Vesturland

Árgangur

Vesturland - 06.08.1927, Blaðsíða 2

Vesturland - 06.08.1927, Blaðsíða 2
2 VESTUHLAND. Innilegasta þakklæti vottast hérmeð ölluin þeim, sem auð- sýndu okkur samúð í sorg okkar við fráfall og jarðarför sonar míns og bróður okkar, Arnórs Valdiinarssonar. Elín Hannibalsdóttir og börn. VESTURLAND kemur út einu sinni í viku. kostar 7 kr. uin árið. Gjalddagi 1. oktober. Ritstjóri og ábyrgðarmaður Sigurður Kristjánsson. - Ritstjórinn til viðtals kl. 4-5 dagl. í Hafnarstr. 1. Sími 99. Afgreiðslum. Loptur Gunn- arsson Aðalstræti 11. Sími 37. gleymt. 20 kýr keyptar, bótidan- um á Seljalandi bygt út og hóra keypt at Tungu fyrir „1000 kall“. Hætt var að beita kiinum á Tungu- túnið í miðjum júlí. hað sem kýr íbaldsmanna verða að standa yfir að tyggja allan veturinn, eru þess- ar framsóknarbeljur búnar að klára fyrir júlílok, og enginn þurft að snerta á orfi eða hrífu. Þegar þetta er skrifað, 1. ágúst, er ekki faríð að slá Seljalandstún. Það kvað eiga að standa í sinu. Ekki hefir plóg verið stungið í jörð enn á þessu stórbúi. Líklega taka beljurnar svo vel uppeldinu, að þær geti eftir áriö lifað á hug- sjónum, að minsta kosti yfir vet- urinn. Væri þá vel fyrir séð. Vilmundur gerði ráð fyrir, að með Seljalandsbúskapnum mundi mjólkurverðið geta lækkað niður í jafnvel 23 aura líterinn. Ekki er þessi lækkun að sönnu enn komin og verður iíklega ekki fyr en kýrnar fara að græða sig, sem sjálfsagt veröur, þegar fjósið er komið undir þak og farið verður að hýsa þær. En það gera menn ráð fyrir að verða muni í sama mund og bæjarreikningurinn fyrir 1926 er fullgerður, eða öðru hvoru megin við næstu áramót. Þeir sem eru að dá það, hve mikið sé „framkvæmt“ á ísafirði og gylla það fyrir öðrum að feta í fótspor bæjarstjórnarmeirihlut- ans þar, geröu vel, ef þeir skýrðu jafnframt frá, hverju fórnað læfir verið fyrir þær framk,væmdir, og hver hagsbót þær hafa orðið íbú- um bæjarins, því það ætti þó frá „alþýðuflokks" sjónarmiði að vera nokkurs vert atriði, hvort afkoma bæjarmanna batnar eða versnar af völdum framkvædanna. Þeir ættu t. d. að skýra frá því, að árangurinn af Hæstakaupstaðar- kaupunum, sem kostuðu bæinn hálft fjórða hundrað þúsunda kr. er nú sá helstur fyrir fólkið, að á fiskverkunarstöðinni þar, þar sem fjöldi bæjarbúa áður tók at- vinnu sína og alla lífsbjörg fyrir heimilið, sést nú ekki maður. Þeir ættu að skýra frá því, að á verk- unarstöðinni í Neðstakaupstaðn- um, þar sem nál. helmingur bæj- arins hafði mest alla atvinnu sína, er enginn ys né umferð. En þar fá líka fáir atvinnu. Hinn fram- kvæmdasami bæjarstjórnarmeiri- liluti hefir breytt brauðakri bæj-" arins í eyðimörk. Lætur þá bærinn ekkert gera í Neðsta? Jú. Ekki þarf annað en áð líta inn í íbúðarhúsið, þar sem hinn óframsýni Árni Jónsson sat í gamla daga mitt í öllu skipu- jGgsleysinu og Maðaði í ársreikn- ingunum, sem altaf var hroðað af á miðjum vetri. Hinn nýi reikn- ingsglöggi ráðsmaður bæjarins ætlar nú að hefja staðinn til virð- ingar, en fyrir sakir vaxtarmuns, verður nú að breikka hvert rúm og hækka hinn lága sess, svo skipuiagsmeistarinn sjái út yfir eyöimörkina. Þarna eru því nokkrir menn hins nýja tíma að rífa hið gamla, er í ofn skal kastað. Já, dáendur framkvæmanda á ísafirði ættu að leiða þá, sem þar eiga eftir að líkja, fram á bæjar- bryggjuna. Þar er nú einokun á allri upp- og framskipun og nú kostar ekki nema lítið eitt meira að fá vörur úr* skipi eða í, en það kostaði í dýrtíðinni. Og ekki fær bærinn cin eyri fyrir upp- og framskipunina. Það renriur alt í vasa einhverra bestu borgara Reykjavíkúrbæjar og fer þar ólíkt betur um þessa skildinga, en í vösum Karl & Jóhann sem þetta •var tekið af. En þeir voru líka ísfirskir borgarar og aðalgjaldend- ur, og stórir atvinnuveitendur í bænum. En svo hefir líka bæjar- stjórn rétt til að kalla einn full- trúann „bryggjuvörð" og greiða honum árslaun fyrir. Auðvitað má ekki „bryggjuvörður“ vera til taf- ar starfsfólki einokunarhafa, hinna reykvisku góðborgara, en annars er ekki nema gainan aö sjá hann þar, þegar lítið er að gera. Og liverju hefir svo haínarsjóður fórn- að fyrir þetta skipulag? Ekki öðru en öllum eigum sínutn og öðru eins í skuld. En árangurinn er líka ekki smár. Atvinnan hvorki meiri né minni en áður var, kostnaður á vörum nokkru meiri og hagnaðurinn af út- og uppskipun rennur út úr bænum. M£inn af oss66. Það hefir komið fyrir að óreiða, og stundum fjárdráttur í samþandi við hana, hefir átt sér stað í op- inberum fjársýslum. Um miðjan júní síðast liðinn kom eitt slíkt alvik fyrir í Birkerod sveitar- félagi á Norðursjálandi. Þurð var í sveiíarsjóffhum og við rannsókn kom í ljós l'iin ótrúlegasta óreiða, sukk og hirðuleysi. Hinn 29. júní segir „Politiken" frá fyrstu yfir- heyrslu í málinu. Yfirheyrðir voru oddviti sveitarstjórnarinnar, bók- haldari og gjaldkeri. Oddviti gaf þá skýrslu í réttin- um, að liann hefði tekið við odd- vitastarfinu án þess að athuga neitt hag sveitarfélagsins. Fyrir- rennari hans hafði hvorki afhent honum nein skjöl né reikninga. Dómarintr spurði hvort hann hefði ekkert hugsað um, að ábyrgð fyigdi starfi hans. Nei, svaraði oddviti. Ennfremur kannaðist hann við að, þó hann hefði skoðað bókhald og reikninga sveitarinnar, hefði hann ekkert botnað í því. Bókhaldarinn skýrði svo frá, að þegar hann tók við stöðu sinni, hefði hann ekki sett sig inn í neitt, ekki einu sinni talið hve miklir peningar voru f „kassanum“ fyr en nokkru seinna. Þó þóttist hann hafa komist að því skömrnu seinna, að fyrirrennari hans heíði haft sjóðþurð, en ekki mundi liann með vissu, hvort hann hefði haft orð á því við nokkurn mann. Aðspurður, hvort ekkert hefði verið gert í þá átt, að komast að fastri niðurstöðu um óreiðuna, svaraði hann: Við héldum við gætum það sjálf. Féhirðirinn' skýrði svo frá, að hún hefði verið tvö ár á unglinga- skóla og síðan verið vinnukona, þangað til hún varð féhirðir sveit- arinnar. Aðspurð, hvernig hún hefði komist í þessa stöðu, svar- aði hún: Eg er alinn upp af manni,- sem einu sinni var bókhaldari hér. Ennfremur var yfirheyrður formað- ur fjárhagsnefndarinnar, járnbraut- arverkamaður, sem hafa átti á hendi endurskoðun bókfærslu og pemngaforða. Hann var spurður um, hvort satt væri, að hann hefði tilkynt bók- haldaranum, að hann ætlaði að endurskoða hjá honum og féhirði, 2—3 dögum áður en hann fram- kvæmdi endurskoðunina. Það var í tíð fyrirrennara míns, sagði hann eg sagði honum það aldrei fyr en svona klukkustund áður! Aðspurður, hvernig á því stæði að hann, sem ekki virtist hata neina hugmynd utn reiknings- færslu, hefði verið kjörinn formað- ur svo mikilsvarðandi nefndar, svaraði hann: Það veit eg svei ínér ekki — en eg var kosinn! í tilefni af rannsókn þessari flytur Politiken greiriarkorn, sem erindi á til allra, sem geta hugs- að, og vilja það. Það er svona: „Birkerod-farganið með þeirri geipilegu sjóðþurð í sveitarsjóön- um, sem þvi er samfara, verður ó- skiljanlegra og óskiljanlegra. Mál- tækið segir, að of margir matsvein- ar spilli matnum, en yfirheyrslurnar í gær kasta ljósi á smáskrítlu, sem fer að verða daglegt brauð, og hún er stíluð af oddvitanum og sveit- arstjórnarmönnunum, bókhöldur- um og féhirðum sveitarinnar og aðstoðarmönnum þeirra. Og þó er hún ein samfeld táknandi heild. Bókhaldariun, sem nú varsetturí varðhald, varð þegaráriö 1920þess áskynja, að reikningarnir og fjár- hirslan, sem hann hafði tekið við, var í syndugri óreiðu og vitieysu. Getur nokkur skilið hvernig hann gat komist á snoðir um það? Hann bar ekkert skyn á reiknings- færslu — og getur þá nokkur skil- ið, hvers vegna einmitt hann var kjörinn bókhaldari? Eða féhirðir- inn, ungfrú Steen? Hún hafði ver- ið tvö ár á unglingaskóla og síð- an vinnukona. — Getur nokkur skilið, hvers vegna hún var gerð að sveitarféhirði? Og formaður fjárhagsnefndarinnar, járnbrautar- verkamaðurinn Dalager, sem til- kynnir bókhaldara, að nú komi endurskoðendur innan stundar, og kannast hreinskilnislega við, að hann enga skímu hafi um reikn- ingsfærslu. Rétturinn spyr hann um, hvers vegna hann er orðinn formaður nefndarinnar, og hann svarar: Eg veit það ekki! En hvaðan ætturn við hin svo að vita það? Og loks er það oddvit- inn, H. P. Hansen, sem aldrei hefir fengið reikninga eða önnur gögn frá íyrirrennara sinuin og heldur ekki látið scr detta i hug að fá eftirmanni sínum neitt af því tægi, maðurinn, sem fyrst fékk vitneskju um það i gær í réttinum hvað orðið reikningar þýðir, og ekkert varð hissa á því, þó fjár- hirsla, sem í átti að vera um tvö hundruð þúsund krónur, við og við þyrfti að fá lánaðar 60 þús. eða 100 þús. krónur, maður, sem bókstaflega veit ekki neitt, ekki einu sinni að hann er handónýt- ur oddviti? Er hægt að gera sér grein fyrir, hvernig hann er orð- inn oddviti? Eða er hægt að skilja, að hann, jafnaðarmaðurinn, tekur að sér forstöðu sveitarfélags síns, án þess nokkurn tíma að líta á „þá hlið málsins", sein heitir á- byrgðin ? Og svo er þaö sjóðþurðin, sem alt af er „hulin“, en þó fer sívax- andi, þrátt fyrir alt strit þessa rnæta manns, járnbrautarverka- mannsins, vinnukonunnar og svik- arans sjálfs! Er hún skiljanleg? Ó, já! Það er nú líklega það ein- asta, sem skiljanlegt er í öllu þessu — og í raun og veru er heldur ekki hægt að misskilja“. Mr. Stick. Kenslubækur. Hinn 14. júni þessa árs kom kennaraþing „Sambands íslenskra barnakennara“ saman í Reykjavik. Þannig var þing þetta sótt, að til stórsknmmar er kennarastétt lands- ins, en einkum þeim kennurum er í Reykjavík og grend hennar búa. Voru eitthvað 40—50 kenn- arar á fundum, er flestir voru, en við barnaskóla Reykjavíkur einn saman eru 50 kennarar. Þráttt fyrir þó bekkir væru svona þunt skipaðir, voru samt ýms mik- iisvarðandi mál tekin þar til með- ferðar. Meðal þeirra, og það af þeim, er alþýðu manna skiftir mestu að tekið sé tii allítarlegrar meðferðar, var kenslubókavand- ræðin. Var þar fyrst bent á, hve óheyrilega isl. kenslubækur væru dýrar, í öðru lagi var bent á hið algerða skipulagsleysi á sölu þeirra, og í þriðja lagi var deilt nokkuð um lengd þeirra og efnis- meðferð. Á þinginu var það réttilega tek- iö fram, að aðstandendum barna stæöi (sem vonlegt væri) stuggur af hinum tíðu bókaskiftum með

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.