Vesturland

Árgangur

Vesturland - 30.07.1927, Blaðsíða 3

Vesturland - 30.07.1927, Blaðsíða 3
VESTURLAND. Pípan rnín. Pipaa er nú óreykjandi eldheitur og rammur fjandi í alla staði óþolandi. Áður var hún ölluni betri, eins og sól á miðjum vetri —. og heimasæta á hefðarsetri. En ilt er að treysta einum skildi — einni pípu’ eg segja vildi, — dygðum kvenna og drottins mildi. Heimurinn líkist hákarlskjafli og heiðursfána á axarskafti eða kölska á kirkjurafti. — — Jeg er enn í illu skapi út úr þessu gengistapi. Sýnt mér finst að himininn lirapi. Pípan er nú óþolandi, eins og stelpa í lijónabandi og pólitískur aldarandi. Böðvar Guðjónsson írá Hnlfsdal. Stofnið til kveðskapar og tví- söngs í heimahúsuin! Spyrjiö uppi alla þá menn eldri sem yngri, er við rímnakveðskap og tvísöng fást. Látið þá kenna þeim yngri, þó ekki með nein- um skólabrag og ekki með liljóð- færi, því að tónar þess eru annars eðlis. Hæðist ekki að þeim, sem iðka gömul þjóðlög í laumi, þó að þau virðist óáheyrileg í fyrstu, heldur örvið þá til þess að láta ykkur heyra lögin, því að þið gct- ið margt af öllum þessutn söng- og kvæða-mönnutn lært. Hafið tvísöng og kveðskap til skemtunar! En síðar verður þjóðdönsum bætt við, rfmnadansi og söngdansi. Auðgið þannig ís- lenskt þjóðlíf. Jón Leifs. lögin eru enn vel lifandi og að það má vel endurlífga þau óspilt á vörum þjóðarinnar. Á mínu stutta ferðalagi norðan- lands sumarið 1925 varð eg þess var, að menn báru ekki mikla virðingu fyrir þjóðlögunutn og jafnvel sist þeir, sem helst ltefðu getað^ bjargað þeitn. hetta vcrður að breytast. Pað væri rangt að gefa éinhverjuni sérstökutp mönn- um sök á niðurlægingu þjóðlag- anna, þvi aö þar ltafa ráðið erlend áhrif og tlðarandi heillar kynslóð- ar. En nú eru aðrir tímar. Hið þjóðlega tónlistareðli liefir skapað heimsfrægð þeim þjóðtim, sem ltafa skýrust þjóðareinkenni, Norðmönnum, Finnlendingum, Rússurn, Ungverjum, Tékkum o. fl. íslensku þjóðlögin, rímnalögin og tvísöngurinn, eru alveg samstæð fornbókmentum vorum og tungu vorri. Til forna var oftsinnis kveð- ið við raust og með gleðskap. Tvísöngur var sunginn á víkinga- öldinni unt öll norðurlönd. Það má ekki leggja sama mælikvarSa á þjóðlögin og á listsöng. Það tvent er óskylt. Pað fólk, sem kveður þarf t. d. ekki að vera söngvið á lærðra manna vísu. i>að er meira að segja mjög hætt við því, að lærður söngmáti spilli eðli þjóðlaganna, nema varkárni sé notuð og tneiri þekking sé fengin á þeim en náðst hefir hingað til. Við rannsókn tnína á lögunum í gegnum hljóðritarann ltefi eg einnig orðið þess var, að það er alls ekki liægt að skrifa sunt þeirra upp. Jafnvel hin full- komnasta uppskrift sumra laganna hlýtur að verða tónsmið skrifar- ans að meira eða minna leyti, og þó að það takist að skrifa nákvæntlega upp tónana og fall- andann, þá er liætt við að menn lesi eftir á ekki rétt eftir nótun- um, en meðferð laganna er ekki hægt að skrifa upp. hjóðlaga- söfnun í hljóðritara og uppskrift laganna getur stutt endurreisnina, cn mest er unt vert, að þjóðin sjálf endurlífgi þau án meðhjálp- ar. Það eitt mun bjarga þeim í hreinustu mynd. Hugsið uni það, góðu la'ndar! að á ykkur livílir á- byrgðin, ef þessi andans auðæfi spillast. Látið ekkert færi ónotuð til þess að endurreisa þau. Landhelgisgæslan, Þór kom hér á laugardaginn frá Reykjavík. Hefir skipið verið lil aðgerðar í R.vík undanfarið. Var skipherrann, Friðrik Ólafsson og frú hans í skemtiferð erlendis með- an á aðgerð skipsins stóð. Nú var Þór á noröurleið til landhelg- isgæslu um slldveiðatímann. Óðinn hefir veriö fyrir norðan við landhelgisgæslu síðan síldveið- arnar liófust. Kom hann nýlega til Sauðárkróks með norskt slld- veiðaskip, er hann ltafði tekið á Skagafirði. Hlaut sökudólguritui 3500 kr. sekt, en afli var enginn. Síldveiöarnar. Þær hafa gengið ágætlega það sem af er vertíðinni. Eru ntörg skip nú búin að fá meiri afla, en þau fengu yfir allan síldveiðitím- ann í fyrra, ett nær því ekkert hefir verið saltað enn. Síldarverð í bræðslur er 8—9 kr. málið, en rnargir ltafa einnig samið um sölu tii söltunar með miklu liærra verði 10—12 kr. í tunnuna. Sólbakkaverksmiðjan hefir feng- ið mikla síld tiltölulega, en Hest- eyrarverksnúðjan þó tnikiu meira. Þar leggja afla á land milli 10 og 20 skip, þar af 7 togarar, og eru þeir allir á 4. þúsundi mála. 27. þ. m. var afli Hesteyrar- skipanna þessi: Hávaður ísfirðingur . Skallagrímur . . . Egill Skallagrímsson Snorri Goði . . . Arinbjörn Hersir . . Þórólfur............ Gylfi............... Anders.............. Sigríður............ Golan............... . 3362 mál . 3333 „ . 3100 „ . 3000 „ . 2700 „ . 2700 „ . 2100 „ . 2750 „ . 2700 „ . 500 „ Samtals 26245 mál auk sntærri skipa, sem leggja þar afla á land i viðlögunt. Sólbakkaverkstniðjan Itafði þá íengið nál. 12000 mál. Var Austri liæstur þeirra skipa er þar leggja afla á land, ltafði 4400 mál. Bankaráðsformaður Landsbánkans er nú skipaður Sig- urður Brietn, aðalpóstmeistari í Reykjavík. g SÖLARSMJÖRLÍKIÐ laið húr ætíð nýtt á borðið, það er því H ljúlTengast og næringarmesl. Alþingi kaus í bankaráðið: Jó- hannes Jóhannesson bæjarfógeta, Magnús Jónsson dócént, Jónas Jónsson frá Hriflu og Jón Árna- son framkvæmdarstjóra. Skipa þessir fimm menn því bankaráðið næstú þrjú ár. Úttektarnefnd. Stjórnin hefir samkvæmt Lands- bankalögunum nýju skipað í nefnd til að taka út eignir bankans í hettdur bankaráðsins: Björn Kristj- ánsson alþin., Ólaf Johnsen stór- kaupm., Björn Árnason lögfræð- ing og Einar Ariiórsson prófessor. Jakob Möller bankaeftirlitsinað- ur er sjáifkjörinn. Nefndin er tekin til starfa. Stjórnarskifti. Ríkisstjórnin biður um iausn. Svar konungs ókomið. Þegar úrslit kosninganna úr öll- um kjördæmum voru komin, en það var 27. þ. m., sendi stjórnin konungi lausnarbeiðni. Svar kori- ungs var ókomið í gær, en búist er við að Framsókttarflokkurinn nnmi reyna að mynda stjórn án þess þing verði kallað saman. Form. Framsóktiarflokksins hefir talið líklegt að flokkurinn tnuni biðja um mánaðarfrest til að und- irbYia stjórnarmyndunina. Frá Ísaíipdi. Lík Helga Kristjánssonar úr Hnifsdal fanst Itér á firðin- urn í fyrri viku. Jarðarförin fór fram 23. þ. m. Hnífsdalstnálið. Síðan síðasta Vesturland kom út, hefir ekki annað gerst í því máli, sem blaðinu er kunnugt um, en það, að hinn setti rannsóknar- dómari ltefir lokið rannsókn sinni og látið lausa bæði hreppstjór- ann og skrifara hans, svo og kærendurna alla fjóra, er hann ltafði hér í gæsluvarðhaldi. Árangur rannsóknarinnar er ekki enn gerður opinber alntenningi, og veit þvi Vesturland ekki ann- að en það, sem ekki varð leyndu ltaldið og svo það, sent haft er eftir vitnum, en fullyrða má þó að ekkert það hafi fratu kotnið, er bendi í þá átt, að hreppstjórinu sé sekur um það, setn; kært var yfir. Hafa vitnaframburðir hnigið allir í þá átt, að hann inundi sak- laus vera. Stjórnin fæt nú í liendur árang- Fluíning á fólki og vörum, um ísafjarðar- djúp og víðar tek eg að mér, á v.b. „Elí“. Björn Björnsson. Ferðir unl ísafjarðardjúp og víðar, tekur að sér Óli Pétursson Sundstræti 31. ur rannsóknarinnar og verður að biöa hennar álits unt hvað frekar verði gerl í tnálinu. Goðafoss kotn hér að norðan 22. þ. m. fór suður á laugardag 23. Með honum fóru til R.vikur Oddur Gíslason bæjarfógeti og frú hans, Steindór Gunnlaugsson stjórnar- ráðsfulltrúi o. fl. Dronning Alexandrine' kotn að sunnan 27. þ. m. á norðurleið.' Hingað komu með skipinu Björn Kristjánsson alþm. og Jakob Möller, bankaeftirlitsm., en þeir eru í nefnd þeirri, er satn- kviéttit Laiidsbankalögunum nýju var skipuð til að meta hag Lands- bankans. Með skipinu fóru héðan m. a. Jóltann Þorsteinsson kaupm. og Magnús Thorberg, útgerðarm. til Siglufjarðar. Nova kom að norðan i gær fór sam- dægurs suður. Gullfoss kom einnig I gær að sunnan, fer til Akureyrar og snýr þar við til Reykjavíkur aftur um ísafjörð. Þessi ferð Gullfoss er sérstak- lega gerð sem skemtiferð fyrir farþega. Taka um lOOsunnanmenn, mest Reykvíkingar, þátt í þessari skemtiför. Skipið var alt skreytt fánum er það sigldi hér inn, en hljómsveit stóð á háþiljum og skemti farþegum og þeim er á landi biðu. Síld hefir lítil komið hér á land enn þá, enda stunda hér eigi síldveiði nema örfáir bátar tneð reknetum. Vélbáturinn Hrömi, eign O. G. Syre, eina vélskipið, sem hér stundar hringnótaveiði, kotn inn fyrir nokkrunt dögum síðan tneð 800 tn. Var aflinn lagð- ur upp í verksmiðjuna á Sólbakka til bræðslu. Fiskverkun , hefir gengið hér óvenjulega greiðlega í sumar og er nú að kalla lokið. Því litiö um atvinnu í bænum.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.