Vesturland

Volume

Vesturland - 09.09.1927, Page 2

Vesturland - 09.09.1927, Page 2
2 VESTURLAND. Eggert Stefánsson á íslandi. þróna, þakiö að mestn úr gleri, vatnið upphitað með geysistórri miðstöðvarvél, sem jafntramt liitar upp öll hús skólans. Er vatnið á stöðugri hringrás í lauginni og endurnýjast á skömmum tíma. Neinendur Bukhs hafa unnið- mik- ið að byggingu sundhallarinnar, og hefir það jafnan verið Bukh til hins mesta gagns, að nemend- ,ur hans hafa brunnið af eldleg- uin áhuga fyrir öllum mannvirkj- um hans á Ollerup, enda hjálpað hotium á ýmsan hátt eftir bestu getu. Var sundhöllinni lokið í fyrravor, og er það hið álitleg- asta mannvirki í þarfir uppeldis^. mála, sem eg til þessa hefi haft tækifæri til að sjá. Hreifillinn til hinnar fyrirhuguðu sundhallar, er „íþróttasamband íslands'1 vill fá reista fyrir 1930, mun vissulega vera þessi sundhöll Buklts í Olle- rup. Hin yfirstandandi för Niels Bukhs til hins strjálbygðasta lands álfu vorrar, hefir satmarlega ekki verið farin í grððaskyni. Hefði för verið ætluð til fjár, þá licfði vissulega verið stefnt ti! annara stranda en íslands. En Niels Bukh liefir oftlega sýnt það fyr í orð- um og athöfnum, að hann er ís- landsvinur, svo að vér eigunt þá fáa betri.' Nú þegar eigum vér honum m;kið að þakka, því aö um 20 íslendingar hafa um lengri eða skemmri tíma dvalið við skóla hans og fært margt ágætt úr að- ferðum hans við fimleikakenslu hingað heim. Má þegar sjá þess vott í vaknandi íþróttalífi hér, þótt enn sé stutt á veg komið á því sviði, sem vonlegt er, svo margir sem örðugleikarnir eru. Kennarar og foreldrar! Fyr er líkamiegu uppeidi ekki séð sæini- lega farborða hér á iandi, en vér höfum fengið fimleikakenslu I alla skóla æðri sem lægri, ásamt ís- lenskri glímu og sundi, þar sem því verður við komið. betta er mark, sem allir þjóðvinir þurfa að sctja sér og keppa ótrauðlega að þar til náð er. Hannibal Valdimarsson. Niels Bukh. Niels Bukh hinn frægi danski iþróttaleiðtogi var hér á ferð með „Alexandrínu drottningu". Hafði h&nn í fylgi með sér tvo flokka skólanemenda sinna, kvetma og karla - 26 manns. Var svo ætlast til. að flokkar þessir sýndu listir sínar hér, eins og á öðrum við- komustöðum skipsins. Sýningin hér var uppi á velli, og þó um miðjan dag væri (kl. 3) var mikill fjöldi áhorfenda saman kominn, eftir því sem hér gerist *— 5 til 6 hundruð manns - enda Var veður hið ákjósanlegasta. Verslunarbúðum og skrifstofum Var lokað meðan á sýningunni Stóð, og flestir þutu til að horfa á, sem nokkrar ástæður leyfðu. Flokkarnir gengu saman í fylk- íitgu á völlinn, en íimleikana sýndu flokkarnir aðallega á víxl, í tveim lotum iiver, kvcnmenn og karl- menn. Og svo sameiginlega söng- jeiki aö lokum. Sýningin var I heild, eins og vænta mátti, hin ágætasta og un- un á að sjá: Kvenleikfimin hæg og þýð með afbrygðum og karl- mannanna fylt krafti og snarpleika. Öll bar sýningin vott um þraut- þolna æfingu og nánustu sam- stillingu. Og um einbeitta og hárvissa stjórn fyrirliðans. !>að sem sérlega virðist ein- kenna fimleikakerfi Nieis Bukhs, er sú mikla ástundun, sem lögð er á jafna alhliða — þroskun og æfingu allra líkamshluta. Virð- ist það bersýnilega standa allmiklu framar öðrum, hér þektum, fim- leikakerfum í slíku. Mun ekki fjarri að sumum finnist einstaka æfing- ar tapa einhverju af fegurðargildi sínu vegna þessarar nytsemi. I>að, sém lvvað mest varð þó til yndisauka fyrir áhorfendur voru söngleikarnir — meö einskonar þjóðdansa sniði — sem tengdir voru saman víð fimleika þessara Buklis meyja, — og svo fiinn sameiginlegi söngleikur beggja flokkanna að lokum. Þessir söngleikar, tneð sínum dönsku þjóðlögum, gáfu allri sýn- irigunni enn meira líf og aðlöðun. Eru þeir verðir að hafa aö fyrir- mynd, enda gætu þesskonar leik- ar verið sérstæð atriði á skcmti- samkomum. Að sýningunni lokinni flutti Oddur bæjarfógeti Gfslason þakk- arorð til Bukhs og flokka hans fyrir hönd bæjarbúa. Vegna hinnar stuttu viðdvalar skipsins, varð hér ekki gert neitt sameiginlegt til móttöku gestum þessum. En sem minningu um komuna hingað fékk hvert komu- fólks þessa, litla Ijórmynd af ísa- firði (með áletran og kveðju), og Bukh sjálfur samskonar mynd, nokkru stærri. Var þetta afhent á skipi úti og vel þegið. Bukh hélt þá snjalla tölu: árn- aðaróskir til Isfirsks æskulýðs, með þökk fyrir góðar viðtökur, og þá sérstakl. U. M. F. Árvakurs, er nokkra fyrirgreiðslu hafði veitt för þessari. Björn Guðmundsson kennari að Núpi sem er skólabróðir Bukhs frá Askov lýðháskólíi þakkaði Bukh og sveit hans komuna fyrir hönd sambands Vestfirskra ung- mennafélaga, og bað komufólki góðrar farar og keimkomu. I för þessari með Bukh var Jón íþróttakennari Þorsteinsson frá Hofsstöðuin. Er lianii leiðsögu- maður Bukhs hér á landi og far- arstjóri. Hefir Jón gengið á í- þróttaháskóla fíukhs i Danmörku, og mun Bukli, að mestu, fyrir lians tilhlutun hafa gert för sína lungað til lands að þessu sinni. Þegar Bukii kemur heim aftur til Danmerkur liyggur hann að leggja af stað í annan ieiðangur með flokka sína víðsvegar urn lönd, þar til vetra tekur og skóli hans tekur aftur til starfa. Það væri vel, að hvert land ætti setn flesta menn Niels Bukh líka: Menn, er sjá leiðir til meiri og almennari mannheilla og hafa vilja og atorku, til að leggja sjálfa sig fram til fulltyngis hinum góðu og nytsömu málefnum. Guðm. Jónsson frá Mosdal. Eg kýs þessa íyrirsögn af ásettu ráði. Með það eitt fyrir augum, hve misjafnt list hans er metin erlendis og lieima. Munurinn er hjákátlegur. Fyrir tveim árum var eg stadd- ur I París, þar sem hann söng I fyrsta sinn í Salle des Agriculteurs. Frá þessum stað hafa oft hljómað frægari raddir en hans. En eg ef- ast um, að sönglist nokkurs lands liafi átt sér betri fulltrúa þar í fyrsta sinn en ísland átli þetta nóvemberkvöld 1925. Eg sat á milli tveggja norrænna sönglistar- iðkenda, strangra sérfræðinga, sem notuðu því nær hvert hlé milli laganna til að dást að hinum ó- venjulega töfrandi blæ raddarinn- ar. Næstu daga les eg hin lof- samlegu ummæli Farísar-blaðanna um „konsertinn". Ummælin bárust til íslands. í sumar rekst eg á nafn hans i blöðum heima á ætt- jörð lians, þar sem blátt áfram er íarið óvirðulegum orðum um list hans. Og nú, Jiegar eg hefi átt firnni mánaða dvöl samfleitt í höf- uðstað íslands, og séð að vér eigum yfirleitt ekki til neina dóm- forustu í neinni list, minna en það: að enginn listrænn mæli- kvaði á afrek listamannsins er yf- irleitt til, og að íslenskri blaða- mensku er gerður því meiri greiði því minna sem um hana er talað — nú er mér það fyllilega ljóst, að Iandar mínir bera yfirleitt ekki skyn á það, hvað sá söngvari hefir til brunns að bera, sem hlýt- ur orðstír Eggerts Stefánssonar I frönskum blöðum. í annari vog- arskálinni liggur listræn ofsaðning hinnar dómströngustu heimsborg- ar, þar sem oft þarf persónulega hagsmuni til að knýja fram á- huga blaðanna - í hinni liggur aðeins persónulegt þrek og hæfi- leikar bláfátæks söngmanns frá menningarlítilli og lítt virtri smá- þjóð. Og þá sigur íslenska vog- arskálin. Nú skal eg játa það fyrstur manna, aö þessi listamaður, sem virðist óvenjulega næmur við ytri áhrifum jafnvel óvenju næmur við skapbrigðum ‘tilheyrenda sinna — það er kostur hans og löstur, eða ef til vill betur orðað: kostur eða löstur tilheyrendanna — tókst að mínum dómi venju fremur að leiða frarn list sína þetta kvöld. Honum getur oft tekist miður, ekki síst á íslandi, þar sem salurinn er „þung- ur“. En engir aðrir en kákarar meðal listdómenda láta villast af slíkri tilviljun. Bak við skynjast það sem bakvið er: sálþrungin list í formi fágaðrar kunnáttu, borin upp af áskapaðri fegurð hreimsins, sem hefur sig á stund- um upp í tæran belcanto. Takið lögin hans — þessi rúm tuttugu lög — sem hann hefir sungið í „grammófón", þar sem hann stendur einn og sjálfum sér nógur með list sína, alla íslenska. Eg hefi oftar en einu sinni boðið dómströnguin sérfræðingum að hlusta á þau — alt af með saina árangri, ómegnaðri aðdáun á þryngi og hljómfegurð raddarinn- ar. Fyrir sumum hafa slík kvöld verið sönglegur viðburður. Eg get þess af því, að eg er ekki sjálfur neinn tilvalinn dómari á þessu svæði. Þó er eitt lítið svið innan þessara vébanda sem eg þykist geta dæmt um: framburð hans á íslenskri tungu. Grammófónplötur hans hafa ekki alt af farið þar varhluta af ákúrum landa niinna. Mér er þá rérstök gleði að láta þá skoðun mína i ljósi, að íslensk tunga sé hér einkarvel borin fram. Af öllurh 22 plötum finst hér að eins ein („Heims um ból“) þar sein framburðurinn er að mínum dómi vanræktur, þó að hún sé að öðru leyti frábærlega vel sungin inn. Mér er nær að halda, að fá- fræði maniia valdi hér misskiln- ingi. Gramtnófónninn nær ekki enn ýmsum hljómbrigðum, t. d. meðal tannhljóða og nefhljóða — n get- ur tillíkst d, s þurkast út. Eg held að það sé sanni næst, að Islensk tunga heyrist sjaldan betur borin fram en heyra má á þessum grauunófónplötum. T. d. í laginu „Leiðsla". Eg hefi aldrei heyrt fegri framburð að islenskum vör- um heldur en þarna eru sungin orðin: „harpan sú mér heyrist inni’ I hamrinum slegin". Þar er fegurð íslensks framburðar full- komin. En fullkomin er ekki alt af með- ferð söngvarans á textanum. Stundum á útgefandi textans (Svb. Sveinbjörnsson) sök á þvi, en stundum söngvarinn sjálfur. Þar, og að eins þar, eiga tilheyrendur hans hönk upp I bakið á honum. Það er vítavert, og ósamboðið listamanni af hans stigum. Ef Eggert Stefánsson væri ekki fæddur með þjóð, sem heimurinn lætur sér engu skifta, mundi hann, eins og fleiri íslenskir listamenn, vera víðfrægur maður. En það er nefndri íslenskri menning til lítill- ar sæmdar, að augu landsmanna hafa ekki enn lokist upp fyrir hinu eina sem getur gert garðinn fræg- an: listinni. Á engum öðrum svið- um verður hugsað til nokkurrar samkepni. Hvorki í iðnaði, versl- un né stjórmnálum. Tæplega vís- indum. í Kanada er sá mælikvarði lagður á bækur skáldsins, hve oft hann fari I kirkju með konunni sinni á sunnudögum. Á íslandi. þar sem kirkjulegt frelsi er að iík- indum meira en annars staðar í heirni, leitar þröngsýníð út í önn- ur skot. Þar vilja menn enn rita uni listámanninn — eins og J. L. Heiberg koinst að orði í lýsing sinni á kotungshætti danskrar gagnrýni í höfuðriti sínu: „hvordan han spiser, hvordan han drikker, hvordan han nyser, hvordan han hikker". Ekki beint livernig hann yrkir, eða málar eða syngur. Hlustið á rödd svararins — og lofið honum að halda óbygðum sínum í friði. London, 14. júlí 1927. Guðmundur Kamban.

x

Vesturland

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.