Vesturland

Volume

Vesturland - 08.07.1927, Page 3

Vesturland - 08.07.1927, Page 3
VESTURLAND. 3 Tilkynning. Umboðsmaður minn íyrir h.f. Hinar sam- einuðu íslensku verslanir á Ísafirðí, er herra Arni J. Arnason. ísafirði, 29. júní 1927. Harald Vestergaard. Kveója. Þeim samverkamönnum mínum og vinum, sem eg því miður ekki gat hitt áður en eg fór héðan alfarinn, sendum við hjónin okkar innilegustu kveðju og þakkir. Sigfús Daníelsson. mann sinn á þing virtist sér þó enginn vandi fyrir ihaldsmann að velja milli þessara frainbjóðenda, og hefði hann hvatt menn og hvetti til að kjósa síra Sigurgeir Sigurðssqn, af því að það væri sannfæring sín, að það væri holl- ara fyrir þjóðfélagið að eiga hann á þingi heldur en Harald Guð- mundsson. Fyrstu og stærstu á- stæðuna fyrir þessu taldi hann þá, að hann teldi og væri sann- færður um, að H. G. væri Komm- únisti. Sannaðí hann þetta með orðum H. sjálfs. í öðru lagi taldi liann að kjördæminu yrði hollara og happadrýgra að senda mann að heiman, en að fá hann lánað- an frá Reykjavík. Síðan lýsti hann yfir því, að aðalerindi sitt á þennati fund væri það að leiðrétta þann misskilning og þau ósannindi, sem frambjóð- andinn H. G. hefði sagt um í- haldsflokkinn og núverandi stjórn. Tók síðan fyrir skatta- og tolla- málin, og rakti aðgerðir þings og stjórnar og tillögur flokka í þess- um málum á síðasta kjörtímabili. Sýndi fram á, að ekki ein einasta lollhækkun á nauðsynjavöru hefði verið borin fram af íhaldsflokkn- um eða núverandí stjórn. Þar á móti hetði á þinginu 1926 verið sumpart afnumdir, sumpart lækk- aðir til stórra muna tollar á nauð- synjavörum, og tollalöggföfinni yf- irleitt breytt í það horf, að gjöld- in kæmu léttast niður á þá snauð- ari og þá sem hefðu marga á framfæri. Þá leiðrétti hann blekkingar H. G. um það, að hagur ríkissjóðs hefði versnað á kjörtímabilinu og gaf skýrslu um skuldir rikissjóðs eftir landsreikn. í árslok 1923 og árslok 1926. Svo og efnahags- aukningu. Næstur tók til máls Vilmundur Jónsson. Tók hann sér fyrir hend- ur að lýsá stefnumun íhaldsmanna og jafnaðarmanna. Sagðist hann ætla að taka svartasta íhald lands- ins, sem væri íhaldið á ísafirði. Nú kvaðst hann ekki ætla að taka af lakari endanum, því hann ætl- aði að láta Vesturland tala. Og ekki kvaðst hann ætla að taka það. lélegra þar, því hann ætlaði að taka það sem ritstjórinn sjálf- ur segði. Tók hann nú upp bunka mikinn af Vesturlandi og las all- langa kafla úr þrem greinum, en engin þessara greina var eftir rit- stjórann og allar undirskrifaðar fullu nafni. Urðu þetta allmikil vonbrigði fyrir ritstjórann, sem var farinn að hlakka til að lieyra lesna úrvalskafla úr greinum sín- um, af tnanni með sjaldgæfa leikaragáfu. En afsaka verður það, þó Vilm. gæti ekki er til kom stilt sig um að lesa heldur eitthvað eftir frænda sinn Pál Jónsson. Þegar upplestri þessum var lok- ið og ræðutnaður fór að tala frá eigin brjósti, þóttist ritstj. VI. vita, að lokið væri þvi viturlegasta og áheyrilegasta af ræðupni og gekk því út til að njóta úm stund hreinna andrúmslofts en kostur var á inni, en er liann kom aftur, var verið að slíta fundi, og voru þetta mikil vonbrigði fyrir ritstjórann, ekki sist er hann heyrði, að enn hefði verið lesið upp úr Vesturl. eftir það að liann fór af fundi. Eins og áður er sagt, heyrði ritstj. VI. fátt af því sem V. J. sagði frá eigin brjósti, en þó heyrði hann að ræðumaður sagði, að Skutull væri of lítill til að rökstyöja inál í honum. Þarf nú ekki lengur að leita ástæðanna fyrir rökleysum þar. Má og vera að þárna sé einnig skýringin á þvf, hvers vegna rökin vantar í ræður V. J. og samherja lians. Húsið er líklega of lítið, rúmar aðeins slagorðin. „Atkvæðafölsumn“. Sönnunin. Hver, sem tvo siðustu daga hefir gengið um götur bæjarins eða komið í hús til kunningja síns, hefir ekki heyrt á annað minst, en atkvæðafölsunina í Hnífs- dal. Hverju mannsbarni hér í bæ er það kunnugt, að síðan fyrsta vetr- ardag 1923 hafa aðstandendur Skutuls svo að segja í hverju einasta tbl. blaðsins, á flestum öllum opinberum málfundum og í samræðum við einstaka menn, meira og minna opinskátt dylgjað ineð að Sigurjön Jóusson hafi þá hlotið þingsæti með stoiuum og fölsuðum atkvæðum. En aldrei nokkru sinni hafa þeir fundið þess- um svívirðilega rógi stað, eða fært svo mikið sem hugsanlegar líkur fyrir að hann hefði við rök að styðj- ast. Voru nú jafnvel þeirra nánustu farnir að tirrast upp á þeim stað- leysustöfum og þeir fáu, sem lagt höfðu trúnað á þá, voru farnir að ympra á að sjá sannanir fyrir að einhver flugufótur væri fyrir þeim. Nú vill Haraldur Guðmundsson enn inn á þing, en örvænt er um að hann geti komist þangað með heiðarlegu móti. Hefirþvíatkvæða- smölum verið sigað á „háttvirta kjósendur“ eins og sporléttum seppum. En, þó smalarnir séu geltnir og gjammi hátt, fengu þeir afiian kökk í hálsinn, ef spurt var um atkvæðafölsunina 1923. Þvi voru góð ráð dýr, að finna dúsu til að stinga upp í þá, sem óværir vorú. Þá konía til sögunnar fjórir menn. Þeir stunda sjó og konta til hreppstjórans í bygðarlagi sínu til þess að neyta atkvæöisréttar síns. Hann færist undan að láta þá kjósa, þar eð hann telur lik- legt að þeir verði komnir úr sjó- ferð fyrir kjördag. En þeir halda fast við kröfu sína og lætur hrepp- stjóri þá kjósa. Spyr hann þá að kosriingu lokinni, hvort hann eigi að geyma atkvæði þeirra eða þeir vilji hafa þau brott með sér. Þrir fela hreppstjóra að geytna atkvæði sín, en einn stingur atkvæðunum í fikka sinn og hefir það brott með sér. Stundu síðar koma þeir þrír, er falið höfðu hreppstjóra að geyma atkvæði sín, og biðja um að fá sér þau afhent. Gerði hreppstjóri það viðstöðulaust. Snemma morguns næsta dag, gýs upp sá kvittur að menn þessir hafi kosið Finn Jónsson, en nú standi á atkvæðamiðum þeirra: Jón A. Jónsson. Og fólkið bætir við: Hreppstjórinu hefir falsað atkvæði þessara manna til handa Jóni A. Jónssyni. Og skríltogarnir þenja sig á strætum og gatnamötum og hrópa til lýðsins: Trúið þið nú? Sjáið þið nú, hvað var gert við atkvæðin ykkar 1. vetrardag 1923? Þeim var stolið, þau voru fölsuð til að koma Sigurjóni á þing! Hvað þurfum við tiú lengur vitnanna við! Og sjá! Fólkið fellur í stafi. Hvilík ódæmi, hvílik spilling! En suinir horfa í gaupnir sér og segja: Er þetta mögulegt? Getur þetta átt sér stað? Og þeir fara að liugsa, en eins og alvitað er, er æðsta boðorð allra aðstandenda Skutuls: Þú mátt ekki hugsa! Líkurnar. Finnur Jónsson hefir lýst því yfir opinberlega, að framboð sitt í N.-ísafjarðarsýslu væri eigi til þess gert að ná þingsæti, lieldur til þess að mæla atkvæðamagn Alþýðuflokksins i sýslunni. Enda er það vitanlegt að hann getur ekki fengið yfir þriðjung atkvæða í kjördæminu. Jón A. Jónsson á þar visa 2/3 hluta atkvæða að minsta kosti. Og þeir, sem hugsa, spyrja: Hvað gat dregið hrepp- stjórann til þess að bæta fjórum atkvæðum við svo geipilegt at- kvæðayfirmagn Jóns A. Jónsson- ar? Hreppstjórinn færðist undan því að taka atkvæði þessara fjögra manna og býður þeim öllum að hafa þau brott með sér. Hefði hann eigi heldur fegins hendi látið mennina kjósa og sagt þeim að hann geymdi atkvæðin? Þeir þrír, sem létu atkvæði sín eftir í vörslu hreppstjóra, koma eftir drykklanga stund og heimta þau í sínar hendur. Hafði hrepp- stjóri tíma til að falsa atkvæðin á þeim tima og hefði hann slept þeim í hendur þeirra, ef hann vissi sig liafa falsað þau? Mennirnir fara með umslögin lokuð út úr hýbýlum hreppstjóra og afhenda þau degi siðar bæjar- fógeta opin. í hverra höndum hafa þau verið frá því að menn- irnir fóru frá hreppstjóra með þau og þangað til þau koma í vörslu bæjarfógeta ? Sagt er að eitt umslagið hafi veriö opnað í húsinu nr. 11 i Silf- urgötu. Eru það hlutvandir, óvil- hallir og óklandraðir menn, sem voru við þá opnun? Fjórða og síðasta umslagið kom aldrei í vörslu hreppstjóra. Hvernig mátti hann falsa það atkvæði? Sagt er að það hafi verið opnað á skrifstofu bæjarins á þann hátt, að því megi aftur loka svo að inannlegt auga fái eigi séð að við því hafi verið hreyft. Hverjir voru þar að verki? Höfðu þeir sérstaka æfingu í að opna uni slög svo, að ekki sæist á? Er eigi þeim mönnum, sem leynt og Ijóst að ástæðulausu bera það á andstæðinga sína, að þeir falsi og steii, trúandi til að gera slikt hið sama, eða er gildi málsháttarins: inargur heldur mig sig, að engu orðið? Þessar og fleiri spurningarvakna hjá þeim, sem hugsa um þetta atkvæðafölsunarmál. Nú svarið þið góðir borgarar, spurnitigun- um hvei á sína vísu eftir skynjun, eðli og innræti. Skiljid þið það, að þessi ljóti ieikur er ekki gerður vegna kosningar Finns Jóns- sonar, keldur til þess að sverta síra Sigur- geir Sigurðsson og stuðningsmenn hans, og véla ykkur til að kasta atkvæði ykkar á Harald Guðmunds- son? Haukur. Kjósendafund héldu þingmannaefnin sr. Sigur- geir og Haraldur hér aftur í gær- kvöldi. Hófst hann kl. 8 e. h. og stóð til kl. rúml. 2 í nótt. Áuk frambjóðendannatöluðu þar þeir Sigurjón Jónsson, Sigurður Kristjánsson, Vilm. Jónsson, Ólaf- ur Guðmundsson, frú Rebekka Jónsdóttir og sr. Guðm. Guðm. Þrátt fyrir foreldrameðmælin og venjulega prúðmensku Vilmundar með tilheyrandi skrípalátum, mun H. G. ekki hafa aukist fylgi við fundinn. Var yfirleitt svo dauft yfir jafnvel hinum eldrauðustu Bolsum meðal áheyrendanna að Vilniundur gat ekki einu sitmi fengið þá til að brosa, þrátt fyrir öll Chaplin-lætin.

x

Vesturland

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.