Vesturland

Volume

Vesturland - 19.08.1927, Page 1

Vesturland - 19.08.1927, Page 1
VESTURLAND Ritstjóri: Sigurður Kristjánsson. IV. árgangur. ísafjörður, 19. ágúst 1927. 29. tölublað. Arferði HVAÐ ER BESTA CIGARETTAN SEM HÉR ER Á BOÐSTÓLUM ? Svarið verður ávalt: LONDON OPINION (ÁLIT LUNDÚNABORGAR.) -- Mildar, kaldar og þétt vafðar. - ARDATl FRAMLEIÐENDUR: TOBACCÖ CO. LONDON Þeir Mseigendur, setn kynnu að vilja fá breyttri virðingu til brunabóta á húsum sínum, verða að láta endurvirða hús sín ekki síðar en um næstu mánaðar- mót, svo að beiðni um breytta vátryggingu komist til Brunabótafé- lags íslands Reykjavík snemma í næsta mánuði. Eigendaskifti að hús- um ber að tilkynna umboðsmanni og varðar sektum, ef slikt er ekki gert. Uinboðsmaðtir Ðrunabótafélags islands ísafirði o/8 1927. Sigurjón Jónsson. Það er mikiö gert til þess hér á landi að telja mönnum trú um að þeir geti ekki lifað. beir sem það gera, liafa víst ekki athugað það, hvað trúin á úrræði og eig- in mátt á mikinn þátt í því, að vandræði leysast, og líðan manna verður bærileg, jafnvel I baslinu, og að trúlcysið á opnar leiðir hinsvegar er algengasta orsökin til athafnaleysis og lífsgremju. .lafnvel á Alþingi sjálfn liefir því með liávaða verið haldið fram, (af Tímamönnum) að bændur gætu með engu móti lifað á búskapn- um vegna margskonar örðugleika, allra lielst skattþyngsla og verð- falls á afurðum. Ungir og dug- lcgir bændur var þar sagt að flosn- uðu upp af jörðum sínum, jafn- vel sjálfseignarbændur. bá liefir aldrei verið á því þagnað af svo kölluðum alþýðuforingjum, að sjórinn geti ekki brauðfætt þá, seni hann stunda. Þar á því að vera um að kenna, að sú atvinna er öllum frjáls. Ríkiseinokun á þar að vera hjálpráðið. Þessar marg- endurteknu tilraunir til að teygja menn á flótta úr sveitunum, og fá menn við sjávarsíðuna til að leggja hendur í skaut, eru hin mestu ó- þurftarverk og valda meiru böli en ilt árferði. Nær 8 mánuðir eru liðnir af þessu ári. Hafa landsmenn vissu- lega iitla ástæðu haft til að kvarta undan þeim. Tíðarfar liefir verið einmuna gott til lands og sjávar. Fjársýki gerði að sönnu sumstað- ar tilfinnanlegt tjón, en vorveðr- átta var góð og vetur snjóléttur, grasspretta í sumar yfirleitt meiri en í meðallagi, og nýting fóðurs svo góð sem menn muna best. Afurðir landbúnaðarins hafa til þessa selst vel; ull hækkaði frá því sem var, og kjötið á innlend- um markaði I háu verði, miðað við það, setn var fyrir stríð. Um kjötverð í haust er enn ekki unt að segja með vissu, en líklegt að það verði vel viðunanlegt. Og að minsta kosti eru allar líkur til að fé verði vænt eftir svo gott sum- ar, sem nú er. Að öllu athuguðu virðist ekki liorfa óvænlega fyrir landbúnað- inum. Má og sjá, að bændur, að minsta kosti hér í nágrenni, líta svo á, því þeir vinna ótrauðir að liúsa- og jarðabótum á ábýlis- og eignarjörðum sínum. Útgerðin hefir átt við nokkra öröugleika að stríða, sökum verð- lækkunar á tiski, en til uppbótar því hafa aflabrögð varið fágætlega góð. Var togaraafli á síðustu vetr- arvertíð meiri en nokkru sinni áð- ur, og síldveiðar liafa gengið svo vel, það sem af er sumri, að menn muna víst ekki slíkl. Trúleysið er mesla böl þjóðanna og þeir, sem ginna menn á flótta, mestu óhappainenn þeirra. Fiskurinn er genginn á grunn- mið. Trúleysingjarnir segja, að það þýði ekki að róa, því fiskur- inn borgi ekki beituna. Það er rétt, að verðið á fiskinum er lágt, en er það þá rétt, að það borgi sig ekki að róa? Hérna í veiðistöðvunum þurfa menn ekki að róa nerna nokkur áratog á miðin og sagt er að menn fái 10—12 kr. hlut á ára- bátum daglega, auk þeirrar bjarg- ar sem menn fá fyrir heimilið. Þetta verður mörgum að miklu liöi, en hvernig færi fyrir þeim, sem þessu sæta, ef þeir hlýddu á úrtölur flóttamanna og sætu held- ur heima? Héðan frá ísafirði gengu í gamla daga margir árabátar. Nú er sá útvegur nær því niður lagður. Að sönnu er liéðan lengra að sækja en úr Hnifsdal og Bolungarvík, en þó sýna þeir fáu dugnaðar- rnenn sem þetta reyna, að það er framkvæmanlegt. Hætt er við, að ótrúin á að þetta borgi sig, eigi sinn þátt í því, að þetta er lítið stundað. Skamt er síðan að 30—40 menn fengu sæmilega at- vinnu yfir vorið við það að taka skelfisk hérna á „Rifinu". Nú þyk- ir þetta ekki „borga sig“ og sést þar varla maður. En hvað er það sem best borgar sig. ? Fjölskyldumaður hér í bæ misti á síðasta vetri atvinnu, sem hann hafði haft fasta við verslun hér. Þessi maður hafði á unglingsár- um stundað skelfisktöku hér á Rifinu. Hann tók nú skektuna sína og fór út á Rifið, fékk fyrsta dag- inn 3 eða 4 krónur við slitavinnu á báðum fjörum. Það „borgaði sig“ nátturlega ekki, en hann hélt samt áfram og suma daga fékk hann 10 12 kr. Siðar, þegar fisk- úr gekk í Djúpið, fór hann að róa til fiskjar einn á skektunni sinni með syni sínum 11 ára. Hann fékk suma daga ekki meira en 6—10 kr. upp úr róðrinum, en hann aflaði sjálfur beitunnar og gaf enga peninga út. Og stund- um fékk hann líka 40—50 krón- ur brúttó. Það er óvíst að fasta vinnan hefði orðið honum nota- drýgri. En hann lét ekki heldur þá hugsun letja sig, að það borg- aöi sig ekki að róa. Hitt vissi hann, að lengi yrði hann e. t. v. að biða þess, að steikt gæs flýgi í munn honum. Hér á ísafirði hefir sú kenning meiri byr en nokkursstaðar ann- arsstaðar á landi hér, að einstakl- ingurinn sé núll, en ríkið alt. Að menn eigi að láta raða sér á skákborðið og eiga alla sína hamingju undir skákmeistaranum. Hans sé að meta, hverjir séu peð og hverjir riddarar og ákveða Þvottur og strauning. Kristín Friðriksdóttir Sundstræti 29. stöðu þeirra og gang. Til þess að koma öllum á skákborðið og gera þá að ósjálfráðutn peðum, eiga að koma bönn. Alla á að kúga inn á skákborðið undir for- sjá skákmeistarans. Það á að banna einstaklingnmn að gera út skip, svo og að selja sjálfur eða hagnýta sinn afla. Alt slíkt er sam- kepni. Aðrir líta svo á, að afkoma hvers eins og þar af leiðandi heildarinnar sé komin undir ein- staklingsframtkinu og trúnni á eig- in mátt og endurgjald atorkunnar. Og þeir trúa því og vita það, að athafnafrelsið er höfuðskilyrði fyr- ir þroskun manna. Því er frelsið þeirra fyrsta krafa. ísafjörður er á tilraunastigi hinna fyrtöldu. Að sönnu eru allmargir enn svo trúaðir á ^sjálfræðið, að þeir þrjóskast við að láta raða sér á skákborðið. Hinir bíða þess að þeim verði leikið fram, og er því miður hætt við að biðin verði löng þeim, sent þungum hala hafa að veifa. En liver sem afkoma hvorra verður, er rangl að kenna árferði um ef illa gengur. Sólin skín ríku- lega, jörðin skrýðist sem best má verða og fiskurinn gengur svo grunt sem sundfært er. En hvernig er um að litast á skákborði komm- unistanna á ísafirði? Er þar ekki ófimlega leikið? Ný bók. HAVETS RIGDOMME °g DERES UDNYTTELSE eftir Matlhías Þórðarson. Gefin út af H. Hagerups Forlag 1 Kaupm.höfn. Þessi merkilega bók kom út á umliðnum vetri, en hefir ekki korn- ið í bókaverslunina hér nema eitt eintak, sem scldist strax. Þeir sem vilja sjá og eignast hana, og það | ættu sem flestir að gera, verða í því að panta hana. Bókin er 352 bls. í stóru broti. Vönduð útgáfa með fjölda mynda. Efni hennar er, eins og nafnið segir, um auðæfi sjávarins og hagnýting þeirra. Hún er skemti- lega skrifuð og full af fróðleik; er því mikill og góður fengur fyrir alla þá, sem við útgerð fást og hagnýtingu og verslun sjávar- afurða, og raunar alla fróðleiks- fúsa ntenn, þótt hún sé aðallega ætluð Dönurti og skrifuð fyrst og fremst þeim til uppörfunar. Bókinni er skift í tvo aðalkafla. Er hinn fyrri sögulegs efnis, um fiskiveiðar og fiskverslun ýmsra Norðurálfuþjóða á miðöldunum. Svo og stutt ágrip af sögu hval- veiðanna. Siðari kaflinn er um fiskiveiðar alment. Skip og veiðarfæri, fiski- mið og fiskirannsóknir, fiskiveiða- tilraunir við Grænland, hvalveiðar, hákarlaveiðar og selveiðar, kæli- flutning og saltfisksverkun og verslun, síldarsölu og síldar- bræðslu, og loks um ýmsar ný- tískuvélar til vinslu og verkunar sjávarafurða. Þessi bók hr. M. Þ. hefir vakið

x

Vesturland

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.