••••••••••••••••••••••••• • Verslun M. Magnússonar. • Mikið úrval af leirvöru og postulíni. Verðið stórkostlega lækkað. T. d. postulíns-bolla- pör frá 0.55. — Athugið verð og vörugæði. ♦ ♦ ♦ Skiivinduolía góð tegund, 2 kr. pr. líter. ^Verslun M. Magnússonar. ^ • | ^Skófatnaðurinn* • verslun M. Magnússonaré ísafirði, • •er traustur fallegur og ódýr.é Ávalt miklu úr að velja. Til leigu eru 2•—3 sólríkar stofur með eld- húsi og geymslu frá næstu mán- aðarmótum. Ennfremur stofa fyrir einhleyp- an. Nánari upplýsingar hjá G. Geirdal, hafnargjaldkera. Verslunarbúð ásamt geymslu, á besta stað í bænnm er til leigu 15. ágúst næslr- komandi. A. v. á. Tímaflokkuriim eða Frainsókn- arflokkurinn var næst stærsti fl. þingsins; taldi 14. þm., sem þing- rof náði til. Allir vita það, að milli ráðandi manna Tímaflokksins og Alþýðu- flokksins er skamt í skoðunum. Á þingi koma þeir altaf fram sern einn flokkur, og nú þegar kosið var í lögjafnaðarnefndina, lielstu virðingarstöðu, sem þingið ræður yfir, fyrir utan stjórnarsætin, völdu Tímamenn Jón Baldvinsson, þing-. mann Alþýðuflokksins, í það sæli. Við kosningar hafa þessir flokk- ar þóst vera tveir, en við síðasta landskjör rugluðu þeir þó reitum sínum. Talið er vafalaust að þeir gangi nú sameinaðir að þessum kosningum, þótt svo verði látið heita, að Timamenn stilli i sveita- kjördæmunum, en Alþýðuflokkuum eignaðir frambjóðendurnir í kaup- stöðunum. í veruleika verða því tveir flokkar keppandi við þessar kosningar, ílialdsflokkurinn ann- arsvegar, en hins vegar þessir sameinuðu flokkar, hvaða sérfána sem þeir kunna að liafa uppi á hverjum stað. Grunnliturinn verð- ur altaf rauður. Framh. Kelioggs, Corn Fiak.es, All-Bran, Fepp, Oats, t'æst i Aðalstræti 1J. Símfréttip. Innlendar: Flugfélag Lufthans hefir sent tilboð úm að halda hér uppi þriggja mánaða reynslu flugferð- um í sumar með einni vél fyrir 7 farþega. Ferðirnar skyldu farn- ar ínilli Reykjavíkur, Akureyrar og Vestmannaeyja. Sameinað Alþingi kaus: Endurskoðendur landsreikninga .Þórarinn á Hjaltabakka, Árna frá Múla og Pétur úr Hjörsey. Í bankaráð Íslandsbanka Magn- ús Kristjánsson. Í bankaráð Landsbankans Jó- hannes Jóhannesson, Magnús Jónsson, Jónas Jónsson og Jón Áruason framkvæindastj. S. i. S. Frumvarp um leyfi til hvalveiða var felt í e. d. Alþingis. Varðskipin hafa undanfarið handsamað allmarga botnvörp- unga. Komst „Þór“ nýlega að finitn botnvörpungum við ólögl. veiðar við Suðurlandið og klófesti tvo, þýskan og hollenskan. Þrjá dró undan og bagaði „Þór-0 þar að hraði skipsins er of lítill til slíkra herferða. Fimleikaflokkar karla og kvenna frá íþrótlafélagi Rvíkur hafa und- anfarið ferðast um lielstu borgir Noregs og sýnt leikfimi. Fá flokk- arnir einróma lof í norskum blöð- um. Frá Gautaborg er sírnað að

x

Vesturland

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.