Vesturland


Vesturland - 24.06.1927, Blaðsíða 2

Vesturland - 24.06.1927, Blaðsíða 2
VESTURLAND. VESTURLAND kemur út einu sinni í viku. kostar 7 kr. um árið. G)alddagi 1. oktober. Ritstjóri og ábyrgðarmaður Sigurður Kristjánsson. Ritstjórinn til viðtals kl. 4-5 dagl. í Hafnarstr. 1. Sími 99. Afgreiðsium. Loptur Gunn- arsson Aðalstræti 11. Sími 37. Óneitanlega er með 'núverandi þjóðskipulagi voru og löggjöf reynt að koma í veg fyrir það, að nokkur líði skort, enda mun það hvergi hér eiga sér stað, og vissu- lega má langt komast í því að bæta kjör hinna minni máttar, án þess þó að kollvarpa núverandi þjóðskipulagi, eins og þeir telja nauðsynlegt vera, sem beitt haía sér fyrir stefnu jafnaðarmanna hér á landi. Eg fæ ekki betur séð en, að framferði þessara manna, eins og Finns hafi frekar orðið til þess að spilla fyrir málstað okkar verkamanna, og er slíkt ekki að undra þar sem kröfur þeirra oft- ast eru, • frá mínu sjónarmiði, bygðar á hreinustu ósanngirni og þekkingarleysi. Öllum sem augu hafa til að sjá með og eyru hafa til að heyra með er kunnugt um, að kröfur jafnaðarmanna verkamönnum til handa, eru meðal annars það, að heimta sem hæst kaup en jafn- framt sem stystan vinnutíma. Þessum kröfum hefir verið fram- fylgt fastast af jafnaðarmöiinum hér við Djúpið, einmitt á ísafirði „í ríki Bolsanna", sem sumir kalla. Svo langt hefir þar verið gengið í þessu efni, að stærstu atvinnu- rekendurnir þar hafa gefist upp og hætt atvinnurekstri, mikið fyr- ir stöðugan ágang verkalýðsins. Þar er hæst kaup borgað á kl.t. og stystur vinnutími. Maður skyldi nú ætla að þarna á ísafirði væri velmegun verka- lýðsins mest i einu og öllu, meiri en i öðrum sjávarþorpum hér við Ísaf. djúp. En gáum nú að. Var það ekki á ísafirði undir handarjaðri og stjórn jafnaðar- manuaforingjanna, Finns og ann- ara, sem atvinnuleysið svarf mest að verkalýðnum á seinustu miss- irum? Eg held að svo hafi vissulega verið. Eða var það kannske af ástæðu- lausu að landstjórninni.var send áskorun frá almennum fundi sjó- manna á ísaf. á siðastl. vetri um að bæta úr atvinnuleysinu þar, sem leiddi af því að útvegurinn stöðvaðist? Vissulega ekki. Sjóður verkamannafélagsins, ef íiokkur er, hefir sennilega eigi verið orðinn nógu öflugur til þess að styrkja þá, sem mest liðu fyrir atvinnuleysið, enda mun til- ætlun verkamannaforingjans Finns vera önnur en sú; venjulega mun grirjið til sjóðsins aðeins þegar skipun er gefin um verkföll inn- an verkamannafélaganna yfirleitt. jÞað er eftirtektarvert, að i öll- Þvottur«*strauning. María frá Kirkjubæ Sundstr. 23. um veiðistöðum kring um Djúpið, nema á ísafirði, hefir útveginum verið haldið úti frá þvi siðastliðin haustvertið hðfst og til þessa tlma. Hver smáfleyta hefir verið I gangi í Bolungarvík og sama má segja um Alftafjörð. Verkamönnum á þessum stöðum hefir eigi enn verið talin trú um af Finni og öðrum skoðanabræðr- um hans, að heppilegast væri fyrir efnalega afkomu þeirra „8 klt. vinna, 8 klt. svefn og 8 klt. hvfld á sólarhring." Þeim hefir heldur eigi skilist það enn, að það væri happ fyrir bygðarlögin þeirra að gerast svo ósanngjarnir í kaupkröfum að vinnuveitendur stæðust eigi að halda áfram atvinnurekstrinum. Þessvegna er það, að þeir hafa kosið friðsamlega samvinnu við vinnuveitendurna, eins og báð- um málsaðilum er líka ávalt fyrir bestu. Það er vitanlegt að nú á seinni tímum hafa foringjar jafnaðar- manna á ísafirði gert sitt ítrasta til þess að vinna skoðun sinni fylgi hér í Norður-ísafjarðarsýslu, með öðrum orðum spilla samvinnu vinnuveitenda og verkamanna. Einkum háfa þeir lagt kapp á það í sjóþorpunum. Svo langt þykjast þeir nú komnr ir i þessu efni, að þeir við næstu kosningar tefla fram Finní póst- manni, sem þingmannsefni fyrir kjördæmið. Hér skal eigi gerð tilraun til að sýna bændum kjördæmisins fram á hvílíkt skaðræði þeir ynnu stétt sinni með því að kjósa svo- kallaðan jafnaðarmann á þing, jafnvel þótl frambærilegri væri en Finnur. En af því að nokkur fótur mun fyrir því, að eigi allfáir stéttar- bræður mínir hér í kjördæminu munu tilleiðanlegir að trúa kenn- ingura jafnaðarmanna og loforð- utn og þess vegna kannske án nokkurar umhugsunar greiða Finni atkvæði sitt við næstu kosn- ingar, þá finn eg mig knúðan, vegna skoðunar minnar að vara þá við slíkum mönnum, þeim tnönnurn, sem daglega breyta sjálfir þveröfugt viðþað, sem þeir tala og kenna, skákandi í því skjólinu að vé'r fáfróðir verka- menn vitum ekkert né skiljum í því, sem fram fer mitt á meðal vor. Þessum og þvílíkum mönnum er síst trúandi til þess að fara með umboð okkar á Alþingi, svo að gagni komi. Það má auðvitað ganga út frá því sem vísu, að hokkrir auðtrúa og lítilsigldir kjósendur kasti at- kvæði sínu á Finn þegar kosning fer fram, en öllum þorra kjósenda treysti eg til að hafa þann þroska til að bera, að kjósa frekar nú- verandi alþm. Jón Auðunn Jóns- son, sem reynst hefir kjósendum sínum og héraði hinn nýtasti þingmaður til þessa tíma. Hafið það hugfast Norður-ís- firðingar 9. tjSll n. k. þegar þér gangið að kosningaborðinu, að lengst af hafið þér valið þá full- trúa til þings, sem þér hafið ver- ið sæmdir af. Forðist því að gefa atkvæði yðar óbilgjörnum lýð- skruinurum, sem eru þektir of- stopa- og byltingamenn. Fjölmennið á kjörfund 9. júli n. k. og kjósið Jón Auðunn Jðns- son. Folafæti 6. júní 1927. . Óiafur Kristjánsson. Veljið, og veijið rétt. — Þú ert ekki góður félags- bróðir, segja götustrákarnir þegar þeim tekst ekki að fá einhvern í lið með sér að brjóta rúður eða eitthvað þessháttar. — Þú ert huglaus. Þú óttast afleiðingarnar. Vitaskuld óttast hann þær, því að hann veit, að hann verður að bera ábyrgð sinna eigin verka, ef ekki fyrir réttvís- inni, þá fyrir sjálfum sér og sóma- tilfinningu sinni. Þeir segja að hann skorti kjark. Hann er hugrakkari en hver hinna, þvi að þegar hann finnur að verk það, sem félagsbræður hans ætla að inna af hendi, er samkvæmt sannfæringu hans óviturlegt og ó- heilbrigt þá hikar hann ekki við að höggva á hin helgustu bönd vina og kunningja til að fylgja því, sem honum virðist rétt. í stjórnmálum eru slíkir menn nefndir flokksleysingjar, og er vel fundið orð, því það minnir svo greinilega á það, að þeir, sem það nafn beri, séu leystir undan skilyrðislausri hlýðni við grund- vallarsetningar einhvers flokks. Það minnir á að þeir séu ekki flokksbandingjar. . Annar maðurinn, sem býður sig fram til þings hér á ísafirði er síra Sigurgeir Sigurðsson pró- fastur, tnaður, sem nýtur mikillar almenningsvirðingár og álits fyrir framúrskarandi matmkosti og prúð- mensku, — maður, sem getur bent á unnin störf að baki, er bera þess vott hverra hag hann látt sig mest skifta. En hann býður sig fram til að vinna að heillum lands og lýðs, óháður öllu og öllum nema samvisku sinni og sannfæringu — og hans sannfær- ingu er óhætt að treysta. . Böðvar Guðjónsson frá Hnffsdal. Ki*apái*riai». Samkvæmt gildandi lögum skal kjósa Alþingi 1. vetrardag. Allir fullvita ísiendingar vita það, að það er tilviljun ein ef þennan dag er ekki i flestum sveit- um landsins annað hvort ófærð eða óveður, eða hvort tveggja. Þetta kjördagsákvæði sviftir því í raun og veru þorra sveitamanna atkvæðisrétti. 1. júlí þar á móti, heftir veður sjaldan ferðir manna. Og þeir, sem staddir eru. utan sins kjör- dæmis, geta greitt atkvæði hvar sem þeir eru staddir á sjó eða landi, og hafa mánaðarfrest til að koma atkvæðinu á kjörstað. . Þann dag standa þvf flestir kjósendur eins að vígi og geta neytt atkvæðis sfns, nema veikindi hamli. Tryggvi Þórhallsson hefir íþessu máli látist vera talsmaður bænda og farið mörgum orðum um hinn rangláta kjördag. En Tr. Þ. getur hvorki stutt réttan né rangan málstað með öðru en ósannindum. Honum er um hönd að hlaða úr öðru bygg- ingarefni. Hann sagði sem sé eftir slðasta landskjör, sem fór fram 1. vetrardag, að stórhríðarnar og krapárnar hefðu gengið í lið með íhaldinu. Vitanlegt er það, að íhaldsflokk- urinn á fleiri atkvæði í sveitum en Timaflokkurtnn, svo þetta voru venjuleg Tímaósannindi. Þeir einu sem græddu á stórhriðunum og krapánum voru rauðu bræðurnir, samherjar Títnans og. Tryggva. Tveir þingmenn, annar úr íhalds- flokknum hinn úr Framsóknar- flokknum, báru fram frumvarp á siðasta þingi um færslu kjördags- ins til 1. júlí. Rauðskinnar höm- uðust móti þessari réttarbót svelta- manna. Þeir vilja hafa áfram þre- faldan og fjórfaldan kosningarétt móti bændum. Hvað gerði nú Tr. Þ. fyrir bændurna slna? Hann gekk.i lið með stórhríðunum og krapánum og greiddi atkvæði móti færslu kjördagsins. „Það er kaupdeila í Hnífsdal." „Það er kaupdeila i Hnifsdal. Fátækur tnaður rær í vandræð- um sínum með fáeina fiska á bát til ísafjarðar til þess að selja þá þar fyrir brýnar nauðsynjar sínar. En fiskikaupmaðurinn á ísafirði svarar, að hann megi ekki kaupa fisk af Hnifsdælingum. Og tnaðurinn verður að róa með fiskinn óseldan heim aftur". (Úr grein V. J. í 22. tbi. Skutuls), Það er kaupdeila í Hnífsdal. Roskinn maður'fatlaður, sem unn- ið hefir frá barnsaldri hvern dag milli myrkra og meir en það, rær inn á isafjörð, til þess að sækja brýnar nauðsynjar sínar og há- seta sinna. Þegar hann lendir í fjörunni undan verbúð sinni í Hnífsdal, ráðast nokkrir lærisvein- ar Vilm. Jónssonar á hann og hrekja hann aftur út í bátinn. Hann verður að róa með mat- vælin til ísafjarðar aftur. Þessi sæmdarmaður drukknaði fyrir fáum dögum hér I Sundunum við það að taka upp með eigin hendi vetrarlegufæri frá bátnum sínum. V. J. og lærisveinum hans gefst ekki. kostur á að vtnna á honum fleiri sigra.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.