Vesturland


Vesturland - 15.06.1927, Blaðsíða 1

Vesturland - 15.06.1927, Blaðsíða 1
VESTURLAND Ritstjóri: Sigurður Kristjánsson. IV. árgangur. ísafjörður, 15. júní 1927. M tölublað. Nýjar kosningar. Framh. Andstöðublöð íhaldsflokksins hafa oft hampað því, að íhalds- flokkurinn beitti sér gegn alþýðu- mentun í landinu, vildi úr henni draga og væri henni fjandsamleg- ur. Ritstjórar þeirra blaða, er slíkt fleipra, hljóta að halda þessu fram gegn betri vitund; svo mikið fylgj- ast þeir með; en hinsvegar gera þeir sér vonir um að geta talið einhverjum fáfróðum trú um þessi ósannindi, með því áð endurtaka þau nógu oft. Sameiginlegur frambjóðandi þeirra Jafnaðarmanna og Fram- sóknarmanna við síðasta landkjör, Jón Sigurðsson frá Ysta-Felli, hélt mjög á lofti þessum ósann- indum, er hann fór um landið. Hann taldi þetta fóður vel not- hæft nýja bræÓValaginu, ekki verra en margt annað, sem þar varð á borð að bera. Líklegt verður að telja, að einhverjir festi trúnað á þessi ósannindi. Það eru svo margir, er lítið lesa annað en blöðin og sumir aðeins eitt. Til þess að sýna fram á, hve fjarri sannleikanum þetta fleipur stjórnarandstæðinganna er, verða. nú tilfærðar hér nokkrar staðreynd- ir. íhaldsflokkurinn er myndaður á þinginu 1924, fyrsta þingári kjör- tímabilsins. Síðan, eða þessi 4 síðustu þing hefir helmingur þing- manna verið íhaldsmenn, en flokk- urinn þessutan öll þingin haft ein- hverja stuðningsmenn utan flokks- ins. íhaldsflokkurinn hefir þannig verið öflugasti flokkur þingsins, og ríkisstjórnin verið skipuð af flokknum. Enginn einn flokkur hefir haft aðstöðu til þess að hafa jafn rík áhrif á afgreiðslu þing- mála, sem Ihaldsflokkurinn. Enda hefir hann borið ábyrgðina og honum hefir borið að bera hana, sem fjölmennasta þingflokknUm. Það dettur víst fáum heilvita mönnum i hug, að stefnumál eða áhugamál stjórnarflokks og fjöl- mennasta þingflokks verði falin með öllu, en jafnómögulegt er fyrir þjóðmálaskúma að ljúga stefnumálum upp á þingilokka. Væri nokkur snefill af sannleika í þeim áburði bræðralagsins, Jafn- aðarmanna og Framsóknar, að íhaldsflokkurinn væri óvinveittur alþýðumentun landsmanna og beitti sér gegn henni, þá hlyti slíkt að koma fram í löggjöf lands- ins undanfarin þing, og þá fyrst og fremst í því, að dregið hefði úr fjárframlögum til alþýðument- unar i landinu. Getur nokkur hugsandi maður dregið það í efa, að svo framar- lega sem nokkur fótur væri fyrir þessum ásökunum, þá hlyti að Ágæt snemmbær kýr til sölu. A. v. á. vera auðvelt að benda á útgjalda- liði fjárlaganna, er sönnuðu þetta? Þetta er ofur einfalt. Stjórnar- flokkur, fjölmennasti flokkur þings- ins, góður helmingur allra þing- manna, hefir hlotið að draga úr fjátframlögum til alþýðumentunar í landinu, svo framarlega, að flokk- urinn sé alþýðumentuninni óvin- veittur. Þarna eru hárbeitt vopnin lögð í hendur bræðralagsins. En eins og þessi gögn geta sannað, eins hljóta þau að geta afsannað, hafi ásökunum verið logið. Vopn- in geta snúist í hendi. Síðustu fjárlög, áður en íhaldsflokkurinn var myndaður, eru fjárlögin fyrir árið 1924. Síðustu fjárlögin, sem samþykt voru á nýafstöðnu þingi, eru fyrir 1928. Með því nú að bera þessi fjárlög saman eða upp- hæðir þær, er veittar eru til al- þýðumentunar, hlýtur glögt að sjást, hvernig íhaldsflokkurinn hef- ir búið að þessum málum undan- farin ár. Flokknum hlýtur að hafa orðið eitthvað ágengt þessi undanfarin 4 ár, annað tveggja við að draga úr fjárveitingum til alþýðument- unar henni til rýrðar, eða við að auka fjárframlög alþýðumentun- inni til eflingar. Hér er engin hliðargata til. Flokkurinn verður að koma til dyranna, eins og hann er klæddur, verður að standa við sín verk, en á sama hátt verða einnig verkin að bera flokknum vitni. Svo sláum vér upp 14. gr. fjár- laganna. Veitt er tif kirkju og kenslu- mála: í fjárlögum fyrirárið 1924 kr. 1235006.28 — 1928 „ 140407600 Mismunur kr. 169069.72 Það eru liðug 169 þús. krónur, sem samkvæmt fjárlögum er ætl- ast til að meiru sé varið til þess- ara mála 1928, en varið var 1924. Það er varla gustuk að minna bræðralagið á, að auk þess sem upphæðin er þessu hærri, er hver einaöta króna, sem varið er til þessara mála, verðmeiri nú en 1923, þegar fjárlög fyrir 1924 voru gjörð. Svo miklu nemur sú hækkun krónunnar, að upphæðin úr fjárlögunum, sem samin voru 1923, hefði til ársins í ár mátt lækka um cirka 25°/0 að krónu tali, samt hefðu það orðið jafn- margir gullaurar. Hér hefir tvent skeð, verðmeiri krónum er varið til kenslumála og hærri upphæð að krónutali. Til þess að gera þett enn ljós- ara, skulu hér tilgreindir nokkir einstakir liðir: Þingmálafundir í Norður-lsafjarðarsýslu. ... Við undirskrifaðir höfum komið okkur saman um að halda þing- málafundi sem hér segir: A Horni 17. júní Látrum 18. » Sæbóli 18. » Hesteyri 19. » Höfða 20. n Vatnsfirði 24. n Arngerðareyri 25. H Ögri 26. „ Unaðsdal 27. n Hnífsdal 2. •júlí Bolungarvík 3. » Súðavík 6. li ísafirði, 10. júni 1927. Jón A. Jónsson. Finnur Jónsson. Til Gagnfræðaskólans á Akureyri „ Kennaraskólans í Reykjavík „ Bændaskólanna Hólum & Hvanneyri „ Eiðaskólans „ Kvénnaskólans í Reykjavík „ Kvenn&skólans á Blönduósi „ Almennrar barnafræðslu „ Unglingaskóla utan Rvíkur, Hafnarf. og Akureyrar „ Húsmæðrafræðslu Pjárl. f. 1924: Fjárl. f. 1928: kr. 42400.00 kr. 53120.00 „ 34720.00 n 35510.00 „ 40000.00 M 50490.00 17400.00 n 22120.00 „ 24000.00 n 31000.00 17000.00 „ 20000.00 „ 308200.00 H 350800.00 „ 35000.00 » 42000.00 1000.00 n 8500.00 Hvernig lýst yður á þennan samanburð, lesari góður? Lítiö hefir nú íhaldsflokknum unnist á í fjandskap sínum gegn alþýðu- mentun landsmanna. Allsstaðar varið hærri krónutölu til alþýðu- fræðslunnar, auk þess sem krón- an er verðmeiri. Vér viljum ekki móðga lesendur vora með þvi að skýra þetta frekar. Stjórnarand- stæðingarnir — bræðralagið — standa hér eftir með naktan róg- inn. Þjóðmálaósannindi þeirra í þessu efni verða ekki dulin. Nokkur einstök atriði viljum vér samt nefna til þess enn greini- legar að sýna afstöðu íhaldsflokks- ins til mentamála. A síðasta þingi bar stjórnin fram trumvarp um heimavistir við Almenna mentaskólann í Reykja- vik. Mál þetta var fram borið af þeirri nauðsyn, að fátækum nem- endum utan af landinu verði kleift að stunda nám við þenna skóla. Eins og nú standa sakir má heita, að efnamenn einir geti sent börn sín þangað til náms. Úr þessu áttu heimavistirnar að bæta, þar sem gefa átti fátækum nemendum kost á ókeypis húsnæði og ódýru fæði með samlagsmötuneyti. Þetta þarfa mál var drepið á Alþingi það herrans ár 1927. Hvernig var svo aðstaða flokkanna til þessa máls? íhaldsmenn allir, að einum undanteknum, fylgdu þessu máli. Framsóknarmenn voru ná- lega allir á móti. í efrideild, þar sem þetta var drepið, var Fram- sóknar-Jafnaðarbræðralagið alt á móti. Já, þér ferst, Flekkur að gelta! Og þessir menn bera þær sakir á íhaldsmenn, að þeir séu óheilir í tillögum sínum um menta- mál landsmanna. Hér átti að skapa það jafnrétti milli landsmanna, að fátækum nemendum utan af land- inu yrði ekki fjárhagslega erfið- ara að stunda nám við Almenna mentaskólann, en nemendum úr Reykjavík. Stjórnarandstæðingar sögðu, að ríkið hefði ekki ráð til þess að ákveða nokkuð um þetta, hvað þá ráðast í framkvæmdirnar. Nei bræðralaginu þótti ríkið fremur hafa ráð á að styrkja Byggingar- félag Reykjavikur, veita styrki til vega, þvert á móti tillögum vega- málastjóra — (auðvitað í Fram- sóknarkjördæmum) o.fl. þesshátt- ar. Á þinginu 1926 eru endurskoð- uð lögin um fræðslu barna. Frumvarp um þetta mál var borið fram af stjórninni. Er þar fremur hert á kröfum um barna- fræðsluna, og sérstaklega eru þar sett inn ákvæði, er tryggja betur eftirlit með því, að skilyrðum fræðslulaganna sé fullnægt. Þetta mál gekk með sára litlum breyt- ingum gegnum þingið, og varð ekki vart við nein flokkasamtök i málinu. Var íhaldsstjórninogflokk- ur hennar að vinna á móti al- þýðumentun landsmanna með því máli? Hér ber alt að sama brunni. Þær ásakanir í garð íhaldsflokks- ins, sem hér hafa verið gerðar að umtalsefni, eru svo gersamlega i'ir lausu lofti gripnar, að þær sýna betur en flest annað, hve nauða fátækir stjórnarandstæðing- ar eru af nýtilegum árásarefnum á íhaldsflokkinn. Frh. /

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.