Vesturland


Vesturland - 25.08.1927, Blaðsíða 2

Vesturland - 25.08.1927, Blaðsíða 2
VESlPUHLAMD. taka til athugunar á ný ýmsar þær tillögur til br. á stjórnar- skránni, sem fallið hafa á undan- gengnum þingum. Er þar fyrst á að líta fækkun ráðherra og þing- manna jafnhliða kjördæmamálinu. Þá ætti og að taka til athug- unar eina smábreytingu, sem flest- ir virðast nú vera búnir að gleyma en það er það, að Iáta Hæstarétt dæma um kosningakærur þing- manna. Enn íækkar í sveitunum! Eftir síðustu manntalsskýrslum Hagstofunnar er fólkinu enn að fækka í sveitunum. Þetta er ótrú- leg saga, en þó eflaust sönn. Það er eðlilegt að þetta öfug- streytni verði Iítt skiljanlegt þeim, sem hvorttveggja hafa reynt, að vera í sveit og í kaupstað. Vinna var áður talsvert hörð í sveitum, oft vosbúð og sumstaðar ófrelsi. Nú er þetta breytt. Erfið vinna í sveitum er ni'i að mestu unnin með hestum, klæðnaður þesshátt- ar að um vosbúð er varla að tala. Það er vísl varla hægt að hugsa sér skemtilegri vinnu, ef nokkuð er aðhafst, en heyvinnu í góðri tíð. Það væri holt fyrir ungt fólk, sem lifir á vinntt sinni, að virða fyrir sér og bera saman vinnu í ' sveit og vinnu í kaupstað. Vor- vinnan í sveit er ávinsla 3 túnum víðast með hestum, jarðabætur ýmiskonar og fjárgeymsla. Flest þokkaleg vinna og heilnæm. Að sumrinu er heyvinnan áreiðanlega skemtilegasta vinna sem til er, og auk þess óvenju heilnæm og oft- ast létt. Vetrarvinna er sjaldan 'annað en fjárgeymsla. Kvenfólk vinnur nú orðið lítið annað í sveitinni en innanhúss- verk, þjónustusíörf og rnatreiðslu, nema rétt yfir sláttinn, og þá ekki nema í bærilegu veðri. A helgum skemtir sveitafólk sér á ýmsan hátt, ekki á kaífihúsum heldur á útreiðarferðum um sveit- ina og til fegurstu staða I ná- grenninu. Það þykir sjálfsagt að ungt fólk skemti sér um helgar, og jafn sjálfsagt er að allir fái hesta meðan til vinst. Þeir, sem ekki eiga annars kost en að búa í kaupstöðum, telja það einn hinn eftirsóknarverðasta hlut að geta dvalið i sveit. Sveit- in er heilsuhæli, andJegt og lík- amlegt. Sólskin og tárhteint loft með hollri áreynslu og heilnæmu kraftgóðu fæði gerir líkamann hraustan. Og fegurð náttúrunnar og uppgerðarlausir lifnaðarhættir eru sótfvarnarmeðal anda manns- fns. En hvað eru menn þá að flýja? Menn eru raunar ekki að flýja, héldur eru menn að leita fyrir sér, þegar þeir yfirgefa sveitina og hverfa til þorpa og kaupstaða. Það er eirðarleysið og óframsýni Sem lætur menn rangla af gróð- urlendinu á mölinu, Maðurinn, sem vinnur við kolauppskipun svartur frá hvirfli til ilja og slit- uppgefinn, gleymir alveg að bera Gamlir ísfirðingar Biðjið Afengisverslun ríkisins fyrst og fremst um sherry, portvín og madeira frá KJÆR & SOMMERFELDT, kgL hirðsala, Kaupmannahöfn. það saman við það, er hann stóð við orfið létt og þokkalega búinn og sló niður skrúðgrænt töðugres- ið, og hann gleymir yfir svörtu kaffinu og margarinsmurða rúg- brauðinu, sem hann hefir til nátt- verðar, heilnæma og staðgóða sveitamatnum, og síst dettur hon- um í huga, er hann andar að sér ryki, eða óþef trá rotnandi þara og slori, að hann hefir fyrir ári síðan daglega teigað tárhreint loft með ilmi jurta og kjarrviða. Nei honum dettur ekkert slíkt í liug, enginn samanburður. Hann liefir skift uin í liugsunarleysi og hann helclur áfram að lifa í hugsunar- leysi á mölinni. Litlu laglegu stúlkunni með livíta skýluklútinn, sem eg sneri með ílekknuni í fyrra, lienni er þó meiri vorkun. Nú spyrnir hún áfram spotvagni ýtnist með koium eða saltfiski og hún hlær ekki eins græskulaust og í fyrra. En við vagninn dreymir hana um litla fallega stúlku í silkisokkum með drengjakoll. Og ólukku öklasíða pilsið er horfið. Útlendir og inn- lendir geta séð hve fallega kálfa hún hefir og knésbætur. Stúlkan veit sem sé hvað hún vill. Hún vill margmennið. Hvað segja nú bændttr utn það, að reyna að togast enn um stund á við kaupstaðina um unga fólk- ið? Það er sýnt að skyr og rjómi verður aflvanda fyrir boxamjólk og rótarkaffi. Reyr- og birkiangan stenst ekki gegn fjöruilm frá fiski- úrgangi og þarahrönnum. Hrífan stenst ekki fiskburstann, rokkur- inn ekki kolavagninn, glófaxinn ekki glóðarauga bifreiðarinnar. En þó er annað, sem meiru veldur, en alt þetta. Það eru góðtempl- araskröll og kvikmyndasýningar. Sveitirnar þurfa að taka upp tíðar samkomur, þar þarf að vera kæti og fjör; það þarf engin verk að feUa níður, en gerir Iundina létta, og alla ánægðari með sín kjör. Það er fásinnið, sem menn þola ekki. Maður er manns gam- an. Úr Hagtíðindunum. Dýrtíðin. Eftir meðalverði 57 innlendra og útlendra vörutegunda(flestmat- vörur) í smásölu í Reykjavik hefir verðlagið breyst á þessu ári sem hér segir: Það sem í júlímán. 1914kostaði 100, kostaði í júlí i fyrra 250, í október í fyrra 245, í maí þ. á. 232, í júní þ. á. 229 og í júlí í sumar 236. Innlendar vörur hafa lækkað talsvert meira á árinu, heldur en útlendu vörurnar. Samt er verð innlendu vörutegundanna mun hærra en þeirra útlendu miðað Féðursíid í skiftum fyrir Eg sei og flyt fóðursíld heim til manua hvar sem er við ísa- fjarðardjúp. Andvirói síldarinnar má greiðast með töðu. Sendið pantanir sem fyrst. 0. &. Syre. AKRA-smjörlíki þykir ágætt viðbit og fæst í öllum matvöruverslunum. Hráolíuhreifillinn ,, G R EI" er bygður úr aðeins úrvalsefni og allur frágangur hinn vandað- asti. Hann er traustur en óbrot- inn, gangviss og olíuspar, með öllum nýtisku útbúnaði. Hinn á- byggilegasti skipa- og bátahreyf- ill. Festið ekki kaup án þess að leita upplýsinga hjá umboðsmönn- um eða- P. A. Ólafsson Reykjavík. Kaffibætirinn „SÓLEY U Efnarannsókn hefir sannað, að liann stendur i engu að baki þeirn kaffibæti, sem bestur hefir þótt á landi hér. Atvik hafa sýnt, að vandlátustu kaffineytendur þekkja ekki tegundirnar í sundur á öðru en umbúðunum. - Muniö að nota brent og mal- að kaffi frá Kafnbrenslu Reykjavíkur. SÓLARSMJÖRLÍKIÐ iaið þér ætíð irýtt á borðið, það er því Ijúffengast og næringarmest. Hefi h á k a r hiisöiu. Einnig góðar kjöttunnur. Stefán J. Richter. við verðlagið 1924, eða 249 móti 221. Vöruverðið hefir farið hækkandi í júnímánuði s. 1. Fróðlegt er að bera saman smásöluverðið hér og í Rvík. Kemur sumstaðar fram hinn ótrú- legasti munur. Egg, mjólk, kinda- kjöt og garðávextir er dýrara hér en í Reykjavík. Brauð (rúgbrauð) nautakjöt ísl. smjör og fiskur er ódýrara. Stjórnarmyndun. Framsókn hefir safnast saman i Rvík til að ^undirbúa skyndi- brullaupið með bolsutn og búa upp flatsængtna. Eru horfur á að þar takist bráðar ástir. í Iokrekkjuna kvað vera ráðnir Tryggvi Þórhallsson við stokk og Jónas Jónsson við þil. Óvíst hver til fóta verður hafður, en sagt er að ýmsir séu þangað allfúsir. Frá ísalirdi. Villemoes kom í gær með olíu til Landsverslunar. Fer aftur í dag. Dronning Alexandrine kom í dag. Með henni kom leikhmis- flokkur frá Danmörku undir stjórn hins fræga kennara Niels Bukh. Látnar eru hér á sjúkrahúsinu Guðrún Jónsdóttir kona Sigurgeirs Katarínussonar í Fremri-Arnardal 67 ára að aldri. og Ása Friðriks- dóttir frá Súgandafirði. SHdveiði hefír verið j'öfn og all- góð síðustu daga á reknetabátana sem héðan ganga. Áframhaldandi mikil veiði við Norðurland. Fróði kom hér inn í gær. Hann er búinn að fá rúml. hálft áttunda þúsund tunnur og byrjaði þó veið- ar nokkru seinna en flest skip þau er veiða t herpinætur. Prentsmiðja Vesturlands.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.