Vesturland


Vesturland - 09.09.1927, Blaðsíða 3

Vesturland - 09.09.1927, Blaðsíða 3
VESTURLAND. JiillllIIIIIl ¦ Nýkomið í Brauns verslun: § U Karlmannaföt, röndóttar taubuxur, Hattar og húf- jj ur í miklu úrvali, einnig herrasokkar mjög ó- || j| dýrir. Vatt-, ullar- og bómullarteppi margar teg. jj jj Vorslið við Braunsverslun. I»ar eru B bestu og ódýrustu vörurnar. Eftir daginn í dag getur fólk fengið mikið úrval af góðum, ódýrum og fallegum vörum í Verslun Dagsbrún. ¦ Uvel hér i nokkra daga og tek að mér að stilla og gera við Piano og Harmonium. Til viðtals á herkastalanum no. 4. Pálmar ísólfsson. Hjartanlegt þakklæti vott- um við þeim öllum, sem auðsýndu okkur hluttekningu við fráfall og jarðarför eig- inkonu og fósturmóðir okk- ar Quðrúnar Jónsdóttir. Sigurgeir Katarínusson og fósturbörn. Frá ísafirði. Síldveiðar. Reknetayeiðum héðan 'er nú lokið. Hafa staðið miklu skemra fram á haustið en venjulega; eru því varla í meðallagi. Hæsti bát- urinn hefir fengið nál. 1100 tunnur. Astæðan til þess að veiðin hætti svona suemma, telja menn vera smokkgöngu. ísfirsku bátarnir, sem stundað hafa herpinótaveiðar við Norður- land eru nú allir hættir nema ís- leifur. * Hafa þeir aflað mjög vel að vanda. Af mótorbátunum er Harpa hæst með rúml. 7000 tunn- ur. Freyja fékk 6800, Kári 6200, ísleifur hefir fengið 6500, en er ekki hættur veiðum. Nathan & Olsen hafa sagt upp öllu starfsfólki sinu (föstu) hér á ísafirði. Þykir þetta með ólikindum orðið, þvi 6 ár eru enn eftir af leigutíma þeirra í Hæsta. Skipakomur. „Gullfoss" kom að sunnan á laugardaginn. Var nær ekkert far- þega með. Hann sneri suður aft- ur kl. 12. að kvöldi sama dags. „Nova" kotn að norðan á sunnu- daginn. Var fjöldi farþega með henni. Skipið hélt suður satna dag. Meðal farþega hingað voru Jóhann Þorsteinsson kaupm. og Ingibjörg Jónsdóitir kona Björns Magnússonar simstjóra. „Esja" kom að norðan á mánu- daginn. Fór suður sama dag. Með henni komu Sigurjón Jónsson bankastjóri, kona hans og dætur. Ungfrú Þórhildur Thorsteinsson, ungfrú Sigrfður Quðmundsdóttir. „island" kom að sunnan á mið- vikudaginn. Allmargt farþega var með. Þar á meðal: Karl Olgeirs- son kaupm. frá Reykjavík. Frú Sigríður Jónsdóttir frá Englandi. Frá Reykjavík kom Carl Olsen stórkaupmaður. „Hávarður ísfirðingur" er kom- inn heim og hættur síldveiðum. Hann hefir fengið 7800 mál. „Bannlaganna veik er vörn". Gærur. Kaupi gærur í haust og greiði þær í pen- ingúm hæsta verði. Þegar Alþingi samþykti heimsku- legustu og mest siðspillandi lög, sem gilt hafa á landi hér, var til þess kjörinn að verja það ger- ræði Björn á Dvergasteini. Þótti honum takast ófimlega, og engu betur en málefni stóðu til. Þá var Þetta kveðið: Bannlaganna veik er vörn. Viður mælsku trega 68 sinnum Björn sagði „nefnilega". Bannmenn sýna það enn, að þeim þykir ekki Björn sparandi til heimsklegra verka. Það sýnir grein hans í 37. tbl. Tímans. Hangir vesaldómur bannlaganna þar verðuglega um hrygg þveran. Guðmundur rjúpnaskytta skrifar um bannið i 44. tbl. jLögréttu. Þar er sýnlega eftirmaður Björns á ferðinni „nefnilega" í bannmál- inu. Jóh. Þorsteinsson. Kaffibætirinn „SOLEY". Efnarannsókn hefir sannað, að hann stendur í engu að baki þeim kaffibæti, sem bestur hefir þótt á landi hér. Atvik hafa sýnt, að vandláiustu kaffineytendur þekkja ekki tegundirnar í sundur á öðru en umbúðunum. — Munið að nota brent og mal- að kaífi frá Kaffibrenslu Reykjavíknr. Vetrarsjöl einlit og mislit, inargar gerðir, nýkomin í verslun Karls Olgeirssonar. ÚRVAL af nýjum fjölbreyttum vör- ^ um komið i verslun Karls Olgeirssonar. S Helgi Sigurgeirsson guilsmiður, ísafirði smiðar og grefur enn. Fréttir, TogaraafH. Togararnir, sem stundað hafa síldveiðar, hafa aflað afburða vel. Austri mun vera þeirra hæstur. Hefir fengið yfir 10 þúsund mál og er enn við veiðar. Mun þetta hæsti síldarafli hér við land. Nokkrir togarar hafa stundað saltfiskveiðar síðarihluta sumars. Er afli sagður fremur lélegur, mest ruslfiskur og ufsi. Nokkrir togarar eru einnig byrj- aðir ísfiskveiðar. Eru þeir nýbúnir að selja afla i Englandi úr fyrsta leiðangri. Var salan léleg. Apríl seldi á mánudaginn mikinn afla og góðan i Hull fyrir .840 pund, Belgaum fyrir 770 en Júpiter fyr- ir 1610. Ritstjóraskifti eru orðin víð Timann. Lét Tryggvi Þórhallsson af ritstjórn er hann tók við forsætisráðherraembættinu, en til var kjörinn Hallgr. Hall- grímsson. Leiddu ýmsir að þvi getum, að ritstjóri Dags myndi hækka í tign, svo sem verða ber eftir dygga þjónustu. Var hann og staddur við stólbrikina, er Tryggvi reis úr sæti. Þykir val þetta enn sanna það, að stjórn Tímaflokksins liti inest á ytra borðið. — jlii'iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiilik Yfirfrakkar j og . | Karlmannaföt | tnikið og fallegt úrval I nýkomið í | Soffíubúð. ¦ Fjögramannafar með vél, er til sölu. Lóðir geta fylgt. Tækifæiisverð. A. v. á. Hreinsa, geri við og pressa karlmannaföt. Kristín Kristmunúsdóttir Hafnarstræti 17. Gull- og silfur- lögð glerskilti, gluggaskilti, tnáln- ing allskonar, veggfóður, kalk, skipamálning. Ódýrast hjá Daníel J. Hörðdal. málara. Silfurgötu 12 A. Nýkomið: BOLLAPÖR, DISKAR, KRUSIR, STEIKARFÖT, TARÍNUR, VATNSGLÖS, VÍNGLÖS, SNAPSGLÖS. Olalur Pásson. bbb Kaupið Kelloggs-vörur hjá Lopti Gunnarssyni ¦¦ Strand. Togarinn „Austri" strandaði i nótt á Húnaflóla undan Vatns- nesi. Manntapi varð enginn.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.