Vesturland

Årgang

Vesturland - 22.07.1927, Side 1

Vesturland - 22.07.1927, Side 1
VESTURLAND Rilstjóri: Sigurður Kristjánsson. IV. árgangur. ísafjörður, 22. júlí 1927. 25. tölublað. Kosninga-úrslit. í Reykjavík: A-listinn 2494 atkv., B-listinn 3559, C-listinn 1158. Kosnir eru því: Magnús Jónsson docent, Jón Ólafsson framkv.stjóri, Héðinn Valdimarsson og Sigurjón Á. Ólafsson. í Gullbr.- og Kjósarsýslu: Björn Kristjánss. með 1352 atkv. Ólafur Thors — 1342 „ Stefán Jóhann fékk 715 Pétur G. Guðm. — 651 Jónas Bjarnas. — 102 „ Björn Birnis — 87 „ í Árnessýslu: Jörundur Brynjólfsson með 916 atkv. Magnús Torfason — 884 „ Einar Arnórsson fékk 442 „ Ingimar Jónsson — 353 „ Valdimar Bjarnas. — 289 „ Sig. Heiðdal — 126 „ í Rangárvallasýslu: Einar Jónsson með 669 atkv. Gunnar Sigurðsson 520 „ Skúli Thorarensen fékk'461 „ Klemenz Jónsson — 384 „ Sig. Sigurðsson 99 „ Björgvin Vigfúss. — 89 „ í Vestinannaeyjum: Jóh. Þ. Jósefsson með 848 atkv. Bj. Bl. Jónsson fékk 218 „ í V.-Skaftafellssýslu: Lárus Helgason með 379 atkv. Jón Kjartansson fékk 344 „ í A.-Skaftafellssýslu: Þorleifur Jónsson með 307 atkv. Páll Sveinsson fékk 187 „ Á Seyðisfirði: Jóh. Jóhannesson með 234 atkv. Karl Finnbogason fékk 165 „ í N.-Múlasýslu: Halldór Stefánsson með571atkv. Páll Hermannsson —- 437 „ Árni frá Múla fékk 370 „ Gisli Helgason " — 207 „ Jón Sveinsson — 147 „ Jón á Hvanná — 66 „ í N.-Þingeyjasýslu: Benedikt Sveinsson með 422 atkv. P. Zophoniasson fékk 62 „ Á Akureyri: Erlingur Friðjónss. með 670 atkv. Björn Líndal fékk 569 „ • í Eyjafjarðarsýsiu: Einar Árnason með 1031 atkv. Bernh. Stefánsson — 1030 „ Steingr. Jónsson fékk 645 „ Sigurjón Jónsson — 554 „ Steinþór Guðm. 206 „ HalldórFriðjónss. — 185 „ í Skagafjarðarsýslu: Magnús Guðmundss. með 689 atk. Jón Sigurðsson 643 „ Brynl. Tobiasson fékk 546 „ Sigurður Þórðarson 462 „ í A.-Húnavatnssýslu: Guðm, Ólafsson með 460 atkv. Þórarinn Jónsson fékk 372 „ í V.-Húnavatnssýslu: Hannes Jónsson með 314 atkv. Eggert Leví fékk 294 „ í Strandasýslu: Tryggvi Þórhallsson með 416 atkv. Björn Magnússon fékk 198 „ í N.-ísafjarðarsýslu: Jón A. Jónsson með 641 atkv. Finnur Jónsson fékk 392 „ Á ísafirði: Haraldur Guðmundsson með 510 atkv. Sigurg. Sigurðss. fékk 360 „ í V.-ísafjarðarsýslu: Ásgeir Ásgeirssou með 558 atkv. Böðvar Bjarnason fékk 133 „ í Barðastrandasýslu: Hákon Kristóferss. með 340 alkv. Sig. Einarsson fékk 289 „ P. A. Ólafsson 201 „ AndrésStraumland— 109 „ í Dalasýslu: Sigurður Eggerz með 305 atkv. Jón Guðnason fékk 267 „ Ásgeir Asgeirss. „ 105 „ í Snæfellsnessýslu: Halldór Steinsson með 623 atkv. Hatines Jónsson fékk 259 „ Guðm. Jónsson 130 „ í Mýrasýslu: Bjarui Ásgeirsson með 422 atkv. Jóh. Eyjólfsson fékk 349 „ í Borgarfjarðarsýslu: Pétur Ottesen með 566 atkv. Björn Þórðarson fékk 360 „ Þótt enn sé ófréti um úrslit kosninga í tveim kjördæmum S.- Þingeyjasýslu og S.-Múlasýslu er fullvíst að skipun næsta þings •verður þessi: 19 Framsóknarmenn, 16 íhaldsmenn, 5 Alþýðuflokks- menn, 1 Frjálslyndaflokksmaður og 1 utan flokka, sem samkvæmt þyngdarlögmálinu þykir líklegt að lendi i Framsókn. Um atkvæðamagn flokkanna á öllu laudinu er ekki hægt að segja fyr en talið hefir verið í öllum kjördæmum. Bannfæring. Tveini nóttum fyrir kosning- arnar, kom Vesturland út kl. '71/2. Tveim til þretn tímum síðar kom bæjarfógeti í eigin persónu og allri sinni dýrð inn á afgreiðslu blaðsins; hafði hantt með sér lög- regluþjón; lét hann afgreiðslu- manninn afhenda sér upplag blaðs- ins, það sem eftir var, en búið var að senda nál. 400 eintök út I bæinn. Afgreiðslumaður vildi kalla rit- stjórann, til þess að vera við- sladdan þessa hátíðlegu athöfn, en fógeti vildi með engu móti gera honum slíkt ónæði. En rit- stjórann bar nú samt að og sá á herleiðingu síns kæra Vestur- lands. Reyndi hann að afstýra því með skynsamlegum fortölum, en fógeti var svo vel brynjaður, að slíkt hafði ekki hin minstu á- hrif. Ritstjórinn krafðist þess af fógeta, er hann vildi ekki blaðið laust láta, að hann feldi úrskurð um töku þess, en því neilaði hann. Bað þá ritstjórinn hanti að gera sér grein fyrir, hver þau ummæli blaðsins væru, er valdið hefðu þessari bannfæringu. Benti fógeti þá á tvær tnálsgreinar í greininni „ Atkvæðafölsunin “. Ritstjórinn las þær nú yfir og þóttist ekkert saknæmt finna við þær; átti og fógeti erfitt nieð að gera grein fyrir því, sagði samt að í þeim væru aðdráttanir (sem reyndar mun ekki óalgengt í blöðum) en ekki gat hann fund- ið út, til hverra þær aðdráttanir væru. En fógetinn stóð ekki uppi ráðalaus. í blaðinu er prentuð mynd af tveim kjörseðlum og kjósendum þar sýnt, hvernig þeir eigi að kjósa. Var það auðvitað sr. Sigurgeir, sem blaðið þar réði mönnum til að kjósa. Þetta sagði fógeti að væri óleyfilegt. Ritstjór- inn sýndi honum þá fyrirmyndina að þessum kjörseðlum. Er hún prentuð i blaðinu 1923 og þá borin til þessa sama fógeta, er hafði ekkert við slikt að athuga. En fógeti hafði enn ráð undir rifjum. Sagði bara að sér hefði yfirsést. Er hörmulegast lil þess að vita, að þessi saina yfirsjón hefir hent hann á hverju ári, því hliðstæðar kjörseðlamyndir með sömu fyrir- sögnum eru í Vesturlandi fyrir hverjar bæjarstjórnarkosningar. Síðasta áhlaupi ritstjórans svar- aði fógeti svo, að hann yrði að gera þetta samræmisins vegna*). Þóttist þá ritstj. skilja, að fógeti stæði eigi óstuddur í þessu máli. Lýsti hann yfir að liann mundi leita réttar síns. Strax næsta morgun kærði rit- stjórinn mál þetta til dómsinála- ráðuneytisins og krafðist þess, að fógeta yrði fyrirskipað að afhenda sér blaðið tafarlaust. Lét hanu stjórnarráðinu í té hin átöldu um- mæli. Stjórnarráðið sneri sér því næst til fógeta og fékk staðtest kæruatriði ritstj. og hin símuðu átöldu ummæli. Fann það upp- tektina ástæðulausa og fyrirskip- aði fógeta að skila blaðinu. Ekki hefir ritstjórinn enn fengið tilkynningu um það, og ekki heldur afgreiðslumaðurinn. En einn af *) Fógeti hafði áður gerl upptækt flug- rit írá Skutli, og niun það hafa gengið honutn nær hjarta, þvl hann skilaði þvi aítur ótilkvaddur eftir fáa daga. Gamlir ísfirðingar Biðjið Áfengisverslun ríkisins fyrst og fremst um sherrg, portvín og madeira frá KJÆR & SOMMERFELDT, kgl. Iiirðsala, Kaupmannahöfn. vinum VI. komst að því seint um kvöldið, að stjórnin mundi vera búin að beygja liinn harðsvíraða fógeta. Fór sá til fulltrúa bæjar- fógetans og spurði, hvort hann gæti fengið blaðið afhent. Fór full- trúinn til bæjarfógeta og spurði unt og fékk leyfi hans til þe$sa. Nú var lagt af stað með blaðið, og er þann, er það leysti úr varð- haldinu, bar niður í Aðalstræti, var fundur þar á Hæstakaupstað- artúninu. Var þar einn þeirra rauð- skinna að hælast um yfir því, að Vesturland væri svo ósvífið, að það hefði verið gert upptækt. Og er menn sáu á sötnu stundu blað- ið leyst úr varðhaldi, urðu þeir svo áfjáðir að ná í þetta æfintýra rit, aö handhafi þess varð af með mestan hluta þess, en rauðskinn- inn, sem var ritstj. Skutuls, fékk ekkert hljóð og varð að hætta. Losaðist hann þannig á „billegan máta“ við það að verða sér til skammar á ræðupalli. Er það merkur viðburður á æfi hans. Það er fáheyrt iiér á landi, og raunar hvar, sem ritfrelsi er við- urkent, að stjórnmálablöð séu gerð upjitæk. Almenningur hlýtur að líta svo á, að blöð, sem fyrir þvi verða, hljóti að flyta alveg óheyrilegar svívirðingar. Ritstjóri Vesturlands gerir því ráð fyrir, að mörgum ínuni forvitni á að sjá og lesa þetta óttalega númer blaðs- ins. En það skal með hálfgerðri feimni játað, að þar munu ies- endurnir verða fyrir miklum von- brigðum. Vesturland hefir oft verið hvassyrtara en í þetta sinni og er ekki laust við, að ritstjórinn kviði og kvíði þeim dómi, að á l)laðinu verði lítt séð kapp hans í kosningunni, og að hann sé ekki svo harðsnúinn flokksmaður, sem orð hefir verið á gert. En fyrir mörgum mun jafnframt vakna sú spurning: Hvar hefir sá bæjar- fógeti vit sitt, sem framkvæmir slíka fjarstæðu? Þeirri spurningu skal hér ekki svarað, og ekki heldur hælst urn yfir þvi, að blaðinu var aftur skil- að. Það var of sjálfsagður hlutur til þess að orðum sé um það eyðanói. Eti út af þessu atviki hlýtur sú spurning að vakna, livort hinn vaxandi kotninúnismi hér á landi boði kúgun ritfrelsis og málfrelsis. Sú spurning er al- varleg fyrir þá, sem halda vilja þjóð sinni vakandi og réttskygnri á stjórnmálastefnur og meðferð opinberra mála.

x

Vesturland

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.