Vesturland

Árgangur

Vesturland - 06.08.1927, Blaðsíða 1

Vesturland - 06.08.1927, Blaðsíða 1
VESTURLAND Ritstjóri: Sigurður Kristjánsson. IV. árgangur. u ísafjörður, 6. ágúst 1927. 27. tölublað. 1 Tapað! Einn af togurum okkar misti út um 60 faðma langt stykki af herpinót. Sá, sern kynni að finna tiótina, er beðinn að bjarga henni og gera okkur aðvart. Áfallinn kostnaður og björgunarlaun verða greidd. Hesteyri í júlí 1927. H.f. Kveldúlfur. Stjórnarskiftin. Blöðunum ber ekki fullkomlega saman um atkvæðamagn flokk- anna við kosningarnar sem nú eru nýafstaðnar. Vesturlandi hefir reiknast svo, að íhaldsflokkurinn hafi fengið 14071 atkv., Fram- sóknarflokkurinn 9916 atkv., .lafn- aðarmenn og Kommúnistar 6445 og Frjálslyndi fl. 2036 atkv. Við Jtessar tölur er það eitt a.ð athuga, að í hverju tveggja mann'a kjör- dæmi er hverjutn flokki reiknað það atkvæðamagn, sein fallið hef- ir á þann fratnbjóðanda flokksins, scm fleiri fékk atkvæðin. En það setn vcldttr því, að Vesturland fær aðrar tölur en önnur blöð, þótt litlu mutíi, er það, að blaðið telur Framsóknarflokknum atkvæði Karls Finnbogasonar, sem erFratn- sóknarmaður, þótt hann vitanlega sé kosinn af jafnaðarmönnum og kommúnistum, og telur engutn at- kvæði síra Sigurgeirs Sigurðsson- ar, af því hann bauð sig fram ut- an flokka, þótt vitanlegt sé, að hann kusu íhaldsmenn. En þrátt fyrir þetta fær íhaldsflokkurinn hart nær jafnmörg atkvæði greidd eins og Fratnsókn og Alþýðu- flokkurinn til samans. Hverjir mynda nýju stjórnina og hverjir styðja hana? Núverandi stjórn hefir sagt af sér, en er af konungi beðin að sitja, uns ný stjórn er mynduð. Síðau stjórnin sagði af sér, er nú iiðinn nokkur timi, en ekki hefir enn spurst, að konungur hafi snúið sér til neins af mót- flokkunt stjórnarinnar þess erindis að mynda nýtt ráðuneyti. Allir ganga þó út frá því setn sjálf- sögðutn lilut, að Framsóknarflokk- urinn muni mynda stjórnina með stuðningi Alþýðuflokksþingmann- anna, og er þá varla um nema tvo menn að ræða til þess að mynda ráðuneytið, þá Jónas Jóns- son og Tr. Þórhallsson. bessir tveir menn ltafa algerlega haft forustu Fratnsóknarflokksins og þó eiginlega aðeins sá fyr taldi. Ætti hann því að vera sjálfkjörinn stjórnarformaður. Búast má við, að Framsóknarmenn skipi öll stjórnarsætin, þótt hitt væri e. t. v. heppilegra, að jafnaðarmenn eða kommúnistar ættu mann í ráðtt- neytinu, því það mttndi að líkind- utn draga.úr ófyrirleitni þeirra í skilyrðunutn fyrir stuðningi, ef þeir bæru að einhverju ieyti ábyrgð á gerðutn stjórnarintiar. Fyrst svo fór, að íhaldsflokkur- inn ekki náði meirihluta þingsæta, var það óhapp mikið, að Fram- sókn ekki varð þess ntegnug að mynda stjórn án stuðuings annara flokka, því þótl atferli og tillögur þessa andstöðuflokks fráfarandi stjórnar ltafi verið ískyggilegt og spáð hinni inestu óskannnfeilni, er hatin næði völdum, er á það að líta, að þegar ábyrgðin er fall- in honum á herðar, mátti búast við sæmilegum aga frá gætnari hluta þingflokksins og meiri var- færni, heldur en meðan ábyrgðin var engin. Eins og vonlegt er, verður mörg- um á að spyrja: Hvers vegna gengu allir út frá því sern sjálf- sögðum hlut fyrir kosningarnar, að Tjmahienn og kommunistar yrðu í félagi um stjórnarmyndun, ef núverandi stjórn féili? Og hvers vegna er þetta svo sjálfsagður hlulur uú, þegar stjórnarskifti eru vis orðin? Auðvitað er ástæðan ekki önnur en sú, að þessir flokk- ar, eða réttara sagt, þeir sem flokkunutn ráða, hafa svipaðar fyrirætlanir, beim kemur satnan um það, að vilja leggja einokun- arhelsi á lattdsmenn í verslun og atvinnurekstri, svo sem verða tná. Þeiin kemur saman utn að vilja leggja þröng höft á persónulegt frelsi tnanna og kotna félagsmál- um og stjórnarfari í kommunis- tiskt form. Þeim kemur satnan um að vilja opna landið fyrir útlendri ágengni í atvinnurekstri og þeim ketnur saman um að gera lítið úr sjálfstæðisviðleitni vorri í utanrík- ismálum. Hvers er þá að vænta í þessum sökurn af þeirri stjórn, er nú tek- ur við ? ■* Ef ráða má af atferli og tillög- tttn væntanlegra stjórnarflokka á undangengnum árum, verður það fyrst og fremst einokunin með ríkisrekstri í verslum, útgerð og iðnaðis Að bændunutn verður varla lagt, fyr en þessi útvígi eru unnin. Búast má við að Spánar- samningarnir verði upphafnir og fiskiveiðalöggjöfirmi breytttil opn- unar fyrir útlendingum, og sendi- rnenn íslenska ríkisins í öðrum löndutn kallaðir lteim. Víst er það miklu minni hluti landsmanna sem mundi óska þess, að þetta alt kæmi fram. En er þá nokkur leið lil að afstýra því? Einasta leiðin til þess er sú, að mótmæla því nógu kröftuglega. Ótti væntanlegrar stjórnar og stuðningsmantia hennar við dóm kjósenda ttm næstu kosningar, verður það helsta og líklega eina sem heftir þá í slíkum óhappa- verkum, og þess ber að neyta. Annars er Framsókn ekki öf- undar verð af því að taka við stjórn með vantraust tneir en tveggja þriðjttnga kjósenda að baki sér og heiintufrekju og ó- fyrirleitni hálfbræðranna yfir höfði sér. Og víst má búast við að margar greinir verði þeirra á milli, fyrsl og fremst í gengismálinu, þar sem aðrir vilja ltækkun krón- unnar í gullgengi, en hinir stýf- iitgtt. I öðru lagi tim kosninga- réttinn, þar sem aðrir vilja á all- an liátt ganga á rétt sveitanna með samsteypu landsins í eitt kjördæmi og kjördegi á þeitn tíina, (1. vetrardag) seui fæstir sveita- menn tnunu geta neytt kosninga- réttar síns, en hinir tnunu þetta varla þora, ltvað sem þeim býr inst i skapi. Mestum kvíða veldur það sjálf- sagt hjá hugsandi mönnum, að fjárhagur ríkisins muni fara í sömu eða verri óreiðu hjá væntanlegri Tímastjórn, eins og hann var í, þegar fráfarandi stjórn tók við, því bæði er það, að fortíð Títna- flokksins er ekki glæsileg í þess- um sökum, og svo er þess varla að vænta, að reynslulitlir menn og litt þroskaðir, þótt besta vilja hefðu, 'séu því vaxnir að feta í fótspor fráfarandi stjórnar. En þá væri iiia neytt þess mikla átaks, sem kostað hefir að gera örugg- an fjárhag rfkisins, ef all ælti aö lenda í sama sukkinu og skulda- feninu eins og var, þegar Tíina- flokkurinn réði stjórn landsins síð- ast. Hætt er líka við að bláþráður komi á þær miklu og einstæðu verklegu umbætur, se» hafnar eru til lands og sjávar. En annars er einsætt að standa þetta el af sér til næstu kosninga. Skipulag. Í „Jafnaðarmanninum,“ blaði setn gefið er út á Norðfirði, sé eg þau vísdómsfulht orð, að bæjar- stjórnarmeirihlutinn á ísafirði sé búinn „að framkvæma á styttri tíma meira bæjarfélaginu til þarfa en ennþá hefir framkvæmt verið nokkursstaðar annarsstaðar á landinu.“ Mikil sældarkjör mega þaö vera, sem alþýðan á Ísafirði á nú við að búa. Og miklir afburða starfs- kraftar mega það vera, setn þetta hamingjusatna bæjarfélag hefirtek- ið í þjónustu sitta. Væri það nú ekki vtíigerningui við önnur bæjarfélög að benda þeitn á, hverjar leiðir hinn djúp- hygni og framsýni bæjarstjórnar- meirihluti á isafirði hefir farið, til að bæta svona stórkosllega hag bæjarfélagsins og skapa fullsælu borgaranna? Ef íbúar annara bæja- og sveitafélaga vissu, að þessi stórvirki eru öll sjálfunnin með nýju „skipulagi“ ogvaliréttra starfskrafta, er ekki líklegt að það vefjist lengi fyrir þeitn, að koma á slíku hjá sér. Mikils er um vert, að byrjað sé á réttum enda, en það er stjórn bæjar- og sveitarmálanna. Hér á ísafirði var, þar til fyrir rúmu ári, einn maður að gaufa á skrifstofu bæjarins, og skrifstofan var lítilfjörleg kró í þinghúsi bæj- arins sjálfs, engin húsaleiga borg- uð og ekki nema eins tnanns laun. Ekki var nú von að vel færi. Að sönnu var alt í röð og reglu, hægt að sjá glögt allan hag bæjarins, hvenær sem um var beðið og bæjarreikningurinn gerður rétt eftir áramót. En hver tnaður getur séð, að þetta er ekkert „skipulag". Breyt- ingin sem gerð var, er ekki held- ur neitt kák. Þrjár skrifstofur leigðar á besta stað í bænum og gildur og refjalaust launaður karl- maður settur á hverja þeirra. Árangurinn er líka eftir því. 1. ágúst var bæjarreikningurinn, sem búinn á að vera i janúar, ekki kominn. Hvorki endurskoðendur né aðrir höfðu þurft að ergja sig yfir honutn eina mínútu. Þetta nýtísku kontorhald á auð- vitað sinn þátt í hinni ágætu af- komu fyrirtækja bæjarins og al- sælu alþýðunnar. Bærinn hefir keypt aðalfiskverk- unarstöðvarnar í bænum, bæði Hæsta og Neðsta. Varla getur heitið að komið hafi fiskur á þess- ar verkunarstöðvar i sumar, en áðttr vortt þarna verkuð nál. 10 þúsund skippund. „Þrælahaldinu" er létt af. Fólkið er óþrælkað undir veturinn, hefir varla þurft að snerta hendi á fiski í alt sum- ar. Ætli þaö sé munur, eða með- an gamla skipulagslcysið rikti? Ekki er búskapnum heldur

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.