Vesturland


Vesturland - 16.06.1927, Blaðsíða 1

Vesturland - 16.06.1927, Blaðsíða 1
VESTURLAND Ritstjóri: Sigurður Kristjánsson. IV. árgangur. ísafjörður, 16. júní 1927. 21. tölublað. Vilmundur og vinarkossinn. Litill drengur kemur hlaupandi eftir götunni. Undir hendinni ber hann blaðastranga. Hann er að bera blaðið Skutul inn á ísfirsku heimilin. Eg bið um eitt eintak. Drengurinn hikar við. Eg skildi strax vandræðasvipinn og augna- tillit þessa litla vinar míns. Dreng- urinn fékk mér blaðið og hljóp burt. — Eg hefi samkvæmt fjölda áskor- ana úr öllum stéttum þessa bæjar- félags gefið kost á mér sem þing- mannsefni við kosningar þær sem fram eiga að fara 9. júlí þ. á. — Þú ærist út af þessu Vilmundur læknir og hefir hvorki taumhald á tungu þinni né penna þínum. — Þú talar ekki um stjórnmálin. Þú virðist vilja skipa mér sess við hlið ömurlegasta svikara veraidar- innar. — Þú ræðst ekki á stjórn- málaskoðanir míriar, þú ræðst á mig sem embættismann og veður á þennan leiðinlega hátt inn á þau svið, og þau mál sem þú veist að mér eru helgust. Þú lýstir ótilkvaddur og að fyrrabragði yfir við mig, að þú vildir drengskap í deilum okkar, og mintir mig i því sambandi á vináttu okkar. Mér fanst reynd- ar slík brýning óþörf hvað mig snerti, því mér hafði aldrei til hug- ar komið að viðhafa neinn ódreng- skap, en tók þó af einlægní fram- rétta hönd þína. En frá mér geng- ur þú rakleitt og* ritar, með þess- ari sömu hendi Skutulsgreinina, þar sem ]3Ú talar viðlíkast því sem væri eg glæpamaður. Á meðan þú talar í þessari tón- tegund vil eg ekki veita þér nein svör. Eða ætti eg að fara að tala um embættisfærslu þína og leggja dóm á þig sem embættismann ? Mér finst það koma harla lftið alþingiskosningum við. Eitt atriði er þó i grein þinni, sem þú sýni- lega ætlar að láta mér verða til mannorðshnekkis. — Það er heim- sókn mín ttl „konunnar í kjallar- anum", sem þú nefnir svo. Þú gefur í skyn að eg hafi 4 sinnum talað við hana i því skyni að fá hana til „að brjóta lög og reglur þess félagsskapar, sem henni er trúað fyrir að stjórna, hvort hún sé ófáanleg til að svikja félaga sína, sjálfa sig og þá hugsjón sem hún trúir á, og hefir lagt svo mikið í sölurnar fyrir". Hið sanna í þessu máli er þetta: Frá mjög orðvörum sómamanni fæ eg þá frétt, að áðurnefnd kona hafi látið í ljósi óánægju sfna yf. ir þvi, að hún ekki fékk að sjá á- skorunina til mín um að bjóða mig fram til þings, þar eð hún gjarna hefði viljað rita undir hana. Með því að eg truði þess- ari frétt, og veit að hún er sönn, enda er sá er hana flutti, fús að staðfesta hana, fór eg til þessarar konu til þess að tala við hana um alþingiskosningarnar. Eg tók það mjög skirt fram, að eg væri ekki k«minn til þess að hafa áhrif á huga hennar, og að hún ætti að fara að þvi sem sannfæring hennar og samviska segðu að væri rétt, hvað sem mínum óskum kynni að líða. Hún mætti treysta því, að eg reyndist henni hinn sami eftir sem áður, og veit eg að hún trúði því og treysti. — Eg hefi aðeins einu sinni talað við konu þessa um þessi efni. Mér þykir vænt um að fram- boð mitt hefir orðið til þess, að þú tókst þér biblíuna í hönd. — En lestu betur. Eg örvænti ekki þótt fyrstu verkanirnar séu nokk- uð stórkallalegar. — Sá sem les, les nógu lengi, lærir að lokum hógværð og sannleika. Sigurgeir Sigurðsson. Hvers þarí' þjóðin sér- staklega að gæta við næstu alþingis- kosningar? Undirbúningstíminn undir næstu kosningar til Alþingis verður næsta skammur, þar eð þær eiga að fara fram 9. júlí n. k. Þetta skiftir í sjálfu sér ekki miklu fyrir þjóðina, ef hún hefir látið reynsluna kenna sér hvers nú þarf sérstaklega að gæta við þessar kosningar. Það er sorglegur sannleikur, að virðing þjóðarinnar fyrir Alþingi hefir farið þverrandi nú í allmörg ár. Lýsingar þær, sem blöðin hafa flutt þjóðinhi af þvi, hvernig þing- störfin hafi gengið, stuðla mjög að þessu. Og reynslan sýnir, að þær lýsingar eru réttar. Enn segja blöðin, að éftir að þingið hafði nú sctið á rökstóium í vetur og vor í nærfelt 100 daga, hafi mál- unum verið flaustrað af á siðustu stundu. Heimskulegar deilur hafa tafið framgang ýmsra velferðar- mála og kostað þjóðina stórfé. Svo langt er þingspillingin komin að dætni eru til þess, að þing- menn hafi borið slúðursögur inn á þingið, og skotið sér svo að baki þinghelginni, þegar á þá hef- ir verið skorað, að gera grein fyrir sógunum. — Allir góðir menn hljóta að sjá hvílík andstygð slíkt er. — í fyrravor kom eg nokkrum sinnumá áheyrendapallana i þing- húsinu; minnist eg ekki að hafa komið á aumari mannfund. Færi eg aö lýsa því, sem þar bar íyrir augu og eyru, yrði sú lýsirig trauðla fegurri en sú, sem séra Ólafur Ólafsson gaf forðutn á þinginu. , Hver á nú aðalsökina á að svona er komið? — Þjóðin. — Þegar vér kvörtum yfir þinginu, kvörtum vér yfir stofnun, sem þjóðin hefir myndað með kjöri. í þessu efni ertrauðla nema um tvent að ræða. Annað hvort, eigum vér ekki fær- ari menn til þingsetu, eða að vér höfum ekki lag á þvi að ná í þá. Margir þingmenn eru nú íarnir að sjá þetta, og vilja bæta úr því, en það er við ramman reipi að draga. Flokkaskipunin er versta skerið A undanförnum þingum hefir flokkaskiftingunni verið þann- ig farið, að enginn flokkur hef- ir verið nógu sterkur til þess að bera ábyrgð á störfum og gerðum þingsins. Þegar svo er ástatt, er ekki nema eðlilegt, að þingstörfin gangi líkt og reiptog. Meðan flokkaskiftingunni er svona háttað, er engra bóta að vænta í þessu efni. Af þessu er augljóst, að við næstu kosningar þarf þjóðin fyrst og fremst að gæta þess, að nú verði kjörið meirihlutaþing, o: að nú verði einhver flokkanna svo sterkur, að hann geti borið ábyrgð á gerðum og störfum þingsins. — Sé þetta rétt, er næst fyrir hendi, að átta sig á því, hvem stjórnmálaflokkinn heppilegast muni vera að efla. II. Æskilegast væri að enginn stjórn- málaflokkur væri til í landinu. — Æskilegast væri, að velferð þjóð- arinnar í hvívetna væri öllum svo heilagt málefni, að um það yrði ekki deilt. Æskilegast væri, að allir bæru svo ljóst skyn á sann- leikann i hverju máli og elskuðu hann svo heitt, að þeir gætu unn- ið eins og bræður i eindrægni að. eflingu þjóðarhagsins, bæði á sviði hins andlega og líkamlega. En því er nú ver, að svo fullkomnir erum vér ekki orðnir enn. Skoð- anirnar á málunum eru því ávalt meira og minna skiftar, enda þótt allir stefni að sama markmiðinu. Skoðanamismunurinn leiðir til flokkaskiftingar. Verður flokka- skiftingin þannig neyðarböl, sem menn verða að hlýta, sökum þess, hve skamt vér erum á veg komnir í þvi að þekkja sannleikann í hans óteljandi myndum. En leit sann- leikans hlýtur að vera viðfangs- efni allra flokka. Deilurnar koma svo fr.am af því, að menn leysa ekki á einn veg úr spurningunni miklu: Hvað er sannleikur? Það er nú talað um fjóra stjórn- máraflokka í landinu, o: sjálfstæðis- menn, jafnaðarmenn, framsóknar- tnenn og íhaldsmenn eða Verði. Það nafn finst mér viðfeldnast á ihaldsmönuum, því þeir vilja íyrst og fremst vera á verði og gæta þess, að ekki verði kollvarpað því þjóðskipulagi, sem vér eigum nú við að búa, heldur vilja þeir bæta það í hvívetna. Sjálfstæðismenn er x nú varla hægt að telja stjórnmálaflokk leng- ur, bæði af þvi að þeir eru svo fámennir, og af því að þeir hafa enga sérstaka hugsjón til að berj- ast fyrir. Brotið, sem eftir er af þeim, tilheyrir fremur liðna tíman- um en nútimanum. — Alt öðru máli er að gegna með jafnaðar- mannaflokkinn. Hann hefir hinn fylsta tilverurétt, berst fyrir á- kveðinni hugsjón, sem öllum er kunnugt um. Stefna þessi er mjög gömul í heiminum. Rætur hennar má rekja til frumkristninnar eða jafnvel lengra. Hugsjón sú, sem stefnan berst fyrir, er í eðli sinu fögur. Ýmsu góðu hefir hún tii leiðar komið, en einnig mörgu misjöfnu, sökum þess, hve leið- andi menn hennar hafa oft gripið til óheppilegra vopna í hita stríðs- ins. —- En sá mikli ljóður er líka á ^stefnu þessari, að þótt hún sé. í eðli sinu fögur, þá hæfir hún ekki, sem stjórnmálabúningur núr lifandi kynslóð jarðarinnar. Saga mannkynsins talar skipuriarrómi á móti henni. Hútt strandar sí og æ á spillingarskerinu. Hún dregur úr framsókn einstaklingsins í Hfs- baráttunni og leggur svæfil undir höfuð letingjans. Þetta þolir eng- in þjóð að skaðlausu, og allra síst vér íslendingar sem eigum við svo tnikla óblíðu að stríða frá náttúrunnar hendi. — Þegar af þessari ástæðu er það blátt á- fram hættulegt fyrir þjóðina að efla þennan flokk. Þjóðnýting at- vinnuveganna mundi leiða meira íjárhagslegt böl yfir þjóðina, en meim geta gert sér grein fyrir. Hægfara jafnaðarstefna, sem beitir aðeins sæmilegum vopnum getur unnið mikið gagn á þann hátt að beita sér fyrir umbótum á hög- um alþýðunnar, en um hitt geta dómarnir orðið skiftir, hvernig þeim tekst það. Á móti þessari stefnu ætti ekki að vera til nema einn flokkur, o: sá, sem halda vill við hinu nú- verandi þjóðskipulagi. Því miður eru flokkarnir tveir, sem segjast vilja þetta, o: framsóknarflokkur- inn og Verðir. Qagnvart hinni yfirvofandi hættu jafnaðarstefn- unnar fyrir þjóðlífið er þó sá mikli munur á þessum tveim flokk- um, að Verðir eru eindregið and- vigir jafnaðarmönnum, en engum mun geta dulist það, að vinfengi nokkuð er með framsóknarmönn- um og jafnaðarmönnum, þótt ekki sé|með öllu ástúðlegt, því hvorir um sig vilja nota hina til þess að ná völdunum, en geta má nærri, að sá flokkurinn sem hlutskarpari yrði í þeim viðskiftum mundi brátt sparka i hinu. Þetta tnakk Fram-

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.