Vesturland

Ukioqatigiit

Vesturland - 09.09.1927, Qupperneq 1

Vesturland - 09.09.1927, Qupperneq 1
VESTURLAND Ritstjóri: Sigurður Kristjánsson. IV. árgangur. Bók, Guðuiundur Pinnbogason: V i 1 h j á 1 ín u r S 1 e f á n s s o n . Bókaverslun Þorsteins M. Jóns- sonar Akureyri. Þessi bók er franihald alþýóu fræðirita þeirra er borsteinn M. Jónsson gefur út og kallar Lýð- mentun. Tæplega mun uppi sá íslend- ingur sem ekki hefir hevrt talað um Vilhjálm Stefánsson, þótt hann sé fæddur og alinn i annari heims- álfu og er það að vonum, því hann er heimsfrægur maður. En jafnframt mun það vfst, að engan man’n af íslensku bergi brotinn, mundu íslendingar heima frekar kjósa að heyra og sjá en Vilhjálm Stefánsson. Kemur það ekki fyrst og fremst at því. að hann er fræg- ur vísindamaður, heldur öllu held- ur af því, að hann er æfintýra- maður. Litla en glögga mynd af æfin- týrum V. St. fá menn við lestur þessarar bókar, og er ekki óliklegt að hún verði fjöllesin og vinsæl meðal alþýðu, ekki síður en aðr- ar bækur Lýðmentunar. Bókin er 184 bls. að stærð og er framan við hana mynd af Vil- hjálmi Stefánssyni og kort yfir svæði það, sem hann hefir ferð- ast um og kannað. Fyrst segir höfundur frá ætt V. St. og uppvexti, skólanámi hans og fyrsta reynsluskóia. Síðan segir hann frá rannsóknarferðum hans hverri fyrir sig og eru lýsingarn- ar á þeim ferðalögum og æfintýr- um víða orðrétt frásögn V. St. sjálfs. Eru það bæði fróðlegar og skemtilegar frásagnir. Það má næstum telja tilviljun að V. St. lenti í þessar rannsókn- arferðir og þá um Ieið að hann varð svo frægur maður, sem hann nú er. Hann var ungur maður blásnauður og hafði lokið háskóla- námi, eins og hundruð þúsunda mauna gera í Vesturálfu heims. Hann var að sönnu gáfumaður, franrtakssamur og kjarktnikill, en svo er um marga háskólamenn í Ameríku, er þar að auki eiga afl þeirra hluta er gera skal, auðinn, og volduga aðstandendur, en iivorugt þetta hafði V. St. við að styðjast. Það sem virðist hafa ráð- ið um hamingju hans óbeinlínis er það, að hann er íslendingur, Hann hafði skrifað um bygð ís- lendinga á Grænlandi íameríkanskt tímarit, og varð það vist til þess, að honum var boðin þátttaka í rannsóknarferð norður í heim- skautsiöndin norður af Canada. En íslendingseðli hans má eflaust þakka það, að hann kaus heldur að fara einn um óbygðir norður til aðalstöðvanna, er ferðinni var heitið til, heldur en að velkjast tneð skipi norður fyrir Alaska. ísafjörður, 9. september 1927. 32. tölublað. Þetta varð til þess, að hann lenti einn síns liðs hjá- Eskimóum og varð að semja sig að lifnaðarhátt- um þeirra. En við þennan Eski- móalifnað fékk hann þá hugmynd, sem síðar varð að slaðreynd, og gerði honum kleift að vinna þau stórvirki í rannsóknunum, sem engum öðrum var fært að vinna. Þessi hugmynd var sú, að hægt væri að lifa á þessum óþektu land- og hafsvæðum sem inn- fæddur. Vísindamaðurinn ætti bara að flytja þangað sem landnemi og lifa eingöngu á því, sem land- ið gæfi af sér sjálft. Þetta reyndist að vera alveg rétt hugmynd og varð til þess, að V. St. gat liíað á þessum stöðurn samfleytt í mörg ár og ferðast afar víða um, án þess að hafa nokkurt samband við hinn .mentaða heim og svo að segja farangurslaust. Reynsla V. St. varð sú, að þar sem hvíta- birnir geta lifað, þar geta menn- irtiir líka lifað. Síðasti hluti þessarar bókar eru skemtilegar frásagnirfrá veiðiferð- um. Þeir, sem lesa um V. St. verða að hafa það hugfast, að hann erfyrst og fremst vísindamaður. Frásagn- ir hans eru því nákvæmar, sannar og skrutnlausar. Hann skrifar ekki til að hrósa sér, heidur til þess að auka þekkingu lesendanna. En V. St. hefir svo rnikla meðfædda frásagnargáfu, að látlausar ferða- skýrslur hans valda lesþorsta sem æsandi æfintýr. Alls þessa nýtur lesandi þessarar bókar, þó í smá- skömtum sé, því eins og áður er sagt, Iætur höfundurinn V. St. víða segja sjálfan frá. í bókinni eru allmargar og leið- inlegar prentvillur, en frágangur að öðru leyti vandaður. Góður gestur. Eins og getið var um í síðasta tölublaði , blaðs þessa gisti hinn frægi, danski fimleikafrömuður Niels Bukh ísafjörð þann 24 þ. m. með fimleikaflokka sína. Frá klukkan 3—5 e. h. hafði hann fimleikasýningu uppi á velli að viðstöddum múg og niargmenni. Töldu gamlir borgarar hér, að aldrei hefðu þeir séð slíkan fjölda saman kominn á ísafirði. Ung- mennafélagið „Árvakur" stóð fyr- ir móttöku Bukhs, og á það þakkir skildar fyrir. Þótt virkur dagur væri, var öll- um búðum og skrifstofum lokað frá hádegi, og mátti það gjörla sjá, að menn bjuggust við ein- hverju óvanalegu. En þótt bogi eftirvæntinganna væri svo hátt spentur, er það víst, að enginn HVAÐ ER BESTA CIGARETTAN SEM HÉR ER Á BOÐSTÓLUM? Svarið verður ávalt: LONDON OPINION. (ÁLIT LUNDÚNABORGAR.) --- Mildar, kaldar og þétt vafðar. - FRAMLEIDENDUR: ARDATII TOBACGO CO. LONDON sem íþróttirnar sá, varð fyrir von- brygðum. Því legnra sem á sýn- inguna leið óx aðdáun áhorfenda. Börnin hrópuðu frá sér numin, sjómennirnir spýttu mórauðu og létu ákaft í ljós undrun sína yfir samtökum, fimleik og snilli íþrótta- mannanna með mörgum kjarnyrð- um kröftugum; en allir klöpp- uðu lofi í lófa. — Þann daginn létti grámóðu hversdagslífsins af ísafjarðarbæ. Börnin óskuðu sér, að þau ættu þess kost að læra ieikfimi hjá þessum manni, og foreldrar fáruðust mikillega um, að leikfimiskenslunni skyldi nú með öllu vera út býgt úr barna- skóia bæjarins. Svo var sem skýla hefði fallið frá augum þeirra á þessari stundu, þvj nú sáu allir foreldrar, að likamlegt uppeldi átti þó nokkurn rétt á sér. Uppgötvun þessi verður vart fullu verði met- in, og er því vonandi, að hún verði hagnýtt svo fljótt og vel sem föng eru framast á. Hver er liann, þessi Niels Bukli, sem ísfirðingar dást nú svo mjög að? Flestir ísl. íþróttamenn munu vita nokkur deili á honum, eink- um vegna þess, aðflokkuríslenskra glímumanna var í boði hans í Danmörku í fyrra, og fór Bukh með hanri borg úr borg; varð sú för íslendingum hin mesta sæmd- arför. En nú hafa fleiri en þeir, sem iþróttamenn eru, hug á að vita skil á manninum, er það og vel, því saga hans er saga afburða- manns. Fyrir rúmum áratug var Niels Bukli fátækur kennari við lýðháskólann í Ollerup á Suður- Fjóni, en brátt fékk hann mikið orð á sig; og slíkum meistara- höndutn hefir hann tekið á hinu sænska leikfimiskerfi Lings, að það er næsta óþekkjanlegt, svo sem hann beitir því og hefir kent öðrutn að beita því. Hefir liann og atiðgað það mjög að æfingum, svo að það verður sanni næst aö segja, að hann hafi myndað nýtt fimleikake'rfi á uppeldisfræðilegum grundvelli. Á fám árum hafa starfs- aðferðir Bukhs í leikfimiskenslu borist land úr landi um flest lönd hins mentaða heims. Utn Ameríku og öll lönd Norður-Evrópu hefir Bukh ferðast með flokka sína, og hefir hann hvarvetna farið hina mestu sigurför. Á þessum terðum hefir honutn tekist að safna fé til hins stórmyndarlega íþróttalýð- háskóla í Ollerup, sem hann er eigandi að og veitir .sjálfur íor- stöðu. Er ekki gott að segja, hvort meiri aðdáun verðskuldar fjármála- hyggindi hans og atorka eða hæfi- leikar ltaris sem uppeldisfræðings á líkamlega sviðinu. Þetta hvort um sig væri ærið nóg til að skipa honum í flokk afburðarmanna, jafnvel þótt eitt færi saman. í útlöndum er það engin ný- lunda að sjá Skólabyggingar, sem háturnaðar hallir, og glæsilega að ytra og innra búnaði; myndi því enginn undrast það þótt slíkt sæist í Ollerup, ef ekki væri ann- að. Skólabyggingarnar eru hinar myndarlegustu hjá Bukh með smekklegum lestrarstofum og vönduðunt bókasöfnum. Stór mál- verk eru máluð á veggina meðal annars úr goðafræði vorri eða réttara sagt yfir efni úr henni; en það sent þó fyrst og síðast vekur aðkáun þess, er gistir Olle- rup er einkum tvent: íþróttavöll- urinn og sundhöllin. Hinn egg- slétti flötur umkringdur grasigrón- um bekkjum í skjóli laufríkra beykitrjáa er fagur á að sjá. Eins og leikfimi Bukhs, og alt það, sem hann á nokkurn hátt er við riðinn, ber hann vott um ríka feg- j urðartilfinningu. Bukh hefir sett sér það mark að gera þá, sem farnir eru að bogna og stirna af einhliða áreynslu vinnunnar, fag- urlimaða og beinvaxna sem mynda- stittur forngrískra listamanna. Og þessu tnarki ltefir Bukh náð. Hinn vinnandi æskulýður Danmerkur og margir frá öðrum löndum hafa streymt til Ollerup og verið yngd- ir þar upp. — Umhverfis íþrótta- völlinn standa raðir af hinum frægustu lþróttalikneskjum forn- grískra myndhöggvaralistar svo að nentendurnir geti æ haft „Ide- alid“ fyrir augum sér og missi síður af þvi sjónar nokkra stund. Sundhöllin í Ollerup er hin fyrsta í Danmörku, og að því er eg best veit á öllutn Norðurlöndum. Súlna- raðir eru til beggja handa við

x

Vesturland

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.