Vesturland

Volume

Vesturland - 24.06.1927, Page 1

Vesturland - 24.06.1927, Page 1
VEST Ritstjóri: Sigurður Rristjánsson. IV. árgangur. Til Norður-ísfirðinga. N.-ísafjaröarsýsla er 9 hreppar. Af þeim eru 5 algerlega bænda- bygöir og hini'r 4 að meira og minna leyti. Norður-ísafjaröarsýsla er með réttu talin einhver freinsta bænda- bygð Islands. Það er langt síðan það varð landskunnugt, hve höf- uöbóiin í þessu héraði væru reisu- leg, og staðarlegt heim til þeirra að sjá. Ferðamönnum varð þegar ljóst af förnum vegi, að hér bjó framafólk. Og ekki hefir liitt þótt síður umræðu vert, hve ósmátt væri lundarfar þeirra, er ból þau bygðu. Höfuðbólin -eru enn í röð þeirra veglegustu á landi hér, og búend- urnir eru ekki minni rausnar- og manndómsmenn en áður var. Þar kemur jafnan maður í manns stað. En veglegu býlunum fjölgar ört í þessu héraði. Margt lágreist kot, sem áður var, í þyfðum óræktar- reit, er nú breytt í stórbýli með hátimbruðum húsum og umgirtu vel ræktuðu túni. ■ Býlin kringum Djúpið bera bú- endunum vitni um það, að þeir eru ekki smælki sinnar stéttar. Af slíku héraði, sem Norður- ísafjarðarsýslu, mun hver maður vænta þess, að það sendi þann fulltrúa á þing, sem sómi er að og styrkur fyrir þingið. Því aðeins er samræmi milli héraðsbúa og fulltrúa þeirra á þingi, að hann sé meira en meðalmaður. Oftast hefir verið meir en vel fyrir þessu séð, og hægt að líta upp til þingmanns Norður-ísfirð- inga. Og það er mjög almennur dómur þingmanna liins nýroína þings, að síðasti þingmaður N.- ísafjarðarsýslu, sern fæddur er og vaxiun upp í þessu héraði, sé kjördæmi sinu til sóma og þing- inu mikilsverður starfskraftur. Samt sem áður eiga nú hér- aðsbúar kost á að skifta urn. Nokkrir lærisveinar Lenins hér á ísafirði hafa undanfarið verið að koma sér upp söfnuðum í veiði- stöðunum hér í nágrenninu. Má af trúarbrögðunum ráða, hvilíkt framafólk það muni vera, seni skírast lætur. Finnur Jónssori hefir látið vigjast til safnaðanna, sá sami, sem lilóð Lenin hæstan lofköst, og sagði frá því með aðdáun, svo menn skildu hver eftirsóknarverð fyrir- mynd hann var, að hann hefði þegar á unga aldri verið með í samtökum til að myrða mann. Já, Finnur Jónsson ætlar að vera svo lítillátur að setjast í sæti. Jóns Auðuns, sr. Sigurðar, Sk Thoroddsen og Jóns Sigurðsson- ar. Hann ætlar að vera svo ó- sérhlífinn að taka að sér íyrir yðar hönd búskapinn árikisbúinu. ísafjörður, 24. júní 1927. i ” Heiina á kotunum megið þér hokra, þangað til hann og sam- herjar hans hafa komið skipulagi á þjóðnýtinguna, sem ekki ætti að frestast lengi, ef íslenskir kjós- endur kunna að meta lærisveina Lenins. En skyldu nú bændur vera svo 'sérvitrir að hafa eitthvað út á Finn að setja, ætla trúbræðurnir í þorpunum að taka til sinna ráða og sjá hvorir verða fjölmennari, hvort ekki má takast að ktiga bú- karla. Hafðu bóndi minn hægt um þig. Einn Leninssinni, segja þeir, hefir meira politískt vit, en 100 bændur til samans. Norður- ísfirðingar. Þykir yður ekki sómi að því, að liann Finn- ur skuli ætla að þiggja af yður þingmenskuumboðið ? Þér hugleiðið það til kjördags- ins. Vopnaburður. Kosningahríðin á Ísaíirði er byrjuð. Það þykir aldrei tiltöku mál, þótt menn láti fyllri áherslu fylgja orðum sínum um kosningar en endranær. Ekkert er heldur út á það að setja, þótt menn slái engu af skoðunum sínum, og komi hreint fram. Hitt er verra, þótt oft fylgi kosningahitanum, hve þyrstir sumir verða í það að svala lund sinni á æru mótstöðumanna sinna, og hve skrllsleg orð menn viðhafa að óþörfu. Áður en nokkurt vanstillingar- orð hefir fallið frá fylgismönnum sr. Sigurgeirs við þessar kosning- ar, hvað þá frá honujn sjálfum, ræðst einn af meðmælendum Har- aldar Quðmundssonar á liann rneð fáheyrðar móðganir í 22. tbl. Skutuls. Sr. Sigurgeir er maður, sem aldrei segir særandi eða móðg- andi orð við nökkurn mann. Og fyrir verkahring hans, . þjónustu kirkjunnar, bera flestir sæinilegir menn mikla virðingu, og eins þeim mönnurn, sem fyrir því vandaverki er trúað, og eins og sr. Sigurgeir, rækja það af ár- vekni og heilum huga. Jafnvel illa siðaðir ruddar hika við að ráðast inn fyrir þau vébönd og ösla þar um eftir upplagi sínu, en þetta gerir þó einn fyrsti með- mælandi H. G. algerlegá tilefnis- laust, og þrátt fyrir það, að hann þykist vera persónulegur vitmr sr. Sigurgeirs, og hefir fyrir lítilli stundu kvatt hann með hálfgerð- um fleðulátum og tilmæluin um drengilega baráttu. Þelta er örvæntingaræði, sent ekki ber að svara í sama tón. Væri það og ósamboðið þeim frambjóðandanum, sem Vestúr- land hefir hvatt kjósendur til að gefa atkvæði sín. En ósannindum þeim, sem tlutt eru í áminstri lmeykslisgrein í 22. tbl. Skutuls, vill Vesturland mæta með ómót- mælanlegum sannleika. í grein þessari segir, að „klæk- ir“ hafi ráðið úrslitum kosning- anna hér 1923, og að „þrælabrögð" hafi verið við höfð af liálfu íhalds- manna. Þetta eru algerlega tilhæfulaus ósannindi, enda eru engin dæmi nefnd, né önnur rök fyrir þessu færð. Það eina, sem eg veit til, að forsvaranlegt væri að hafa slík ummæli um, er það sem nú skal greina: Einn af atkvæðasmölum H. G. fór til fjarstaddra ísfirskra kjós- enda, sem voru eindregnir mót- flokksmenn H. G., og .bað þá að kjósa. Sagöi hann að H. G. væri einn í kjöri, en þessir kjósendur höfðu aldrei greitt atkvæði utan kjörstaðar og voru svo einfaldir að vita ekki það, að þá þuifti ekki að kjósa. Þeir kusu Harald af því hann var „einn í kjöri“. „Blygðunarlausir smalar vaða að fólki“ segir V. J. I ánúnstri Skut- ulsgrein. Gæti það ekki átt við þetta? Eða heyrir það undir það að „drýgja atkvæði", eins og þar er einnig komist að orði? Fólk er að vinna við iisk á einni verkunarstöðinni. Nokkrir „ístöðulitlir alþýðumenn“ eru kall- aðir frá vinnunni hcim til sín. Meðal þeirra er gönml kona, trygð- reynd íhaldskona. Þarna er setið yfir henni eins og fanga, tneðan fulltrúi . bæjarfógeta er sóttur. „Blygðunarlaus atkvæðasmali“ dregur upp úr vasa sinum lækn- isvottorð um það, að konan sé veik og geti ekki mætt á kjörstað. Hún er látinn „kveðja sér til að- stoðar" annan dánumann, og liann skrifar nafp Haraldar Guð- mundssonar á miðu og leggur í umslag. Næsta dag, kosningadag- inn allan, situr þessi gamla kona á kjörstaðnum úti fyrir dyrum kjörherbergisins og bíður þess að komast að, til að kjósa Sig- urjóu Jónsson. En hún komst aldrei að. Hún var búin að kjósa Harald Guðmundsson. Önnur gömul kona stendursveitt við þvottabalann sinn. Hún hefir ekki. efni á að lialda vitmukoim, en hefir margt í lieimili. Menn riðjast þar inn með fulltrúa bæj- arfógeta. Konan veit ekki hver ósköp standa til. Skjöl eru tekin fram og einn valdsmaðurinn dreg- ur Upp úr vasa siuum læknisvott- orð um það, að þessi kona sé veik og geti ekki mætt á kjörstað. Konan tefst frá þvottinum hálfan 22. töluhlað. | Kaupið | I Vefnaðarvöru, 1 | Prjónavöru og gj Fatnað í 1 |Verslun S. Jóhannesdóttur.| ^IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIF klukkutíma, Haraldur Guðmunds- son græðir eitt atkvæði. „Sérstök áhersla er lögð á að véla ístöðulítið alþýðufólk“ segir V. J. í Skutulsgrein sinni. Eiga þessi atvik nokkuð skylt við það? Veit V. J. hver gaf læknisvott- orðin? Maður lá sjúkur á spítala ísa- fjaröar, sem V. J. nú hefir fengið einokun á. Maðurinn kaus án þess að einokunarhafi væri við, en þegar einokunarhafinn fékk þetta að vita, varð hinn sjúki að afturkalla atkvæðið og kjósa öðru sinni „undir læknishendi“. Hættið nú að tala um kosninga- „klæki“ Vilmundur Jónsson. Og um fram alt hættið þér að tala um guðspjallainennina og Krist. Til þess eru vond dæmi að varast þau. Það er fyrir skömmu vitanlegt orðið aö Finnúr Jónsson póst- meistari á ísafirði keppir um þing- sæti fyrir Norður-ísfirðinga við næstu kosningar, á móti núver- andi alþm. Jóni A. Jónssyni. Þetta' framboð Finns kemur mér óbreittum og fátækum verka- manni til þess að taka penna í hönd og gera tilraun til að segja opinberlega álit mitt á þessum Finni og stefnu þeirri, er hann fylgir, svo mjög sem hann undan- farið hefir þókst berjast fyrirheill og velgengni okkar verkamanna. Enda þótt eg finni vamnátt minn í því að skrifa í blöð, þá treysti eg* þó ritstjóra Vesturlands til þess að Ijá línum þessum rúm í blaði sínu, þótt gallar kunni á að vera hvað góða íslensku og annað snertir. Ástæður mínar sem aferæfinni haía oft geíiö mér ærið tilefni til þcss að liugsa um hvernig það mætti ske, að allir borgarar þjóð- félagsins ættu sem jöfnust og best lífskjör við að búa, og hefir mér . igi dulist að leiðin til þess er örðug og jafnvel óframkvæman- leg, svo misjafnir að andlegu og líkainlegu atgjörfi, sem vér menn- irnir erum.

x

Vesturland

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.