Vesturland


Vesturland - 31.08.1927, Blaðsíða 1

Vesturland - 31.08.1927, Blaðsíða 1
Lj 1 U Riistjóri: Sigurður Kristjánsson. IV. árgangur. ísafjörður, 31. ágúst 1927. 31. tölublað. Stjórnarskiffi. Strax og kosningarnar voru af- staðnar, og sýnt var, að íhalds- flokkurinn hafði ekki hlotið rneiri- hluta, sagði stjórnin af sér. Benti fráfarandi stjórn á formann Fram- sóknarflokksins til stjórnarmynd- unar, og allir gengu út frá því sem sjálfsögðu, að Tímamenn mynduðu stjórn. Ýmsir hafa orðið til þess að fella ámæli á fráfarandi stjórn fyr- ir það, að bíða ekki með lausn- arbeiðni til þess, er þing kemur saman. Eru það helst Framsókn- armenn, sem telja að fráfarandi stjórn hefði átt að sitja til þings, og sumir kjósendur flokksins héldu meira að segja, og treystu því, að stjórnarskifti yrðu engin — hafa aldrei treyst sínum flokks- bræðrum til að sitja i stjórn. t>að er engum vafa bundið, að ekki einasta var rétt af fráfarandi stjórn að segja af sér strax eftir kosningar, heldur var það sjálf- sagt, þótt þetta hafi ekki átt sér stað hér áður. Stjórn, sem ekki hefir þingmeirihluta að styðjast við, getur ekki eftir réttum þing- ræðisreglum verið f ramkvæmda vald ríkisins, og kemur það ekkert því máli við, hvort þingið á setu á þeim tíma eða ekki. Hver maður getur líka skilið það, að si'i stjórn, sem Tímamenn og Kommúnistar setja á laggirn- ar, gæti ekki á næsta þingi borið íram lagafrumvörp, sem önnur stjórn, með gagnstæða stefnu í þjóðmálum hefði samið og undir- búið. Mál þau, sem stjórnirnar bera fram, marka venjuiega stefnu þeirra, og gæti því aldrei farið vel á því, að málin væru undir- bi'iin og frumvörp samin af and- stöðuflokknum. 22. þ. m. komu allir þingmenn Tímaflokksins saman í Rvik, til þess að ræða um stjórnarmynd- un. Var það fljótlega afráðið, að Tryggvi Þórhallsson skyldi mynda stjórnina. Var það fullráðið 26. þ. m. hvernig stjórnarsætin yrðu' skipuð, og er það á þessa leið: Tryggvi Þórhallsson er forsætis- og atvinnumálaráðherra, Jónas Jónsson er dóms- kirkju- og kenslu- málaráðherra, Magnus Kristjáns- son er fjármálaráðherra. Vesturland hafði áður sagt það fyrir um tvo þessara manna, að þeir væru sjálfsagðir í stjórnar- sæti. Ekki verður því neitað, að nokkuð sýnist það fjarri líkum, að jónas Jónsson skyldi ekki verða forsætisráðherra, því vitanlegt er það, að hann hefir að miklu Ieyti komið upp þeim flokki, er stjóm- ina inyndar, og algerlega stjórn- að honum nú um nokkur ár. Er og sjálfur óneitanlega langmestur hæfileikainaður, þeura er nú taka sæti í stjórniuni. Að öðru leyti skal hér ekki dæmt mikiö um hina nýju' stjórn. Þess er að vænta að hún dæmi sig sjálf með verkum sínum. En þess verður þó að géta, að hafi Tímafíokkurinn átt t'ir litlu mann- vali að kjösa, he'fir hann þó iátið hjá siija mann, sem að margra dómi sameinar einna best sinna flokksmanna þá kosti, sem ráð- herra eru nauðsynlegir, en það • er mentun, vil og umgengnisgáía. Þessi maður er þingmaður Vest- ur-ísfirðinga. Það er eins sjálfsagt eins og það, að einn dagur tekur við af öðrum, að ein landstjórn hlýtur að taka við af annari. Er mest um vert, að til þess veljist jafnan góðir menn, þvi oftast finst eitt- hvað af þeim í hverjum flokki. þykir þá mestu varða, að höfuð stjórnarinnar sé vel til kjörið, því eðlilegast er, að forsætisráðherr- ann sé mestur áhrifamaður stjórn- arinnar. Um góðan ásetning hins nýja forsætisráðherra og vilja til að verða þjóð sinni að gagni, efast víst fáir. En pólitiskur ferill hans að þessu sæti mun mörgum virðast troðinn af minni djúphygni og sannleiksást en æskilegt verð- ur að teljast, því vissulega er það heldur vansæmd hinu unga ríki, að verulegur stjórnmálaagði skipi inesta virðiiígar- og ábyrgðarsæti þess. Að öðru leyti mun það þykja óviðeigandi, að dómsmálaráðherr- ann sé ekki lögfræðingur og eng- inn ráðherranna. Um það hefir talsvert verið tal- að og þótt undrun sæta, hve sjálf- sagt Tímameiín töldu það, að þeir mynduðu ráðuneyti, þótt þeir hlytu minna en þriðjung atkvæða við kosningarnar og ekki helming þingsæta. En þetta er samt mis- skilningur. Andstæðingar fráfar- andi stjórnar sigruðu við kosning- arnar, og þótt nokkur hluti þeirra nefnist Alþýðuílokkur en nokkur hlutinn Timamenn eða Framsókn- arflokkur, þá skilja þar aðeius línur í milli en ekkert djúp. Vissti- lega er miklu meira djt'ip milli sjálfra jlokksbræðranna sumra í Framsókn, heldur en hálfbræðr- anna beggja megin við hin óljósu pólitísku landamæri. Og þcssir samherjar, sem skiftu milli sin herlínunni um kosningarnar, þann- ig að kommúnistar höfðuherstjórn- ina í kaupstööum en Timamenn í sveitum, þótt liðsmenn væru lagðir til saméiginlega, ganga nú saman að stjórnarmyndun. Vitanlega er hin nýja stjórn, ráðuneyti hinna sameinuðu og á líf sitt jafnt undir beggja náð og vilja, verður því að bera fram sameiginleg áform beggja, þótt aðrir leggi til ráð- Hafið þér reykt LONDON OPINION (ÁLIT LUN DÚN AB0R6AR?) Mildar, k.aidar og þétt vafðar. Fást hjá: L>opti Gunnarssyni, 'Verslian Bjöi>ninn, Matthíasi Sveinssyni, Verslun Oddi. Framleiðendur: AKDATH TOBACCO C(). LONDON. :>-^<I3>^o^o^33j^o^^I3>^osSo^<I herrana, en hinir stuðninginn, sem þeir kalla hlutleysi. Hve lengi hin gerölíku efni þessa stjórnmálasainbands loða saman setn heild og geta tinnið saman, er auðvitað undir glögg- skvgni bænda komið. Séu bænd- ur Framsóknarflokksins litblindir stjórnrnálalega, s]á þeir auðvitað seint missmíði á samvinnunni við þá rauðu. Og séu þeir algerlega ósjálfstæðir gagnvart foringjum síuum, sém margir telja að sé um núverandi þingmenn Tíma- flokksins, verða þeir auðvilað að sætta sig við samvinnuna. En varanlegt getur fóstbræðralag bóndans og kommúnistans varla verið, og jafn varanlegt er líf hinnar nýju stjórnar. eiia um nanmogin. Lænkatundurinn íslenski sem haldinn var 28—30 júní s. 1. sam- þykti svo hljóðandi ályktun: ..... „læknafundurinn lítur svo á, að þvi miður sé það full- reynt, að bannlögin geta ekki náð tilgangi sinum, og hafa liklega frekar gert ilt en gott". Þessi ályktun var samþykt í einu hljóði. Áuðvitað var það skoðun margra lækna á funðinum, að fordæma bæri bannlögin með miklu ákveðnari. og sterkari orð- um, eu þeim inun hafa þótt hitt meira vert, að það kæmi berlega fram, að fundurinn væri óskiftur móti banninu. Þeir menn, sem annað hvort eru svo blindir eða óskammfeilnir að mæla bannsvíviröiugurini ennþá bót, fyltust við þetta úlfúð geng lækuastéttinni. Meðal þeirra .var ritstjóri Tímans, sem notaði þetta tilefni til árásar á læknastéttina ísleusku. Bannmenn hafa frá öndverðu lagt mikla áherslu á það, að íá ínenn úr læknastéttinni til að „vitua" með banninu. Töldu, sem voniegt var, mikinn styrk, ef sú stétt þjóðfélagsins, sem vísinda- lega þekkingu læfir á heilbrigðis- hlið þessa máls, léði því fylgi sitt. Bannmenn eru allra manna ötul- astir i því að „framleiða" vitni. Þeir afla þeirra á amerískan máta. — Þeim iiefir ekki heldur orðið skotaskuld úr þvi, að fá einstaka lækna til að „vitna". En það hef- ir farið fyrir þessum vitnum eins og vant er um vitnisburði, sem þannig er aflað: framburður þeirra hefir orðið nokkuð ótrúlegur og þá stundum rneir til ógagns en gangs (sbr. finska öliö) en alt um það hafa bannmenn þó altaf ver- iö að vitna í álit einhverra lækna. Það gat því fátt komið þeim ver en þessi ályktun læknafundarins íslenska. En bannmenn eru ekki ráðalausir; þeim kemur ekki til hugar að mæta þessari ályktttn læknanna með rökum. Nei, þeir, íslensku læknarnir, eru bara „brennivínslæknar", hafa „brugð- ist gjörsamlega skyldu sinni" sem læknar. Og „vegna afbrota (sinna) svö almennra, hefir álit hinuaf islensku .læknastéttar beðið hinn mesta hnekki". Vesturjand vill játa það, að það telur ekki að læknar hafi meira vit á bannmálinu en aðrir skyn- samir menn, því þótt st'i hlið þess, sem að líkamlegri heilbrigði snýr, sé ekki ómerkileg, þá ber þó að taka miklu meira tillit tii hinnar, sem að hinni andlegu heilbrigði snýr. Alt um það telur blaðið á- lyktun læknafundarins mjög merki- lega. Og af því að um hana hafa orðið nokkrar deilur. leyfir blaðið sér að birta nokkur ummæli próf. Guðmundar Hannessonar úr svar- grein hans í Ttmanum 13. þ. m., ekki sérstaklega af því að hann cr prófessor i læknisfræði, heldur vegna þess íyrst og fremst, að hann er mentaöur maður og sam- viskusamur, og í öðru lagi vegna þess, að prófessorinn var ákveð- iun fylgismaður bannsins í þeirri örtiggu trú, að áfengisnautnin inundi hvería úr landinu með þeiití kynslóð, sem þá var roskin, en hefir nú hreinskilni og dreng- skap til að viðurkenna, að sér hafi algerlega skjátlast. Og próf. U. H. verður að því leyti óþægi-

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.