Vesturland

Árgangur

Vesturland - 08.07.1927, Blaðsíða 2

Vesturland - 08.07.1927, Blaðsíða 2
2 VESTURLAND. Kosningaleiðbeiningar. Kjósendur! Munið þaö, að atkvæði yöar er því aðeins gilt, að þér stimplið yfir depilinn framundan nafni frambjóð- andans og ekki yílr neinn annan depil á kjör- seðlinum. Munið að þerra depilinn eftir að þér hafið stimplað, en athugið vandlega, að ekki séu blautar klessur, hvorki á þerriblaðinu né á borðinu undir kjörseðlinum. Strjúkið ekki þerriblaðinu yfir seð- iiinn, heldur þrýstið þvi á. Skilið kjörseðlinum í sama broti og þér tókuð við horium. Svona lítur kjörseðiilinn út, áður en kjósandi hefir greitt atkvæði: • • Haraldur Guðmundsson. • - , | • 1 • Sigurgeir Sigurðsson. /•y J Svona á kjörseðillinn að líta út eftir að kjósandi hefir greitt atkv. . ■ Haraldur Guömundsson. Sigurgeir Sigurósson. gekk. jafn vel svo langt að eyða í iagabanni sjóðum svo semland-. lielgissjóði og kirkjujarðasjóði auk viðlagasjóðs. En nú væru skuldir borgaðar svo eigi væri eftir meira en helmingur þeirra að krónutali, og sjóðir endurgreiddir. Sömuleiðis kvað hann sig fylgj- andi stefnu núverandi stjórnar í verklegum framkvæmdum, er ald- rei hefðu verið, frá því landið bygðist, jafn miklar af háifu þess opinbera eins og s. 1. ár. bá mint- ist frambjóðandi á nýbýlamálið og kvað það skoðun sína, að á fáu eða engu riði rneira í þessu Jandi, en aukinni ræktun. Mintist hann i þessu sambandi Ræktun- arsjóðsins, sem hinnar þörfustu stofnunar. Frambjóðandinn tjáði sig fylgj- andi frjálsri verslun, og benti í því sambandi á hinar miklu skulda- súpur Landsverslunarinnar og þá alkunnu óreglu, sem þar ætti sér stað. Um mentamálin talaöi frambjóð- andi alllangt mál, sérstaklega skói- ana. í þessu sambandi kom hann inn á víðboðsmálið og taldi hann að víóboð mundi innan skamms verða hér á landi eins og annars staðan einhver sterkasta lyftistöng menningarinnar. Hefir frambjóð- andinn kynt sér mjög ýtarlega hvar þessum málum er komið í öðrum löndum. Loks talaði frambjóðandi ýtar- lega um héraðsmál ísafjaröar og Vestfjarða og taldi nauðsyn á sam- vinnu milli Vestfjarða-þingmann- anna til þess bæði að vera á veröi gegn þvi, að liiutur þeirra verði fyrir borð boriun, svo sem verið hefir, og einuig hins, að sjá út, hvað það opinbera getur og á að gera til þess að efla hag þessa afskekta landshluta, sem frá náttúrunnar hendi liefir svo stórkostleg skilyrði til að auðga og menta fólkið sem hann byggir. Ræðan stóð yfir rúman klukku- tíma og var skipuleg og sköru- lega flutt. Var og gerður að henni hinn besti rómur. Næstur tók til máls Haraldur Guðmundsson. Sór hann og sárt við lagði, að liann væri ekki Kommúnisti, og fór um það all- mörgum orðum, hve „hægfara" hann væri. Ekki tókst ræðumanni að rökstyðja þetta með orðum, en tilraun gerði hann til að sanna það verklega, því hann settist á borðið er hann skyldi standa við. Sögðu þá sumir fundarmenn sín í milli, að vissulega væri þó fiugu- fótur fyrir því, að Haraldur væri „hægfara". En aðrir sögðu að nú sýndi það sig, hversit hann væri búínn að slíta sér út fyrir „aiþýð- una“, þegar hann gæti ekki stað- ið uppréttur meðan hann flytti þeim fagnaðarerindið. Eftir það, að H. |G. hafði út- tnáiað, hve Kommúnistum væri illa við sig og sína líka, sneri hann sér að alþýðunni sinni, og fór um það allmörgum orðum, hve ant sér væri um að bæta kjör hennar. Jafnframt vefengdi hann að keppinautur sinn væri þar jafn einlægur,’ og fann það að ræðu hans, að hann liefði ekki bent á neitt ráð til þessa. Sjálfur sagðist hann vilja jafna arðinum en ekki benti hann á, livernig skyldi afla lians, og cr þó fjár- söfnun vissulega aðalatriðið í þessu sambandi. Ekki tókst ræðutnanni betur en svo að sverja fyrir Kommúnism- ann, að áður enn ræða hans var hálfnuð, tók hann að ógna ntönn- um nieð byltingu. Sagði hann að ef íhaldsmenn færu áfram tneð stjórn landsins og atvinnumálanna, þá inundi fólkið, „alþýðan“ hans, gera byltingu. Ekki laiaði hann um bióðsúthellingar að þessu sinni — hér þurfti að aka seglum eftir vindi - en svo menn viti hvernig þeim „hægfara'1 er innan brjósts, og hvað hann áræðir þeg- ar „háttvirtir kjósendur" ekki horfa eða hlýða á hann, má geta þess, að árið 1924 ferðaðist H. G. um landið. til að uudirbúa hjörtu „al- þýðunnar" við sjávarsíðutia. Var sú fræðsla ekki að litlu leyti fólg- in í því, að telja íyrir mönnum hve eðlileg og óumflýjanleg bylt- ing væri hér á landi. Það þurfti að útrýma þeirri firru úr meðvit- und „alþýðunnar", aö þaö væri mjög skelfilegt að taka náöngan- um blóð, þegar við lægi að koma á nýju þjóðskipulagi. Hvað er eitt mannslíf í samanburði við velferð alþýðunnar. Og ætli heimurinn forgangi þótt í honum fækki um einn „burgeis"? Þessum og því líkum luigsunuiri læða þeir menn inn, sem eru kommunistar í hjarta sínu. Ræða sú sem H. G. hélt á Seyðisfirði í þessari hringferð 1924, var að sögn blaðsins Hænir svo svæsin, að bæjarfógeta ógnaði og veitti Haraldi harða áminningu; sagði honum að skraf hans uin byltingu og blóðsúthellingar væri ósæmandi ieiðloga og óleyfilegt i siðuðu mannfélagi. Já þetta er nú uppi á teningnum þegar H. G. talar við Seyðfirðinga. Og i R.vík gengur hann kröfu- göngur, þar sem boniir eru bylt- ingamerki fyrir þátttakendum. Þar má lesa ritað'með feitu letri: JLifi heimsbyltingin o. fl. þess háttar. En þegar hann er að biðla til kjósenda á ísafirði, þá er hann alt I einu orðinn svo fjarskalega „hægfara “! Trúi þeir sem trúa vilja. Þá endurtók frambjóðandinn misskilning sinn og ósanriindi frá fyrra fundi um tollaálögur. Á þeim íundi sagðf' hann að íhaldsflokk- urinn hefði síðan hann tók við landstjórn altaf verið að. liækka íolia og skatti og væri búinn að margfalda þá, og sérstaklega að koma þeiin á nauðsynjavörur og á þá fátækari. Og nú endaði hann jietta tollaskraf með því að segja: íbaldið her á landi fer þannig að, að það leggur skattana á alla skapaða hluti, svo fátæki maður- inn borgar margfalt á við hina. Öll viðleitni íhaldsins er sú, að bæta aðstöðu þeirra efnuðu gagn- vart þeim fátækari. Engin rök voru færð fyrir þessu, enda engiu til. Og liklega er til- gangurinn sá, að segja svo milk- ar fjarstæður, að enginn nenni að svara þeim. Loks kom frambjóðandinn að landhelgisgæslunui og lét í ljósi ánægju sína yíir frainmistöðu í Óðinsmálínu. Lét hann ótvírætt í Ijósi að illmæli Héðis væru sönn og jafnvel gagnleg. Sem sönnuii færði hann það, að varðskipin handsömuðu oft útl. togara en mjög sjaldan íslenska. H. G. er líkl. ekki mikill sjó- maður og hefir víst ekki mikið sett sig inn í útvegsmál, er þvi ekki von að hann skiiji þetta með togarana. En á því stendur svo, að útl. togarar fiska yfirleitt í Ss en bestu ísfiskteguudirnar eru gjarnan nærri landi. Svo hafa margir útl. togarar ekki veiðar- færi til að fiska á miklu dýpi og verða af þeiin sökum að halda sig undir landi. Vera má og að islenskir tog’arar, sem I landhelgi fara, séu nærgætnari um það, hvar varðskipin eru á hverjum tíina. H. G. liefði verið betra að gang- ast hreinlega við þvi, að illmælið utn Óðinn er sprottið af hatri til skipherrans, vegna þess að hann var skipaður foringi þeirra manna, sem handtðku skoðanabróður H. G., kommunistann Ól. Friðriksson. Ræðan var heldur sundurlaus og kom ekki glögt fram afstaða frambjóðandans til neinna höfuð- mála, nema hvað glögt mátti heyra að hann vildi bæði einokun 1 verslun og þjóðnýtingu. Talsvert sneiddi hann að keppi- naut sínum fyrir eitt og annað, jafnvel fyrir leti. Var þá alment brosað af áheyrendum. Næst tók til máls ritstj. Vestur- lands. Skýrði liann fyrst frá afstöðu sinni til frambjóðendánua. Sagði að þótt hann ætti ekki að þessu sinni kost á að kjósa samflokks-

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.