Vesturland


Vesturland - 13.08.1927, Blaðsíða 4

Vesturland - 13.08.1927, Blaðsíða 4
VESTUKLAND. Nýkomið: BOLLAPÖR, DISKAR, KRÚSIR, STEIKARFÖT, TARÍNUR, VATNSGLÖS, VÍNQLÖS, . SNAPSGLÖS. Olafur Pássön. Leiðrétting. Herra ritstjóri! í 25. tbl. blaðs yöar, sem út kom 22. júlí s. 1. er grein, sem heitir „Molar". Þar stendur meðal annars: „í báðutn kjörstjórnum höfðu kommunistar gildan meirihluta og neyttu þess til freklegra lögbrota til framdráttar Haraldi. Kastaði undirkjörstjórn frá mörgum at- kvæðum sr. Sigurgeirs og fann sér eina og aðra fjarstæðu til. Var t. d. kastað frá öllutn þeim atkvæðum hans, scm greidd vortt hjá hreppstjórum í öðruin kjör- dæmum, ef kjósandi hafði ekki verið staddur á heimili hreppstjóra. Er þetta svo skýlaust lagabrot að furðu djarft má kallast. Var þetta sýnilega fyrirfram hugsað klæki- bragð, því sjálfir höfðu þeir komm- unistar vandlega gætt þess að flytja fjarstadda kjósendur sína heim á heimili hreppstjóra til at- kvæðagreiðslu, sem þó engin þörf er á samkv. kosningalögunum. Atkvæði þeirra kjósenda sr. Sig- urgeirs sem farið höfðu úr bæn- um fyrir kjördag, en af einhverri tiiviljun voru komnir hehn aftur, voru öll ónýtt". Þar sem frásögn þessi er bæði hlutdræg og röng, skorum vér á yður að birta í blaði yðar, sam- kvæmt prentfrelsislögunum efirfar- andi leiðrélting. Kjörstjórninni bárust 198 skrif- leg atkvæði. Af þeim var 171 tek- ið gilt. Eru þá eftir atkvæði frá 29 kjósendum.*) Á kjörfundinum upplýstist að 18 þeirra værru staddir í bænum og ákvað kjör- stjórnin í e. hlj. að leggja atkvæði þeirra til hliðar og gefa þeim kost á að kjósa 3 kjörstaðnum. En í lok kosningarathafnarinnar að taka gild atkvæði þeirra sem ekki væru þá mættir. Kjósendur þessir tnættu allir og kusu. Að þetta hafi ein- ungis verið fylgismeíin sr. Sigur- geirs, eins og gefiö er í skyn I frásögn yðar, er vitanlcga alger- lega rangt. Þeirri reglu að taka ekki gild skrifleg atkvæði kjósenda, sem staddii eru á kjörstað, þegar kosning fer fram, var fylgt hér 1923 og 1926. í seinna skiftið eftir kröfu lögfræðíngs íhaldsmanna á ísafirði. Þau atkvæði, sem meirihluti kjörstjórnar úrskurðaði ógild af þeirri ástæðu eiimi, að kjósendur höfðu greitt atkvæðin hjá hrepp- Síjóra utan heimilis hans, voru 3 *) í niími ungdæiiii voru 198 ;-171—27. Ritstj. þrjú. Þegar fyrsta atkvæðið af þessum þremur kom fram og þessi stefria var tekin, vissi kjörstjórniu ekkejft uirt það, hve mörg atkvæði þantiig greidd kæmu, og þá ekki heldur hve mörg þeirra tilheyrðu Haraldi. Nú er hennLkunnugt um að eitt þeirra var frá fylgistnanni Haraldar. Það sem Vesturland segir um þctta er því rangt. Þau 6 atkvaiði, sem þá eru eft- ir höfðu ýmsa ágalla. Vorti 3 þeirra ógil.t í e. hlj. en þrji't af meirihluta. Á því sem hér hefir sagt verið vonum vér að menn sjái að meiri- hluti kjörstjórnar hefir hvorki fram- ið lögbrot né haft í frammi klæki- brögð til framdráttar Haraldi Guð- mundssyni. ísafirði 9. ágúst 1927. . Eiríkur Einarsson Jónas Tómasson. Athugasemd. Tæplega hefði mátt telja kjðr- stjórnarmeirihlutann hér úr hófi hörundssáran, þó hann hefði borið sig fyr upp undan því, sem hann var sakaður um i Vesturlandi 22. f. m. En því síður verður þessum kjörstjórnarmönnum brugðið um kjarkleysi, er þeir ganga nú hlífa- lausir undir högg. Kjörstjórnarmenninu'r taka upp í „Leiðrétting" sína þau timmæli Vesturlands, er þeir kvarla undan. Er þar sagt, eins og lesehdur geta séð, að þeir hafi kastað frá öllum þeim atkvæðum sr. Sigur- geirs, sem greidd hafi verið utan kjörstaðar, hafi þeir álitið að kjós- andi væri kominn heim aftur í sitt kjördæmi; svo og þeim, sem greidd voru hjá hreppstjóra utan heimilis hans. Þetta segir VI. að sé skýlaust brot á kosningalög- unutn. Þeir félagar segja, að 29 atkv. greidd utan kjörstaðar hafi verið gerð ógild. Margur lætur sér nú" draga minna. Þá segja þeir. að 18 þessara atkv. hafi verið ógild vegna þess að kjósendurnir hafi verið komhir heim í kjördæmið, og 3 vegna þess, að þau voru ekki greidd á heimili hreppstjóra. (þetta er þó ekki rétt samkv. kjörbókinni). Ekki afsannar þetta það, sem Vesturland sagði. Er beinlínis við- urkenning á þvi. Vesturland segir þetta vera ský- laust tagabrot, og færði rök fyrir. Því reyna þeir félagar ekki að mótmæla, og því síður að afsanna. Segja aðeins að þetta hafi áður átt sér stað. -Hér ber því alt að sama brunn- inum. „Leiðrétting" þeirra stað- festir bara . það, sem VI. sagði. Aðeins segja þeir félagar eða gefa í skyn, að Haraldur Guðmunds^ sön hafi ekki síður getað átt þessi atkvæði heldur en síra Sigurgeir. Þessa vöru geta þeir keypt, sem finst hún bóðleg, en það geri eg ekki og líklega enginn lesandi Vesturlands. Annars talar kjörbókin full skýrt í þessu máli. Þar oegir: Haraldur Guðmundsson mót- mælti atkvæði Jakobínu Þórðar- dðttur sökum þess að ht'in hafði Hiutafélagið OET KÖNGEUGE OCTROIEREDE ALMINOEUGE BRANDASSURANCE-COMPAGNY. Umboðsmaður fyrir ísafjörð og nágrenni: Arni ,1. Arnason. H H H SÓLARSMJÖRLÍKIÐ fáið H þér ætíð nýtt á borðið, það er því S ljúffengast og næringarmest. HHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHH Allir, sem þurfa að nota KOL og SALT ættu sjálfs síns vegna að fá tilboðhjá okkur áður en þeir festa kaup. Útvegum allar tegundir af KOLUM og SALTI, og seljur ætíð með sanngjörnustu verði. sökum þess að við höfum bestu- bein sambönd, bæði um útvegun á kolum, salti og skipakosti. H. Benediktsson & Co, Sími 8 (tvær línur.) Símnefni: „Saltimport". Bernh. Petersen, Símar 598 og 900. Sfmnefni: „Saltimport. ekki greitt atkv. á heimíli hrepps- stjóra, Úrskurðað með 2 atkv. gegn atkvæði Jóhanns Bárðarson- ar að ógilda þetta atkvæði. Af sömu ástæðu er ógilt atkv. Óskar Samúelsdóttur með 2 atkv. geng atkv. Jóh. Bárðarsonar. Af sömu ástæðu er ógilt atkv. Ólínu Tómasdóttur með 2 atkv. gegn atkv. Jóh. Bárðarssonar. Af sömu ástæðu er ógilt atkv. Sigríóar Eggertsdóttur með 2 atkv. gegn atkv. Jóh. Bárðarssonar. Atkv. Hafliða Einarssonar er ógilt með 2 atkv. gegn atkv. Jóh. Bárðarssonar af þeirri ástæðu að hann hafði fengið aðstoð fulltrúa bæjarfógeta, en bæjarfógeti sjálf- ur undirskrifað vottorðið. Atkvæði Guðríðar Þórðardóttur er ógilt með 2 atkv. gegn atkv. Jóh. Bárðarssonar, afþeirriástæðu, að kjósandi hafði handsalað und- irskriftina undir fylgibréfið. Svona er byrjun undirkjörstjórn- ar í meðferð fjargreiddu atkvæð- auna, og þessu líkt er framhaldið. Ekki eitt einasta atkvæði er ó- gilt eftir kröfu síra Sigurgeirs eða umboðsmanns hans, en nær þvi öll gegn mótmælum þeirra. Sýnist mönnum ekki nokkurn vegin ótviræðUr flokkslitur á þess- um kjörstjórnargerðum? Og sýn- ist þeim nú ekki, kjörstjórnar- mönnunum, nokkuð barnalegt að ætla sér að blekkja nokkurn mann í þessu máli? Til skýringar lagalegu hliðinm í þessu máli skal eg taka fram, að löngu fyrir kosningar bar eg það tindir dómsmálaráðherra, hvorl nauðsynlegt væri að kjósendur utan síns kjördæmís greiddu atkv. Qamlir ísfirðingar Biðjið Áfengisverslun ríkisins fyrst og fremst um sherry, portvín og madeira frá KJÆR & SOMMERFELDT, kgl. hirðsala, Kaupmannahöfn. Tréskóstígvél. Góð, létt og ódýrari en þekst hefir hér áður. Fást hjá Ó. J. Stefánssyni skóstnið. á heimili t. d. hreppstjóra. Sagði hann að þvf færi fjarri og gæfu lögin ekkert tilefni til slfks skiln- ings. Sömul. spurði eg hann, hvort ónýta mætti skriflega greitt at- kvæði, þótt kjósandi væri kominn heim í sitt kjördæmi á kjördegi. Gaf hann þá skýringu, sem til- færð er í Vesturlandi 22 f. m. Enn fremur skal eg taka fram, að það athæfi undirkjörstjórnar, að ógilda atkvæði þeirra tnanna, sem aðstoð fengu hjá bæjarfógeta og hreppstjóra, er ótvírætt brot á kosningalögunum, þvi í 10. gr. (síðustu grein) laga nr. 47 frá 30. nóv. 1914, um atkvæðagreiðslu utankjörstaðarmanna, stendur: „Að öðru leyti gilda reglur kosningalaganna um kosningar þær, er I lögum þessum getur, að því leyti, sem þær geta við átt\ Og kosningalögin gera ráð fyr- ir aðstoð fyrir þá menn, setn þess þurfa. Sigurður Kristjánsson.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.