Vesturland

Árgangur

Vesturland - 13.08.1927, Blaðsíða 1

Vesturland - 13.08.1927, Blaðsíða 1
VE5TURLAND Ritstjóri: Sigurður Rristjánsson. IV. árgangur. ísafjörður, 13. ágúst 1927. 28. tölublað. i Hafiö þér reykt LONDON OPINION (ÁLIT LUNDÚNABORGAR?) Mildar, kaldar og þétt vafðar. Fást hjá: Lopti Gunnarssyni, Verslun Björninn, Mattkíasi Sveinssyni, Verslun Oddi. Framleiðendur: AHDATH TOBAGCO CO. LONDON. o&GÞ&o&o&qsæo&qsœo Stj.skrárbreytingin. Undarlegt er það, en eigi síður satt, að fáir landsmenn munti nú minnast þess, hvert var tilefni hinna nýafstöðnu Alþingiskosn- inga. Stjórnarlög landsins mæla svo fyrir, að samþykki Alþ. breytingu á þeim (stjórnarskránni) skuli þingið þegar rofið og efnt til nýrra Alþingiskosninga. Breyting- arnar öðlast þvi aðeins g'ldi, <tð hið nýkosna þing samþykki þær óbreyttar. bingrof og nýjar kosningar er til þess ákveðið að kjósendum gefist kostur á að leggja dónt sinn með þingmannavalinu á breytingarnar á þessum undir- stöðulögum allrar löggjafar þjóð- arinnar, stjórnarskránni, Því þykir það sjálfsagt að kosningarnar snúist um þetta mál eingöngu. Svo fjarri fór þó því, að nýaf- stöðnu kosningarnar snerust um þetta mál, að á það var varla minst. Líklega eru ýmsir þing- mennirnir svo óbundnir í þessu tnáli, að þeir liafa enga yfirlýsingu gefið utn afstöðu sína til þess fyrir kosningar og einkis verið þar um spurðir af kjósendum. Hvernig getur staðið á þessu, að nær enginn lætur sig neinu skifta f kosningahriðinni það mál- ið, sem eitt og eingöngu er til- efni þingrofsins og kosninganna? Ástæðurnar eru tvær. Fyrst sú, að breyting sú, sern samþykt var á stjórnarlögunum, er ómerkileg og fékk þar enginn stjórnmála- flokkur þingsins sinn vilja hálfan, því siður allan. í öðru lagi sú, að sökum þess, að aukakosning þessi fellir niður reglulegar kosn- ingar, sem fram áttu að fara 1. vetrardag í liaust, iitu flestir á kosningarnar í sumar sem reglu- legar þingkosningar, en við það sigldu deilumál flokkanna stjórn- arskrármálið í kaf. Nú er sú spttrning vöknuð, hver muni vcrða afdrif stjórnarskrár- málsins á næsta þingi. Suntir spá því, að frumvarp siðasta þings tnuni verða felt. Aðrir telja líklegt, að þvi veröi breytt og af því leiði uýtl þingrof. Til þess að kanna likurnar fyrir afdrifutn þessa máls, verður að athuga hvað flokkunum bar í tttilli unt það á síðasta þittgi. Landstjórnin bar fram frumvarp- ið um breytingar á stjórnarskránni. Breytingar þær, sem það gerði á gildandi stjórnarlögum, voru þessar: Reglulegt Alþingi skyldi konia saman annað hvert ár, og fjár- hagstunabilið skyldi vera tvö ár. Þingmenn skyidu kosnir til 6 ára, jafnt kjördæmakosnir sem land- kjörnir, og kosning þeirra allra fara fram samtímis. Þingrof skyldi og ná til landkjörinna þingmanna. í gildandi stjórnarlögum er svo fyrir mælt, að reglulegt Alþingi skuli koma sarnan á hverju ári fjárhagstímabilið eitt ár, kjördæma- þingmenn kosnir til 4ra ára en landkjörnir til 8 ára. Þingrof nær ekki til landkjörsþingmanna. Það kom þegar í ljós, að ekkert atriði stjórnarfrumvarpsins hafði fylgi annara flokka en stjórnar- flokksins — íhaldsflokksins — og voru þó margir þeirra óánægðir með sum atriðin. Framsóknarmenn gengu að sönnu ekki í berhögg við fækkun þinga, ett vildu ann- ars enga breylingu Fulltrúi Alþýðuflokksins i Nd. bar fram sérstakt frumvarp er fól í sér gerbreytingu á stjórnarlög- unum. Var það alt í Rússneskum anda. ísf.rðingar kannast við sum atriðin, því Vilm. Jónsson tugði þau I kjósendur hér á s. 1. vetri. Þar var felt burtu ákvæðið um friðhelgi eignarréttar. Alþingi skyldi vera venjuleg fundarsantkoma í einu lagi, og mátti hrynda öllum samþyktum þess með þjóðarat- kvæði. Hefir Vesturland áður skýrt frá helstu atriðum þessa frum- varps. Endirinn varð sá, að á gildandi stjórnarlögum var ekki satnþykt önnur markverð breyting en sú, að reglulegt þing skyldi háð ann- að hvort ár, og þar af leiðandi tveggja ára fjárhagstímabil. Kjör- tímabil landskjörinna þingntanna er sama og kjördæmaþingmanna, og kjörgengi og kosningarréttur við það kjör bundið við 30 ára í stað 35 ára aldur. Annars kotn fratn fjöldi af til- tögum til breytinga, og voru til- lögur meirihluta stjórnarskrár- nefndar Nd. af langmestu viti. í þeim meirihluta voru 3 framsókn- armenn, 2 íhaldsmenn og Jakob Moller. Er þvl merkilegt að þær tillögur skyldu ekki ná satnþykki Alþingis, en svo varð ekki. Þar var lagt til að landkjörið yrði af- nuntið og þingmenn skyldtt vera aðeins 36. Þing annað hvort ár, fjárhagstimabil 2 ár, kjörtímabil 4 ár. Fullyrða tttá, að alls enginn þingmaðut ltafi verið áttægður með breytingar þæt á stjórnar- skránni, er síðasta þing að lokum samþykli. Er því ekki undarlegt þó margir spái þvt, að næsta þing felli þær. Móti þessu tnælir þó þaö, að á næsta þingi eiga sæti að rnestu leyti sömu menn, setn samþyktu stj.skr.br. þá, scm ligg- ut fyrir, og eiga þeir því erfitt tneð að ganga af sínu eigin af- kvætni dauðu. Annað ntál væri það, þótt mörg- um dytti nú í hug að endurbæta þennan grip, og væri þess að sönnu tnikil þörf, en af þvi myndi leiða nýtt þingrof, og á það mun að minsta kosti ekki Framsókn vilja liætta. Fylgir því og mikil fyrirhöfn og stór kostnaður fyrir landsmenn. En komi slíkt til mála á næsta þingi, væri full þörf á að ræða þær breytingar, sem æski- legar eru. Og á hinu væri ekki slður þörf, að þeir menn, sem anttars eru látnir neyta kosninga- réttar, fetigju einhverja hugmynd um það, að ekki er það neinn hé- gómi, hvernig þau lög, sem alt stjórnartyrirkomulag ríkisins er bundið I, eru sniðin í greipum sér af hinunt vísu fulltrúum þeirra á Alþingi, og að þeir létu sig það ekki minnu varða en það, hvort ein landeyða í þeint hóp þykist vera bannmaður eða ekki. Það hafa flestir viðurkent, að kjördætnaskipun landsins væri úr- elt orðin og óviðunanleg, þar sem víst er að sumir landsmenn hafa ekki hálfan kosningarétt við aðra. En tnönnum kemur ekki saman um, hvernig úr þessu skal bæta. Blöð Alþýðuflokksins vilja binda alt við höfðatöluna. Þau líta á það eitt, að þeirra stétt geti gengið sem mest á rétt sveitamanna og vilja því að alt landið sé eitt kjör- dæmi með hlutfallskosningu. Þetta eru talsverðar öfgar, því við það mundu ýmsir landshlutar algerlega afræktir, þar setn búast mætti við að menn yrðu valdir til kjörs eftir þvi hve þjóðkunnir þeir væru, en ekki því, hve miklir tnenn þeir væru í sinni sveit. Og líka mundi hlutur sVeitanna mjög fyrir borð borinn sökum þess, hve erfitt er þar að sækja kjörfund samanborið við kaupstaði. Framsóknarmenn vilja hafakjör- dæmi sem smæst og verður af- leiðingin sú, að siunstaðar verða 400 kjósendur um einn þingmann, en annarstaðar 2000 kjósendur. í öðru lagi verður afleiðingin sú, að lélegir menn eiga slfelt kost á að stneygja sér inn I smáu kjör- dætnunum og illa er fyrir því séð, að þingiö verði skipað fjölbreytt- um og tniklum starlskröftum. Það gæti t. d. komið fyrir, að I sjálfri löggjafarsamkotnunni yrði enginn lögfræðingur. Þeint fækkaði t. d. um helming við síðustu kosning- ar, frá því setn var um þær næstu á undan, eða úr 8 í 4, og tók enginn eftir, fyr en kosning var um garð gengin. Rétta leiðin liggur milli þessara öfgastefna og hefir Vesturland áður bent á og fleiri athugulir menn, að heppilegast mundi að landið væri 6—8 kjördæmi með hlutfallskosningu. í hverju þeirra. Þá yrði auðveldast að sjá fyrir öllu því, sem gæta ber: jafnrétti milli kjósenda, jafnrétti milli flokka, kunnleika á högum og þörfum allra landshluta og mannvali á löggjafarsamkomuna. En utn það ættu menn að geta orðið sammála, að ef breyta á kjördæmaskipununni, fari best á því að það yrði gert um leið og stjórnarskránni er breytt. Kenslubækur. Framh. Lítum nú á gildi þessara á- stæðna. Hvílik fjarstæða það er, að nokkur kenslubók geti bætt upp lélegan kennara, er víst öll- um ljóst; því auðvitað er það á- valt kennarinn, sem bæta á upp kenslubókina, hversu góð og ítar- leg sem hún annars kann að vera. Sá skóli, setn aðeins ltefir góðar kenslubækur en autnlegau kenn- ara, er ávalt og getur ekki verið annan en aumlegur skóli. Já, hann gctur meira að segja ekki verið neinn skóli, heldur aðeins myrkt hegningarhús fyrir börnin. — Skól- inn er kennarinn. — Auk þess er það óhjákvæmilegt, að ítarleg kenslubók gerir fáfróðan kennara að andlausum yfirheyrslusegg; en þaðan af verra er það, að börnin missa álit og virðingu fyrir slík- um kennurum, og er hin ítarlega kenslubók einmitt sök í því. Þann- ig verður hún til þess, að kenn- aranum nú er ókleift að hafa þá þýðingu fyrir börnin, sem honum þó hefði verið hægt, meðan hann ennþá stóð órúinn trausti barn- anna. Af þessu sést hvilfk hefnd-

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.