Vesturland

Árgangur

Vesturland - 15.06.1927, Blaðsíða 2

Vesturland - 15.06.1927, Blaðsíða 2
2 VESTURLAND. VESTURLAN’D kemur út einu sinni í viku. kostar 7 kr. um árið. Gjalddagi 1. oktober. Ritstjóri og ábyrgðarmaður Sigurður Kristjánsson. Ritstjórinn til viðtals kl. 4-5 dagl. í Hafnarstr. 1. Sími 99. Afgreiðslum. Loptur Gunn- arsson Aðalstræti lt. Sími 37. Sími um Arneshrepp. Séu búendur á útkjálkum og í afskektum sveitum spurðir um það, hvers þeir óski helst sér og sinni sveit til lianda frá því opin- bera, munu flestir svara, að það sé bættar samgöngur, bætt skif- yrði til þess að komast í samband við umhverfið og umheiminn. Símar og vegir eru hin lang- þráða umbót þeirra sem verst eru í sveit settir. betta er afar eðli- legt. Símar og vegir eru það, sem flytur útkjálkana og afskektu sveit- irnar, ef svo mætti að orði kveða, í nánd við meginhéruðin, setur þau í samband viðskifta og menn- ingar við aðra. Meðan símar og viðunanlegir vegir voru hvergi hér á landi, fundu menn síður til þess, hve útkjálkarnir voru afskektir, en síð- an flestar meginsveitir öðluðust þessi þægindi, er síma- og vega- leysið orðið hörmuug þeim sveit- um, sem útundan eru i þeim sök- um. Hvergi verður þetta þó eins tilfinnanlegt, eins og við sjávar- síðuna. Þótt slíkir staðir hafi mörg gæði og góð skilyrði að bjóða, verður fram hjá þeim gengið af flestum, og ábúendurnir lenda í einangri. Atvinnu manna er þann- ig háttað nú orðið, að fram hjá þeim stöðum, sem slitnir eru úr greiöu sambandi við umheiminn, er gengið, sem í eyði væru. Það er víst, að takmörk eru fyrir því, hve mikið fátækt og strjálbygt land getur gert fyrir almenning, hve þétt og fullkomið vega- síma- og skipagöngunet það getur ofið um Iandið og með ströndum þess. En þess verður vandlega að gæta, að það sem gert er, sé framkvæmt á hagkvæm- asta hátt og komi sern best að tilætluðum notum. Hins ber og að gæta, að ekki sé hlaðið himna- rið undir einn á annars kostnað. Ef það væri rannsakað, hve mikið fé rikissjóðui lætur af mörk- um til livers einstaks héraös eða Iandshluta, til liinna og annara umbóta, inundi koma í Ijós alveg úndravert misrétti, hvert helst sem miöað er við fólksfjölda, víðáttu eöa afrakstur. Þetta má ekki eiga sér stað; en því verður auðvitað ekki breytt, meðan helmingur þingsins er Reykvíkingar, bundnir með allaun álmga við lítinn hluta landsins og mótaðir á allan hátt af hugsunarhætti höfuðstaðarins. En oian á þetta misrétti má ekki bætast það, að þær litlu um- bætur sem falla í skaut þeirra af- skiftu, verði hálfverk, sakir ókunn- ugleika og e. t. v. kæruleysis. Eins og kunnugt er, kosta hreppar og bygðarlög, sem aðal- línur síma ekki liggja um, lagn- ingu og starfrækslu símalínanna að nokkru leyti. Þessi bygðarlög eiga því að minsta kosti heimt- ingu á því, ef þangað er lagður simi, að svo sé fyrir séð, að sveit- inni eða hreppnum komi það að sem almennustu og inestu liði. Árneshreppur í Strandasýslu nær yfir afarmikla strandlengju. Síldar- og þorskmið auðug eru þar undan landi í Húnaflóa utan- verðum, og sækir þangað skipa- floti frá öðrum landshlutum. Sild- verkunarstöð mikil hefir verið sett á Ingólfsfirði, og þorskveiðaskip ættu þar oft erindi að landi í fréttaleit um beitu og aflabrögð annarsstaðar. En hér er ekki í annað hús að venda. Símalína hefir að sönnu verið lögð norður í lireppinn, en stöðin er setl á endajaðar hreppsins, f Kúvíkurnar, svo síminn kemur bygðarlaginu að litlu liði. Nú inunu menn líta svo á að órannsökuðu máli, að svo löng strandlengja sem þessi, verði ekki sett í viðunanlegt símasamband nema með ærnum kostnaði. Þessu er þó ekki þannig farið. Frá Kúvíkum i Reykjarfirði, þar sem stöð hreppsins nú er, að Ár- nesi, þarf tveggja km. sæsima og fjögra km. landlínu. Munu allir sjá, að smámunir einir eru að leggja slíka línu, en stöð í Árnesi kemur hreppnum að ómetanlegu gagni, því þaðan er aðeins klukku- stundar ferð um greiðfæran veg, hvort lieldur er til Norðfjarðar eða lngólfsfjarðar. En frá hvorum þessara staða er íjögra tíma ferð um torleini mikið að stöðinni sem nú er, eða dagleið fram og aftur, þegar best hagar vegum og veðri. Til Ingólfsfjarðar og Norðfjarð- ar niundu fiskiinenn injög sækja, ef auöleitað væri þaðan símasam- bands, og má telja að svo væri, ef stöð kæmi í Árnesi. Að lfk- indum kæmu og fljótt einkalínur á báða þessa staði, því frá Ár- nesi eru það aðeins tæpir 6 km. og sameiginleg lína nál. hálfa ieiðina. Stöð f Árnesi væri vel sett, og kæmi bæði hreppsbúum og fiski- mönnum að miklu og almennu iiði. En kostnaður við þá breyt- ingu er mjög lítill. Síðasta þing stóð yfir í 100 daga. Ef þingmenn hefðu tak- uiarkað málæði sitt uin 6 daga, sem sannarlega hefði engan skað- .ð, hefði fyrir þann sparnað til iianda ríkissjóði mátt leggja sima- iinuna að Árnesi. Það er ein þrekraunin fyrir þol- inmæði kjósendanna, að vita Reyk- íkskar málpípur með þarflausu vg jafnvel hneykslanlegu málæði eyða fé ríkissjóðs og þar mcð getu hans til að kosta þær um- hætur I kjördæmum sömu þing- manna, sem þeim liefir veriö trú- •:ið fyrir að hrynda f framkvæmd, ■ ig verða mundu til mikillar upp- byggiugar heilum bygðarlögum. Framboðin á ísafirði. Eins og getið er um á öðrum stað hér f blaðinu, býður enginn íhaldsmaður sig fram á ísafirði við þessar kosningar. Frá ástæð- um hirðir Vesturland ekki að greina. Þær eru einkamái íhalds- manna hér á isafirði og koma ekki öðrum við. Sira Sigurgeir Sigurðsson býð- ur sig fram utan flokka. Er hann, sem bæjarmönnum er kunnugt, hlyntur málefnum jafnaðarinanna. Hafa því nokkrir menn orðið til þess, að fetta fingur út í fram- boðin hér, með þeim rökum, að frambjóðendurnirfylgi sömu stefnu, og sé þvf óeðlilegt að þeir keppi um þingsætið. Þetta eru ekki rétt rök, þvi þótt skoðanir frambjóðendanna falli saman í einskökum tnálum, sem telia verður áhugamál jafnaðar- inanna, skilur þá þó niargt, sein telja verður alt annað en smá- muni. Fyrst er það, að hinn fratn- bjóðanditm, Haraldur Guðmunds- son, er ekki jafnaðarmaður, heldur einn af áhangendutn kommunista- stefnunnar. Og þótt þessu tvennu sé mjög grautað sarnan hér á latidi, og af ásettu ráði reynt að gera alþýðu manna örðugt að grcina þai í milli, eru þó jafn- aðarmenn I öörum löndum ákveðn- ustu andstæðingar kommunistanna. Og um sira Sigurgeir Sigurðsson er það að segja, að hann er á- kveðinn andstæðingur kommun- ismans. Hann mundi þvi aldrei láta bera fyrir sér merki með kröfu utn heimsbyltingu, né taka þátt í slíkum ærslum, eins og H. G. gerir, þegar hann er ekki á ísafirði. En frambjóðendurua skilurmargt fleira. Sfra Sigurgeir er hinn virðu- legasti maður í alla staði, sem sýnt hefir, að hann leggur virð- ingu sina við hvert það trúnað- arstarf, sem honum er falið, og leysir þau af hendi með elju og samviskusemi. Um hinn frambjóð- andann verður varla sagt, að hann hafi verið heppinn í þessum sök- um. Vesturland hefir haldið þvf fram og fært að þvf fullgild rök, að kjördeemin eigi að senda menn að heiman á þing, og velja til þess einhvern sinna bestu manna, en hreint ekki að sækja þá i aðra landsfjórðunga, síst til Reykja- víkur. Ekkert getur réttlætt slfkt, nema þá að um þjóðkunna atorku- menn sé að ræða. Af þeim ástæðum, sem hér hafa verið taldar og öðrum fleiri, sem siðar verður e. t. v. tækifæri til að niinna kjósendur á, vill Vest- urland eindregið hvetja ísfirðinga til að styðja kosningu slra Sig- urgeirs, þvi með því sjá þeir á- reiðanlega best fyrir málefnum kjördæmisins. En jafnframt er hér óvenju gott tækifæri fyrir borgar- ana til að sýna það, livort hugur þeirra hneygist meir að róttækum kommunisma eða öfgaiausri jafn- aðarstefnu, og hvort þeir telja, að verður sé verkamaðurinn laun- anna, þvi ólikt er dagsverk þeirra frambjóðendanna til þessa, en þó mun þar meiru muna að lokum. Hestajárndjábaldcar kosta minsta peninga hjá Lárusi Jakobssyni Sundstæti 25 A. Frambjóðendur. í Reykjavik er hlutfallskosning, sem kunnugt er og skal kjðsa 4 þingmenn. Fram hafa komið þrír listar, og veit Vesturl. ekki f hverri röð þeir eru, en einn er frá íhalds- flokknum og á honum þessir: Magnús Jónsson dósent, Jón Ólafsson framkv.stjóri. Sigurbjörg Þorláksd. kensluk. Stefán Sveinsson verkstj. Á öðrutn lista eru þessir: Héðinn Valdemarsson, Sigurjón Á. Ólafsson, Ágúst Jósefsson, Kristofer Grimsson. Á þriðja lista eru þessir: Jakob Möller, Páll Steingrfmsson, Baldur Sveinsson. í Árnessýslu bjóða sig fram: Einar Arnórsson prófessor, Valdeinar Bjarnason bóndi, Jörundur Brynjólfsson bóndi, Magnús Torfason sýslumaður, Ingimar Jónsson prestur, Sigurður Heiðdal kennari. í Rangárvallasýslu: Einar Jónsson bóndi, Skúli Thorarensen bóndi, Klemens Jónsson, Gunnar Sigurðsson, Björgvin Vigfússon sýslum., Sig. Sigurðsson bún.málastj. í Vestur-Skaftafellssýslu: Jón Kjartansson ritstjóri, Lárus Helgason bóndi. í Austur-Skaftafellssýslu: Páll Sveinsson kennari Þorleifur Jónsson bóndi. í Vestmaunaeyjum: Jóh. Þ. Jósefsson útgerðarni., Björn Jónsson Blöndal. í Suðurmúlasýslu: Þorsteinn Stefánsson bóndi, Sigurður Arngrímsson ritstjóri, Sveinn Ólafsson bóndi, Ingvar Pálmason útgerðarm. Arnfinnur Jónsson kennari, Jónas Guðmundsson ritstjóri. Á Seyðisfirði: Jóh. Jóhannesson bæjarfógeti, Karl Finnbogason kennari. í Norðurmúlasýslu: Árni Jónsson frá Múla, Gísli Helgason bóndi, Halldór Stefánsson bóndi, Páll Hermannsson bóndi, Jón Sveinsson bæjarstj. Akure. Jón Jónsson Hvanná. Í Norður-Þingeyjarsýslu: Pétur Zophoniasson, Benedikt Sveinsson. í Suður-Þingeyjarsýsiu: Sigurjón Friðjónsson bóndi, Ingólfur Bjarnason bóndi. í Eyjafjarðarsýslu: Steingrímur Jónsson sýslum., Sigurjón Jónsson læknir, Einar Árnason bóndi, Bernharð Stefánsson bóndi, Steindór Guðmundss. kennari, Halldór Friðjónsson ritstjóri. Á Akureyri: Björn Lindal útvegsbóndi,

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.