Vesturland

Árgangur

Vesturland - 30.07.1927, Síða 1

Vesturland - 30.07.1927, Síða 1
VESTURLAND Ritstjóri: Sigurður Kristjánsson. IV. árgangur. ísafjörður, 30. júlí 1927. 26. tölublað. : i Innilegt þakklæti fyrir auðsýnda hluttekningu við fráfaii og jarðarför eigimnanns míns og fósturföður okkar Helga Kristjánssonar. Vilhelmína Hjaltadóttir, Ásta Kristjánsdóttir, Ásdís Magnúsdóttir. Kosningaúrslitin. Nú eru sén úrslit kosninganna í öllum kjördæmum, og urðu þau, sem taliu voru í síðasta blaði, þótt þá væri ekki frétt úr einu kjördæmi. Sitja þá næsta þing 19 Thnamenn, 16 íhaldsflokksmenu, 5 bolsar eða Alþýðufl.menii, 1 úr Frjálslyndafl. og 1 utan flokka. Oetur ekki leikið neinn vafi á því, að Framsóknarflokkurinn myndi stjórn meó aðstoð liálfbræðranna þeirra rauðu, — sem líklegt er þó, að ekki taki beinan þátt í stjórnarmyndun, eða geri kröfu til sætis í stjórninni, lieldur heiti stuðningi eða hlutleysi með þeim skilyrðum, er þeim þóknast að setja Alment mun litið svo á, að Tímamenn hafi unnið allmikinn sigur við þessar kosningar, og er það að því leyti satt, að þeir hafa unnið þrjú þingsæti, en ekki tap- að nema tveim. Og auk þess hafa tveir sjálfstæðismenn gengið í flokkinn, svo flokkurinn hefir auk- ist uni þrjá menn. En alger niis- skilningur er það, að þjóðarviljinn hafi auglýst sig með Tímamönn- um. Atkvæðagreiðslan sýnir enn, að íhaldsflokkurinn hefir traust þjóðarinnar. Honuni eru við þess- ar kosningar greidd 13809 atkv., en Framsókn 8951 atkvæði.*) En það sem veldur því, að Tímamenn fá fleiri þingmenn út á sín fáu atkvæði en íhaldsmenn út á sín mörgu, er fyrst og fremst það, að fyrtöldu unnu yfirleitt fámennu kjördæmin. Og svo það, að milli- flokkamenn og utanflokka menn hlutu flest atkvæði sín frá íhalds- flokknum og urðu þannig til þess að fella íhaldsmenn frá kosningu í þeim kjördæmum sumum, sem íhaldsstefnan er algerlega ráðandi. Þannig varð Moller til þess, að fell.a þriðja mann íhaldslistans í Rvík, þó hann einnig félli sjálfur. Björgvin Vigfússon, ákveðinn i- haldsmaður verður til þess að fella annan frambjóðanda l’halds- flokksins í Rangárvallasýslu. Frels- ishers-Jónarnir, sein báðir féllu í N.-Múlasýslu, urðu til þess að fella Árna frá Múla frá kosningu þar, og eins verður framboð S. Hliðar á Akureyri til þess að Björn Lín- dal féll þar. En þótt svona hafi til tekist, sem ekki ber um að sakast eftirá, er það fullljóst, að íhaldsflokkur- inn nýturlangsamlega meststrausts hjá landsmönnum — hefir hlotið nær jafnmörg atkvæði eitin, eins og Frainsókn og Alþýðuflokkurinn til samans og nál. helming allra greiddra atkvæða, ef honum væri reiknað alt það fylgi, sem honum ber, sem eru flest öll atkvæði *) Atkvæðatala er eklii komin ehn úr S.-bingeyjarsýslu. utanflokkamanna og fratnbjóðenda Frjálslyudaflokksins. bað sem veldttr því, að tnönnum vex í augum „sigur" Framsóknar er það, að í samræmi við atliæfi þess flokks undanfarið gerðu menn með réttu ráð fyrir, að frambjóð- endur hans féllu eins og flugur. yMenn gerðu ráð fyrir að fjárhags- lirun ríkissjóðs, sem varð i stjórn- artíð Timaflokksins og yfir. höfuð öll sú óreiða og ráðleysi, sem þá ríkti í fjármálum ríkisins, einok- unarstefnan nteð öllum hneyksl- unum — Landsverslunaróreiðunni og hinum svívirðilega olíusamn- ingi, — opnunarstefnahansfyrirút- lendum atvinnurekstri, fjandskapur hans gegn sjálfstæðismálum rikis- ins yfir liöfuð, og loks all það moldviðri af ösannindum, flónsku og dónaskap, sem írá flokksfor- ingjunum hefir rignt yfir þjóðina i ræðu og riti, mundi fallið hafa miður vel í smekk íslenskra kjós- enda, og að þeir mýndu svara öllu þessu með því að gefa Tímaflokkn- um, sýktasta og þröngsýnasta stjórnmálaflokki landsins, hvíld frá þingstörfum næsta kjörtímabil. En frá íslensku langlundargeði er ekki logið; það sýna þessar kosning- ar. En óþarft er fyrir þá Tímamenn að verða rígmotna yfir úrslitum kosninganna, þeir hafa ekki hlot- ið nema 28—300/° þeirra atkvæða sem greidd voru. Og þótt þeir fái það inargþráða eftirlæti að mynda stjórn, verður stjórn sú ómótmælanlega að sitja í fullri óþökk mikils ineirihluta kjósenda landsins. Eimskipafélagið. Aðalfundur þess 1927 var hald- inn 25. júní. Stjórn er sú sama og var s. 1. ár, því þeir sem úr skyldu ganga, voru allir endurkosnir. Skipa hana þvi: Eggert Claessen form., Hallgr. Benediktsson varaform., Jón horláksson ritari, Garðar Gíslason vararitari, Pétur A. Ólafsson gjaldkeri, Halldór Kr. Porsteinsson og Jón Árnason. Árið 1926 liefir reynst félaginu mjög erfitt. Hefir þar margt hjálp- ast að, en þó var kolaverkfallið breska erfiðasta plágan. Nemur kolaeyðsla fyrir nær því satna sigldan mílufjölda og árið 1925, nær því 84 þús. kr. hærri upp- hæð en þá. Félagið hefir haft tæpar 7 þús. kr. í hreinau arð árið sem leið, en árið 1925 var arðurinn nær þvl 400 þús. kr. Menn sjá af þvi að fleira hefir til komið en kola- verkfallið. Eru orsakir skjóttaldar, því þær eru: lækkuð farm- og largjöld og minui notkun tiltölu- lega. Samkepnin er orðin svo hörð um flutninga til landsins og frá því, að félagið hefir orðið að lækka farm- og fargjöldin mikið. Er það auðvitað gróði fyrir lands- menn, því enginn skal ætla að gjöld þessi væru hófleg, ef Eim- skipafélag íslands væri ekki til. En verst er að þrátt fyrir þessar lækkanir eru erlendu félögin búin að ná mestum fólksflutningum af Eitnskipafélaginu og ekki litlum vöruflutningum. Þetta er að vissu1 leyti eðlilegt. IJtlendu félögin eru í fyrsta lagi fjárhagslega sterk og þola því vel samkepni. í öðru lagi þurfa þau ekki að hirða um þarfir alþjóðar; sigla því einungis á að- alhafnir, þær sem arðvænlegast er að sigla til. Af þessum sökum geta þau farið iniklti hraðari og tíðari ferðir, en þeim ferðum kjósa flestir farþegar að sæta. Þeir eru því nteð þessu sjálfunnir. En auk þess hagar svo til með vöruflutninga til landsins, að kaup- inenn, sem litil fjárráð hata, verða sífelt að fá smásiatta, og kentur því eittkar vel að geta notað hrað- ferðirnar. Á þennan hátt dragast flutningar mjög t'vl þeirra skipat settt ganga fram hjá smáhöfnun.- utn, hugsa einungis um sinn hag, en ekki alþjóðar. En Eimskipafé- lagið, sem hefir skyldu að gæta við alla landsmenn, má ekki ganga fram hjá neinni höfn, hversu smá sem er. Það er öldungis víst, að ef Eint- skipafélagið fengi alla þá flutninga að og frá landinu, sem það getur annasl, mundi hagur þess bráðum standa með blótna. Félagið hefir reyut að auka svo skipastól sinn, að það gæti fullnægt flutninga- þörfinni, og það rækir hverja höfn landsins, hversu afskekt setn hún er. Til hvorstveggja þessa hefir það lagt sig í inikla hættu. Sjá nú ekki allir landsmettn sér fært að verða samtaka unt það, að láta félagið sitja fyrir flutningum, þó einhverju þurfi til þess að fórna ? Félagið þolir ekki hvorttveggja í senn: harðsnúna sainkepni útlendra og ræktarleysi innlendra. Menn ættu að hugleiða í livert horf snúast tnundu samgöngurnar hér við land og til landsins, ef Eintskipafélagið gæfist upp. Mikill tneirihluti landsmauna sér þetta og hefir sýnt félaginu mikinn drengskap. En slíkt hið sama þurfa ailir landsmenn að gera. Afdrif Eintskipafélagsins og af- konta þess hvert ár, er ólýgið vitni um það, á hverju menningar- stigi íslenska þjóðin stendur, og þó einkum sú stétt þjóðfélagsins, setn stendur fyrir verslunarmál- unum. Reykjanesið. Vertíðarlokin þar voru 10. júlf í ár. Sótti þangað að vanda fjöldi fólks þennan sunnudag, sem nafn sitt bar nú tneð réttu, því veður var hið fegursta, skin bjart og blæjalogti, sjórinn spegilskygndur og jörð sem hún má fegurst verða* Margir bátar þreyttu leiðina inn Qiúpið, sumir stórir og rembilátir með kolareyk úr hvofti, lögðust þungt í kjölgrófina; aðrir smáir og andstuttir viðbragðsfljótir og léttir í snúningutn, en mæddust fljótt og drógust afturúr. En inn- anborðs var allsstaðar að sjá prúð- búið fólk með glöðu bragði. Flestir komu sjóleiðina, og voru það víst nokkur hundruð, og þó sóttu tnarg- ir til á landi, svo allmikill mann- fjöldi var saman kominn á áfanga- staðnum. Giskuðu sjlmir á 800. Margt barna og unglinga hafði verið við nárnið í Nesinu, og tóku allir próf og sýndu leikfimi. Fór það alt vel fram að vanda. Að því loknu léku fullorðnir og ung- lingar — karlar og konur — sund í Sundþrónni og þótti alt þetta góð skerntun og þó best fyrir þá sök, hve veður var ákjósanlegt. Vesturland gerði í fyrra Reykja- nesstindið að umtalsefni og benti sérstaklega á tvent, sem þar væri ábótavant. Fyrra atriðið og það sem mestu varðar er vöntun bú- staðar og íþróttaskála. Hið síðara er skipulagsleysið á samkomunni við sundprófið. Blaðið vill ekkert endurtaka af því sem þar var sagt, en aðeins bæta því við, að úr höfuðnauð- syninni má bæta nteð því að lag- færa þá minni. — Til fbúðarhúss og íþróttaskála tná skjótt safna fé á árshátíð þeirri, sem f Nesinu mætti halda og haldin er árlega. Þar þarf bara að undirbúa fjöl- breytta skemtun og ltafa að á-

x

Vesturland

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.