Vesturland


Vesturland - 31.08.1927, Blaðsíða 2

Vesturland - 31.08.1927, Blaðsíða 2
VESTURLAND. legur kökkur í hálsi bannmanna, að það er of alþekt, að hann hvorki selur né drekkur brennivin, til þess að jafnvel bannmenn treysti sér til að ljúga þvi á hann, að skoðun hans skapist af ást á vín- inu. Próf. G. H. tarastmeðal annars orð á þessa leið: „Samþykt læknafundarins er ó- ræk sönnun þess, að læknar hirða ekki um, að gera sér bannlögin að féþúfu. Annars fer þvi fjarri, að „lækna- brennivínið" hafi orðið bannlög- unum að íalli. Ólöglegur iunflutn- ingur dregur þar drýgst. í sambandi við þetta vaknar upp önnur alvarleg spurning: Hvernig stendur á því, að ekki eingöngu læknastéttin í bannlönd- unum, heldur væntanlega allar stéttir, virða bannlögin svo lítils, að fjöldi verður til þess að brjóta þau? Því munu fáir trúa, að fjöldi lækna og annara manna úr öll- um stéttum séu hálfgerðir giæpa- menn, en hafi þeir breyst svo mikið við þessi lög, þá eru þau vissulega ill, ölium til ills og bölv- unar. Vafalaust má setja svo vit- laus lög, og það í góðri mein- ingu, að ómögulegt sé að fram- kvæma þau........ Að mínu áliti eru bannlögin þessarar tegundar og fullreynd. Vera má að þau séu í raun og veru góð lög, en þá hefir þjóðin ekki náð þeim þroska, sem þarf til þess að þau komi að tilætluð- um notum. Drykkjuskapur er tæp- ast minni nú en hann var á und- an banninu, og — það, sem mest er um vert, — unga kynslóðin er ekki befri e'n sú gamla. Það getur hver séð, sem hefir augun opin. Eg fæ ekki betur séð, en að . unga, uppvaxandi kynslóðin, sé íráhverf banninu. Hinsvegar er það augljóst, að margskonar siðspillingu og tjón fyrir lands- sjóð hafa bannlögin haft í för með sér. Ef tii vill hefir ritstjóri Tímans séð ölvaða þingmenn í þingsalnum, sem þó fylgja banu- inu vegua kjóseiuianna! Eg heíi séð það, og tel það meira hneyksli en allar yfirsjónir læknanna, Þess gerist nokkur þörf að helt væri úr vatnsfötu yfir alt það hræsninnar og skammsýninnar moldrok 'sem fylt hefir Iandið í þessu máli. Læknafundurinn hafði eiuurð og kjark lil þess, og það mun ekki taliö honuin til vau- sæmdar þegar límar líða. Guðm. Hannesson. p. t. form. Læknafél. íslands." Útúrsnúningar. Viðtá! við skemtilegan mann. Eftir Böðvar frá Hnífsdal. Eg haíði skrifað henni afarvand- að bréf, og sannað þaó með vís- indalegri nákvæmni og heimspeki- legum rökutn, að með því að eg væi'i gallagripur, eu hún sjálf þessi frábæra fyrirmynd, sæi eg enga skynsamlega ástæðu til að halda sambandi okkar áfram. Og af því að bréfið var svo vandað að öllum útbúnaði og fim- lega stílað, þá hélt eg að það myndi nægja. En kunningjar mínir sögðu, að eg myndi ekki sleppa svo „billega", og ráðlögðu mér að fara burt úr bænum, að rninsta kosti um stund- arsakit. Því miður voru þeir vitrari en eg í þetta skifti. Morguninn eftir að við höfðum fært þetta í tal, varð mér litið út um gluggann þegar eg var að klæða mig, og hvern haldið þið að eg hafi séð ncma herramann- inn liann Þorstein gamla föður hennar kotna skálmandi yfir göt- una og stefna heim að húsinu. Eg bolvaði hátt og í hljóði og hét því með sjálfum mér, að fara fyr á fætur næsta daginn, og koma mér út í morgunloftið, en nú var of seint að iðrast og eg hlaut að taka því sem að höndum bar. — Nú, þetta -verða skylmingar með orðum, hugsaði eg og hnýtti bindið. — Nú er um að gera að bera af sér lögin og raska jafn- vægi mótstöðtmiannsins. Nú var bafið að dyrum. — Kom inn, kallaði eg glað- lega. Hurðin opnaðist og Þorsteinn gamli steig þungt og fast til jarð- ar inn eftir gólfinu. — Góðan daginn, sagði eg — fáið þér yður sæti herra verk- stjóri. — Þorsteinn fékk sér sæti og lagði frá sér hatt siftn og staf. — Já, byrjaði hann, og þurkaði framan úr sér svitann með rauð- um vasaklút. — Ja-á, endurtók hann og dró seiminn. — Eg er nú eiginlega kominn tii að tala við yður um hana Gunnu litlu dóttur mína. — Já, einmitt það. Eigiö þér nokkra litla dóttur sem kölluð er Gunna? — Þér vilið víst vel við hvað eg á, svaraöi Þorsteinn, og fór að sækja í sig veðrið. — Þér hafið farið skammarlega með ltana. — Heyrið þér nú herra verk- sijóri, sagði eg graf-alvarlega. — Er dóttir yðar ekki heima núna? — Jú, svaraði itann. — Nú, hvað eruð þér þá að lala um að eg hafi farið skamm- ;itiega með liana ? Úr því að hún er heima hjá yður, þá leiðir það af sjálfu sér, að eg hefi ekkert farið tneö hana! Eg sá að karlinn var á góðum vegi með að verða vondur. — Þcr þurfið ekki að halda að þér komist fram með neinar vífi- lengjur við tnig, sagði hann hörku- iega. ~- Eg hefi heldur ekki neinn áhuga fyrir að koma fram með iieinar lengjur, hvorki vífilengjur, hrygglengjur eða strandlengjur, svaraði eg. — Þér ætlið kannski að telja mér trú um, að þér vitið ekki að dóttir mín er ekki einsömul? spurði nú Þorsteinn, — Nei, Þorsteinn minn, svaraði eg. — Það dettur mér ekki i hug að telja yður trú um, því eg trúi því ekki sjálfur. Dóttir yðar er altof kát og félagslynd sti'ilka til þess að vera einsömul stundinni lengur. Annars sé eg ekki að mér komi það neitt við, hvort hún er einsömul eða með öðrum! — Skiljið þér ekki mœlt mál? sagði Þorsteinn og stóð á fætur. — Jú, eg held eg skliji sæmi- lega hvað mælt mál er, svaraði eg. — Það er nú til dæmis síld- arrnál og lifrarmál, þetta eru mái sem mæld eru, ennfremur pott- mál, pelamál, merkurmál, og meira að segja hefi eg vitað til að mælt hefir verið metramál, negramál og fuglamál. Það leit ekki út fyrir að verk- stjóranum litist neitt sérlega yel á þennan fróðleik minn, því hatin æddi frram og aftur um gólfið eins og villidýr í búri. Þér verðið að bera ábyrgðina á því, sem þér hafið gert við dótt- ur mína, sagði hann. — Það eruð þér, sem hafið leitt hana á hinn breiða veg. — Eg sé nú ekki neitt athuga- vert við það, að maður leiði stúlku eftir breiðum vegi, enda mun dótt- ir yðar hafa verið leidd af fleirum en mér! Ekki batnaði skapið í gamla manninum við þetta. — Hafið þér þá enga sómatil- finningu maður, hrópaði hann fok- vondur, og barði í borðið. — Þér hafið dregið hana út í þennan ieik og sett óafmáanlegan blett á hana. Eg hélt áfram að leiðrétta mann- inn. — Já, það er satt, að eg fór með hana á þennan leik um dag- inn, en ekki kannast eg við að hafa dregið hana, þvf við fórum í bil báðar leiðir, — og þessi blettur, sem kom í kjólinn hennar um nóttina þegar við drukkum kaffið — ja — í raun og veru var það nú ekki eg, sem setti um bollann, og eg trúi því varla að hann sé óafmáanlegur. Þorsteinn gamli stöðvaði víg- göngu sína um herbergið og stað- næmdist frammi fyrir mér. Svit- inn bogaði af enni hans eins og óbundnir Titanfossar, og orðin komu þjótandi íit úr honutn eins og fallbyssukúlur. — Eruð þér bandsjóðandi vit- laus maður, eða eruð þér þreif- andi fullur! Öskraði hann. Eruð það máske ekki þér, sem hafið slitið sambandið? — Eg er einskis ráðandi i því máli, svaraði eg. — Nú, ekki það. En þér hafið þó slitið því! -— Góði Þorsteinn minn. Hvaða dæmalaus vitleysa er nú þetta í yður! Raunar hefir mér aldrei ver- ið um Sambandslögin. en þér ætt- uð að geta skilið, að það erekki eg, sem stjórna landinu. Samband- inu verður vonandi slitið þegar sá tími er útrunninn, sem lögin ákveða, en fyr ekki! Þorsteinn barði saman hnefun- um. — Þér eruð meiri helviskur grasasninn! sagði hann. — Eg er altaf að reyna að koma yður í skilning um það, að þér eigið barnið, sem hún dóttir mingeng- ur með. — Þetta hlýtur að vera einhver misskilningur, þvi að eg á ekkert Golftreyjur, margar tegundir og Krakkapeysur nýkomnar í Soffíubúð. barn til í eigu minni, þó gull væri i boði, svaraði eg. — f gærgekk dóttir yðar upp. í hlíð með tveim- ur yngri systkinum sinum. Eg veit ekki hvaða barn eða börn hún gengur með i dag, en það eitt er víst, að eg á ekkert í þeim! — Dirfist þér að standa svona upp í hárinu á mér, æpti Þorsteinn, og gerði sig liklegan til að berja mig. — Guð hjálpi yöur maður! Hvað eruð þér að bera upp á mig? Sjáið þér ekki að eg stend á gólfinu með báða fætur? Hvernig í ósköpunum ætti eg þá að geta staðið upp í hárinu á yður? Þér hljótið að sjá það sjálfur, að þetta er hræðileg rökvilla! Þvi miður virtist núgamlimað- urinn vera bæði timabundinn og uppgefinn. Hann leit á mig þeim augum, að ef þau hefðu verið almáttug, þá myndi eg sennilega hafa sokkið niður fyrir allar hell- ur og alla heima — langt niður fyrir staðinn, þar sem Húsavlkur- Jón eldar hafragrautinn sinn yfir eilffum taðeldi. — — Eg er ekki að eyða fleiri orðum á yður, sagði hann svo, og rauk á dyr með ógurlegum gauragangi. — En þér skuluð fá á yður lögregluna þegar þar að kemur — það megið þér vera viss um! Væri ekki betra að senda lög- regluna til mín heldur en á mig? kallaði eg á eftir honum. Nú eru liðin tiu ár síðan þetta samtal fór fram á milli okkar Þor- steins. Eg hef dvalist erlendis að mestu og margt er nú breytt frá þvf sem áður var. — Þorsteinn er nú orðinn framkvæmdastjóri í kvcnnafriðunarfélagi íslands, og dóttir hans er gift einhverjum stjórnmálaslátrara norður í landi. — Þau eiga eitt barn. — — „Hvað dvelur Orminn langa?''' Snemma i sumar hétu íslenskir hafnarstúdentar mér ráðningu og það meira að segja í öllum blöð- um landsins. Þykir mér þeim vinn- ast seint, og lítur helst út fyrir, að þeir þurfi vandlega að bera saman bækurnar áður en hleypt sé úr hlaði. Er mér sannast að segja farin að leiðast biðin. Mun og flestum skiljast, að það geti tekið á taugarnar að hafa slíkt Damoklesar sverð, sem hirtingu stúdentanna, hangandi yfir höfði sér mánuðum saman. Hannibal Valdimarsson.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.